Morgunblaðið - 22.09.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.09.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1974 folk — tolk — t'otk — tbtk Á réttarballinu var sami troð ÞAÐ gerði þoku á afrétti Miðfirð- inga, og gangnamenn þurftu að liggja yfir einn dag á heiðum uppi. Af þeim sökum tafðist um einn dag að rétta í Miðf jarðarrétt, sunnudagurinn 15. september varð aðalréttardagurinn f stað laugardagsins. Féð var rekið f réttina á sunnudagsmorgun, og um hádegisbil var byrjað að draga. Um svipað leyti bar þar að blaðamann Mbl. ekki á jeppa eins og flestir úr sveitinni, heldur á fólksbfl úr Reykjavfk. Forsmekk- inn af réttarlffinu hafði hann fengið kvöldið áður f félagsheim- ilinu Vfðihlfð, þar sem 800 manns skemmtu sér f húsi sem tekur að sögn 2—300 manns. Svipaður troðningur var í réttinni, þegar nýbúið var að reka inn f almenn- inginn. Annars var bragurinn á Miðf jarðarrétt sá sami og f öllum öðrum réttum, ys og þys, kinda- jarmur, óp og átök og þessi sér- staka lykt, sem fylgir fjárhópi. Margar hendur unnu að þvf að koma fénu f dilka og óðum saxað- ist á kindahópinn f almenningn- um. Var þá snarlega sóttur hópur til viðbótar f safnréttina og sfðan haldið áfram að draga. Sums stað- ar stóðu menn á tali, jafnan að- komumenn eðaþágamlir gangna foringjar og réttakóngar, sem að mestu voru hættir að stússast með fé, en gátu þó ekki stillt sig um að koma og vera með enn einu sinni. Brennivfnspelarnir ómissandi voru á lofti, að sjálfsögðu, og f þeim flestum útlent glundur. A einstaka pela var þó afrakstur ósvikins heimilisiðnaðar, vel eim- aður landinn rann ljúflega niður. Skammt frá réttinni hvfldust hestarnir eftir erfiðar leitir og hundarnir snigluðust f kringum réttina, nóg var af hjólkoppum til að mfga á. Með sameiginlegu átaki ungra sem aldinna tókst að Ijúka draetti þegar farið var að halla á nfunda tímann. Um kvöld- ið brugðu margir sér á réttarball f Ásbyrgi, og á mánudagsmorgun voru menn mættir snemma f rétt- ina, til að reka féð heim. Það varð að rýma réttina fyrir stóðinu sem beið uppi í girðingu, en það hafði verið rekið niður af heiðunum um leið og féð. 4 gangnast jórar Það gerðu víst flestir eitthvert gagn í Miðfjarðarrétt þennan dag, nema blaðamaðurinn sem þvæld- ist fyrir með myndavél á magan- Honum lfkar lffið þessum. Hann 1 heitir Jón Einarsson og vinnur f Reykjavfk, en bregður sér heim f göngur og réttir á hverju hausti. Ein af fjalladrottningunum, Jóhanna Bára Jónsdóttir frá Skeggjastöðum. um og truflaði menn við vinnunaj með spurningum sínum. Fyrstan hitti hann að máli Pál Stefánsson bónda á Mýrum, einn af fjórum gangnaforingjum Miðfirðinga og spurði hann hvernig gengið hefði. „Við lögðum af stað á fimmtu- dagsmorguninn, en á föstudaginn þurftum við að liggja framfrá vegna þoku, og töfðust leitir um einn dag af þeim sökum. Við rák- um svo féð niður á laugardaginn og í réttina á sunnudaginn, nema hvað þeir sem smöluðu Kjálkann, á Aðalbólsheiði, undir stjórn Jó- hannesar Kristóferssonar í Finn- mörk, ráku niður á föstudaginn og réttuðu á laugardagseftirmið- dag um 3 þúsund fjár. A Núps- heiði hafði ég forystu, á Tung- unni á Aðalbólsheiði hafði Ólafur Valdimarsson forystu og á Húks- heiði Jón Jónsson á Skarfshóli." — Og hvernig gekk? „Smalamennskan gekk mjög vel, það gerði ljómandi veður þeg- ar þokunni létti og á laugardag- inn var afbragðs leitarveður. Ég geri mér vonir um að heimtur hafi verið það góðar vegna veð- ursins, að seinni leitir séu óþarf- ar, og við getum látið þyrlu Land- helgisgæzlunnar nægja. Við höf- um notað hana áður með prýðis árangri. Annars voru seinni Ieitir fyrirhugaðar 28. september.