Morgunblaðið - 22.09.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.09.1974, Blaðsíða 21
MORGÚNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1974 21 Eíns og mér sýnlst Eftlr Gfsla J. ÁstDórsson r Islenzk orðlist Ónefndur maður sagði okkur i sjónvarpinu um daginn að ástand- ið hjá þjóð nokkurri suður i Afriku væri orðið svo bágborið að lands- fólkið þar ætti nú naumast lengur „milli hnifs og skeiðar". Hann sagði okkur líka að um helmingur íbúanna „teldust vannærðir", sem er hérumbil eins slæm íslenska og fyrra dæmið þó að það sé af öðrum toga. Ég tek skorpu annað slagið og skrifa hjá mér meinlegar vitleysur úr fjölmiðlunum okkar, þó að það skuli strax játað að ég er dálítið týninn á þessa lappa. Ég er heldur ekki að þessu af þvi það vaki beinlinis fyrir mér að bjarga þvi sem bjargað verður af blessuðu móðurmálinu, heldur er ég fremur að dunda þetta til þess að stilla skapið, eins og þegar menn fara i taugarnar á manni og maður kveikir sér i pípu fremur en að þeyta einhverju þungu en hand- hægu i hausinn á manngarminum. Nú skal gripið ofan i þetta safn, þó að aldrei sé nema til þess að grynnka ofurlitið á haugnum. Sjónvarpið (jú, það er aftur á ferðinni) fræddi okkur á þvi i ágúst að þeir væru heldur betur að fá'ann á Halanum. Færeyskur bátur kom þar sérstaklega við sögu og hafði fengið einhver ósköp af saltfiski. Plokkfiskur næst? Þá er hér sérdeilis óskemmtileg- ur óskapnaður sem mér þykir leið- inlegt að þurfa að upplýsa að smaug inn I frétt í Morgunblaðinu. Orðið (ef orð skyldi kalla) hét „samnemandi" — og geta menn nú spreytt sig á þvi það sem eftir er dags hvaða gamalt og gott is- lenskt orð hefði kannski farið betur í fréttinni. í Alþýðublaðinu var maður að hamast við að skrifa um knatt- spyrnuleik seint í sumar og bauð okkur lesendum sinum meðal ann- ars upp á eftirfarandi: ..... að ófyrirsynju ætti þetta lið að vera uppistaðan í landsliðinu þegar það verður valið." Samkvæmt minni orðabók þýðir AÐ ÓFYRIRSYNJU TIL DÆMIS AÐ ÁSTÆÐULAUSU, ÁN TTILEFNIS ÚT í LOFTIÐ of fer þá að verða vandséð hvað hpf- undurinn átti við, hvað hann var að reyna að segja okkur. í þróttafréttamenn fara kannski með meiri hraða en venjulegir fréttamenn: þeir misstíga sig að minnstakosti ekki sjaldnar. Einn skrifaði fyrir skemmstu: „Björgvin sigraði hina tvisýnu golfmeistara- keppni", og annar bar á borð fyrir okkur hryggðarmyndina: „Slik atvik sem þessi ..." Mig langar lika að nefna ófögnuðinn: „þrátt fyrir að", sem maður fær alltaf að sjá eða heyra annað slagið. „Þrátt fyrir að hann færi" og þar fram eftir götunum; aldeilis voðalegt. Þá er þess að geta að ákaflega sár verkamaður hneykslaðist á þvi i Þjóðviljanum í tíð vinstri stjórnar að einhver vesalingurinn hefði aðeins „6000 á viku i daglaun"; en satt er það að visu að þetta ber kannski frekar að flokka undir neyðarleg pennaglöp en beinlinis þynnku. f Visi stóð þessi ódauðlega setn- ing á forsiðu undir hlemmistórri mynd af hlemmisnoturri stúlku sem brosti sinu bliðasta framan i lesendur innan úr skreiðarhjalli: „Björg sagði að það væri langt sfðan hún smakkaði skreið seinast, en hún sagði að það væri alveg óhætt fyrir fólk að smakka á henni." Þessu þyrftu samtök skreiðarframleiðenda endilega að koma á framfæri við viðskiptavini sina erlendis. En fyrir nú utan upplýsingarnar sem þarna eru látnar i té þá er næstum eins og maður heyri gusuganginn i blessaðri stúlkunni, þó að það geti lika allteins verið blaðamanninum að kenna. Víkur þá sögunni til fyrirtækis sem selur augiýsingaspjöld í mat- vöruverslanir og vill ólmt hafa þar upp um alla veggi að hlutirnir séu „nýjir"; og á einum stað fyrir austan