Morgunblaðið - 22.09.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.09.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1974 11 æwow - A.Á. kvöld TKldbbnumn.k. brlðludag ^ Þegar Ámundi Amundason opnaði umboðsskrifstofu sina hérna á árunum beindist starfsemin nær eingöngu að ráðningu hljómsveita og skemmtikrafta um landið þvert og endilangt. Síðan þá hefur fyrirtækið smátt og smátt fært út kvíarnar og starfsemin hefur beinst inn á fleiri brautir tengdar skemmtiiðnaðinum s.s. hljómplötuútgáfu. Á því sviði hafa umsvif Ámunda stóraukist að undanförnu og er nú svo komið, að hann er i hópi stærstu hljómplötuútgefenda hér- lendis. Slagsíðan leit við á skrifstofu Ámunda fyrir skömmu, og innti hann frétta af starfseminni og var þá fyrst rætt um hljóm- plötuútgáfuna. — „Eins og alþjóð er kunnugt er nú hin langþráða breiðsklfa með Pelican komin á markaðinn við mikinn fögnuð poppunnenda, en salan á henni hefur gengið frábærilega vel. T.d. seldust á ein- um degi um 3200 eintök og þar með var slegið fslandsmet Ríó- trlósins á plötunni „Allt I gamni". Næsta stórvirki hjá mér I hljóm- plötuútgáfunni er breiðsklfa með Roof Tops sem tekin var upp I Noregi I vor. Roof Tops platan kemur á markaðinn I þessum mán- uði, sennilega I næstu viku. Slagslðan spurði Ámunda hvort hann væri ekkert hræddur við að gefa út stóra plötu þar sem svo skammur tími væri liðinn frá út- komu Pelican-plötunnar: — Nei, ég er alls ekki hræddur við að gefa þessa plötu út, þvl að platan er mjög góð og stendur fyllilega fyrir slnu. í sambandi við Roof Tops og Pelican-plöturnar má geta þess að lögin af þeim verða einnig gefin út á litlum og stórum kasettum. Af öðrum plöt- um sem verða gefnar út I þessum mánuði má nefna tveggja laga plötu með Pónik og ekki má gleyma Stuðmönnum. en I næstu viku kemur á markaðinn tveggja laga plata með þeim, „Gjugg I borg" og „Draumur okkar beggja" og ég fullyrði að þessi lög eiga eftir að gera allt vitlaust I bænum. Um næstu mánaðamót kemur svo út tveggja laga plata með Pelican, sem var tekin upp um leið og stóra platan. Fyrir jólin sendi ég á markaðinn barnaplötu með lögum úr sjónvarpsþættinum „Róbert bangsi" en þessi plata verður I leikritsformi og á henni verða margir þekktustu leikarar þjóðarinnar. Þetta er það helzta sem er pottþétt I augnablikinu en ég hef mikinn hug á að gefa út fyrir næstu jól 1 2 laga plötu með sex hljómsveitum. Ég hef ekki alveg ákveðið hvaða hljómsveitir verða á plötunni en Sólskin, Haukar og söngflokkurinn Mýbit koma m.a. sterklega til greina. En sem sagt, þetta er ekki alveg ákveðið og hugmyndin er enn á teikniborðinu. Ég gleymdi að nefna það áðan, að ég mun að sjálfsögðu gefa út kasettu „Úrval '74" sem á verða vinsælustu lögin sem komið hafa út á vegum fyrir- tækisins á þessu ári. Hvað með innflutning á erlend- um skemmtikröftum? — „Slade eru búnir að gefa ákveðið svar um að koma 12. nóvember n.k. en ég hef enn ekki fengið ákveðið svar t sambandi við húsnæðið. Ég tel þó 90% Ifkur á að það fáist i gegn og að hljóm- leikarnir verði haldnir þann dag. Og til að gleðja jazzunnendur get ég upplýst. að ég hef gert samning við eina þekktustu jazzhljómsveit heims, „The World's Greatest Jazz Band", um hljómleika hér og ég reikna með að halda þá hljóm- leika fyrir jól. Annars er drauma- hugsjónin alltaf að koma með Roiling Stones og halda hljóm- leika með 500 kr. aðgangs- eyri ..." Þegar