Morgunblaðið - 22.09.1974, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.09.1974, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1974 Stykkishólmur: Birgir af berjum til vetrarins Stykkishólmi 14. sept. SUMARIÐ hefir veriö með afbrigðum gott hvað veðráttu áhrærir. Strax og vori lauk komu þurrkar og sólskin og gróðri fór vel fram. Árferði til landsins hefir því verið gott. Hey ef til vill heldur minni en árið áður en kjambetri og nýting með afbrigðum góð. Sláttur og heyannir tóku þar af leið- andi minni tíma en áður. Fé hefir farið vel fram og telja bændur að búast megi við vænna fé til frálags í haust. Uppskera jarðávaxta hefir sjaldan eða aldrei verið betri né meiri þegar á heild- ina er litið. Berjaspretta hefir verið góð þar sem ber hafa vaxið, og er þar mikill munur á og fyrra ár þegar varla sáust ber. Hafa menn óspart notað sér þetta og birgt sig upp til vetrarins. Lítið hefir verið róið til fiskjar í sumar, enda ekki mikið um afla. Hafa margir því haldið að sér höndum og gert við báta sína og málað. Handfæraafli hefir ekki verið eins og oft áður og útgerðarkostnaður allur hefir hækkað það mikið, að erfitt er að halda bátum úti á misjöfnum eða lélegum afla. Nokkrir bátar eru nú með net. Þá hefir skelfiskveiði byrjað aftur og veiðst vel. Frystihús Sig. Ágústss. er byrjað að vinna skel með vélum og eru tveir bátar nú, sem leggja þar upp. Þá hefir Skelfiskvinnslan h.f. verið að búa sig undir vinnslu en þar hafa farið fram lagfær- ingar og breytingar á meðan ekki borgaði sig að veiða eða vinna skelina. Mun rekstur þar hefjast mjög bráðlega. Með meira móti hefir verið byggt hér 1 sumar. Margir fóru af stað með íbúðarbygg- ingar í vor og hefir þeim miðað misjafnlega áfram eins og gengur, en mikill meirihluti þessara bygginga er kominn undir þak. Þá er Þórsnes h.f. að byggja fisk- verkunarhús, en félagið, sem á bátinn Þórsnes S.H., verkaði eiginn afla í salt í vetur sem leið. Einnig er Verslun Sig. Ágústsson h.f. að byggja hér stórt og veg- legt verslunarhúsnæði og standa vonir til, að það verði komið í notkun næsta sumar. Þetta hús er um það bil í miðjum bænum og verður kjallari og hæð, þó þannig, að hægt verði að byggja ofan á ef þörf krefur. En starfsemin fari öll ^ða sem allramestframá einni hæð. Verslunin hefir verið áður í gömlu timburhúsi og verið á tveimur og þremur hæðum og mjög erfitt þar um vik til allrar afgreiðslu, eins og nútíminn og hraðinn gera ráð fyrir. Verður hér um stórkostlega bót að ræða. Ferðamannastraumur hefir verið með minna móti í sumar eins og víða um land. Þó hefir Baldur, flóabátur- inn, haft mikið að gera í fólksflutningum enda ferðir með Baldri yfir Breiðafjörð mjög vinsælar auk þess sem hægt er að flytja 12 bifreiðir fram og til baka. Hafa menn því stytt sér leiðir og flutt bílana til Vestfjarða og til baka með bátnum. Eru því vaxandi fólksflutningar með Baldri. Fréttaritari. X-9 SMÁFÚLK PEANUTS Stundum held ég, að þú hljótir að vera mjög takmarkaður. Enginn mun nokkurn tfma borga þér fyrir þessar vitlausu sögur, sem þú ert að semja. — — VAAAAA!! AND CRViNS U)0N'T HELP... PU0U5HER5 VERY 5EL00M PM AVT.MOfó JVéT TO KEEP TrlEM FROM Cf?YiN6... Og það þýðir ekkert að gráta... (Jtgefendur borga mjög sjaldan höfundum bara til að láta þá hætta að gráta. Hvað er eiginlega að þessum mönnum? 1 KOTTURINN fhux

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.