Morgunblaðið - 22.09.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.09.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1974 7 Kvikri ayndir í Sígurpálssott Eftír Björn Vi Tvístirni hvei Tvístirni hversd Tvístirni hversdasrsl Tvístirni hversdagsleikans Tvístirni hversdagsleikans Tvístirni hversdagsleikans Tvístirni hversdagsleikans A ofanverðum sjötta áratugn- um áttu sér stað merkilegar hrær- ingar í brezku listalífi. í þann mun voru sviptingar töluverðar á stjórnmálasviðinu innan lands sem utan — Ungverjalandsupp- reisnin og Suesmálið og í kjölfarið kom öflug mótmælahreyfing undir merki nývinstrisinna, hugsjóna- fólks, er misst hafði trúna á skollaleik brezkra stjórnvalda í Mið-Austurlöndum. Hér var frjósamur jarðvegur fyrir meiri rót- tækni I listamollu Bretlands, en menn höfðu átt að venjast, lista „aðallinn" í Lundúnum stóð skyndilega höllum fæti fyrir ný- græðingum úr iðnaðarhéruðunum í Miðlöndunum, Norður-England og East End Lundúna. Rithöfundar og leikritaskáld á borð við Shelagh Delaney, Arnold Wesker, Alun Owen, Alan Stillitoe, Keith Waterhouse, Willis Hall og David Storey voru i hávegum hafðir. Leikritaskáldin fengu inni fyrir verk sin i Royal Court leikhúsinu og Theater Workshop en allir þessi kraftar áttu svo til að sam- einast i nýrri hreyfingu innan kvik- myndarinnar, sem Free Cinema nefndist. Undir merki þessarar hreyfingar skipuðu sér ungir kvikmynda- gerðarmenn, eins og Tony Richardson. Karel Reisz, John Schlesinger og Lindsay Anderson. í upphafi lögðu þeir fyrst og fremst fyrir sig gerð heimilda- mynda, þar sem þeir dýrkuðu hversdagsleikann og leituðu fanga i jassklúbbunum, unglingaklúbb- um, almenningsgörðum og á markaðinum í Covent Garden. „Ég vil, að öllum — ekki aðeins hinum háttsettu i þjóðfélaginu, sé Ijós eigin þýðing og gildi," sagði Anderson í þá tíð. Siðar létu þeir af heimilda- myndagerðinni og sneru sér að verkum skoðanasystkina sinna innan bókmenntanna. Afrakstur- inn kemur fram i myndum eins og Horfðu reiður um öxl og Taste of honey, sem Richardson gerði eftir verkum John Osborne og Delaney, í Saturday night, Sunday morning, sem Karel Reisz gerði eftir sögu Sillitoe, og This Sport- ing Life, sem Anderson gerði eftir sögu Storey. Nýraunsæ viðhorf og eindregin þjóðfélagsafstaða voru einkennandi fyrir allar þessar myndir. Er Anderson gerði This Sporting Life voru raunar liðin fimm ár frá því, að hann lauk við síðustu heimildarmynd sina og þann tima hafði hann starfað að leikstjórn innan leikhúsanna. Anderson og Storey höfðu náin samráð um samningu kvikmyndahandritsins og gerð myndarinnar. Ekki er ólík- legt, að reynsla Andersons af leik- sviðinu og samvínna hans og Storey i þessari mynd hafi valdið töluverðu um það, að Storey hvarf að mestu frá skáldsagnagerð og hefur siðustu árin nær eingöngu fengizt við leikritun. Með leikrit- inu In Celebration haslaði hann sér völl meðal fremstu leikrita- skálda Bretlands en það var frum- sýnt á Royal Court árið 1 969 und- ir leikstjórn Andersons. Anderson hefur raunar sett öll siðari leikrit Storey á svið og innan ensks leik- hússlifs eru þeir nú orðnir sams- konar tvistirni og Harold Pinter og Peter Hall. En einmitt um þessar