Morgunblaðið - 22.09.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.09.1974, Blaðsíða 4
BÍLALEIGA CAR RENTAL n 21190 21188 LOFTLEIÐIR /^BÍLALEIGAN vfelEYSIR CAR RENTAL 24460 28810 PIONŒGTI ÚTVARP OG STEREO KASETTUTÆKI Bílaleiga CAR RENTAL Sendum 41660 - 42902 JRtn'jýunWaíní) MARGFALDAR JEí»rönní)lat)it) MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1974 Dagur dýranna við gluggann eftirsr. Árelius IMIelsson Hefur þú fundiö frosiö lamb undir steini, nýfætt lamb, þeg- ar vörnretið yfir mó og mel, tekið það inn undir jakka- ræfilinn þinn, farið með það heim, háttað niður í rúm og bókstaflega fundið það þiðna og lifna við þitt eigið brjóst? Hefur þú fundið hlýja, mjúka hundstungu strjúkast um vanga þinn f villtum feginleika og sleikja brott höfug tár af brenn- heitum vanga, þar sem þú lást aleinn og hélzt, að allir væru vondir og enginn vinur framar? Hefur þú sofnað við mjúkt mal frá mjúkum kroppi, sem hringaði sig niður við hlið þína í rökkri kvöldsins eftir langan og erfiðan dag og aldrei brást að tryggð og fögnuði að taka á móti þér og verma kalda fætur við sinn eigin yl — líkamshlýju lftils kattar? Hefur þú vitað heila fjöl- skyldu bfða eftir volgri ný- mjólk kvölds og morgna frá kúnum í fjósinu, á útmánuðum, þegar ekkert var til matar, nema rúghnefi f graut eða brauð og engin leið fær í kaup- stað? Hefur þú stritazt á móti stormi og hríð yfir langa heiði með baggahest í taumi, sem bar lífsbjörg fólksins milli byggða um kalda vetrarnótt, þreyttur, sveittur og þolinmóður, en þó jafnframt veitandi helztu gleð- innar á hamingjustundum vors og sumars, fótfrár á stökki um holt og heiðar, að ekki séu nefndar kappreiðar til kirkju um grundir og mela? Hinn 1. september s.I. var tekin í notkun stór og fullkom- in vöruafgreiðsla á Reykjavík- urflugvelli. Vöruafgreiðslan, sem er 930 fermetrar að gólf- fleti, stendur norðan við af- greiðslubyggingu Flugfélags ís- lands. Við tilkomu hennar gjör- breytist aðstaða til vöruaf- greiðslu innanlands, sem undanfarið hefur búið við ófullnægjandi húsnæði. í hinni nýju vöruafgreiðslu fer móttaka og afhending vöru í innanlandsflug fram í vestur- enda hússins, enn fremur mót- taka vöru, sem fara á með milli- landaflugi Loftleiða og Flugfé- lags íslands. Hins vegar verða vörur, sem koma frá útlöndum með þotum félaganna, áfram afgreiddar í Flugfragt við Sölv- hólsgötu, en þar hafa félögin um margra ára skeið rekið sam- eiginlega vöruafgreiðslu. Jafnframt því að þessi nýja vöruafgreiðsla flugfélaganna á Reykjavíkurflugvelli er nú tek- in í notkun, batna mjög aðstæð- ur til vöruflutninganna sjálfra, þar sem Flugfélagið fékk á s.l. vori flugvél með stórum vöru- dyrum. Þetta er Friendship skrúfuþotan „Gunnfaxi", sem keypt var frá fyrirtæki i Þýzka- landi. Með tilkomu þessarar flugvélar og bættri aðstöðu á flugvelli verða nú teknar upp Þetta hef ég allt átt sem einkaþætti í eigin lífssögu, sam- ofið innsta eðli og æskuminn- ingum íslendings. Þess vegna hlýt ég að fagna því, að kirkjan og þjóðin helgar dýrunum dag, þeirra hag og heill. Sannarlega gætu börn framtíðarinnar gjört þau eitt með vélunum — líf- vana kraft — sem daglegt líf ber þeim nú í hendur. Atburðir á síðustu árum hafa sannað, að slikt getur skeð. En það væri voðalegt. Þá væri Islendingum illa farið, sem eiga og verða að skilja að dýrin — skepnurnar, sem hafa öldum saman verið hornsteinn lffs í þessu hrjóstr- uga landi. Fátt eða ekkert ættum við fremur að þakka og láta það þakkiæti í ljós með umhyggju og ástúð í garð alls, sem lifir, en þó helzt og fremst þeirra hús- dýra, sem hafa staðið okkur næst í stríði dagsins öld eftir öld. Þökkin skyldi framborin í fórn á altari kærleikans, sem afneitar allri grimmd og ónær- gætni, en vakir yfir velferð hinna málausu vina og lætur þeim líða sem bezt, þótt þau verði að láta líf sitt og krafta í okkar hag — eða ættum við að segja vegna þess. Nú eru dagar hungurdauðans