Morgunblaðið - 22.09.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.09.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1974 19 Sjötugur: Karl Helgason Saumanámskeið Grunnnámskeið í verksmiðjusaumi hefst við Iðnskólann í Reykjavík 14. október n.k. Kennt verður hálfan daginn og stendur námskeiðið yfir í 6 vikur. Namskeiðið er fyrstog remst ætlað byrjendum. Kennd verða undirstöðuatriði verksmiðju- saums, meðferð hraðsaumavéla og vörufræði. Auk þess verða fyrirlestrar um atvinnuheilsu- fræði, öryggismál, vinnuhagræðingu og fleiri efni. Þátttökugjald er kr. 2.000,00. Innritun fer fram til 4. október í skrifstofu skólans, sem jafnframt veitir nánari upplýsing- ar. Skólastjóri Þessi 14 manna fjallabifreið er til sölu. Bifreiðin er með dieselvél og vökvastýri. Upplýsingar í síma 51668 eftir íd. 7 á kvöldin. Flestum er svo farið að finnast bilið stutt, þegar litið er til baka — yfir liðin ár — jafnvel áratugi, ótrúlega stutt. Mér finnst það hafa getað gerzt fyrir fáum dög- um, er ég i fyrsta skipti hitti og fékk að njóta handtaks hollvina minna í gegnum árin, hjónanna frú Astu og Karls Helgasonar sím- stjóra. Liðin eru þó 28 áí síðan þetta var, þau nýkomin til Akra- ness til að vera þar. — En þó hraðan hafi farið á mælistiku tím- ans, skilja þessi ár — eins og jafnan — sín spor eftir í huga manns, margt og fjölmargt, sem geymist—gleymist ekki og ljúft er að rifja upp og hugsa um, minningar um náið samstarf og gagnkvæma vináttu. — Á árum sínum á Akranesi komu þau hjón- in víða við í samfélagi sínu — í félagslífi og félagsstörfum, er horft hafa í menningarátt til hags og heilla bæjarfélaginu — með vakandi áhuga — og verið óspör á að leggja hverju góðu máli sitt lið. Þess er og verður minnzt í þeim fjölmenna hópi, er þeirra hafa notið, vináttu þeirra og starfa fyrr og síðar, samvistanna, stundanna á þeirra fallega heimili — og þeim báðum innileg þökkin tjáð. Megi sá góðhugur, sem þau hafa að verðleikum uppskorið í áranna röð meðal samferðafólksins og vinanna, eiga eftir að hlýja þeim oft og gleðja á lífsleiðinni. — Þeg- ar á sínum fyrstu árum á Akra- nesi var Karl kjörinn af samborg- urum sinum tii margra trúnaðar- starfa — í ýmsum félagssamtök- um og stofnunum, að ógleymdri kirkjunni. Karl hefur verið kirkju sinni einlægur sonur alla tíð, hennar hugsjón og málefni hans hjartans mál. Og mjög gjöf- ull hefur hann verið henni. — I sóknarnefnd Akranes- kirkju var Karl i fjölmörg ár og formaður hennar lengst af. Átti hann sinn stóra hlut í endurbót kirkjunnar á sínum tíma, þegar henni var færðust sá búningur, sem hún nú er í. Gekk Karl þar heill og allur aðgóðu verki, ásamt meðnefndarmönnum sínum. Það var stórt átak — og öllum til sóma, er þar áttu hlut að. — Sem meðhjálpari í kirkju sinni um langt árabil innti hann af hendi þjónustu af frábærri alúð og næmleika þess, sem veit, að hann er að vinna verkið fyrir aug- liti Drottins sins Samstarf okkar Karls spannar því yfir árin mörg — innan kirkjunnar og fyrir kirkjuna, að öðru slepptu, sam- verustundirnar mörgu, og ljúfar eru minningarnar, víst er það. — Kæru vinir, frú Asta og Karl! Vinir ykkar á Kirkjuhvoli rétta ykkur á þessum degi hendurnar yfir sundið, lítinn vott alls þess, sem inni fyrir býr. — Guð blessi ykkur bæði í bráð og lengd. 16. september 1974, Jón M. Guðjónsson. 2Horg«nbIabit> nuGivsmcnR ^^-.22480 A þjódhátíöarári eru boröfanarmr, sem Þjóöhátíöarnefnd 1974 gefur út, tilhlýöileg og viröuleg gjöf til þeirra, sem sækja yöur heim. Fáninn er úr silki og stöngin hvílir á hvítum marmarastöpli. Fást i minjagripaverslunum um land allt. Heildsöludreifingu annast O. Johnson og Kaaber hf. og Sambandiö, innflutningsdeild Hljómplötuútsala ífyrramálið hefst skyndiútsala á hljómplötum, bæði íslenzkum og erlendum Mikið úrval — Stórlækkuð verð Það borgar sig að líta strax inn FALKIN N Sudurlandsbraut 8 — Laugaveg 24. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.