sem ég kom á i sumar blasti við vegfarendum spjald sem á var ritað að óviðkomandi væri harðlega bannað að stíga fæti „ynnfyrir" túngarðinn. Þetta leit svolitið dapurlega út svona i miðri sveitamenningunni. Hvað blaða- og útvarpsmönnum vtðvikur má skrifa flest afglöp .okkar á reikning vinnuhraðans sem plagar okkur öllum stundum og mun eflaust alltaf gera. Menn hafa gjarnan klukkutima til þess að vinna tveggja stunda verk, og síminn óður á borðinu. Annað slagið gerir maður svo glappa- skotin af einskærri hroðvirkni eða einfaldlega af þvi maður veit ekki betur. Mér finnst samt hægt að fyrirgefa það — ef afglöpunum er stillt i hóf. Svo er guði fyrir að þakka að enginn er óskeikull. Hitt finnst mér öllu verra og raunar óafsakanlegt þegar axar- sköftin eins og komast upp i vana hjá mönnum og þeir fá þar að auki óáreittir að halda áfram að útbýta þeim i gegnum fjölmiðlana. Það getur meira að segja verið bein- linis hættulegt vegna unga fólks- ins sem kennarar eru einmitt á sama tima að basla við að kenna sæmilega islensku. Síbrotamenn i fjölmiðlum kunna einfaldlega ekki nógu vel til verks, þeir kunna ekki að nota móðurmál sitt. Mér finnst ég gjarnan finna þá i útjaðri blaða- mannastéttar; ihlaupamenn mætti kalla þá: þeir hafa svokölluð rit- störf sin i hjáverkum. Verst hvað þeir eru stundum fjári afkastamiklir. Þeir eins og fleyta kellingar ofan á hortittunum. Tóbak og málvöndun Það er raunar líka hægt að vera of einstrengingslegur islensku- maður eins og dæmin sanna. Þegar verið er að þýða samtöl fyrir okkur i sjónvarpið (jújú, sjón- varpið enn!) og þessi samtöl eiga að fara fram i nútimanum og jafn- vel i harðsoðnum reyfurum, þá lætur það óneitanlega einkenni- lega i eyrum þegar persónurnar eru látnar tala hreint bókmál eða meira að segja nota orð sem annaðhvort eru löngu horfin úr málinu eða áttu bara aldrei sam- leið með því. Ég nefni sem dæmi um ófært mál (og held mér við reyfara- sviðið): „Kom þú með byssuna," O O o Glæpamaður sem talaði svona (og þarf raunar ekki glæpamann til) væri annaðhvort orðin vitskertur eða þjáðist af asma. Hann segir: „Komdu með byssuna," — talar ekki eins og'hann væri að kenna málhöltu barni framburð. Dæmi um hina skynvilluna — notkun „háislensku" þegar hún á álika vel við og pípuhattur á billjardstofu — eru lika nærtæk. í sumum þýddum sjónvarpsþátt- um fá menn sér til dæmis aldrei sigarettu né bjóða hana öðrum. Þó reykja þeir eins og strompar. En hversu ruddalegir sem þeir eru i framkomu og hversu biksvart sem innrætið er, þá tala þeir ekkert „götumál". Þeir tala „hreina" islensku jafnvel á aftökupallinum. Þeir biðja um „vindling". Loks dæmi úr næstsiðustu sjón- varpsviku sem orkaði satt að segja þannig á mig að ég skellti uppúr. Mér hefur jafnvel dottið i hug hvort þýðandinn hafi ekki bara verið að glettast við okkur. Þetta var i þýsku sakamálamyndinni þar sem lögregluforinginn leysir morð- gáturnar með djúpu innsæi (hvað sem það þýðir nú), sálfræðilegum rökum (hver fjárinn sem það er) og svo skyggnigáfu sem sjálfur Haf- steinn miðill mætti vera hreykinn af. Lögreglumennirnir eru á hælun- um á glæpahyskinu og hafa meðal annars brennandi áhuga á öllu hátterni ungrar stúlku sem vinnur i skuggalegri bjórkrá. Og hvað kalla þessir gallhörðu lögreglumenn sjöunda áratugarins nú þannig stúlku, hvert er starfs- heiti hennar á máli nútimalög- reglumanna? Jú, þeir koma bunandi inn i búluna og heimta: Hvar er gengil- beinan! eftir veltiár þykir sérleg ráð deild að skera niður við menning- una og er nærtækasta dæmi með- ferð borgarstjórnar á húsnæðis- málum Borgarbókasafns og Borgarleikhúss," en verðbólgu- stefna vinstri stjórnarinnar hefur m.a. leitt til þess, að Reykjavíkur- borg hefur átt í fjárhagserfiðleik- um, sem seinka munu einhverjum framkvæmdum í borginni. Og menningarvitinn heldur áfram í blaði sínu: „Og hvað er að frétta af Þjóðarbókhlöðunni, sem rísa átti í tilefni þjóðhátíðar eins og Alþingi samþykkti 1970 . .. Um raunverulegar byggingarfram- kvæmdir á þjóðhátíðarári verður því ekki að ræða, og timbrið heldur áfram að hækka í verði og sementið og járnið, maður guðs ...