Morgunblaðið - 22.09.1974, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.09.1974, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1974 37 Evelyn Aníhony: LAUNMORÐINGINN Jöhanna v Kristjönsdöttir þýddi , 3 Evrópumaður, þreklega vaxinn og bláeygður. Kannski var hann Pólverji, kannski þýzkur eða Frakki frá Elsass. Hann hét Kell- er vegna þess að móðir hans hafði gefið honum það nafn, þegar hún skildi hann eftir á munaðarleys- ingjahælinu. Nunnurnar, sem heimilið ráku héldu að faðir hans væri þýzkur, en þær vissu það ekki, og hann hafði aldrei reynt neitt til að komast að því, hver hann var. Honum stóð á sama. Hann átti hvergi heima, hann átti aðeins eitt, sjálfan sig. Eina við- horf hans var andúð á samfélag- inu vegna þess, hvernig hann hafði byrjað sinn lífsferil. Hann hafði um tíma verið í frönsku útlendingahersveitinni. Það var hvorki rómantfskt né nokkurt skjól þar að finna. Það var síðasta úrræði örvæntingarfulls manns. Ef Keller hefði haft peninga hefði hann verið mjög dús við að setjast hér að. Hér var margt með blóma og hér bjuggu margir mestu auðmenn í öllum Miðaust- urlöndum. En peninga átti hann ekki enn. Hann var kominn á ákvörðunar- stað tíu mínútum síðar. Hann sté inn í aftursætið á bílnum, sem beið eftir honum. Þar sat feit- laginn Líbani f þykkum frakka með svört augu og brosti svo skein í gulltennurnar. — Fyrirtak, sagði hann við Keller — þú ert stundvís. Þú hefur gert þetta? — Já, svaraði Keller. — Eg vona að hver sem það nú var sem fylgdist með mér hafi verið ánægður meó mig. — Er nokkur ástæða til að hafa áhyggjur af því? Fuad Hamedin var ,,milligöngumaður“ að at- vinnu. Hann gat nánast komið öllu f kring fyrir þann, sem borg- aði nóg og í þetta sinn voru geysi- legir peníngar í boði. — Ég sagði nú svona af því að ég er ekkf bjálfi, ansaði Keller, — Þeir vildu fá að sjá mig, gott og vel. Nú hafa þeir séð mig. Og hvenær f æ ég að vita um verkið. — Á morgun. — Á morgum Alltaf á morgun! Ég get ekki beðið endalaust. — Þú þarft á peningum að halda, sagði Fuad kurteislega, eins og jafnan þegar hann talaði við Keller. Hann þekkti hans manngerð og við slíka menn þurfti að hafa sérstaka gát, því að Keller var jafnan reiðubúinn að sýna klærnar. í aðra röndina fyrirleit hann Keller, vegna þess að hann var blankur og hann hafði grun um að hann væri á flótta. Hann hafði komið frá Damaskus, hálfdauður úr sulti og reiðubúinn að gera hvað sem var, þegar Fuad frétti af honum. Svo að Fuad hafði séð honum fyrir peningum, svo að hann gat fætt sig og klætt og útvegað honum vinnu í nætur- klúbbi. Nú hafði klúbbnum verið lokað. En í millitíðinni hafðiliann tekið kvenmann upp á arma sér og farið að búa með henni og hótaði að berja Fuad í kleásu, þegar hann stakk því að honum, hvort ekki væri ráðlegt að hann útvegaði henni vinnu á hóruhúsi. Fuad stóð ógn af Keller og þess vegna hugsaði hann til hans með fyrirlitningu, honum leið betui, þegar Keller var hvergi nærri. — Þú þarft á peningum að halda, sagði hann aftur. — Handa ykkur báðum. Og hér eru miklir peningar í boði. — F’ram að þessu hefur ekkert verið nema kjaftæðið, sagði Keller og þreifaði í vasa sínum eftir sfgarettupakka, en hann var þá tómur. — Gefðu mér sigarettu. Þú talar um verk og mikla peninga. En þú getur hvorki sagt mér, hvers konar verk það er né heldur hvað miklir peningar eru í þessu boði. Þú skalt segja þessum herra óþekkta peningamanni að hann skuli gjöra svo vel og gera upp sinn hug strax, annars er ég far- inn. Ég gæti til dæmis farið til ísrael. Þetta var ein af ástæðunum fyrir því að hanh hélt Fuad við efnið. Þegar Keller kom frá Damaskus hafði hann haft í huga að skrapa saman dálítið af pen- ingum og fara sfðan til ísrael og ganga í herinn. Hann hafði reynt í Sýrlandi, en þeir vildu ekki mála- liðæ Fuad reyndi þó að malda í móinn. — Þú ert viss um að Gyðingarn- ir tækju vió þér, sagði hann. — Ég aftur á móti er ekki viss. Þeir