Morgunblaðið - 22.09.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.09.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1974 3 m j> T» ur \ rerim U EFTIR EINAR SIGURÐSSON „Stúlkan með hörgulahárið” Við sátum þarna 190 1 vélinni, svo margir sem hægt var að koma fyrir 1 ekki stærra rými, allt var nákvæmlega reiknað út, svo að enginn ferþumlungur færi til ónýtis. Sætin voru það þétt saman, að meðalmenn vel í lagi kæmu rétt hnjánum fyrir án þess að vera í skrúfstykki af bakinu af næsta sæti fyrir framan. Gangur- inn var rétt mátulega breiður, til þess að hægt væri að mætast. Væri eitthvað um að vera, svo sem veitingar eða sölumennska, var ekki viðlit að komast leiðar sinnar, og urðu menn þá að standa þarna eins og illa gerðir hlutir, hvernig sem ástatt var, þar til flugfreyjunum þóknaðist að gera hlé á og biðja viðkomandi að fara inn í sætið hjá náunganum, á meðan vagninum var skotið fram hjá. 5lA tími er kannski ekkert lang- ur, ef deyfilyfin — vínið — er notað óspart, meira að segja 1 hófi myndi kannski gera sitt gagn tíl þess „að drepa tímann", en þegar nákvæmlega jafnlangur tími hef- ur farið í ferðalagið í heild, þarf að stunda drykkjuna óslitið, ef þolinmæðinni á ekki að vera mis- boðið. En það er alltaf eitt og annað að koma fyrir, og þó að það sé ekki merkilegt, eru það allt smámynd- ir úr þessu litla þjóðfélagi, sem aðeins vara þennan hálfa sólar- hring, sem það tekur að komast frá Islandi til hennar Ameríku. En ef þetta samfélag stæði nú að eilífu, hvað margir yrðu þá orðnir leiðir, þótt ferðinni hefði verið snúið til paradísar í stað hins jarðneska allsnægta lands. Vega- lengdin er mikil frá því sleppir Islandsströndum og Vínland er undir vélinni, 3000 mílna haf, og það hefur komið fyrir og er alltaf í fréttum við og við, að vélarnar setjast ekki þar, sem þær eiga að gera, og þá er það annaðhvort láð eða lögur, sem þær hafna á. Og þegar þessi ferlíki mæta mót- stöðu, hvort heldur það er fjalls- tindur eða flatlendi, sundrast þau, en þegar hafið er lendingar- staðurinn og lífinu, sem við köll- um þau, er jafnt lokið og á þurru landi væri, segja þeir, að handan gegnum Hafstein og hans líka, að þeir sitji á botni hafsins reyrðir í sætum sínum í álferlíkinu rétt eins og á síðasta andartaki æfinn- ar, jarðbundnir rétt eins og þeir hefðu verið jarðsettir utan garðs. Þeir reyna að para sig saman kunningjarnir, landarnir eða þeir, sem eitthvað eiga sameigin- legt, æsku eða elli, mál eða litar- hátt, en oft er það líka tilviljun, og kannski oftast, hverjir lenda saman, séu þeir ekki beinlínis ferðafélagar. I bekknum beint út af sitja tveir piltar á bezta aldri og stúlka á líku reki. Þeir hafa hana ekki á milli sín, þær eru ekki alltaf til skiptanna, kannski aðeins lítið brot af þeim, þegar allt kemur til alls. Hverju sem það sætir, er ekki óalgengt, að farþegarnir fari sjálfir fram til flugfreyjanna til þess að sækja sér drykk, kannski er hæverskan að verki, ef til vill verkar ekki ljóshnappurinn og óþolinmæðin og þorstinn segja til sín. Hún kemur aftur með þrjú hálf- full plastglös af einhverjum dökk- um vökva og réttir þeim hvorum fyrir sig og heldur á einu sjálf. En nú er að komast inn fyrir. Það sýnist ekki smuga milli stólbaks- ins fyrir framan og hnjáa pilt- anna. En hún leggur f hann, snýr bakhlutanum í stólbakið og lunk- ar með lausu hendinni eitt hnéð af öðru fram hjá hvorum sköfl- ung, og loks er hún heil í höfn. Og vínið ólgar í líkama og sál. Og þarna fer ein á þeim aldri, sem álitið var, að ekki mætti drag- ast að þær færu að ganga út. Hún er það líka sjálfsagt, þótt hún sé ein á báti, því að lítill dreng- hnokki nýbyrjaður að ganga hangir í pilsfaldinum hennar, en hún er augsýnilega kona ekki ein- sömul, því að hún fyllir það út í ganginn, að vart væri viðlit að komast fram hjá henni nema fyll- ast mikilli viðkvæmni fyrir að valda henni og því, sem hún