að heita má úr sögunni — horn- dauða sauðf jár á vorin, sem var í senn bæði vorkunnarmál og voðaleg skömm. En það er fleira til. Aldrei gleymi ég frétt fyrir fáum ár- nýtízku aðferðir við vöruflutn- ingana, þannig að vörur verða fluttar á þar til gerðum vöru- pöllum og tekur þá ferming og afferming mjög stuttan tíma. „Gunnfaxi" fer eftir nokkra daga í skoðun, og þá verður meðal annars settur í flugvél- um, þar sem fjöldi af nýrúnum ám hafði verið rekinn á fjall yfir ískaldar ár og króknað út af í kulda fyrir fótum rekstrar- manna — að sögn — gátu ekki einu sinni leitað sér skjóls und- ir stórum steini. Og varla mun svo enn ferðazt um fjöll og sléttur landsins á vetrardegi, að ekki sjáist hópar hálfsoltinna útigönguhrossa, sem þreyja hræðilegar nætur og langa daga í byljum, harð- fenni og djúpfenni og finna kannski dögum og vikum sam- an hvergi fæðu og skjól, standa f höm skjálfandi á gaddinum. Og hver hefur ekki kynnzt flækingsketti í kaupstað? Kvik- indi, sem emjar af kulda og hungri af því að eigandinn fyrr- verandi hafði ekki einu sinni hugsun á að merkja kettlinginn sinn, sem einu sinni var mjúk og falleg kisa í mildum barns- höndum, en er nú grimmur villiköttur, sem enginn ann og allir hrekja frá sér, unz hann króknar í grjóturð eða gömlum hjalli. Hræðilegt hlýtur líka að vera hundalíf i borgum. Og þótt það sé ekki leyfilegt hér í höfuð- borg okkar, þá skil ég þá, sem ekki geta séð af slíkum vini og hvorki geta látið hann frá sér né dæmt hann til dauða. En hins vegar skil ég ekki þá skammsýni að ætla sér að eiga hund í borg, svipta þessi fögru og vitru dýr frelsi ævilangt, loka þau inni, leiða þau í fjötr- um, ræna þau eðli til að njóta ina nauðsynlegur útbúnaður til slíkra flutninga. Að þvi loknu er hægt að flytja í flugvélinni fimm vörupalla í einu, eina lest á hverjum palli. Enn er óvfða aðstaða á við- komustöðum Flugfélagsins utan Reykjavíkur til þess að lífs og gleði. Auðvitað er mikið í aðra hönd, vinátta og tryggð þessara vesalinga. En aldrei gæti ég hugsað mér að eiga hund eða kind í borg — stolin hvert sínu frelsi frá. Til þess ann ég þeim of heitt, jafn- vel þótt það séu aðeins ókunn dýr, en ekki „lambið mitt“ eða „hundurinn minn“ frá gengn- um æskudögum.Enf minningu þeirra mundi ég vilja reyna að mæla þau orð og syngja þá söngva, sem styggðu brott grimmd og kæruleysi gagnvart öllum dýrum og gera jafnvel Is land að gæfunnar paradís handa þeim. Kirkjan má svo sannarlega taka þarna varðstöðu um ókomnar aldir. Hún á að vernda lítilmagnann og veita þeim lið, sem enginn annast, ef f það fer. Hún ætti ekki heldur að gleyma, að sjálfum konungi hennar er líkt við lamb, sem gefur líf sitt og blóð til lífs öðrum. Hún ætti ekki heldur að gleyma, að ein fegursta lfking þessa sama meistara á vegum hins góða er sagan um góða hirðinn, sem tók týnda lambið á herðar sér um torleiðið heim. Gætu nokkur orð hafa verið sögð fegri um hlutverk prests- ins í kirkju Krists, hvort sem í hlut ætti umkomulaus mann- eskja eða hrjáð og hrakið dýr? Heill þeim, sem átti hug- myndina — hugsjónina um „dag dýranna" í fslenzku þjóð- kirkjunni. taka við slíkum vörupöllum, en stefnt er að því að afla slíkra tækja á næstunni. Vörur verða að sjálfsögðu einnig fluttar svo sem áður með öðrum f lugvélum félagsins, þótt ekki sé hægt að koma þar við vörupöllum. Aukning á vöruflutningum í lofti innanlands hefur verið mjög árviss. Þannig voru árið 1964 fluttar 1049 lestir milli staða innanlands, en síðast liðið ár, 1973, námu vöruflutningar innanlands 4605 lestum. Hefur aukningin á tíu ára tímabili numið 339%. A sama tfma jukuzt póstflutningar innan- lands úr 128 lestum í 572 lestir, aukning 347%. Sigurður Matthfasson, Ulrich Richter, Einar Helgason, Sveinn Sæmundsson og Birgir Bjarnason. Myndin er tekin í nýju vöruafgreiðslunni. Ný vöruafgreiðsla á Reylqavíkurflugvelli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.