hafa nóg af hermönnum. — Kannski. En ég hef upp á ýmislegt að bjóða. Keller tók víð sígarettu, sem Fuad rétti að hon- um og kveikti í. í slíku stríði þurfa þeir á leyniskyttum að halda. Og ég get skotið auga úr manni í þrjú hundruð metra fjar- lægð. — Ég vona þú getir sannað það, sagði Fuad, — vegna þess að það áttu einmitt að gera. A morgun áttu að sýna hversu góð skytta þú ert. Gakktu framhjá hótelinu á sama tíma á morgun. Og hér eru peningar til að þú getir keypt gjöf handa stúlkunni þinni. Hann setti peningaseðla i vasa Kellers. — Nú geturðu tekið leigubíl, sagði hann og brosti svo að enn á ný skein í gulltennurnar. — Góða skemmtun. Keller fór út úr bflnum og skellti hurðinni á eftir sér. Hann horfði á eftir Fuad þegar hann ók af stað og bölvaði honum í sand og ösku. Síðan lagði hann af stað fótgangandi sömu leið og hann hafði komið. — Tókstu vel eftir honum? Eddi King bar spurninguna fram hljé'*;jga og hallaði sér f áttina að Elisabeth. Hótelstjórinn hafði borið kennsl á hana, og nafnið Cameron hafði-fengið hann til að ranka við sér. Þau höfðu ekki verið á hótelinu í nema klukku- stund, þegar allir vissu, að hún var bróðurdóttir Huntleys Camer- ons. Fólkið fförsalnum horfði for- vitnislega á hana. — Já, og ég er viss um ég myndi- þekkja hann aftur. En ég vildi óska að þéssi hjú þarna hættu að mæla mig út. Það er bara út af þessari fjárans grein. Elisabeth sneri stólnum, gröm yfir þeirri athygli sem hún vakti. Hún átti við grein í nýjasta blaði tímarits- ins Look. Þar hafði verið forsíðu- mynd af frænda hennar. Margar Brezk vopn í S-Afríku London 20. september — Reuter BREZKIR skriðdrekar og færan- legar eldflaugastöðvar, sem seld- ar voru Jórdanfu, eru nú f Suður- Afrfku, þrátt fyrir bann brezku stjórnarinnar á sölu vopna þang- að. Þetta kom fram í athugunum, sem brezka utanríkisráðuneytið lét gera. Samkvæmt heimildum Reuter-fréttastofunnar er hér um að ræða 41 Centurion skriðdreka og Tigercat loftvarnareldflaugar. Jórdanía hefur gefið skýringu á þessu en fullvissað brezku stjórn- ina um, að frekari vopnasending- ar verði ekki til Suður-Afríku. Vel upplýstar heimildir telja, að vopnin hafi líklega komizt til Suður-Afríku í gegnum milliliði, sem keyptu þau frá Jórdaníu. 5% hækkun Brússel 20. sept. — Reuter Landbúnaðarráðherrar 9 Efna- hagsbandalagsríkja hafa ákveðið 5% hækkun á landbúnaðarafurð- um til lausnar vandamálum land- búnaðar í EBE-ríkjunum. Samkomulagið náðist eftir þriggja daga fund og er það byggt á mörgum málamiðlunum, sem tryggja eiga sérhagsmuni ein- stakra ríkja. JRorflitnblnbtb RUGLVSIIICflR ^f&V-»22480 IVELVAKAMDI Giiii■■■■ lii.wi- iiI vi I ■■■■■■■" II 11iiivi I Velvakandi svarar i slma 10-100 kl. 10.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags % Myndlistar- sýningar í Austurstræti Borizt hefur bréf frá Hanne Ragnarsson, danskri konu, sem hér hefur verið búsett f 30 ár. Hún segir m.a.: ,,Það var skemmtilegt að fylgj- ast með breytingunni á Austur- stræti, og þegar allt var tilbúið, var útkoman betri en nokkur hafði gert sér i hugarlund fyrir- fram. Þessi breyting er án efna ein sú bezta gjöf, sem borgararnir hafa gefið sjálfum sér lengi. Nú stendur yfir listsýning á þessum stað, og vonandi verður áframhald á slikum sýningum. Það má svo kannski bæta þvi við, að það er ekki daglegt brauð að komast hér á myndlistarsýningar endurgjaldslaust. Sjálfsagt geta allir orðið sammála um það, að dýrt sé að sækja myndlistarsýn- ingar hér í höfuðborginni, sér- staklega þegar margar standa í einu. Það er ánægjulegt að myndin af Tómasi Guðmundssyni skáldi skuli eiga að standa í Austur- stræti til langframa, en ég vil gera það að tillögu minni, að stúlkumyndin fái þarna einnig fastan samastað. Stúlkan sú arna stendur föstum fótum, og er eins' og hún vilji segja: „Hingað og ekki lengra.