Ámundi sá spurninga- merkið á andliti Slagsíðunnar hélt hann áfram: — „Jú sjáðu til. — ég fæ Melavöllinn og læt þá spila f stúk- unni og hef áheyrendur á vellinum sjálfum. Þetta gæti komið til fram- kvæmda næsta sumar. En það er eins með þetta og plötuna með hljómsveitunum sex, — hug- myndin er enn á teikniborðinu. Innflutningur á erlendum skemmtikröftum er vissum erfið- leikum háður, en ég vona bara að nýi félagsmálaráðherrann verði sveigjanlegri I þessu sambandi en fyrirrennari hans var, þvf það er f sjálfu sér fáránlegt. að meina okkur islendingum þann sjálf- sagða hlut. að fá að fylgjast með þvf sem er að gerast f þessum málum erlendis. Ámundi sagði að hljómsveita- bransinn hefði gengið mjög vel f sumar og raunar betur en undan- farin ár. en bætti við f framhaldi af þvi: Eins og þú veist er ég afgerandi stærstur f músfkbransanum hér á landi, en þó að umsvifin f hljóm- sveitaráðningunum hafi aldrei verið meiri en f sumar skal ég játa að plötuútgáfan er farin að taka mikinn hluta af tfma mfnum. Það sem bjargar okkur er að við erum nú þrír á skrifstofunni og getum unnið þetta skipulegar en áður. Og svo rúsfnan í pylsuendanum: Á þriðjudagskvöldið n.k. mun Ámundi halda dansleik i Klúbbn- um þar sem fram koma hljóm- sveitirnar Pelican og Roof Tops og munu þær kynna tónlistina á hin- um tveimur nýju plötum, en í diskótekinu verða eingöngu leikin lög sem komið hafa út á vegum Á.Á. Records, m.ö.o. ómengað Á.Á. kvöld. — „Þetta verður til hálftólf og selt inn á rúllugjaldi, þannig að hér er ekki um gróðastarfsemi að ræða. Ég Ift á þetta sem sjálfsagða þjónustu við viðskiptavini mína, sem þarna gefst kostur á að fylgj- ast með þvf sem er að gerast i fyrirtækinu. Nei, vinur minn, — störf mfn að menningarmálum verða seint metin til fulls, en þó kæmi mér ekkert á óvart þótt ég fengi fálkaorðuna núna á þjóð- hátíðarárinu. Menn eru loksins að gera sér grein fyrir þvf mikla starfi sem ég vinn fyrir æskulýð þessa lands. Ámundi: una . . ,Kæmi mér ekkert é óvart þótt ég tengi fálkaorð- L. P. plata með Roof Tops kemur á markað í þessum mánuði. Slagsfðan Jon Hiseman með Jóhanni G. á breið- skífu Jóhann G. Jóhannsson er nú nýlega farinn til Lundúna til upp- töku á breiðskifu, sem væntanleg er á markað fyrir jól. A plötunni verða 10 lög, sem Jóhann vann að sl. vetur og í sumar, en þrjú þeirra voru frumflutt á „þjóð- hátíðartónleikum" ísl. poppara í marz er leið. Upptakan fer fram í Olympic stúdiói f London, en í þvi sama stúdiói var Óðmannaplatan „Spilltur heimur" tekin upp á sín- um tíma. Kvaðst Jóhann reikna með um 70 tímum í stúdióinu. Upptökustjóri er Derek Wads- worth, sá hinn sami og stjórnaði upptökunni á „Don’t try to fool me“ og „Joe the mad rocker" og fyrir hans tilstilli verða aðstoðar- hljóðfæraleikarar valinkunnir menn úr brezka poppheiminum, m.a. hinn þekkti trommuleikari Jon Hiseman. Nýtt hljómplötu- fyrirtæki „Sun Records" gefur plötuna út, en það er stofnað í beinu sambandi við þessa plötu af Jóhanni sjálfum og J.P. Guðjóns- syni. Auglýsingaþjónustan mun annast útlitsgerð plötuumslags- ins, en framan á þvf verður að sjálfsögðu mynd af málverki eftir Jóhann. Þess má geta, að á plötu- pokanum verða auglýsingar, sem Jóhann hefur teiknað, en þetta mun vera nýjung hérlendis. Sagði Jóhann að þessi hugmynd hefði gert honum kleift að ráðast í út- gáfu plötunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.