Morgunblaðið - 18.05.2002, Síða 72

Morgunblaðið - 18.05.2002, Síða 72
GEORGE Lucas setti fyrst mark sitt á Cannes fyrir einum þremur áratugum þegar frumburður hans, flókin og lágstemmd framtíðarmynd sem heitir THX1138, olli minnihátt- ar erjum milli ungra og uppreisnar- glaðra kvikmyndaunnenda sem átt- uðu sig ekki alveg á þessum bandaríska kvikmyndagerðarmanni sem þar steig fram í sviðsljósið. Fáir hefðu þá gert sér í hugarlund þá stöðu sem sá hinn sami yrði í árið 2002, að kynna fyrir gestum í Cann- es fimmtu mynd sína í einum allra vinsælasta kvikmyndabálki sögunn- ar. Þótt öðrum kunni að finnast ann- að þá lítur Lucas enn á sig sem sama frjóa og framsækna listamanninn og gerði THX1138. Engin fegurðarsamkeppni Lucas sagðist hafa séð ástæðu til þess að fylgja Árás klónanna per- sónulega eftir í Cannes vegna þess að sér hafi fundist það tilvalinn vett- vangur til að undirstrika hversu þýð- ingarmikið sér þætti að áhorfendur fengju að sjá myndina í besta mögu- lega ásigkomulagi, allra helst með notkun stafrænna sýningarvéla til þess að komið yrði til skila hinum frábæru eiginleikum stafrænu töku- vélarinnar sem hann tók sjálfur þátt í að þróa og notaði alfarið við gerð Árásar klónanna. Og honum er klár- lega full alvara í þeim efnum því myndin er „aðeins sýnd í sex þúsund kvikmyndasölum í Bandaríkjunum“, tvö þúsund færri en Köngulóarmað- urinn sem sló hið svokallaða frum- sýningarmet í byrjun þessa mánað- ar, aflaði meiri tekna af aðsókn fyrstu sýningarhelgina en nokkur önnur mynd í sögunni eða ríflega 1,1 milljarðs króna. Af þeim sökum, auk þess að forsýningar á myndinni hóf- ust af krafti á fimmtudag, þykir heldur ólíklegt að Árás klónanna nái að bæta met ofurmennisins vinsæla. Og Lucas sagði að sér væri alveg innilega sama þótt sú yrði raunin. Hann hafi hvort eð er aldrei litið á kvikmyndagerð sem einhverja feg- urðarsamkeppni milli mynda, það væri höfuðverkur peningamannanna sem telja seðlana upp úr peninga- kössunum. Lucas segir það mikið hjartans mál fyrir sig sem listamann að fólk fái að sjá gott eintak af mynd- inni en ekki einhverja lúna og ofnot- aða ræmu í lélegu kvikmyndahúsi. Allra helst vildi hann að hún yrði sýnd í stafrænu kvikmyndahúsi en verður ekki að ósk sinni að þessu sinni því ekki fleiri en 100 kvik- myndahús í öllum heiminm ráða við að sýna myndina með stafrænum sýningarvélum. Ólíkt Ógnvaldinum er Árás klón- anna frumsýnd samtímis um heim George Lucas ræddi Árás klónanna á Sex myndir, alls ekki fleiri Árás klónanna, annar kafli Stjörnustríðs- sögu George Lucas, var frumsýnd um allan heim fyrir helgi, þar með talið á Íslandi og í Frakklandi. Skarphéðinn Guðmundsson sat blaðamannafund með Lucas í Cannes. 72 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 2 og 4. Ísl tal. Vit nr. 370.  kvikmyndir.is  MBL Sýnd kl. 2 og 4. Ísl tal. Vit 358. Sýnd kl. 6 og 8. Vit 367  kvikmyndir.is Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. B.i.12 ára. Vit 375. Frumsýning Sýnd kl. 5.45, 8.30 og 10. Vit 380. 150 kr. í boði VISA ef greitt er með VISA kreditkorti Frá framleiðendum Austin Powers 2 kemur þessi sprenghlægilega gamanmynd um mann sem leggur allt í sölurnar til að fara á vit ævintýranna. Annað eins ferðalag hefur ekki sést! Einnig sýnd í lúxussal VIP Hvernig er hægt að flýja fortíð sem þú manst ekki eftir? FRÁ LEIKSTJÓRA THE SHAWSHANK REDEMPTION OG THE GREEN MILE Sýnd í lúxus kl. 3.15, 6.15 og 10. B. i. 16. Vit nr. 380. Hasartryllir ársins. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B. i. 16. Vit 377. Með hasargellunum Milla Jovovich The Fifth Element og Michelle Rodriguez The Fast and the Furious. Frá leikstjóra Event Horizon.  DV Sýnd kl. 2 og 4. Ísl tal. Vit 338 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Vit 379.  kvikmyndir.is 1/2kvikmyndir.is Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.15. B. i. 16. HK DV HJ Mbl Hér kemur útgáfa sem hefur aldrei sést áður. Meistaraverk Francis Ford Coppola er hér með fullkomnað. 52 mín. lengri en upprunalega útgáfan. Einstök bíóupplifun sem eingöngu er hægt að njóta á stærsta sýningartjaldi landsins. FRUMSÝNING Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Sýnd kl. 5 og 9. B. i. 16. JOHN Q. Sýnd kl. 5 og 7. B.i.12 Sýnd kl. 9. B.i.12 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15.  ÓHT Rás 2 1/2HK DV HL Mbl Kvikmyndir.com MYND EFTIR DAVID LYNCH MULLHOLLAND DRIVE Ód‡r tónlist!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.