Morgunblaðið - 22.09.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.09.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1974 Bvalarheimilið Hraun búðir vígt í Eyjum í dag 1 DAG sunnudag, verður dvalar- heimilið Hraunbúðir vfgt f Vest- mannaeyjum, en það er byggt fyrir erlent gjafafé, sem barst til Drukknaði í Skjálfandafljóti lINS OG sagt var frá í blaðinu í gær, drukknaði maður í Skjálf- andafljóti á fimmtudag. Maður- inn hét Páll A. Pálsson, tæplega sextugur að aldri og bjó að Snið- götu 1 á Akureyri. Hann var einn þekktasti hrefnuskipstjóri lands- ins. Hjálparstofnunar kirkjunnar og Rauða kross tslands vegna nátt- úruhamfaranna f Vestmanna- eyjum. Það var 11. júlí 1973, sem fyrstu viðræður áttu sér stað milli bæjarstjórnar Vestmannaeyja og Rauða kross tslands um byggingu dvalarheimilis. Verkið var síðan boðið út um haustið og bárust tilboð frá Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku. Um áramótin var end- anlega samið um byggingu húss- ins við danska fyrirtækið Asmus- sen og Weber A/S, en arkitekt var íslendingurinn Hilmar Björnsson, er starfar hjá þessu fyrirtæki. Hagverk s.f. annaðist útboð og hafði yfirumsjón með efniskaupum og framkvæmdum öllum. Dvalarheimilið er 1865 fermetr- ar að stærð. Rúmafjöldi er 41, og í húsinu er auk þess herbergi fyrir starfsfólk, aðstaða fyrir lækna og sjúkraþjálfa. Þá eru herbergi fyrir föndur, líkamsrækt og fl. Þeir erlendu aðilar, sem lagt hafa fé að mörkum í þetta hús, eru: Haandslag til Island, Ameri- can Scandinavian Foundation, Is- landsvinir í Sviss og Rauða kross félagar á Norðurlöndunum og Sviss. Framhald á bls. 39 Landsfundur bókavarða: Hlutur bókasafnsfræðinnar verði efldur í Háskólanum Verið er að slá upp mótum fyrir efstu hæð Sjálfstæðishússins. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins: Or vöxtur floklísins kall- ar á bætt starfsskilyrði Fjáröflun hefst að nýju vegna byggingar Sjálfstæffishiíssins ÞRIÐJA landsfundi bðkavarða- félags tslands lauk f Reykjavfk f sfðustu viku. Á fundinum voru rædd ýmis hagsmunamál bóka- varða og bókasafna. Ennfremur voru á fundinum samþykktar ýmsar ályktanir og verða nokkrar þeirra raktar hér. „Þriðji landsfundur ísl. bóka- varða beinir þeirri áskorun til menntamálaráðherra, að hann efli hlut bókasafnsfræði sem kennslugreinar innan Háskóla Is- lands, þannig að hún hljóti jafn- rétti við aðrar kennslugreinar.“ I greinargerð með þessari ályktun segir m.a., að ráða þurfi sérstakan starfskraft til kennslu, einn kenn- ara nú þegar og annan eigi síðar en 1. janúar 1975, til þess að hef ja megi kennslu þeirra 20 nýju nem- enda, sem innritazt hafa á þessu hausti og til þess að halda megi f Framhald á bls. 39 BYGGINGARNEFND Sjálfstæðishúss- ins er nú að hefja nýtt átak til fjáröfl- unar vegna byggingarinnar. Fjársöfn- unin hefst á þriðjudag. Byrjað verður f Nes- og Melahverfi og sfðan verður á næstu vikum leitað eftir stuðningi fólks f öðrum hverfum borgarinnar. Morgun- blaðið hafði tal af Geir Hallgrfmssyni formanni Sjálfstæðisflokksins og Albert Guðmundssyni, formanni byggingar- nefndar, af þessu tilefni. Gert er ráð fyrir, að lokið verði við að steypa húsið upp f næsta mánuði, en nú er verið að slá upp mótum fyrir efstu hæð hússins. Geir Hallgrfmsson sagðist treysta á skilning sjálfstæðismanna á þörfinni fyrir vinnu og fjárframlög. Formaður Sjálfstæðisflokksins, Geir Hallgrfmsson, forsætisráð- herra, sagði f samtali við Morgun- blaðið f gær, að bygging Sjálf- stæðishússins væri nú að taka á sig þá mynd, sem hún endanlega Síðasta vika IWASHINGTON Frá blm. Mbl. Geir H. Haarde Blóðtappinn f fæti Nixons, skilyrðisbundin uppgjöf saka