Morgunblaðið - 22.09.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.09.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1974 ÉG HUGSA MIG lANZI OFT UM ■TVISVARI SigurSur grlni. . . Eyþórsson: „Ollu 0 „TILGANGUR þessarar bókar er sá sami og annarra bóka, þ.e. a8 bókin seljist." ^ Þetta er svar SigurSar Eyþórs- sonar höfundar Dulrænu visinda- handbókarinnar viS spurningu SlagslSunnar. Dulræna visinda- handbókin kom út fyrir skömmu, hnausþykk a8 umfangi, kostar 700 krónur, ber fram tvær spurn- ingar á hverri opnu, og veitir tvenn svör. Á annarri síSu hverrar SigurSur og SlagsiBan á nokkrum spurningum og svörum. Þótti slík bók vænleg til sölu? „Ég veit ekki. Ég bjóst nú jafnvel við þvi. Þess vegna lagði ég út i þetta Það er svo mikill áhugi á dulrænum visindum hérna Nei, ég hef ekki farið mikið i bókabúðirnar til að kanna söluna. en ég veit að ég seldi eina i isafold " Hvað eru dulræn visindi? „Ja, hvað eru visindi? Hvað er sannleikur og allt það? Visindi eru eins og list og hver önnur teoria, — leit að sannleikanum. Þessi bók fjallar um sannleikann. Ég legg fram tvær spurningar sem leitað hafa á menn- ina í aldir, og ég gef svör við þeim báðum. Þessi bók er þannig bæði fyrir þá sem trúa og þá sem trúa ekki. Þeir geta báðir sótt vissu sína i þessa bók. Ef menn trúa að sálin sé ódauðleg þá geta þeir fengið stað- festingu á prenti á þessari bók. Sama er að segja um hina sem ekki trúa." Og hvorum megin á opnunni les höfundurinn? „Já, ég er ekki dauður enn þá. Þar með bý ég ekki yfir neinni yfirnáttúrulegri vizku." Þannig að hvorugt svarið nægir honum? „Já, ég hugsa mig anzi oft um tvisvar." Var bókin erfið I fæðingu? „Nei, ég get nú ekki sagt það. Ég fékk Surrealísk hugleiðing um Komdu komdu, að deyja úr berklum gamalt eða ást komdu rómantískt blá á nefinu að ganga inn í sólsetrið með strigapoka ástarljóð fullan af laufum komdu í vegavinnu hamingjunnar með rödd næturgalans eins og vitfirringur komdu Eftir með sjörnufull augun brosandi eins og dagurinn börnin blómin Sigurð húmið fjöllin döggin nóttin og guð má vita hvað til þess Eyþórsson að ég yfirbugaður af ást til þin laufgaður tunglskini í skjóli nætur við svanasöng geti hengt mig Ifriði opnu stendur: „er sálin dauSleg sálin er dauðleg", og á hinni stendur: „er sálin ódauðleg sálin er ódauðleg". Auk þessa efnis prýða bókina nokkrar Ijósmyndir úr Strætisvögnum Reykjavlkur. Og I samræmi vi8 þetta skiptust hugmyndina allt í einu Þessi bók er eins konar niðurstaða eftir mikla leit, — leit að sannleikanum. Mig langar til að vitna í orð Picasso um sannleikann. Hann lagði fram þá spurningu einu sinni, að ef hann málaði mynd af naktri konu, hvort Slagsíðan ræðir við Slgurð Eypðrsson. hðfund Dulrænu víslndahand bdkarinnar væri þá sannleikurinn nakta konan eða myndin sem hann málaði af henni? Hans niðurstaða var sú, að hann tryði ekki að til væri neitt sem héti sannleikurinn. Ætli betta sé ekki líka min niðurstaða. Sannleikurinn er bara það viðhorf sem maður sætt- ir sig við " Og viðbrögð manna við Dulrænu vísindahandbókinni? „Einhvern heyrði ég segja að þetta væri merk- asta bók sem út hefði verið gefin i ár. Ég er ekki frá því að þetta kunni að vera rétt. Ég veit alla vega ekki um neina bók sem hér hefur sést sem er svipuð þessari. Svipuð bók kom að visu út í Bandarikjunum og hét ekkert. í henni var ekkert. Það var tóm bók Hún er nú ekki komin á markaðinn hér ennþá." Ætti hún erindi til íslendinga? „Já. Þeir gætu kannski skrifað eitt- hvað í hana. Það er raunar ein blaðsiða i minni bók sem er auð. Á hana geta menn skrifað, eða tekið út og búið til skutlu úr henni." Hverju svarar höfundur Dulrænu vlsindahandbókarinnar þvi fólki, sem kann að