Morgunblaðið - 22.09.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.09.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, S.UNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1974 17 lólk — lólk — lolk — l'olk nmgurmn og 1 hér er gott og traust fólk. Annars er það mín skoðun, að það fyrir finnist alls staðar á landinu fólk sem maður getur átt samleið með.“ — Þú fórst ekki í göngur að þessu sinni? „Nei, ég sleppti göngunum í ár, enda þarf ég bráðlega að fara suður til rannsóknar og jafnvel að leggjast á spftala. Dóttir mín 17 ára fór 1 göngur 1 staðinn fyrir mig. Fyrr á árum fór ég oft í göngur, ætli það hafi ekki verið haustið ’56 sem ég fór fyrst. Það er mín skoðun, að fátt sé skemmtilegra og hollara en sam- vera gangnamanna á f jöllum." AUtaf gaman að sjá fé Undir þessi orð sr. Gísla tók heilshugar Guðmundur Jóhanns- son í Litlahvammi, sem var gangnastjóri í 33 ár, frá 1930—’63, samtals 120 göngur. „Ég er nú orðinn gamall, næst- um 75 ára, og ónýtur til flestra verka, enda er búið að skera mig þvers og kruss og rífa innan úr mér. Ég fer samt alltaf 1 réttir, og mun halda þvf áfram á meðan ég get, en lengur ekki. Mér þykir alltaf gaman að sjá fé.“ Fjalldrottning Jón Múli kallaði þær fjalla- drottningar í morgunútvarpinu á föstudaginn, blómarósirnar sem víluðu sér ekki við að fara f erfið- ar göngur og vinna þar sama verk og karlmenn. Ekki var að heyra annað á mönnum en þær hefðu staðið sig frábærlega vel. Blaða- maður greip eina þeirra tali, Jóhönnu Báru Jónsdóttur frá Skeggjastöðum, en hún fór í göngurnar fyrir föður sinn, Jón bónda Konráðsson á Skeggjastöð- um. Bára, eins og hún er almennt kölluð, er 16 ára gömul. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer í göngur, og mér fannst alveg ágætt. Leitirnar tóku þrjá daga, og við rákum heim á þriðja degi. Eins og þú hefur eflaust heyrt, var þoka morguninn sem við ætluðum að byrja að smala, og þurftum við að liggja f gangnakof- anum þann dag. Við vorum 12 saman, ég sú eina kvenkyns og karlmennirnir voru ósköp elsku- legir.“ — Er það að verða algengt að kvenfólk fari í göngur? „Ég er ekki frá því, við vorum nokkrar núna, ég held fleiri en í fyrra." — Og gætirðu hugsað þér að fara aftur? „Já, ég er ekki frá því, ef ég fengi góðan hest.“ Framtíðarbóndi Að síðustu hitti blaðamaður ungan dreng, Frosta Guðmunds- son frá Mýrum i Miðfirði. Frosti er 8 ára gamall, og hinn dug- legasti að draga í dilka, eins og sást á baksíðumynd í Mbl. sl. mið- vikudag. — Finnst þér gaman f réttun- um? „Já, mér finnst voða gaman, og ég fer alltaf þegar ég get.“ — Áttu kindur sjálfur? „Já, ég á tvær kindur, og þær eru báðar komnar fram. önnur þeirra er með eitt lamb og það fær að lifa. Þá á ég þrjár kindur. Annars er ég að hjálpa honum Páli frænda mínum að draga í dilka, hann á svo margar kindur. Ég sæki lömbin, þvf ég ræð ekki við stóru kindurnar.” Þar með var Frosti litli rokinn af stað, að sækja enn eitt lamb fyrir Pál frænda sinn. Við náðum því ekki að spyrja hann hvort hann ætlaði að verða bóndi þegar hann yrði stór. Sú spurning bíður betri tíma. SS. réttinni Sagt frá heimsókn í Miðfjarðarrétt w Þegar hressingar er þörf, er pelanum brugðið á loft. Þetta yngstu bændum sveitarinnar, Jón Böðvarsson á Syðsta-Ósi, forkur hinn mesti. er einn af dugnaðar- Þrfr foringjar, Björn Einarsson réttarstjóri, Páil Stefánsson gangna- stjóri og Guðmundur Jóhannsson á Litlahvammi, fyrrverandi gangna- stjóri, talið frá vínstri. A mánudeginum var stóðið réttað. Þá voru átökin jafnvel enn meiri. folk — folk — folk — folk Afmæli á morgun: Jón Sigurðsson forstjóri 75 ára Á MORGUN mánudaginn 30. september, á Jón Sigurðsson for- stjóri fiskimjölsverksmiðjunnar i Grindavík 75 ára afmæli. Foreldrar Jóns voru Vilborg Þorsteinsdóttir og Sigurður Bjarnason skipstjóri, en börn þeirra auk Jóns eru Jakob Sigurðsson kaupmaður, sem látinn er fyrir mörgum árum og Guðrún, sem gift var Guðmundi heitnum Sveinssyni, kaupfélags- stjóra í Hafnarfirði. Jón er fæddur í Reykjavík en fluttist til Hafnarfjarðar með for- eldrum sfnum 7 ára gamall. 