“ — Kemur fé vænt af fjalli? „Mér sýnist það vera rétt f með- allagi, nokkuð feitt en ekki stórt.“ Hávaðasamastur f krafti síns embættis Hávaðasamastur allra í réttinni var í krafti síns embættis réttar- stjórinn, Björn Einarsson á Bessa- stöðum, og sögðu kunnugir að hann kynni því alls ekki illa. Þetta er i fyrsta skipti sem Björn gegnir embættinu; nokkur undanfarin ár hefur klerkur sveitarinnar, sr. Gisli Kolbeins á Melstað, gegnt því, og notaði hann að sögn sér til hjálpar sérsmíðað- an lúður, sem hann lét valsa í vélsmiðju fyrir sunnan. Björn treysti hins vegar á eigin radd- styrk. Björn var að þvi spurður hvert væri hlutverk hans sem réttarstjóri. „Að sjá um að réttarstörfin gangi sem bezt, að fólk haldi áfram að draga og sjá um inn- rekstur á fé þegar fækka tekur í almenningnum." — Og hlýða menn? „Þeir þora ekki annað þegar ég brýni raustina." — Hvað er margt í réttinni í' dag? „Það er ósköp svipað og verið hefur undanfarin ár, eitthvað um 15 þúsund fjár báða dagana. Hér eiga 30—40 bæir fé, og þetta er stærsta réttin í Vestur-Húnavatns sýslu.“ — Er sami bragur á réttinni og áður? „Já, ekki sé ég betur. Þetta gengur jafnvel og áður, og alltaf er eitthvað spaugilegt að koma fyrir. Fyllierí er lítið eins og þú sérð, menn mega ekki vera að slíku nema í litlum mæli.“ — Hvernig stóð á því að þú varst valinn I þetta ábyrgðamikla embætti? „Vegna góðra foringjahæfileika og góðs raddstyrks.“ (Og Björn á Bessastöðum gfottir hroðalega). — Fórst þú í göngur? „Ég vildi fara en fékk ekki. Gangnastjórarnir vildu ekki hafa mig með vegna óspekta og drykkjuskapar." Þegar hér var komið sögu fannst blm. svörin orðin hin ótrúlegustu, þakkaði Birni samtalið og sneri sér að næsta manni í von um greinargóð svör. Björn stikaði burt skelfi- hlæjandi. Sr. Gfsli tekinn tali Blaðamanni varð vissulega að ósk sinni, því næstan hitti hann fyrir þann sem áður gegndi stöðu réttarstjóra við góðan orðstír, sr. Gísla Kolbeins á Melstað, sóknar- prest sveitarinnar. Hann var hinn virðufegasti, með hatt á höfði. Var blaðamanni tjáð, að sr. Gísli hefði fyrr um daginn fengið gott boð í hattinn, en hann ekki viljað selja. „Ég hef það nú fremur náðugt í dag,“ sagði sr. Gísli við blaða- manninn. „Ég rak mitt fé ekki á fjall að þessu sinni, heldur hafði það í heimahögum." — Ertu með stóran bústofn? „Ég er með 150—200 fjár á fóðrum yfir veturinn, og ætli ég eigi ekki nálægt 500 fjár ef lömb eru meðtalin. Þá á ég nokkra tugi hesta, þar af 10—12 á járnum." — Er algengt að sveitaprestar stundi jafnhliða búskap? „Já, það er nokkuð algengt, ætli við séum ekki 15—20 sem það gerum.“ — Ert þú kannski með stærsta búskapinn af þeim? „Ekki er ég viss um það, en hins vegar veit ég ekki um neinn prest sem á jafn marga hesta og ég.“ — Hvernig fara saman prests- störf og búskapur? „Alveg ágætlega, það verða aldrei neinir árekstrar, en á sjálf- Sr. Gfsli Kolbeins á Melstað með hattinn fína. Réttarstjórinn byrstir sig, Björn Einarsson á Bessastöðum. sögðu sitja prestsstörfin ætíð í fyrirrúmi." — Hvað ertu búinn að vera lengi prestur Miðfirðinga? „Þetta er 21. sumarið mitt hér. Mér hefur liðið vel I Miðfirðinum,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.