segja að hún sé gefin út til að gera grín að öllu heila gillinu? „Öllu gríni fylgir alvara. Ég lit alls ekki á þessa bók sem sem algjört grín. Ég lít á hana á tvo vegu. Hún er bæði gaman og alvara. En ég vil ekki segja fólki til um hvernig það eígi að skilja efni hennar." Hvert er hlutverk Ijósmyndanna I bókinni? „Þær þjóna skreytihlut- verki. Þær sýna lika ákveðinn veru- leika Það er kannski dulræni punkt- urinn i bókinni, — sambandið milli Ijósmyndanna og letursins. Þetta er hvoru tveggja raunveruleiki sem enginn vandi er að skilja." Af hverju strætó? „Vegna þess að mér fannst vanta einhverjar myndir í bókina og ég fann þessar hjá mér. Þetta er auður strætisvagn í ákaflega fallegri birtu. Ég var með góða vél." . . .fylgir alvara' Sv. Þorm). (Ljósm. Mbl. ;.<sr p f|!I iH! •N> •> i GuS. teikning eftir SigurB Eyþórs- son. Sigurður Eyþórsson er menntaður teiknikennari frá Myndlista- og handiðaskóla íslands, og hefur að undanförnu starfað sem sllkur I Mosfellssveit og Garðahreppi. „Nei, mér leiðist kennslan satt að segja", sagði hann, „og hef ekki áhuga á að starfa að henni áfram. En ég verð llklega að gera það." I vetur stundar Sigurður hins vegar nám I grafík við Listaháskólann I Stokkhólmi. En hann hefur llka fengizt við Ijóðagerð, og hér á síðunni er sýnis- horn af henni. Ljóð eftir Sigurð hafa birzt I blöðum, og hann hefur lesið þau I útvárp og á skáldaþingi I Norræna húsinu fyrir mörgum ár- um. „Ég var að hugsa um að gefa út Ijóðabók. En mér fannst það sem ég hef verið að yrkja bara svo mikil bölvuð þvæla, eða svo mikill leir- burður skulum við frekar segja. að mér þótti algerlega tilgangs- laust að gefa það út. Þó hef ég verið að velta fyrir mér að lesa úrval Ijóða sem ég er ánægðastur með inn á plötu. En ég hef ekki tekið endan- lega afstöðu til þess enn." „Ég hef ekki ort I tvö ár. Ég set allan skáldskapinn I myndlistina. Ég hef vaxið frá þessu einhvern veginn. Það er eins og Hörður Ágústsson fyrrverandi skólastjóri Myndlista- og handíðaskóla fslands sagði einu •sinni I fyrirlestri um húsagerðarlist: Myndin nær yfir allt. Það má vera að það sé eitthvað til í því hjá honum. Ég ætla að reyna að helga mig myndlistinni. Maður veit að vlsu ekki hvern hljómgrunn maður fær. En maður verður að taka áhættuna." — Á. Þ. Bendix á hljómplötumarkaðinn Þótt ýmislegt hafi verið sagt. og megi ef til vill segja um stúdló Hjartar Blondal I Brautarholti verður þeirri staSreynd ekki neitað að tilkoma þess hefur gert mörgum ungum hljómlistarmönnum kleift að koma hugmyndum sinum og efni á framfæri, og er það vel. Hljómsveitin Bendix hefur nú ákveSið að gefa út sina fyrstu plötu, en platan var einmitt tekin upp I H.B. Stúdlói og fór upptakan fram I aprll sl. Á plötunni eru tvö lög, „One Man Story " eftir Gunnar Arsælsson gftarleikar og Ágúst Ragnarsson bassaleikara og „The Fidler" eftirÁgúst. BENDIX er gamalkunnugt nafn I islenzka poppbransanum en hljómsveitin var fyrst sett á laggirnar I október 1966. Um hálfu ári siðar gerðist Björgvin Halldórsson söngvari hljómsveitarinnar, en þegar hann fór I Flowers um áramótin 1 968—69 var hljómsveitin lögð niður. Bendix var sfðan endurreist I aprfl 1973 af fyrrverandi meðlimum að Björgvin undanskildum. SfSan hafa þeir félagar leikið á dansleikjum vftt og breitt um landið við góðar undirtektir. í stuttu samtali við SlagsfSuna sagði Gunnar Arsælsson að þessi tveggja laga plata væri aðeins byrjunin og að þeir félagar hefðu f hyggju að fylgja henni eftir með útgáfu á fleiri plötum þvf nóg væri efnið. Auk Gunnars og Ágústs eru f hljómsveitinni þeir Viðar Sigurðsson gítarleikari og Steinar Viktorsson sem sér um trommuslátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.