1 frið- sælu og fögru umhverfi Hafnar- fjarðar (festi) þessi fjölskylda (rætur og) þar nutu börnin um nokkurra ára bil öryggis í skjóli ástrfkra foreldra. En þegar Jón, sem er elstur sinna systkina, var á 16. ári féll faðir hans frá með snöggum hætti. Hin áhyggjulausu ár bernskunnar voru liðin og við tók hörð lífsbarátta þeirra tíma. Leikir barnanna snerust þá til ábyrgðar um afkomu heimilisins og með samstilltu átaki fjölskyld- unnar, nægjusemi og nýtni, tókst að halda i horfinu. Jón er aldamótabarn, rétt nýbúinn að opna augun þegar ný öld gengur í garð; sú öld hefur fært okkur meiri velgengni en þekkst hafði áður hjá þessari þjóð. Stærstan þátt í þessum framförum áttu menn á borð við Jón Sigurðsson; menn sem höfðu opin augu fyrir þeirri tækniþróun sem ruddi sér rúms og kunnáttu til að hagnýta sér hana, sér og öðrum til góðs. 18 ára gamall innritaðist Jón í Vélstjóraskóla íslands og lauk þaðan prófum 2 árum síðar. Eftir það lá leiðin á sjóinn og næstu 20 árin starfaði Jón sem vélstjóri á flestum tegundum fiskiskipa, lengst af hjá útgerðarfyrirtæki Einars Þorgilssonar og Co. Árið 1925 réðst hann fyrsti vélstjóri á b.v. Surprise. Skipstjóri var hinn kunni og farsæli aflamaður Sigur- jón Einarsson. Nokkru síðar lét fyrirtækið byggja stærsta og full- komnasta veiðiskip íslenska flotans. Skip þetta var b.v. Garðar og var leitað eftir tillögum þeirra Jóns og Sigurjóns varðandi hönnun skipsins. Þessar tillögur teknar fyllilega til greina og mun það ekki hafa ráðið minnstu um ágæti skipsins. Á Garðari var Jón fyrsti vélstjóri til ársins 1940, en þá fór hann alfarinn i land. 17. júní kvæntist Jón Sesselju Sigurjónsdóttur hinni ágætustu konu í sjón og raun. Þau eiga tvö börn, Sigurð vélstjóra, sem kvæntur er Sigríði Jóhannes- dóttur, og Sigrúnu, sem gift er Pétri Antonssyni verksmiðju- stjóra. Á þessu ári eru þvi liðin 50 ár síðan þau hjón stofnuðu sitt fallega og friðsæla heimili. Fyrstu kynni mín af þessum ágætu hjónum eru í sjálfu sér ekki frásagnarverð, en vegna þess hvernig þau orkuðu á mig langar mig til að segja frá þeim hér. Sumarkvöld eitt fyrir u.þ.b. 40 árum var ég staddur niðri á bryggju i Hafnarfirði þegar skipin voru að þyrpast norður á síldveiðar. Meðal þeirra var b.v. Garðar. Mikið var að gera um borð; Taka við nótinni, setja báta í davíður o.fl. o.fl. Þegar búið var að gera sjóklárt gat skipshöfnin gefið sér tíma til að koma smá- stund upp á bryggju og kveðja ástvini sína. Þar sem ég var aðeins 12—13 ára strákpatti fór ég af einskærri forvitni að veita þvi athygli hver kyssti hverja. Allir kvöddu þessir sjómenn sína nánustu með sama hlýhug og söknuði þó viðmót þeirra væru harla mismunandi. Einn þessara manna er mér minnistæður enn í dag. Hann tók ofan hattinn, lagði höndina yfir axlir konu sinnar og sagði um leið og hann kyssti hana: „Guð veri með ykkur.” Ekki veit ég hvað það var í fari þessara hjóna sem gerði þau mér svo minnistæð, að ég þekkti þau æ siðan, trúlega hefur það verið innileiki kveðjunnar og látleysi orðanna. I mörg ár fylgdist ég með þessum hjónum úr fjarlægð og alltaf fannst mér þau jafn eftirtektarverð sökum glæsi- mennsku og fágaðrar framkomu. Löngu síðar, er leiðir okkar Jóns lágu saman, fann ég að þetta sem Framhald á bls. 22. Skrifstofuhúsnæði 40—60 ferm. skrifstofuhúsnæði óskast á leigu í eða sem næst Múlahverfi. Tilboð leggist inn á Morgunblaðið merkt: 9572. Jörð til sölu Jörðin Vestri-Loftstaðir, Gaulverjabæjarhreppi, Árnessýslu er til sölu. Einstakt tækifæri á 8. áratugnum. Uppl. gefur Sigurður Sveinsson, lögfráeðingur, Selfossi, sími 1 682. Húspláss Fyrir léttan iðnað eða annað þvi líkt, er til leigu frá 1. október, á góðum stað, stutt frá Hlemmtorgi. Þakhæð (4. hæð) nál. 240 ferm. í hæðinni eru 1 5 herbergi, sem leigutaki mætti breyta t. d. gera 2 herb. að einu, eða á annan hátt. Ódýr leiga. Ekki nauðsynlegt að taka allt plássið Bað og 3 salerni eru á hæðinni. Áhugasamir leggi nafn og simanúmer á Morgunbl. sem fyrst merkt: Þakhæð, 3 metr. — 7485.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.