þeim til handa, sem neituðu að berjast f Vietnam og uppljóstr- anir um starfsemi CIA f Chile hafa verið efst á baugi hér vest- an hafs undanfarna viku. Þá hefur í fréttum einnig mikið verið f jallað um vandamál, sem skapazt hafa vegna þess, að börn f sumum borgum hafa verið flutt langar leiðir f stræt- isvögnum f skólann til að koma á kynþáttajafnvægi f bekkjar- deildum. Og f lftilli borg f Vest- ur-Virginfu ætlar allt af göfl- unum að ganga, og menn hafa lagt niður vinnu, vegna þess að í skólabókum unglinganna f bænum er að finna orðbragð, sem er foreldrunum Iftt að skapi. Skilyrt sakauppgjöf — óskilyrt náðun Skilyrðisbundin sakar- uppgjöf þeirra, sem struku úr herþjónustu f Vietnam eða neituðu að gegna henni, var mikið f fréttum f vikunni. Áætlun Fords forseta gerir ráð fyrir, að þeir, sem hér er um að ræða, gegni eins konar þegn- skylduvinnu f tvö ár. Áætlunin hefur fengið mjög daufar und- irtektir hjá þeim, sem hún á að ná til, og tiltölulega fáir hafa gefið sig fram til að hljóta upp- gjöf saka á þennan hátt. Gamlir uppgjafahermenn telja, að tveggja ára þegnskylduvinna sé allt of væg refsing fyrir að hafa skorazt undan merkjum, en flestir þingmenn virðast telja, að hér sé siglt bil beggja á skynsaman hátt. Hér er á ferð- inni mjög erfitt vandamál, sem er samfléttað siðferðilegum spurningum. Margir bera saman óskilyrta og algjöra náð- un Nixons og þessa sakarupp- gjöf og þykir sem tvöfalds sið- gæðis gæti, enda þótt málin séu óskyld og ósambærilég að öðru leyti. Petrodoliarar í umferð Blöðum hefur orðið tfðrætt um það undanfarna mánuði, hvað Arabalöndin muni gera við alla þá peninga, sem þeim hefur áskotnazt vegna hækkaðs olfuverðs undanfarið. Talið er, að féð fari að mestu leyti á skammtfmapeningamarkaði f Evrópu og Bandarfkjunum, en eitthvað hefur samt verið notað til kaupa á landareignum og hlutabréfum. Þannig var frá þvf skýrt f vikunni, að fyrirtæki Araba hefðu keypt eyju undan Suður-Karolfnu til að koma upp skemmtigarði og baðaðstöðu, risastóran búgarð í Arizona og verzlunarhverfi f Atlanta, Georgia. Þessar fjárfestingar er litið á sem ytri tákn um hinn aukna auð Árabalandanna. Áætlað hefur verið, að aukinn hagnaður Arabaland- anna á þessu ári nemi 40—60 milljörðum Bandarfkjadala, sem mundi nægja til að kaupa upp bandarfska stáliðnaðinn. Kaldhæðnir gárungar gera þvf skóna, að Arabalöndin muni nota PetrodoIIara þessa til að kaupa upp stóran hluta alls iðn- aðar f landinu, þegar tfmar lfða, þ. á m. hergagnaiðnað- inn. En Arabar sjálfir virðast lftinn áhuga hafa á þvf. Eins og nú er komið, virðist þeim fyrst og fremst umhugað um að fá góðan arð af aurunum sfnum og þvf fjárfesta þeir á þann hátt, sem ekki kemur fjárfestingar- mörkuðum f uppnám. Sú er a.m.k. raunin enn sem komið Húmor Fords Þann aldarfjórðung, sem Ford núverandi Bandaríkjafor- seti sat f fulltrúadeild þingsins, hafði hann að sögn aldrei sér- stakt orð á sér fyrir skerpu eða kfmnigáfu. Brandarar John- sons fyrrum forseta um Ford eru vel kunnir, t.d. sá, að Ford hafi spilað rugby einum of lengi án þess að nota hjálm. Menn fengu smásýnishorn af kfmnigáfu forsetans f vikunni f hófi, sem hann hélt fyrir blaða- menn og mikið var skýrt frá. Þar lét forsetinn fljúga brand- ara, sem jafnvel Sá næst bezti f Mbl. mundi fúlsa við. Áð öllu samanlögðu rif jaðist upp annar brandari Johnsons um Ford, sem sé að Ford væri of tregur til að geta gengið og tuggið tyggigúmmf samtfmis. Eitt fréttatfmaritanna hafði f vikunni eftir þingmanni einum eftir náðun Nixons: Ætli hann sé ekki byrjaður að tyggja tyggjó upp á nýtt? fengi. Þetta væri glæsilegt hús, og allt það stuðningsfólk