Morgunblaðið - 22.09.1974, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.09.1974, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1974 27 Dagný Olafsdóttir Minningarorð Fædd 17. júlíl950. Dáin 10. sept. 1974. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfr et sama, en orðstír - deyr aldregi. Hvem es sér góðan getr. Góður orðstír og minning frænku minnar Dagnýjar Ölafs- dóttur mun lifa. Hún var trygg manneskja, átti hug allra sem kynntust henni og ætíð reiðubúin að rétta öðrum hjálparhönd. Hún ólst upp á heimili foreldra sinna, önnu Pálsdóttur og Ölafs Þorbergssonar, ásamt eldri systur sinni Sigríði, að Öldugötu 47, Reykjavík. Manni finnst sumt fólk verða að taka á móti svo miklu i lifinu, jafnvel þó það verði svo stutt sem Dagnýjar varð. Þegar hún var aðeins sjö ára gömul missti hún föður sinn, og var það mikill missir, því hann var traustur sinni fjölskyldu. Og fyrir aðeins tæplega tveimur árum dó systir hennar frá tveim- ur ungum börnum og eiginmanni. Það var okkur mikið áfall, og ekki síst Dagnýju, því þær voru mjög samrýndar. Þá voru Dagný og eiginmaður hennar Magnús Stefánsson og litla dóttir þeirra Arndis mikil stoð móður hennar Faðir okkar, + SIGURÐUR NORDAL, prófessor. lézt að morgni hins 21 september. Jóhannes Nordal, Jón Nordal. + Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför, SIGRÍÐAR ÞORSTEINSDÓTTUR Þórdis Frimannsdóttir, Magnús Aðalbjarnarson, Anna Frimannsdóttir, Guðmundur Magnússon, Jón Frímannsson, Fanney Magnúsdóttir, Maria Frimannsdóttir, Páll Finnsson, Unnur Jónasdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, bræður og barnabörn. t Útför eiginkonu minnar og móður okkar, GUÐLAUGAR GUNNARSDÓTTUR ÞORMAR, Sóleyjargötu 33, fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 25. september kl 3.00. Blóm vinsamlega afþökkuð Andrés G. Þormar, Birgir Þormar, Gunnar Þormar. t Við þökkum innilega vináttu og samúð við fráfall og jarðarför, NIKULÁSAR JÓNSSONAR, endurskoðanda Ósk Guðjónsdóttir, Kristinn Jónsson. + Þökkum innilega öllum þeim, er sýndu okkur vinsemd og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu. MAGNEU TÓMASDÓTTUR, frá Eyvík, Stekkjarflöt 23, Garðahreppi. Auður Jónsdóttir, Kristleifur Jónsson, Inga Jónsdóttir, Erlendur Guðmundsson, Jarþrúður Jónsdóttir, Jakob Jónsson, Halldóra Jónsdóttir, Jón Sigtryggsson, Gunnar Jónsson, Signý Hermannsdóttir, Kristmundur Jónsson, og barnabörn Steinunn Guðmundsdóttir, + Innilegar þakkir fyrir auðsynda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför sonarokkar og bróður, ELÍASAR SIGURÐSSONAR, Holtagerði 13, Kópavogi. Ennfremur þökkum við læknum og hjúkrunarliði Landspítalans fyrir góða hjúkrun og umönnun í vetkindum hans. Guðný Jónsdóttir, Sigurður L. Ólafsson, Sigriður M. Sigurðardóttir, Jón Þór Sigurðsson, Guðrún Sigurðardóttir, Sigurþór L. Sigurðsson, Guðný Rut Sigurðardóttir, Sigurður H. Sigurðsson, Lfndís Sigurðardóttir, Guðmundur Sigurðsson, Sólrún Sigurðardóttir, Sigríður Birgisdóttir. Ásrún Sigurðardóttir, og systurdótturinni Önnu Jó- hannesdóttur, sem hefur alist upp hjá ömmu sinni. Að Yrsufelli 36, áttu þau hjónin Dagný og Magnús orðið fallegt heimili, sem þau voru svo sam- hent um að koma áfram. Ég minn- ist seinasta kvöldsins, sem ég heimsótti þau, það var ánægjulegt kvöld. Hugurinn leitar til móðurinnar, sem sér nú á bak annarri dóttur sinni, og til eiginmannsins og litlu Arndisar, sem öll bera sorg sfna með æðruleysi. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Hvað finnst yður um allt þetta tal um, að hjónabandið sé að verða „úrelt“? sumir segja jafnvel, að horfur séu á, að hjónabandið verði bráðum úr sögunni. Eruð þér sammála því? Nei, ég er ekki sammála því. Hjónabandið mun standast. Jafnvel kommúnistar trúa á hjónabandið. Ég er sammála því, að ýmsir myndu fagna því, að hjónabandið yrði úrelt, fólk eins og kynvillingar og þeir, sem aðhyllast nýja siðferðið. En góðu heilli eru þessir menn ekki meirihluti þjóðfélagsins heldur aðeins vesæll minnihluti. Ég sé, að nokkrir sjálfumglaðir spekingar láta til sín heyra um þessi mál. Blaðið London Observer spyr: „Erum við síðasta gifta kynslóðin?