Morgunblaðið - 18.05.2002, Síða 64

Morgunblaðið - 18.05.2002, Síða 64
64 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ        BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. LJÓSAMÓTORAÖLDIN mikla í Reykjavík endaði með virkjun Ell- iðaáa 1920. Frá aldamótum höfðu menn verið að setja upp ljósamót- ora eftir því sem þeir töldu sig þurfa og seldu nágrönnum raf- magn gegnum snúrur sem strengd- ar voru milli húsa. Þessir mótorar gengu fyrir bens- íni eða steinolíu. Þetta voru stöðug hlaup með brúsa og tunnur. Þetta var hávaða- samt, óöruggt og kostnaðarsamt. Konungur þessara mótora stóð við suðurgafl Reykjavíkurapóteks og er það þess vegna sem þetta stíl- brot er í götumynd Pósthússtrætis. Svo voru sett lög um Rafmagns- veitu Reykjavíkur og fékk veitan einkarétt á vinnslu og dreifingu raforku í Reykjavík. Með þessari sameiginlegu rafveitu varð kostn- aður brot af því sem hann hafði verið og allt varð einfaldara. Með frostunum miklu 1918 varð ljóst að óhætt var að treysta á innflutta orkugjafa til húsahitunar. Í byrjun þriðja áratugarins viðraði Þorkell Þorkelsson veðurstofustjóri hug- myndir sínar um jarðvarmaveitu fyrir Reykjavík á fundi í verkfræð- ingafélaginu. Þessar hugmyndir urðu að veuleika og hleypt var vatni á fyrsta húsið fyrsta desem- ber 1943.(á fullveldisdaginn) Þá höfðu verið sett lög um Hitaveitu Reykjavíkur þar sem veitan fær einkarétt á dreifingu á heitu vatni innan borgarmarkana. Þar sem upphitunarkostnaður fór fljótlega niður í fimmtung af því sem áður var virkaði þetta eins og hrein og bein kauphækkun fyrir alla. Svo liðu árin, ungir menn fundu það út að lækka mætti kostnað með sam- keppni. Hér á Flókagötu fóru menn að rífa upp gangstéttar til að leggja ljósleiðara inn í öll hús. Þessi leiðari er nokkurra ára gam- all en hefir einn leiðinlegan galla, það kemur ekkert ljós út um end- ann. Þetta gerir ekkert til því að í götunni er tjörukapall frá 1938 sem annar prýðilega öllum hugsanleg- um fjarskiptum. Svo birtist ÍS- TAK, það var nú bara eins og styrjöld, unnið nætur og daga, öðr- um ljósleiðara komið fyrir, sama sagan, ekkert merki út úr end- anum. Fjölmiðlar greindu frá því að ljósleiðari B væri á vegum fyr- irtækis sem heitir því undarlega nafni Lína-Net en fyrirtæki þetta er að mestu eign Orkuveitunnar. Jafnframt hafa fjölmiðlar greint frá því að framkvæmdakostnaður við þetta snúrukerfi nemi milljörð- um króna. Verulegan hluta þessara verka hefir ÍSTAK fengið án út- boðs sem mun þó vera áskilið þeg- ar fjármunum er ráðstafað af op- inberum sýslunarmönnum. Nú er það uppi á borðinu að þeir ÍSTAKs menn báru fé á fyrrver- andi þingmann og formann sam- göngunefndar til að komast yfir verkefni sem voru hálfgerður titt- lingaskítur að áliti Páls Sigurjóns- sonar forstjóra. Nú berast fréttir af því að Orkuveita Reykjavíur hafi keypt eitthvert röraverk upp í Borgarfirði, allt sagt til þess að al- menningur fái að njóta hagræðis stærðarinnar. Seltirningar hófu lagningu hitaveitu frá borholum í eigin landi árið 1972. Ráðamenn í Reykjavík spáðu þessu framtaki þeirra ekki merkilegri framtíð, töldu að þetta myndi tengjast þeirra kerfi innan fárra ára. Nýlega heyrðist af því að orka til húshitunar væri á Íslandi ódýrust á Seltjarnarnesi, 50% lægra verð en í Reykjavík. Nú viljum við kjós- endur vita hvers vegna þessi stærðar-hagkvæmni nýtist okkur ekki. Einnig fýsir okkur að vita hvort við e.t.v. eigum eftir að eign- ast sjónvarpsmastrið ofan á Emp- ire State í New York, eða kannske það það hús allt, gegnum Orkuveit- una. GESTUR GUNNARSSON, tæknifræðingur, Flókagötu 8, Reykjavík. Línu- og netamenn Frá Gesti Gunnarssyni: ÞAÐ ER með ólíkindum hvað þáttagerðarfólk á sjónvarpsmiðlun- um er hugmyndasnautt þegar kem- ur að umræðuþáttum. Lang flestir umræðuþættir sýna fólk tala saman og engin tilraun er gerð til að nota svipmyndir, ljósmyndir, teikningar eða annað myndmál til að skýra málefnið betur út fyrir áhorfendum. Ég horfði á Kastljósið í kvöld þar sem Björn og Ingibjörg sátu í sínu fínasta pússi og svöruðu spurning- um fréttamanna. Mestur tími fór í að ræða skipulagsmál sem vissulega er mikilægt málefni að ræða og það hefði gert þáttinn svo miklu skemmtilegri ef sýndar hefðu verið myndir af þeim svæðum eða hug- myndum sem verið var að ræða um. Hver stöðin á eftir annarri fær sama fólkið inn í myndverin til að- ræða sömu málefni, en engin til- raun er gerð til þess að dýpka um- ræðuna með myndmáli. Það er miklu ódýrara að senda svona þætti út gegnum útvarp. Þess vegna geri ég það að tillögu minni að ríkissjón- varpið sendi umræðuþætti sem þessa þá leið og legg ég til að þátt- urinn „Maður er nefndur“ verði fyrstur. Ef þáttastjórnendum finnst nauðsynlegt að hlustendur viti hvernig viðmælendur þeirra líta út má setja mynd af þeim á Netið eða birta mynd af þeim í dagblöðum nokkru fyrir útsendingu. JÓHANN KRISTJÁNSSON, rekstrarhagfræðingur. Sjónvarp í hlut- verki útvarps Frá Jóhanni Kristjánssyni:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.