Sjálf- stæðisflokksins, sem þegar hefði Iagt fram mikla vinnu og fjár- framlög, ætti miklar þakkir skildar. Nú væri að hefjast nýtt átak f byggingarmálunum og hann treysti á skilning sjálf- stæðismanna á þörfinni á vinnu í og f járframlögum. Geir Hallgrímsson sagði síðan, að Sjálfstæðisflokkurinn fengi þarna góða starfsaðstöðu, sem mikil og brýn nauðsyn væri á til þess að efla flokksstarfið og til þess að mynda tengsl milli flokks- ins og fólksins í landinu með fjöl- þættri starfsemi. Á þann hátt fengi æ stærri hópur fólks mögu- leika til þess að hafa bein áhrif á stefnumótun Sjálfstæðisflokks- ins. Flokkurinn nyti einnig góðs af því frjómagni, er í slfku starfi fælist. Því næst vék Geir Hallgrímsson að starfsemi stjórnmálaflokkanna í landinu og sagði, að þeir væru oft gagnrýndir fyrir að standa utan við hið daglega líf og áhuga- mál fólksins f landinu. Sjálf- stæðisflokkurinn væri baráttu- tæki fyrir fólk, er aðhylltist sömu lífsskoðanir og sömu hugsjónir. Slíkum fjöldaflokki væri nauð- synlegt að feta inn á nýjar brautir í samræmi við breyttan tíma og til þess að hafa frumkvæði að mótun hagsældarþjóðfélags. Til þessa þyrfti húsnæði. Núverandi hús- næði flokksins væri hins vegar allsendis ófullnægjandi og ein- stök flokksfélög væru á hrakhól- um svo og önnur starfsemi, flokkurinn ætti nú vart herbergi til smærri fundahalda. Hinn öri vöxtur flokksins kallaði á skipulagt átak f þessum efnum. Ef sjálfstæðismenn ætluðu að tryggja áframhald þeirrar þróunar mætti ekki láta húsnæðismál flokksins standa starfsemi hans fyrir þrifum. Þannig yrði þetta hús samein- ingartákn alls sjálfstæðisfólksins f landinu. Albert Guðmundsson, formaður bygginganefndar Sjálfstæðishúss- ins, sagði, að á þriðjudag hæfist almenn fjársöfnun í Reykjavík til þess að tryggja, að húsið kæmist upp nú í vetur. Albert sagði, að þegar hefðu f jölmargir aðilar lagt fram drjúgan skerf til hússins með sjálfboðavinnu og fjárfram- lögum. Enn vantaði þó talsvert á, að endar næðu saman. Af þeim sökum yrði nú hafin fjársöfnun á nýjan leik og leitað yrði til þeirra, sem ekki hefðu þegar lagt sitt af mörkum. Söfnunin hefst í Nes- og Mela- hverfi á þriðjudag og siðan verður haldið áfram næstu vikur í einstökum hverfum borgarinnar. Albert Guðmundsson sagði, að húsið væri reist fyrir framlag fjölda einstaklinga og andvirði Valhallar og með gífurlegri vinnu sjálfboðaliða. Fjáröflun hefði hafist á landsfundi 1971, en sfðan hefði komið nokkur lægð vegna kosninganna og undirbúnings- starfs fyrir þær. Það fé, sem þannig hefði safnast, hefði runnið til þeirra framkvæmda, sem nú þegar væri lokið við. Sjálfstæðisfólk um land allt þyrfti nú á nýjan leik að gera átak í fjársöfnun, þannig að tak- ast mætti að ljúka við að steypa húsið upp í vetur. Hann sagði, að byggingarnefndin hefði tekið betta verk að sér í þeirri trú, að sjálfstæðisfólk skildi þarfir flokksins fyrir bætta húsnæðisað- stöðu, svo að hann gæti uppfyllt þær kröfur, er til hans væru gerðar. Og í trú á samtakamátt sjálfstæðisfólksins væri nú enn á ný leitað eftir stuðningi til þess að standa straum af næsta áfanga húsbyggingarinnar. Undirtektir fólks hefðu fram til þessa staðfest björtustu vonir nefndarinnar og trú fólksins á flokkinn væri með þeim hætti, að hann væri þess viss, að ekki þyrfti að verða hlé á framkvæmdum. Byggingarnefndin treysti því, að sjálfstæðisfólkið f hverfum borgarinnar tæki vel á móti full- trúum flokksins, sem f þessari viku leita eftir framlögum til byggingarframkvæmdanna. Þetta sameiginlega átak yrði þannig ljóst dæmi um samtakamátt sjálf- stæðisfólks á landinu öllu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.