ber undir belti, einhverju hnjaski. En hún er líka á leið fram í lindina eilífu, sem líklega aldrei þrýtur, meðan heimurinn stend- ur. Og þegar hún kemur aftur, er litli snáðinn kominn í hægindið á maga mömmu sinnar og heldur hægri arminum um háls henni, en hún sínum vinstri um drenginn og á glasi hátt á loft í þeirri hægri. Löngunin er sú sama, hvernig svo sem ástatt er. Nautnin og náttúr- an eru systur, sem leita sinnar fullnægingu, hvað svo sem öllu velsæmi óg siðgæði líður. Og þarna er ritstjórinn og út- gerðarmaðurinn nokkrum bekkjaröðum framar, og ber ekki á öðru en að vel fari á með þeim, þegar glösum hefur verið klingt, þótt úr sitt hvorum stjórnmála- flokki séu. Það er faðmazt og kysst, og þó að ritstjórafrúin sé með, verður hún ekkert frekar blíðu útgerðarmannsins aðnjót- andi en karlfuglinn. Tíminn líður fljótt í algleymi áfengis, vinahóta og ástarlota, þó að ekki séu þau eins og ástarblossi æskunnar. I sætinu fyrir framan situr náungi, hallar höfðinu út á hlið og sefur vært eins og lítið barn með galopinn munninn. Það eru engin leiðindi yfir langdregnu ferða- lagi, sem angra hann. A hvaða plani skyldi hann vera eftir kenn- ingum Helga Pjeturss. Flugfreyj- an getur ekki stillt sig um að smella af honum mynd á vélina sína, sem framkallar á stundinni. Þegar hann losar svefninn og áttar sig á, að hann er í álferlíki tækninnar, en ekki á ströndinni I undralandi, réttir hún honum myndina til sannindamerkis um, að þetta var aðeins fagur draum- ur. Og nú kemur flugfreyja með matinn. Það er alltaf tilbreyting, þótt ekki sé maturinn til þess fallinn að veita mönnum mikla ánægju við að raða honum í sig. Þetta gæti talizt þríréttað, eins og hjá bóndanum í Mýrdalnum, sem bar tvíbökur með kaffinu, sem sumar voru kúptar og aðrar flat- ar: Gjörið svo vel að brúka af öllum sortum. Forrétturinn var rækja, og rækja er alltaf rækja, sem stendur fyrir sínu. Svo gúll- ass, sem minnti á gúllassbarónana úr fyrra stríði, sem kölluðu nú ekki allt ömmu sína, þar sem hrá- efnið var, og minnti á blinda niðursetnings stúlkutetrið, sem fengin var mús og sagt, að það væri lungnablað: Og ég skal éta þig samt, lungnablaðið mitt, þótt þú tfstir. Ábætirinn voru tveir uppþornaðir brauðsnúðar. En svo kom kaffið og með það ljómandi falleg ljóshærð flug- freyja eins og þær flestar eru og tiudropar af koníaki með. Það féll áreiðanlega í góðan jarðveg, þar sem gúllassinn var, og sótthreinsaði, ef nokkuð var þar misjafnt fyrir. En það var ekki nema í einn bollann í sætaröðinni, þá var búið úr könnunni. „Veiztu, hvað þetta er kallað í sveitinni, ungfrú góð, þegar þetta kemur fyrir hjá konum. Það er kallað, að þær séu orðnar geldar.“ „Og þetta leyfir þú þér að segja, maðurinn, kominn fast að sjötugu." „Þú hef- ur auðvitað aldrei heyrt um það, að faðir Guðmundar Magnússonar læknaprófessors var 82 ára, þegar lífið kviknaði rétt einu sinni og strákur varð til. Mannlífið er þarna fjölbreytt, norrænt, ljóshært og ljósleitt og bláeygt fólk frá Norður-Þýzka- landi eða Norðurlöndum. Þarna eru kolsvarthærðir menn og kon- ur dekkri í andliti en nokkur Majorku-lslendingur, og ekki sjáanlegt, að nokkur blóðdropi sé í andliti þessa fólks, sem er með svört eða dökkbrún augu. Þarna eru líka negrar með svarta koll- inn sinn, og hvergi segir intel!i-_ gensan til si'n eins og hjá negra. Menntunin segir miklu meira til sín í útliti og framkomu hjá þeim svarta en hvita. Farþegarnir eru alltaf 80% karlmenn, það er ekkert rauð- sokka jafnrétti þegar um það er að ræða að ferðast kring um hnöttinn. Og þarna út við gluggann tveim- ur bekkjaröðum framar situr stúlkan með hörgula hárið. „Er þetta kannski ekki dýrðlegt. Svona ætti að mála dýrlinga í norðanverðri Evrópu, þá yrði meira um þá. María mey er japönsk í Japan og kínversk í Kína.