mundir taka þeir Anderson og Storey upp þráðinn að nýju þar sem frá var horfið fyrir rúmum tíu árum er þeir gerðu This Sporting Life. Ander- son hefur raunar i millitíðinni gert tvær kvikmyndir — If og Lucky man — en að þessu sinni er við- fangsefnið einmitt leikrit Storey — In Celebration. Meðal leikenda er Alan Bates, sem fer þar með hlutverk hins elzta þriggja bræðra, sem komnir eru heim i foreldrahús eftir langa fjarveru til að halda upp á fjörtiu ára brúðkaupsafmæli foreldra sinna. Faðir þeirra hefur unnið i námunum allt sitt lif, en foreldrarnir hafa unnið hörðum höndum til að koma sonum sinum til mennta svo að þeirra biði ekki hlutskipti föðurins. Leikrit Storeys er í senn hörð ádeila á stéttaþjóð- félagið brezka og hnýsin könnun á fjölskyldulifinu, þar sem ýmislegt óvænt kemur upp á yfirborðið. Sannast sagna hefði mér ekki þótt leikritið vænlegt til kvikmyndun- ar, þar eð átök leiksins felast ein- göngu í tilsvörum ekki atburðarás- inni, og umgjörð leikritsins er ákaflega þröngur stakkur skorinn — það gerist allt i setustofu gömlu hjónanna. Anderson og Storey eru raunar sprottnir úr gjörólíku umhverfi. Hinn fyrrnefndi er af efnafólki kominn og hefur langskólanám að baki, en Storey hins vegar er son- ur námaverkamanns og lifshlaup hans raunar ekki ósvipað ferli yngsta bróðurins i Celebration. Viðhorf þeirra beggja til brezks þjóðlifs og ríkjandi stéttaskipting- ar fara þó saman og hafa lítið breytzt. Anderson aðhylltist ný- vinstristefnuna í upphafi en segir, að „ þegar ekkert óx út úr henni og þegar brátt varð Ijóst, að ný- vinstrihreyfingin I lok sjötta ára- tugarins var einfaldlega annað til- brigði af vinstri viðhorfum menntamanna úr efri stéttunum, þá missti ég áhugann." Storey hefur á hinn bóginn aldrei gleymt uppruna sinum og sækir viðfangs- efni sín undantekningalítið í líf láglaunafólksins. „David hefur aldrei skrifað staf, sem ekki felur í sér sósíalískan enduróm eða ályktun en hann hef- ur aldrei skrifað neitt, sem kalla má hreinan áróður," segir Ander- son. Hvað sjálfan sig áhrærir, seg- ist Anderson kannski hafa átt til að vera áróðurssinnaður á sínum yngri árum „en það er liðin tíð". Hann segir um leikrit Storey, að þau séu almenningsskemmtan af bezta tagi. Þóhafa þau aldrei náð almenningshylli, og Anderson seg- ir, að það hljóti að eiga sér þjóð- félagsrætur. Hann bendir á, að þegar Celebration hafi verið sýnt f Bandarfkjunum hafi það fengið þar frábæra dóma en móttökur þess heima fyrir hafi verið blendn- ar. Hér kemur stéttaskiptingin i Bretlandi til að dómi Anderson. „í Englandi fær David ekki rönd við Framhald á bls. 39 Til sölu Mercedes Benz 230, sjálfskiptur, ekinn 1 00.000 km. árg. '68. Uppl. í síma 20177 eftir kl. 18 daglega. Kýr — Dráttarvél Til sölu eru 7 ungar kýr að Syðri- Rauðalæk i Holtum. Simi um Meiritungu. Einnig David-Brown 1200 dráttarvél árg. 1968. Simi 99-5815. Guðsbörnin óska eftir að fá leigða ibúð. Við verðum húsnæðislaus um mánaðarmót september og októ- ber. Getur ÞÚ hjálpað okkur? Hringdu þá í sima 26372. Til leigu i vetur 1 —2ja manna herb. Herb. eru öií teppalögð og með vask — leigjast með húsgögnum og gluggatjöld- um. Möguleikar á eldhúsaðg. Uppl. í sima 20986 frá mánud. 