Morgunblaðið - 22.09.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.09.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1974 fólk — fólk — t'ólk — fólk „Islendingar kunna bara ekki alltaf að meta landið sitt” Rætt við hjónin Nils Olafsson, sem fæddur er í Noregi, og Rut Magnúsdóttur, sem fædd er í Þýzkalandi Á BVLINU Sólvangi, skammt fyr- ir utan Eyrarbakka, búa hjónin Nils Ólafsson og Rut Magnúsdótt- ir ásamt tveimur börnum sfnum, Elfsabetu 17 ára og Ólafi 16 ára. Þau hjónin komu sitt frá hvoru landinu, en tsland er þeirra fyrir- heitna land. Nils er fæddur og uppalinn f Noregi, en Rut er aft- ur á móti fædd f Austurrfki. Á fyrri hluta sjötta áratugarins. komu þau bæði til tslands til vinnu og þessi dvöl þeirra, sem f upphafi átti aldrei að vara ævi- langt, hefur nú breytzt í það, að bæði eru orðnir fslenzkir ríkis- borgarar. Þau sögðu, þegar blaða- maður Morgunblaðsins heimsóttu þau á dögunum, að hér myndu þau dvelja ævilangt, enda væri lsland frábært land að mörgu leyti, tslendingar kynnu bara ekki alltaf að meta landið sitt. „Ég er fæddur á Moen skammt fyrir utan Arendal," segir Nils og bætir við, „Þarna í Austur-Agder ólst ég upp til 15 ára aldurs, en þá fór ég í búnaðarskóla á Holti, sem er þarna skammt frá. I skólanum var ég einn vetur. Síð- an fór ég heim á ný um sumarið, en um haustið hóf ég nám í mjólkurskýrslueftirliti en sú grein er víst ekki til hér á landi. Þetta nám mitt stóð á þriðja ár, en þá fór ég á búnaðarnámskeið við Búnaðarhá- skólann á Ási. Eftir að náminu lauk var ég við fjósastörf og eins og aðrir Norðmenn þurfti ég einn- ig að gegna herþjónustu, en það var árið 1952. Meðan ég var í hernum þvældist ég um allan Noreg og komst allt norður til Alta, en það er í fyrsta og eina skiptið, sem ég hef komizt til Norður-Noregs. Landslagið þarna fannst mér sérkennilegt, en um leið fagurt. Þegar herþjónustunni lauk tók ég til við fjósastörfin á ný, en þau voru mín sérgrein frá búnaðarskólunum. Var ég um skeið að Myi í Vestfold, en um haustið 1955 ákvað ég að fara til Islands." Ekki samahver hesturinn er „A hvaða bæ varstu ráðinn?“ „Ég var ráðinn að Þórustöðum I Ölfusi til Péturs Guðmundssonar og Rögnu konu hans. Pétur var þar með 30—40 kýr og mikið af ungviði. Þetta sumar hafði verið rigningasamt á íslandi og því lítið um hey. Þegar ég kom á bæinn var inni- lega tekið á móti mér og að sjálf- sögðu tók ég til óspilltra mála við bústörfin. Mitt fyrsta verk var að gera áætlun um heybirgðirnar, og gerði ég þá áætlun, enda hafði fólkið gífurlega trú á þessum út- lendingi. Ég lauk við áætlunina og þegar hún var tilbúin spurði húsfreyjan mig hvort ég héldi, að heyið myndi duga handa skepn- unum yfir veturinn. Taldi ég það vera, ef við gæfum nokkurn fóður bæti. Ragna skaut því þá inn, að Pétur ætti 200 hesta fyrir norðan. Koma þeir hingað spurði ég. Jú, svaraði húsfreyja. Þá féll mér all- ur ketill i eld, hristi höfuðið og gekk burtu. Mér fannst hreint ómögulegt að hægt væri að fóðra 200 hesta til viðbótar þeim skepn- um, sem fyrir voru, með svona litlu fóðri. Mér skildist ekki fyrr en nokkrum dögum síðar, að það voru 200 hestar af heyi, sem Pét- ur átti fyrir norðan, en ekki 200 gæðingar. Já, svona getur mál- leysið farið illa með mann í upp- hafi. I Noregi ræðum við um tonn þegar talað er um hey.“ FæddíÖlpunum „Af mér er það að segja“, segir Rut, „að ég er fædd og uppalin í Oberhof I Austurríki, en það er skammt frá Innsbruck. Á mínum uppvaxtarárum voru Þýzkaland og Austurríki sameinuð í eitt ríki, sem sagt á Hitlers-árunum. Skólar voru mikið sóttir til Mlinchen og þar gekk ég í skóla. Skólagöngu minni Iauk í háskól- anum þar, og var það árið 1953 sem ég fór f háskólann nokkrum Eru til kýr á íslandi? „Hver var ástæðan fyrir Is- landsferðinni?“ „Ég var eitt kvöldið að lesa bún- aðarblaðið er ég sá auglýsingu, um að f jósamann vantaði á bónda- býli á Islandi. Á þessari auglýs- ingu var ekki annað að sjá — sem síðar varð reyndin á — en að gott kaup væri í boði eða 1800 kr. norskar á mánuði og það var all- mikið kaup árið 1955, en þá var norska krónan skráð á ísl. kr. 2.40.