“ Svo mörg eru þau orð. Pólitískur leik- þáttur. Höfuð- persónur: Olafur Jóhannesson og Magnús Kjartansson Alþjóð hefur gétað fylgzt með dálítið skoplegum leikþætti í síð- ustu viku. Er ekki úr vegi að rifja hann hér upp. Þess má geta, að leikþáttur þessi er saminn úr greinum, sem Olafur Jóhannes- son dóms- og viðskiptamálaráð- herra birti í Tímanum og svar- grein Magnúsar Kjartanssonar fyrrum iðnaðarráðherra, sem hann birtir að sjálfsögðu í Þjóð- viljanum, einkamálgagni sínu. Þess má geta, að grein Olafs Jóhannessonar var í fyrstu flutt sem ræða á fundi Framsóknarfél- aganna í Reykjavík að Hótel Sögu sl. þriðjudagskvöld. Ólafur Jóhannesson: ,,Ég beitti mér líka fyrir þvi að formaður Alþýðuflokksins Gylfi Þ. Gíslason var kjörinn forseti Sameinaðs þings án allra skuldbindinga af hans hálfu. Það átti alls ekki við og var ekki heppileg byrjun á hugsanlegu samstarfi, að ætla að setja honum eða flokknum skil- yrði þá í upphafi. Þetta var hugs- að sem leið til þess að laða þá að okkur og reyna að bæta andrúms loftið, því að eftir viðræður mínar við Alþýðuflokksmennina, taldi ég að Alþýðuflokkurinn væri því engan veginn fráhverfur að athuga þátttöku í vinstri stjórn. Og það er mín persónulega sann- færing, að formanni Alþýðu- flokksins Gylfa Þ. Gíslasyni hafi um skeið verið full alvara í þess- um efnum. En hvernig brugðust Alþýðu- bandalagsmenn við þessum til- raunum til þess að skapa það and- rúmsloft sem þurfti að ríkja til þess að þessir flokkar, sem höfðu verið í snarpri andstöðu áður fyrr, gætu náð saman? Þeir sner- ust algerlega gegn Gylfa Þ. Gísla- syni sem forseta Sameinaðs þings og kusu þess í stað framsóknar- mann, enda þótt það lægi fyrir frá ðkkar hálfu og hlutaðeigandi manns að eftir því væri ekki ósk- að. Einkennileg framkoma í garð fyrrverandi samstarfsflokks! Og það var ekki fyrr en í síðustu lotunni, sem þeir samþykktu Gylfa Þ. Gíslason. Menn geta svo hugleitt það, hvort þetta út af fyrir sig, þótt lítið sé f sjálfu sér, sé heppileg aðferð, ef reyna á að ná saman öflum, sem áður hafa verið í andstöðu. En jafnhliða þessu hóf Þjóðviljinn einar þær hatrömmustu árásir, sem gerðar hafa verið á Alþýðuflokkinn og alveg sérstaklega á Gylfa Þ. Gísla- son persónulega. Ég held, að óhætt sé að kalla það svívirðingar og var þó Gylfi ýmsu vanur úr þeirri átt. Menn geta líká ímynd- að sér hvernig sáning þetta hefur verið í þann jarðveg sem þurfti að vera fyrir hendi.“ Magnús Kjartansson: „Við Al- þýðubandalagsmenn lýstum þeg- ar yfir þvU að við værum reiðu- búnir til þess að kjósa Gylfa Þ. Gíslason forseta Sameinaðs þings, ef það væri liður í stjórnarmynd unartilraunum, en það væri til marks um þáð, að flokkarnir hefðu komið sér saman um mál- efni, sem dygðu nýrri stjórn sem starfsgrundvöllur. En málefni máttu ekki komast að samkvæmt mati Ólafs Jóhahnessonar. Þetta átti aðeins að vera þáttur i spila- mennskunni, klókindalegt útspil, sem ætlað var að hafa tiltekin áhrif á meðspilara. Ég er sannfær^ður um að þetta leikbragð var misheppnað með öllu. Almenningur talaði um það í háðskum hálfkæringi, að það væri verið að „egna fyrir“ Gylfa Þ. Gíslason og Alþýðuflokkinn, ástunda pólitísk hrossakaup