Morgunblaðið - 22.09.1974, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.09.1974, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1974 39 — Kvikmyndir Framhald af bls.7 þvi reist, að hann er ekki aðeins úr verkamannastétt heldur einnig rit- höfundur að norðan. f Ameríku er hann rithöfundur, sem skrifar um fjölskylduátök og áhorfendur eru strax með á nótunum." Margir fyrrum skoðanabræður Anderson úr Free Cinema eru nú farnir úr landi og gengnir á mála hjá Hollywoodveldinu. Þannig er t.d. um Reisz og Schlesinger. Anderson stendur stuggur af þessari þróun: brezkt þjóðllf biður upp á ótæmandi möguleika, vandamál og hugmyndir en illu heilli virðist brezka kvikmynda- gerðarmenn skorta alla getu til að finna þær, segir Anderson. Hann hafnar þvi, að sökin liggi einungis hjá peningavaldinu, er ekki hafi lengur áhuga á brezkum viðfangs- efnum, eins og Schlesinger og raunar fieiri landflótta kvikmynda- leikstjórar halda fram. „Nei, ég held, að það sé hjá listamönnun- um, sem áhugann skortir. Ég sé engin merki þess, að starfsbræður minir séu að springa af hugmynd- um, sem sóttar séu i brezkt þjóðlif en fái þær ekki fjármagnaðar. Ég held, að þetta sé fyrirbára af þeirra hálfu, sem stafi af sektar- kennd — sjálfsréttlæting fyrir að reyna ekki. Ég tel, að þá væri miklu betra, að þeir væru hrein- skilnir og segðu einfaldlega: Mér leiðist Bretland og það er óþægi- legt að vinna hér og ég vil fremur vinna annars staðar. Er þetta ekki sjúkdómseinkenni hnignunarinn- ar, spyr Anderson svo: „Þessi höfnun, þetta getuleysi til að horf- ast I augu við sannleikann." — Dvalarheimilið Framhald af bls. 2 Vígsla hússins hefst á morgun kl. 15.15 með því, að Björn Tryggvason formaður RKI flytur ávarp og lýsir aðdraganda að gjöf heimilisins. Síðan mun Gunnar Rockstad, fulltrúi erlendra gef- enda, afhenda heimilið. Þá mun fulltrúi Vestmannaeyja taka á móti heimilinu. Því næst gefur biskup tslands, séra Sigurbjörn Einarsson, heimilinu nafn og blessar það. Að lokum mun Gunnar Torfason lýsa húsinu. — Landsfundur Framhald af bls. 2 horfinu núverandi ástandi. Um almenningsbókasöfn segir fundurinn m.a.: „Allir landsmenn eiga jafnan rétt til góðrar bóka- safnsþjónustu án tillits til búsetu eða þjóðfélagsaðstöðu. Þess vegna ber að reka almenningsbókasafn í sérhverjum þéttbýliskjarna til sjávar og sveita. Sérstaklega er brýn þörf á að efla bæjar- og héraðsbókasöfnin, svo að þau geti rækt forystuhlut- verk hvert í sínu umdæmi, aðstoð- að minni bókasöfn og veitt dreif- býlinu nauðsynlega þjónustu." — Guðmundur Framhald af bls. 40 frá 20. nóvember til 16. desember. Alls taka 18 stórmeistarar þátt í mótinu, og er það því geysisterkt. „Sfðan ég byrjaði sem atvinnu- maður, hef ég vart haft tíma til að líta í skákbækurnar af margvís- legum ástæðum, en þessa dagana reyni ég það. Að vera atvinnu- maður í skák er engin dans á rósum, en það er eitthvað, sem heldur manni í þessu,“ sagði Friðrik að lokum. — Nixon Framhald af bls. 1 Leon Jaworsky, sérlegur saksóknari f Watergatemál- inu, hefur beðið John Sírica dómara að láta fara fram rann- sókn á heilsu Nixons til að skera úr um, hvort hann gcti mætt sem vitni við réttarhöld- in yfir John Erlichman fyrrum ráðgjafa Nixons. Nixon hefur sem kunnugt er verið kvaddur til að bera vitni við réttarhöldin, sem hef jast 1. október. Akvörðun Nixons um að fara f sjúkrahús bendir til, að hann sé mjög þjáður maður. — Fyrirmyndar- nemendur Framhald af bls. 40 blandað geði við islenzka ungl- inga og kynnzt því, sem fram fer í skólunum. Þeir sækja tíma í þremur fögum, íslenzku bæði i 3, og 4. bekk, Islandssögu i 4. bekk og nú eru þeir byrjaðir að sækja tíma i félagsfræði í 4. bekk. Rey k j av íkurbréf Framhald af bls. 21 ert í samkomulagsátt í þessu ef ni“ (o.s.frv.)