“ „Vissir þú eitthvað um tsland, þegar þú ákvaðst að sækja um starfið?“ „Því miður vissi ég ekki mikið um landið, en aðalritari háskólans á Ási gat frætt mig nokkuð um það, en ég var ráðinn fyrir milli- göngu hans. Ég dreif mig síðan í heimahagana og kvaddi ástvini. Ég man það t.d., að þegar ég sagði manni nokkrum frá því, að ég væri á förum til íslands og ætlaði að gegna þar störfum sem fjósa- meistari, spurði hann: „Eru til kýr á Islandi? — Já, svona vissu menn lítið um Island í Noregi í þá daga. Það var ekki fyrr en eftir fyrra þorskastrfðið, að mér fannst fólk vera farið að fá einhverja vitneskju um þetta land.“ Sólvangur, heimili Nils og Rutar. Ljósm. Mbl.: Þórl. Ólafsson. vegurinn lá áfram og hélt ég af stað á ný. Eftir nokkra stund mæti ég bíl, en hann hélt við- stöðulaust áfram, en eftir smá stund varð ég vör við, að bíllinn hefur snúið við og er kominn að mér. Þar var þá kominn Ingimar garðyrkjubóndi. Hann var þá að fara í bæinn til að taka á móti mér. Fannst honum víst hálf ein- kennilegt að sjá stúlku hjólandi á Hellisheiði svona snemma morguns og sneri því við. Annars verð ég að bæta því við, að upphaflega átti ég að fara með Brúarfossi til landsins frá Rotter- dam, en þangað kom ég hjólandi. Þegar ég kom á umboðsskrifstofu Eimskips þar í borg, var mér sagt að Brúarfoss væri farinn og því væri ekkert far til Islands næsta mánuðinn. Mér þótti þetta súrt i broti og spurði hvort ekkert annað íslenzkt skip væri í höfn- inni. Skrifstofumaðurinn, sem aðeins virtist hugsa um skrif- finnskuna, sagði svo vera. Fjallfoss væri í höfninni, en með honum kæmist ég ekki, því skipið tæki alls enga farþega. Ég ákvað samt, að fara niður á höfn og freista þess að hitta skipstjórann að máli. Það tókst og hann hélt nú, að það væri nóg pláss fyrir mig um borð." „Hvernig leist þér á þig i Hvera- gerði?“ „Mér leist strax vel á mig og fljótt kunni ég ágætlega við þessar björtu nætur. I fyrra fór ég t.d. heim og þá gat ég engan veginn sætt mig við þessar dimmu nætur þar og öll þessi tré, þau bókstaflega skyggja á allt.“ Hvítir steinar — voru sátur „Ég kom í skammdeginu," segir Niels, „og þá var rigning og þoka. En er ég vaknaði daginn eftir að ég kom, leit ég út um gluggann og sá þá landslag, sem minnti mig á Jæren í Noregi. Hvítir kuppu- steinar voru úti um allt tún, en þegar betur var að gáð voru þetta sátur. Nokkuð, sem ég hafði ekki Séð áður.“ Framhald á bls. 30. Hjón Nils Ólafsson og Rut Magnúsdóttir. árum eftir að stríðinu lauk. Þar lagði ég stund á grasafræði og tónlistarfræði. A þessum árum var sérstök skylduvinna í Þýzka- landi og mér var m.a. falið að taka þátt í uppgræðslu landsins, en það var víða mjög illa farið eftir styrjöldina. Um nokkurt skeið vann ég nálægt hollenzku landa- mærunum og var uppblástur þar víða jafnmikill og á hálendi Is- lands. Við þurftum að gera til- raunir og finna út hvaða plöntur uxu bezt á þessu svæði. Hluti af okkar námi var að safna plöntum og eitthvað hafði ég lesið um plöntur á Islandi. Nú hafði ég mikla ævintýraþrá og skyndilega bauðst mér starf á Islandi, þegar Ingimar Sigurðsson garðyrkju- bóndi í Fagrahvammi fór utan í sumarfrí með fjölskyldu sína. Þetta var árið 1955. Mér var kom- ið fyrir á Þórustöðum og út hef ég ekki farið sfðan nema þá í frí.“ H jólandi yfir Helliáheiðina „Hvernig komstu til landsins?" „Hingað kom ég með Fjallfossi um miðja nótt f maímánuði, en þá var hér albjart svo ég hélt, að dagur væri kominn. Mitt fyrsta verk var að taka hjólið mitt f land, en ég var mikið fyrir hjólreiðar. Hjólaði ég nokkuð um borgina og að borgarmörkum, sem þá voru við Mjólkurstöðina. Þegar ég hafði skoðað mig nokkuð um ákvað ég að leggja af stað á hjólinu. Er ég kom að Elliðaám hitti ég fólk og sagði það mér til vegar. Á leiðinni mætti ég aðeins einum bíl, mjólk- urbíl, og fannst mér það hálf einkennilegt. Skyndilega sá ég Kolviðarhól, og fannst mér vegurinn enda þar og ekki bætti úr skák þegar ég sá, að enginn bjó í húsinu. En þá sá ég hvar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.