“ Brezkur sálfræðingur spáir því, að dagar trúlofunarhring- anna séu taldir og að brúðkaup í þeirri mynd, sem við þekkjum þau, tilheyri brátt liðinni sögu. Guð mælti svo fyrir í fyrstu bók Biblíunnar: „Þess vegna yfirgefur maður föður sinn og móður sína og býr við eiginkonu sína, svo að þau verði eitt hold.“ Þannig var heimilið stofnað og engum hefur tekizt að koma með neitt fullnægjandi í staðinn fyrir það. Viö skyndilegt fráfall ungrar frænku minnar leita á mig ótal minningar, því þó að okkar sam- verustundir í heimi hér yrðu allt- of fáar, á ég margar og ljúfar endurminningar, minningar sem munu lifa þó að hún sé nú horfin héðan. Orð sýnast svo fátækleg á slikri stundu sem þessari. Ég kveð Dagnýju með þakklæti og virðingu. Eiginmanni, dóttur, móður, tengdaforeldrum og öllum öðrum ættingjum og vinum votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð veri minning hennar, Ingibjörg J. Steindórsdóttir. Magnþóra GuðrúnPála Þórisdóttir—Minning Fædd 5. október 1938. Dáin 15. september 1974. Sumri hallar hausta fer segir einhvers staðar og víst er, að ég varð þess áþreifanlega vör, er ég frétti lát æskuvinkonu minnar og frænku, Magnþóru Þórisdóttur. Sjaldan hefur ein frétt snortið mig jafn djúpt. Magga Gulla, sú sem ég hafði leikið við i æsku og jafnan litið upp til, var dáin. Ljúf- ar minningar um áhyggjulausa æskudaga á Vesturgötunni og síðar koma fram og margs er að + Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, ÁSTRlÐAR ÓLAFSDÓTTUR Herdis G. Ólafsdóttir, Bragi Ólafsson, Sigurbjörg ÞórSardóttir, Þóra Jónsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar og fóstur- móður UNNAR HARALDSDÓTTUR, Fyrir hönd vandamanna. Ársæll Sigbjörnsson, Bjarney B. Rikharðsdóttir, Ársæll Júlíusson, Bjarney Stefánsson. + Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför mannsins míns, VALDIIMARS DAVÍÐSSONAR, Borgarnesi. Fyrir hönd vandamanna. Helga Halldórsdóttir. + Sonurokkar og bróðir, SIGURÐUR JÓNAS ÓLAFSSON, sem andaðist á Kópavogshæli þann 14. þ.m. verður jarðsunginn mánudaginn 23. sept. kl. 1.30 I Háteigskirkju Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, minnast. Mynd eftir mynd birtist fyrir hugskotssjónum og það er ómetanlegt, að eiga slíkar bernskuminningar. Mér fannst Magga Gulla fögur og glæsileg og þar voru flestir mér sammála, en hún var fleiri kostum búin, sem ég mat miklu meir. Allt sem hún gerði var með slíkum myndarbrag, að mér fannst öll hennar verk sem lista- verk. Þá var hún og búin þeirri dýrmætu gáfu að hallmæla aldrei nokkurri manneskju. Mér fannst hún á vissan hátt óraunveruleg, en hún var heillandi, hæggerð, orðvör og rómantísk. Son sinn missti Magga Gulla ungan og sjálf var hún oft á sjúkrahúsi sökum lungnaveiki. Þótt hún færi fársjúk á sjúkra- hús, kom hún alltaf heim á ný sem sama ljúfa, góða og hlédræga stúlkan. Fjögur börn hennar hafa misst mikið, Edda 17 ára, Sveinn 16 ára, en hann var alinn upp hjá ömmu sinni og afa, Steinunni Sveinsdóttur og Þóri Kjartans- syni, sem er nýiátinn, Jón 12 ára og Þóra Steinunn 3 áfa. Guð veri með þeim öllum. Anna Þóra. Gyða Jónsdóttir, Ólafur Jóhannesson + Þökkum hluttekningu, samúð og vináttu við andlát og útför SÓLRÚNARINGVARSDÓTTUR, frá Bakkastig 11, Vestmannaeyjum. Ágústa Sveinsdóttir, Berent Sveinsson, Laufey Guðbrandsdóttir, Garðar Sveinsson, Ólöf Karlsdóttir, Tryggvi Sveinsson, Þóra Eiriksdóttir, og barnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa GUÐLAUGS KRISTJÁNSSONAR, Sérstaklega viljum við bera fram þakkir til starfsfólks og lækna EHi- og hjúkrunarheimilisins Grundar fyrir góða hjúkrun og aðhlynningu á liðnum árum. Börn, tengdabörn og barna- börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.