... Hér er ekki rétt með farið. Á fyrsta fundi undirnefnd- ar þeirrar sem fjallar um þessi mál sagði Benedikt Gröndal, að menn yrðu að horfast i augu við þá staðreynd, hvort sem þeim lík- aði hún betur eða ver, að ekki væri meirihluti á þingi fyrir þeirri stefnu, sem mörkuð var í samkomulaginu frá þvi i marz í vor. Ég kvað það rétt vera, en hitt væri jafn augljóst staðreynd, að ekki væri meirihluti á þingi til þess að hvika frá þeirri stefnu, því að 30 þingmenn hefðu verið til þess kjörnir að framkvæma hana. Við yrðum þvi að finna sam- komulag innan þessara þröngu marka. Og sá grundvöllur fannst. Alþýðuflokkurinn lýsti yfir því, að hann gæti fallizt á þá stefnu- mörkun, að ekki yrði erlendur her né herstöðvar á Islandi á friðartímum. I annan stað lýsti hann yfir því, að hann gæti sam- þykkt að endurskoðunarviðræður við Bandaríkin héldu áfram í samræmi við þá stefnumörkun. Og loks samþykkti Alþýðuflokk- urinn þá tillögu Ólafs Jóhannes- sonar að nú þegar yrði ákveðið að „fækka verulega" í bandaríska hernum á árinu 1975. Ég kvaðst telja þetta viðunandi undirstöðu, nú yrði aðeins að skilgreina, hvað fælist f orðinu „verulega" og sam mælast um að frekari ákvarðanir yrðu teknar í ársbyrjun 1976, þeg- ar hinn verulegi hluti hersins væri farinn. Þá gerðust þau tíð- indi, að Benedikt Gröndal fékkst , með engu móti til þess að skil- greina, hvað hann ætti við með orðinu „verulega" — það átti aðeins að vera „almenn viljayfir- Iýsing“. Það var ekki fyrr en á lokafundinum, sem Ólafur Jó- hannesson kvaðst telja verulega fækkun 20—30% og Einar Agústsson talaði um fjórðung til þriðjung. Við Alþýðubandalags- menn töluðum hins vegar um a.m.k. helming. Við Alþýðubandalagsmenn vék- um þannig mjög stórlega frá stefnumiðum okkar vegna breyttra aðstæðna á þingi — og verðskulduðum fremur ámæli fyrir undanslátt en „kreddu- festu“ sem Ólafur Jóhannesson talar um. Ég er sannfærður um að leiðtogar Alþýðuflokksins hefðu ekki hjá því komizt að skilgreina hvað þeir ættu við með orðinu „verulega", en á það reyndi ekki frekar. Næsta dag var Ólafur Jóhannesson búinn að fallast á stefnu „Varins lands“.“ Ólafur Jóhannesson: „Þá var líka ágreiningur nokkur um skammtimaaðgerðir í efnahags- málum, þó að þar megi segja, að nokkuð hafi þokazt í samkomu- lagsátt eftir því sem á leið. En það sem að minum dómi einkenndi viðræðurnar var það, að Alþýðu- bandalagsmenn voru tregir til að horfast í augu við vandann allan og mér fannst þeir hafa til- hneigingu til þess að miða tillögur sinar við það að fleyta hlutunum áfram alveg á tæpasta vaði og í von um bata á viðskiptakjörum. Það skal játað, að við vorum reiðubúnir að ganga til móts við þá í ýmsu, þó að okkur væri ljóst, að þar væri teflt á tæpt vað. En jafnframt þessu héldu þeir svo frá öndverðu og til hins sfðasta fram tillögum um ýmsar fram- tíðar aðgerðir, sem þeir áttu að vita og vissu að við framsóknar- menn gátum ekki fallizt á eins og þjóðnýtingu olíufélaga, þjóð- nýtingu tryggingarfélaga og þjóð- nýtingu ýmissa greina inn- flutningsverzlunar almennt." Magnús Kjartansson: „Um það var enginn ágreiningur milli Framsóknarflokks og Alþýðu- bandalags að gera þyrfti veruleg- ar ráðstafanir f efnahgasmálum. I fyrsta lagi þurfti að tryggja út- flutningsatvinnuvegunum rekstr- argrundvöll sem hafði raskazt til muna vegna verðbólgu og versn- andi viðskiptakjara. I annan stað þurfti að draga úr umfram kaup- getu ýmissá hópa í þjóðfélaginu, sem um skeið hafa sóað gjaldeyri langt umfram eðlilega gjaldeyris- öflun. Ólafur Jóhannesson bar fram tillögur um, að þessi vanda- mál yrðu leyst einhliða á kostnað launafólks, án þess að nokkrar aðrar