Morgunblaðið - 18.05.2002, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 18.05.2002, Qupperneq 55
✝ Tryggvi AndrésJónsson fæddist á Ísafirði 18. janúar 1920. Hann lést á Heilbrigðisstofnun- inni Ísafjarðarbæ 8. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jón Pálsson Andrésson, f. 1889, bóndi, ættaður frá Kleifum í Kald- baksvík í Stranda- sýslu, og Þorgerður Kristjánsdóttir, f. 1888, frá Súðavík. Þau bjuggu lengst af á Hlíðarenda á Ísa- firði. Tryggvi Andrés var fjórði í röð tíu systkina. Þau voru auk hans: Björg Aðalheiður, f. 1915, d. 1998, maki var Einar Ingiberg Guðmundsson, Kristján Jón Mark- ús, f. 1916, dó ungur, Kristján Jón Magnús, f. 1918, d. 2002, maki Jóna Örnólfsdóttir, Guðbjörg Rósa, f. 1921, maki var Óskar Pét- ur Einarsson, Þor- gerður Sigríður, f. 1922, maki Adolf Hafsteinn Magnús- son, Lovísa Guðrún, f. 1924, sambýlis- maður var Bergþór Jónsson, Margrét Anna, f. 1925, maki Sigurður Gunn- steinsson, Sigur- björg Ásta, f. 1926, maki Þormóður Stefánsson, og Valdimar Sigur- björn, f. 1928, d. 2001, sambýliskona hans var Helga Albertsdóttir, f. 1934. Móður sína missti Tryggvi Andrés árið 1935, en faðir hans kvæntist systur hennar, Guðrúnu Margréti Kristjánsdóttur, árið 1939. Tryggvi Andrés verður jarð- sunginn frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þegar frændi okkar Tryggvi Andrés Jónsson er látinn og kominn inn í ríki Guðs er vissulega margs að minnast sem þó er misjafnlega ljóst í minningunni. Við systkinin og frænka frá Hlíðarenda ólumst upp í því húsi sem var heimili hans stærsta hlutann af lífi hans en árin urðu 82. Andrés var fæddur í Bjarnaborg, húsi sem stóð þar sem nú er neðst í Skipagötu. Örstutt átti hann heima í Sundstræti en svo flest árin á Hlíð- arenda sem nú er nr. 10 við Urð- arveg á Ísafirði. Faðir hans var verkamaður, seinna verkstjóri og fiskverkandi og hafði samfara dag- launavinnunni alltaf nokkurn bú- skap. Andrés vandist því á það á barnsaldri að taka til hendi samfara skóla að vetri og við saltfiskverkun og búskap á sumri. Lífið var bara svona þá og ekki mikill tími til leikja en þó gáfust stundir til þess. Hann hafði alla tíma mikið gaman af knattspyrnu og var vel liðtækur knattspyrnumaður á sínum yngri árum en þó held ég að hann hafi haft ennþá meira gaman af því að fara á skíði. Ekki var hann endilega á ferðinni þegar flestir voru úti heldur þegar fáir voru á ferð og rýmið meira. Við sáum stundum til hans trampa á skíðum hér uppi í Stórurð fyrir ofan Hlíðarenda, vel upp fyrir miðja hlíð og koma svo þráðbeint niður og stoppa af miklu öryggi rétt við túngirðinguna. Þetta gerðu ekki aðrir en þeir sem höfðu mikla færni á skíðum. Skólagangan var ekki löng en þó lauk hann barnaskóla með góðum vitnisburði og var einnig í unglinga- skóla á Ísafirði. Við vitum að hann hefði farið létt með frekara nám ef það hefði staðið til boða en þá var lífið saltfiskur. Andrés tók snemma bílpróf og seinna meirapróf bifreiðastjóra og eignaðist milli 1940 og 1950 vöru- bifreið, Chevrolet, árgerð 1942, og seinna, 1950–60, annan Letta, ár- gerð 1946. Hann stundaði nokkuð akstur á þessum bílum og einnig tók hann að sér að kenna fólki á bíl í nokkuð mörg ár. Þó voru þessi