á markaði hégómleikans og þá þekki ég Gylfa Þ. Gislason illa, ef þetta klunnalega léikbragð hafði ekki alit önnur áhrif á hann en þau sem áformuð voru. Það jók á tortryggni og áhugaleysi forystu- manna Alþýðuflokksins og var þó á hvorugt bætandi." Ólafur Jóhannesson: „Það hef- ur nú víst ekki verið gefið út svona beinlinis hvað rætt hefur verið á þessum fundi, En ég veit það. Þar töluðu Alþýðúbandalags- menn um nauðsyn þess, að þeir og Alþýðuflokkurinn sneru bökum saman i hugsanlegri vinstri stjórn gegn Framsóknarflokknum. Þetta var nú hugarfarið og framkoman í garð okkar framsóknarmanna, sem höfðum starfað heils hugar i vinstri stjórn í rúm 3 ár. Eg leyfi mér þess vegna að fullyrða, að Alþýðubandalagsmenn hafi með framkomu sinni að þessu leyti sem öðru — því ekki var nú okkur tramsóknarmönnum alveg sleppt á síðum Þjóðviljans á þessum tíma — spillt jarðveginum fyrir stofnun nýrrar vinstri stjórnar. .. Sannleikurinn er sá, að Alþýðu- bandalagið mun frá öndverðu hafa verið mjög tvíátta í því, hvort það vildi axla þær byrðar, sem fylgdu því og fylgja því nú að taka sæti í ríkisstjórn. Ég verð að segja það og bera því vitni hvar sem er, að af einkaviðræðum ráð- herra Alþýðubandalagsins að dæma, þá held ég að þeir hafi vilj að halda vinstri stjórn áfram, en það voru einhver önnur öfl á bak við þá í flokknum, sem voru á annarri skoðun og gerðu þeim erf- itt fyrir." Magnús Kjartansson: „Ólafur Jóhannesson ber því þannig vitni, að við Lúðvík Jósepsson höfum lagt okkur í líma til þess að koma á vinstri stjórn. Eg held Ólafur Jóhannesson hafi af því meira en þriggja ára reynslu að af hálfu Alþýðubandalagsins var ævinlega staðið við það sem við Lúðvfk sögðum honum. .. Það sem við sögðum í einkaviðræðum við Ólaf Jóhannesson var því ekki aðeins persónulegar skoðanir okkar heldur vitneskja okkar um af- stöðu og vilja Alþýðubandalags- ins sem flokks. Því er allt tal um einhver óskilgreind „önnur öfl á bak við þá í flokknum“ einber tilbúningur.“ Ólafur Jóhannesson: „Það kom strax fram málefnaágreiningur og þá sérstaklega varðandi varnarmálin. Alþýðuflokkurinn gat alls ekki fallizt á þá stefnu sem fyrrverandi stjórnarflokkar höfðu notað í þeim efnum. Þar varð þvi að koma til málamiðlun, ef saman átti að ná. Og til þess var þeim mun meiri ástæða að mínum dómi, að fyrrverandi stjórnar- flokkar höfðu alls enga mögu- leika til þess að koma sinni stefnu fram eins og þingið var nú skipað. Þetta var rætt á mörgum fundum og lagðar voru fram tillögur um þetta efni. Við framsóknarmenn gátum fallizt á það til málamið- lunar að setja upp tillögu með Alþýðuflokknum, sem við gátum staðið að og eftir atvikum töldum við að málinu rniðaði i rétta átt, þótt þar væri ekki náð þeim áfanga, sem gert hafði verið ráð fyrir. Það er skemmst frá því að segja, að Alþýðubandalagsmenn gátu ekki fallizt á þá málamiðlun, sem til þurfti að koma og þeir stóðu fast á sínum tillögum í þessu efni, þannig að allan tím- ann þokaðist í raun og veru ekk- ert í samkomulagsátt í þessu efni. Þeir vildu ekki hverfa frá þvf skilyrði að brottför ákveðins hluta varnarliðsins yrði tímasett og einnig hvenær tekin yrði endanleg ákvörðun um brottför alls hersins. Þetta var skilyrði, sem fyrirfram var vitað að ger- samlega ómögulegt væri að fá AI- þýðuflokkinn til að fallast á og þannig stóð það fram á síðasta dag.“ Magnús Kjartansson: „1 ræðu sinní víkur Ólafur Jóhannesson einnig að ágreiningnum um her- námsmálið og kemst svo að orði um afstöðu okkar Alþýðubanda- lagsmanna til þeirra: „Alian tím- ann þokaðist í raun og veiu ekk- Framhald á bls. 39

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.