Morgunblaðið - 22.09.1974, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.09.1974, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1974 Höf. Ármann Kr. Einarsson Pabbi og mamma koma að sœkja mig Hver er það? spyr pabbi. Það er telpan í Vesturbænum, hún Rósa. Eftir litla þögn bæti ég við: Hún á engan pabba og enga mömmu og hefur aldrei komið til Reykjavíkur. Það er fallegt að vera góð við einstæðinga, Magga mín, og þú mátt bjóða telpunni til þín, ef þig langar til þess, segir mamma. Og pabbi kinkar kolli til samþykkis. Þakka ykkur fyrir, segi ég himinlifandi glöð. Við erum komin heim á hlað. Fossfólkið og Sigga frænka fagna innilega foreldrum mínum. Ég get ekki beðið með að segja Rósu tíðindin. Ég þýt af stað til að leita hana uppi. Ég finn Rósu í fjósinu. Hún er að moka flórinn, það verður að gera það á sunnudögum jafnt og aðra daga. En ég vorkenni Rósu, hve stígvélin hennar eru hræðilega óhrein og gallabuxurnar hennar rifnar. Og fjósaskóflan er svo stór, að Rósa ræður varla við hana. HOGNI HREKKVISI Hver skrambinn, ég gleymdi kattarmatnum. Mér þykir ákaflega vænt um, að geta boðið Rósu til mín. Hún á það sannarlega skilið. Við höfum átt svo margar skemmtilegar stundir saman í sumar. Andlitið á Rósu verður toginleitt af undrun, þegar ég skýri henni frá heimboðinu, en björt gleði Ijómar í augum hennar. Ég veit ekki, hvort ég fæ að fara, segir hún vondauf, en ég ætla að biðja afa og ömmu eins vel og ég get Þú lætur mig vita, áður en ég fer. Já, ég ætla ð koma á eftir og fylgja þér niður að bílnum, svarar Rósa. Ég tef ekki lengi, og þýt aftur af stað til fundar við foreldra mína, en Rósa heldur áfram á moka flórinn. Innan lítillar stúndar eru pabbi og mamma setzt að dúkuðu kaffiborði ásamt heimilisfólkinu. Margt er um að spjalla yfir kaffinu. Jón bóndi segir foreldrum mínum frá ævintýrinu um mýslu litlu, og hvernig hún bjargaði heyinu. Hann gætir þess að gera sem minnst úr gauragangi frænku til að móðga hana ekki. Ég sit og hlusta á samtal fullorðna fólksins. Ég hugsa sitthvað, þó ég segi fátt. Nú verður mér fyrst ljóst, að allt hefði orðið viðburðasnauðara, ef Sigga frænka hefði ekki verið á Fossi í sumar. Ég finn, að mér þykir einmitt vænst um frænku eins og hún er, smáskrýtin og uppstökk, hjartahlý og góðviljuð. Foreldrar mínir dvelja góða stund á Fossi. Pabbi fer út með Jóni bónda að skoða heyin. Mamma, Elín húsfreyja og Sigga frænka fá sér aukasopa í eldhús- inu og hafa um margt að tala. Það er orðið áliðið dags, þegar við leggjum loks af stað heimleiðis. Heimilisfólkið á Fossi fylgir okkur niður að bílnum. Karlmennirni bera dótið okkar frænku. Og Rósa í Vesturbænum slæst í hópinn. Nú er hún komin í sunnudagakjólinn sinn. En það eru fleiri, sem fygja okkur Siggu frænku niður túnið. Snati litli eltir, flaðrar upp um mig öðru hvoru og dinglar rófunni af einskærri kátínu. Mjall- hvít litla lætur sig heldur ekki vanta, hún er vön að elta mig heima við, kannski í von um viðbótarsopa á pelann sinn. Nú hoppar hún og skoppar í kring um mig, sjálfsagt grunlaus um að ég gefi henni ekki oftar á pelann. Það vantar bara hana Krúnu litlu í fylgdarliðið mitt, en hún er víst einhvers staðar á ANNA FRÁ STÓRUBORG — SAGA FRÁ SEXTÁNDU ÖLD eftir Jón Trausta paradís og stytt um eina stund veru mína í hreinsunareld- inum. Ég hefi beðið hinn heilaga Franciscus að gefa mér kórónu píslarvættisins. Ég hefi beðið guðs móður og alla heil- aga menn þess sama ....“ „Segðu mér, kjaftaskúmur, hvar Hjalti er!“ „Nei, ég segi þér það ekki. Dreptu mig, ef þú hefir hug og dug til! — Ef nokkur dropi er eftir í þér af blóði þeirra feðra, sem þú varst nýlega að stæra þig af! — Dreptu mig, dreptu mig! — Heilagir kerúbar standa yfir mér á þessu augnabliki, reiðubúnir til að bera sál mína inn í dýrðina til drottins og allra heilagra. Einbúar og píslarvottar standa um- hverfis mig og syngja misericordia fyrir sálu minni. Ég heyri óminn af söngnum! — Dreptu mig, ef þú þorir! Blóð mitt skal koma yfir þig! — Ódáðaverkið skal fylgja þér meðan þú lifir. Það skal hrella og skelfa samvizku þína. Það skal ráðast á þig eins og naðra í dauðanum, og það skal fylgja þér fram fyrir dómstól guSs. Þar hittumst við næst. — Dreptu mig! En meðan ég get tunguna hreyft, skal ég mæla þau orð, sem þér verða lengi minnisstæð. — Bölvun skal ég mæla yfir þig og menn þína, bölvun deyjandi vesalings, sem helgað hefir guði líf sitt!“ „Hættu þessum þvættingi og segðu mér, hvar Hjalti er!“ mælti lögmaður byrstur. I stað þess að svara tók munkurinn með hásri og heiftar- fullri röddu að belja beint framan í lögmanninn hinn mikla dómsdagsóð grámunkanna: Die s i r ae , dies illa solvet saeclum in favilla, teste David cum Sibylla. Quantus tremor est futurus, quando judex est venturus cuncta stricte discussurus. Tuba mirum spargens sonum per sepulchra regionum coget omnes ante thronum. ...........................‘) Lögmaður dró að sér atgeirinn, og sama gerðu menn hans. Hann kannaðist að vísu við þetta, sem munkurinn fór með, þó ekki skildi hann það til fulls; en það var einhver máttur í því, sem hann gat ekki staðizt. Það var sem verið væri að birta honum stefnu fyrir dómstól guðs á hinu gamla móðurmáli kirkjunnar. Það var sem verið væri að kalla eld af himni yfir hann og útskúfa honum frá öllu samneyti við allt, sem heilagt væri, héðan í frá og inn alla eilífð. [ ÍHcótnorgunkoíMnu Ef hann ekki styttir upp snarlega verð ég að fara á stefnumót með kon- unni þinni. Hafið þér ekki góða hug- mynd um miða á nýja svaladrykkinn okkar. Þetta eru hjónin, sem fóru á suridbol yfir Vatnajökul.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.