“ Hins vegar mætti fjarlægja nágranna hennar, persilklukk- una, sem auk þess að segja til um gang tímans þjónar auglýsingar- hlutverki. Vera má, að einhverj- um veitist erfitt að sjá á bak þessu minnismerki, sem reyndar hefur verið stefnumótsstaður margra. En allt hefur sinn tíma. £ Ræðustól á torgið I stað klukkunnar finnst mér að mætti koma ræðustóll. Margir sakna „karlsins á kassan- um“. í gömlum görðum hef ég sums staðar séð ræðustóla, sem vísast hafa verið settir upp af sérstöku tilefni, en slíka stóla hef ég aldrei séð á torgi í nokkurri borg, þótt vera megi að sú tilhögun sé ein- hvers staðar. Slíkur stóll þyrfti að vera fal- legur — helzt gerður af lista- manni — og þar ætti hver sá, sem vill koma skoðunum sínum á framfæri að fá tækifæri til að gera það. Þar gætu stjórnmálamenn, fólk úr atvinnulifinu, húsmæður, skólafólk, kirkjunnar menn og aðrir látið hið frjálsa orð njóta sín. Nú er þetta svæði hitað upp með rörum, þannig að ekki ætti fólki að kólna verulega á fótunum þótt það stæði þar við, og það yrði þá hlutverk ræðumanna að sjá svo um að áheyrendum kólnaði ekki á eyrunum heldur. Með virðingu, Hanne Ragnarsson.“ Við erum nú ekki sammála Hanne um það, að dýrt sé að kaupa sig inn á myndlistarsýning- ar hér í borginni. Við brugðum okkur á eina slíka nú i vikunni — í Norræna húsinu nánar til tekið og þar var aðgangseyrir 100 krónur, sem mun vera algengt vorð. Þessar 100 krónur hafa haldizt óbreyttar sem aðgangseyr- ir að slíkum sýningum nú um árabil, og þykir okkur einmitt mesta furða, að gjaldið skuli ekki hafa hækkað eins og allt annað. Hugmyndina um ræðustól á Lækjartorgi lízt okkur mæta vel á. 1 Lundúnum er staður, sem heitir Hyde Park Corner. Þar eru ræðustólar, og er hverjum og ein- um frjálst að viðra þar skoðanir sínar. Þetta er óspart notað, og kannski er aðalkosturinn sá, að sé ræðumaður leiðinlegur, er vandalaust að forða sér, án þess að fá augnagotur, eins og stund- um vill verða á fundum, sem fram fara í lokuðum sölum. Það myndi vafalaust hressa duglega upp á bæjarbraginn ef slíkur ræðustóll, sem Hanne minnist á, yrði settur upp á Lækjartorgi. Við munum vel eftir því þegar „karlinn á k'assanum" og sam- komur Hjálpræðishersins voru einhverjar vinsælustu samkund- ur, sem um var að ræða, en hin síðari ár hafa slík mannamót ver- ið fátiðari. Það er vert að endurvekja þau, og hafa þá m'-vi fjölbreytni í þvi, sem fram fer en áður hefur verið. 0 Persilklukkan Hanne minnist á Persil- klukkuna. Nokkur skrif hafa áður verið um grip þennan hér í dálk- unum, og höfum við orðið vör við, að sumir geta ekki hugsað sér að sjá honum á bak án þess að fá kökk í hálsinn og tár í augun. En gæti ekki falleg klukka, sem vafalaust kæmi að sama gagni og Persil-klukkan orðið jafn vinsæll stefnumótsstaður með timanum og þessi glerdrangur? 0 Áskorun um aó skila peningum Kona nokkur hringdi s.l. föstudag. Hafði hún daginn áður komið við í sjoppunni, sem er á horni Ingólfsstrætis og Banka- strætis. Meðan verið var að af- greiða hana lagði hún frá sér pen- ingaveski með 4000 krónum i, en þegar hún stuttu siðar gáði i vesk- ið voru peningarnir horfnir. Hún sagði að þrír Iitlir drengir hefðu staðið við hliðina á sér við af- greiðsluborðið, en hefðu farið út á undan henni. Ilún sagði það vera bagalegt fyrir sig að missa þessa peninga, og bað Velvakanda að koma þeirri áskorun á framfæri, að peningun- um yrði skilað til afgreiðslustúlk- unnar í sjoppunni. Þangað mætti skjóta inn umslagi án þess að rekistefna þyrfti að verða út af þessu máli. 53^ SIGGA V/öGA g ýlLVEftAkl \\V/X) 6X$$I \ióU Elú\U~ IXGAX f\iniN6)A X)\GGfU KMl tR MÞÁ m XiAm \ cöimÞI \ VRYST/KLfPANOM SINCLAIR vasareiknivélin, sem gerir allt nema kosta mikla peninga. ★ Fljótandi komma, -A 4 reikningsaðferðir, ★ +, —, x, 4- ★ Konstant. ■Ar Sýnir 8 stafi. ■A Vinnur vikum saman ★ á 4 rafhlöðum o.fl. o.fl. ★ Stærð aðeins: ★ 50 x110x18mm. Verð aðeins kr. 6.950 heimilistæki sf Sætún 8 sfmi 15655 Hafnarstræti 3 sími 20455

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.