“ „Það er þá svo gott, að hörgula hárið sé ekta“, segir sessunauturinn. Er ekki svo fátt orðið ekta að mat manna á þeim hlutum hefur breytzt og það er ekki lengur það sáluhjálparatriði, sem það var. Skipti það annars nokkru máli, hvort stúlkan með hörgula hárið sé ekta eða ekki, ef út í það færi? Og nú kemur kallið: Nó smok- ing. Fasten seat belts. — Dr. Sigurður Nordal látinn Framhald af bls. 1 sálmana. Kom það rit út fyrir fáum árum. Eitt af stórverkum dr. Sigurðar Nordals er Islenzk menning, sem kom út f heims- styrjöldinni sfðari, mikið rit um fslenzkt þjóðfélag til forna, menningu þess og aðdraganda. Þá munu flestir kannast við rit hans um trúarlff séra Jóns Magnússonar, 1941, og ritgerða- safnið Áfanga 1—11, sem kom út tvö næstu árin á eftir ís- lenzkri menningu, 1943 og 1944. Þá gaf hann út fjölda annarra rita, skrifaði formála, yfirlit um bókmenntir, ann- aðist f jölda útgáfa, m.a. á Völu- spá, 1923, með nýjum, athyglis- verðum skýringum, tók saman tslenzka lestrarbók 1924, sem hefur haft gffurleg áhrif á bók- menntaafstöðu samtfmans, sá lengi um útgáfu Fornritafé- lagsins, og svo mætti lengi telja. En sfðast en ekki sfzt ber að geta þess, að Sigurður Nor- dal samdi leikritið Uppstign- ing, sem var frumsýnt 1946 og var endursýnt f Þjóðleikhúsinu ekki alls fyrir löngu. Þegar dr. Sigurður Nordal varð áttræður, skrifaði núver- andi forseti Islands grein um hann hér f Morgunblaðið, þar sem hann segir m.a.: „En hitt er þó mest um vert, að á þeim vettvangi, þar sem Nordal hasi- aði sér völl ungur, hefur hon- um auðnast að lyfta merki þjóðar sinnar hátt og gefa henni þær gjafir, sem rýrna ekki að gildi, þótt tfmar lfði og margt, sem verðmætt er kallað, falli niður úr öllu valdi . . . (Nordal er) virðulegasti menn- ingarfulltrúi tslendinga um Iangt skeið . . .“ Dr. Sigurður Nordal var fæddur 14. sept. 1886 að Eyjólfsstöðum í Vatnsdal A.-Hún., sonur Jóhannesar Nordal, síðar íshús- stjóra I Reykjavlk og Bjargar Jóseftnu Sigurðardóttur. Hann lauk prófi frá Lærðaskólanum I Reykjavtk 1906 og prófi i norrænum fræðum frá Hafnarhá- skóla 1912. Hann stundaði fram- haldsnám erlendis um nokkurt skeið, en varð prófessor við Há- skóla islands 1918. Hann var rektor 1922—23. Hann var um skeið formaður Menntamálaráðs, forseti Visindafélags íslendinga, heiðursdoktor við marga háskóla og heiðursfélagi fjölda félaga og stofnana. Dr. Sigurður Nordal var skipað- ur sendiherra íslands i Danmörku 1951 og gegndi þvi starfi til ársins 1957, þegar hann kom heim aft- ur. Sfðan hefur hann sinnt fræði- og ritstörfum. Nordal varð sendi- herra á viðkvæmu skeiði i sam- búðarsögu Dana og fslendinga, þvi að þá var handritamálið að komast i algleyming og skipun hans I sendiherraembætti var tákn þeirrar áherzlu, sem Islendingar lögðu á farsæla lausn þess mikil- væga máls. Eins og kunnugt er fór það eftir sem islendingar höfðu vonazt til í upphafi. Dr. Sigurður Nordal var tví- kvæntur. Fyrri kona hans var sænsk. og skildu þau eftir stutta sambúð, en siðari kona hans var Ólöf Nordal, sem lézt fyrir fáum árum. Eftirlifandi börn þeirra eru Jóhannes, seðlabankastjóri og Jón tónskáld. Sigurður Nordal var í hópi svip- mestu manna islenzkrarsamtíðar. Hann var ekki einasta skáld og fræðimaður, diplómat og rektor, heldur ógleymanlegur persónu- leiki, sem fór á kostum i góðra vina hópi. Hann fylgdist með öllu og drakk i sig hræringar samtíðar- innar. Ljóð ungra skáld og rithöf- unda las hann ekki siður en gam- alla öndvegishöfunda og voru persónuleg áhrif hans ekki minni en þau, sem hann hafði með ritum sinum. Hann var lifslistarmaður og lengstum fór fram f honum hörð barátta milli einlyndis og marglyndis, eins og eftirminnilega kemur fram i Ijóðsögum Fornra ásta. Erfitt er að dæma um það, hver hefur sett meiri svip á menn- ingar- og þjóðlif íslendinga á þess- ari öld, visindamaðurinn, skáldið — eða maðurinn Sigurður Nordal. En við lát hans verða þáttaskil i arfi fslendinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.