efnahagsbreytingar kæmu til. Við Alþýðubandalagsmenn settum hins vegar tvö skilyrði. I fyrsta Iagi kröfðumst við þess, að tryggt yrði að kaupmáttur lág- launafólks, sem hefur 36—40 þús. kr. i mánaðarlaun fyrir dagvinnu héldist óskertur. Við bárum fram ákveðnar tillögur um kaup- hækkanir til þessara hópa og hefur áður verið gerð grein fyrir þeim í Þjóðviljanum. I annan stað kröfðumst við þess, að gerðar yrðu ráðstafanir til þess að draga úr sóun og gróða ýmissa for- réttindaaðila í þjóðfélaginu og bentum þar á sumar greinar inn- flutningsverzlunar, olíufélögin og vátryggingarfélögin. Það var einkar fróðlegt að síðari krafan fékk miklu verri undirtektir hjá forystu Framsóknarflokksins en sú fyrri.“ Hér fellur tjaldið. En til viðbótar þessum leik- þætti má geta þess, að þær launa- uppbætur, sem láglaunafólk fær nú eru a.m.k. hærri en gert var ráð fyrir í tillögum Alþýðubanda- lagsins þegar fulltrúar þess áttu viðræður við Alþýðuflokkinn og fyrrverandi stjórnarflokka um nýja vinstri stjórn, en Þjóðviljinn hefur upplýst að þær hafi átt að nema 5%. Launauppbætur á lægstu launum nú verða um 10%. 1 H Danskennsla Þ.R. hefst mánudaginn 30.september. Innritað verð- ur í barnaflokka og flokka fullorðna mánudaginn 23 september kl. 5—7 / Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu, sími 12826. Þjóðdansafélag Reykjavíkur. Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir, sem skemmst hafa i umferðaróhöppum: Mazda RX-2, árgerð 1973 Morris Marina, árgerð 1 973 Fiat 1 28, árgerð 1974 Opel Kadett, árgerð 1966 Singer Vouge, árgerð 1 964 Volkswagen 1300, árgerð 1973 Bifreiðarnar verða til sýnis að Smiðshöfða 1 7, Reykjavik, á morgun (mánudag) frá kl. 1 2 til 18. Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga, Tjónadeild fyrir kl. 1 7 á þriðjudag 24. september 1 974. Aðalfundur Veiðilundar verður haldinn þriðjudaginn 24. sept. n.k. að Hótel Loftleiðum og hefst kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf, landakaup og fleira. Stjórn Veiðilundar Utboð Tilboð óskast i tæki og búnað fyrii alls 8 stk. kæli- og frystiklefa og ennfremur í 1 stk. plötufrystitæki. Útboðsgagna skal vitja á skrifstofu vora. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 Utboð Tilboð óskast i að reisa og fullgera Læknismóttökur á Breiðdalsvík og Stöðvarfirði. Hvor bygging um sig er sjálfstætt útboð. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri og hjá oddvitunum á Breiðdalsvik og Stöðvarfirði. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri 8. október 1 974, kl. 1 1:00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 Einbýlishús — Sérhæð. Okkur vantar fallega stóra sérhæð (helst í Vesturbænum Reykjavík), fyrir fjársterkan kaupanda sem gæti látið glæsilegt einbýlishús á úrvalsstað í skiptum. Einar Sigurðsson hrl. /ngólfsstræti 4, sími 16767 og 16768. Akranes Aðalfundur Þórs, félags ungra sjálfstæðismanna á Akranesi verður haldinn þriðjudaginn 24. september kl. 8:30 i Sjálfstæðishúsinu. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Friðrik Sophusson, formaður S.U.S. kemur á fundinn. Hafnarfjörður Bæjarfuiltrúar Sjálf- stæðisflokksins i Hafnarfirði hafa ákveðið að taka upp viðtalstima og verður fyrsti viðtalstiminn mánudaginn 23. sept. 1974 kl. 18 — 19. Til viðtals verða Árni Grétar Finnsson og Hulda Sigurjónsdóttir. Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins 14.—20. október n.k. Þeir sem hug hafa á að sækja stjórnmálaskólann, eru beðnir um að skrá sig sem allra fyrst í síma 1 71 00. Skólinn verður heilsdagsskóli meðan hann stendur yfir, frá kl. 9.00—1 8.00 með matar- og kaffihléum. Þátttökugjald hefur verið ákveðið kr. 1000,00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.