23/9. Atvinna óskast Er 19 ára og vantar framtiðarat- vinnu. Margt kemur til greina. Uppl. óskast lagðar inn á Mbl. merkt „Ábyrgðarstarf 9571", Til leigu 4ra herb. ibúð á góðum stað. Tilboð sendist til Mbl. merkt „9573 ". Hjón með dóttur á 1 1. ári óska eftir að leigja rúm- góða ibúð eða einbýlishús i Reykjavik eða nágrenni. Uppl. í síma 10793 — 1 9327. íbúð til sölu. Við Háaleitisbraut er til sölu 3ja — 4ra herb. ibúð. Ný teppi á sameign. Suðursvalir. Mjög falleg ibúð. Uppl. næstu daga i sima 33277. Vinna — Húsnæði Háskólanemi, sem er að Ijúka B.A. námi, óskar eftir vinnu. Litil ibúð óskast til leigu. Tilboð merkt „7484" sendist Mbl. fyrir 25. september. Stúlka með vélritunar- og tungumála- þekkingu óskar eftir hálfdags vinnu (fyrir hádegi) Upplýsingar i sima: 20426. Fyrir hádegi. Til sölu Volkswagen 1300 árg. '70 i þvi ástandi, sem hann er i eftir árekstur, Uppl. i Ford-skálanum, Kr. Kristjánsson, simi 35300. Til sölu er: Mercuri-Comet, fjögra dyra, ár- gerð 1974, ekinn 15000 km. Upplýsingar i sima 17821 eða 85018. 3ja — 4ra herb. íbúð óskast til leigu i Hafnarfirði, Norðurbæ eða nágrenni. Upplýs- ingar i sima 71 608. Barngóð fullorðin kona óskast til að gæta barns á 1. ári og til léttra heimilisstarfa ca. hálfan daginn, 4 daga i viku. Uppl. i sima 32464. Til sölu Bronco árg. '66. Ný klæddur og ný yfirfarinn. Skipti koma til greina. Simi 83389. Áteiknuð punthandklæði Gömlu góðu munstrin. GLUGGASKRAUT. Úrval tegunda og lita af heklugarni. Hannyrðaverzlunin Erla, Snorrabraut Felgur fyrir Cortina '71 — '74 (fyrir snjódekk). Vönduð vara, hagstætt verð. Storð h.f., Ármúla 24, simi 81430. Stúlka Stúlka eða eldri kona óskast i óákveðin tima vegna veikindafor- falla til afgreiðslustarfa i fata- verzlun kl. 1,30 — 6, 5 daga vikunnar. Umsóknir sendist i pósti merktar Pósthólf 502. Til sölu Ford árg. '56. Mjög ódýr. Upplýsingar i sima 8491 9. Volvo 142 árg. '72 til sölu. Uppl. í síma 92-1643 næstu kvöld eftir kl. 7. Ný sending GOBELINVÖRUR frá Gunnari P. í Noregi. Vitjið pantana. Hannyrðaversl. Erla, Snorrabraut. Brotamálmur Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. NÓTATÚN 27, simi 25891. Hörpusófasett til sölu, þarfnast aðeins klæðningar. Uppl. i sima 21076 frá kl. 1—6 e.h. Keramiknámskeið verður haldið i Kópavogi. Upplýsingar i simum 53067 og 51886 eftir-kl. 1 9 i kvöld og næstu kvöld. Hansa-skrifborð. Óska eftir að kaupa hansa-skrif - borð. Upplýsingar i sima 51 988. Til sölu Toyota Carina árg. 1974. Uppl. í síma 96-1 21 84 eftir kl. 7 á kvöld- in. Grindavík Til sölu einbýlishús. Góðir skilmál- ar. Laust strax. Eigna og Verðbréfasalan, Hring- braut 90, simi 3222. Keflavík. Til sölu 4ra herb. sem ný ibúð við Mávabraut. Eigna og Verðbréfasalan, Hring- braut 90, sími 3222. Háskólanema vantar herbergi. Upplýsinqar i sima 92-1 706. Tveir námsmenn utan af landi óska að taka 2ja herb. ibúð á leigu. Upplýsingar i sima 7 1 390 milli kl. 1 og 6 i dag. Cortina 1 968. Til sölu Ford Cortina de luxe. Mjög fallegur bíll. Uppl. í sima 3731 7. Plymouth 71 glæsilegur bíll, vökvastýri, hjein- skiptur til sölu. Samkomulag með greiðslu. Sími 16289.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.