bif- reiðakaup kannski frekar gerð til þess að létta búskapinn á Hlíðar- enda sem hann gekk að með föður sínum og eftir að faðir hans hafði keypt jörðina Fossa í Engidal var öllum heyjum frá Fossum ekið á bíl í hlöðurnar á Hlíðarenda og urðu þær ferðir ótaldar og heyhlössin myndarleg og fyrirferðarmikil á ekki stærri bíl en Chevrolet 1946. Nú einnig þurfti að aka skít á túnin og svo voru líka fjárflutningar á haustin. Andrés var í mörg ár starfsmaður Íshúsfélags Ísfirðinga hf., fyrst sem verkamaður, seinna sem verkstjóri en lengst var hann bifreiðastjóri hjá félaginu. Á þessum árum var vinnu- dagurinn oft langur, sérstaklega þann tíma sem vetrarvertíð stóð, frá vetrarbyrjun til vors. Mikil vinna og ráðdeild á meðferð peninga, sam- fara því að gera ótrúlega litlar kröf- ur til veraldlegra gæða, gerði það að verkum að hann var ágætlega stöndugur um miðbik ævinnar. En hann eins og margir fleiri treysti um of á að bankakerfið ávaxtaði fjármuni hans og verð- bólgubálið sem geisaði í mörg ár rýrði eignir hans til muna. Hann skildi það vel en var ekki sáttur við að þeir sem skulduðu mikið og borguðu jafnvel ekki skuldir sínar yrðu ríkir en þeir sem fóru vel með og skulduðu engum neitt yrðu jafn- vel fátæktinni að bráð. Þegar afi okkar, Jón Andrésson, dó árið 1970 hafði hann afhent Andrési til eignar útihús og tún sem tilheyrðu Hlíðarenda og einnig Fossa í Engidal. Eftir það sneri Andrés sér ein- göngu að búskapnum og þá með sauðfé. Kýr sem verið höfðu á Hlíð- arenda hafði Jón selt nokkru fyrir andlát sitt. Andrés var í heimili með föður sínum og stjúpu, Guðrúnu M. Krist- jánsdóttur en að þeim báðum látn- um var hann í heimili með Björgu systur sinni og hennar fjölskyldu. Andrés var góði hirðirinn, hirti vel um kindurnar sínar og hafði af þeim góðan arð og eftir göngur á haustin var mikið á sig lagt ef eitt- hvað vantaði, ferðir um fjöll og dali þar til týndu sauðirnir fundust. Bestu og eftirminnilegustu minn- ingarnar tengjast að sjálfsögðu sumrunum, heyskapnum á Fossum með Andrési, bræðrum hans og systrum, Jóni afa og Gunnu og systkinabörnum hans á öllum aldri. Við fórum í sveitina okkar á gamla Lettanum árgerð 1946, vörubifreið Í 319, inneftir á morgnana eða í há- deginu, heim á kvöldin, – setið á pallinum. Við sem elst erum munum eftir og tókum þátt í heyskap með gamla laginu, slegið með orfi og ljá, rakað og rifjað í flekk og sett upp í drýli, föng, lanir og galta, og kynnt- umst einnig nýjum vinnuháttum þegar vélar og tæki komu. Það var ógleymanlegt að sitja flötum bein- um í fallegum hvammi við ána, borða og drekka það sem haft var með að heiman, njóta sólarinnar og þeir yngstu að huga að hreiðri í hleðslu eða horfa á bröndurnar skjótast í Fossaánni. Þetta voru yndisleg ár, oft þurfti að vinna mik- ið en tilfinningin var góð eftir vel unnið verk að fara heim að hvíla sig. Þetta var uppeldi sem fáir eiga kost á í dag, því miður. Andrés frændi var ekki allra en trölltryggur þar sem hann tók því. Hann átti við vanheilsu að stríða í allmörg hin síðustu ár og fjögur þau síðustu var hann ýmist á sjúkrahúsi eða heima, mismunandi lengi. Við söknum góða frændans en gleðj- umst yfir að Guð hefur leyst hann frá þrautum og þökkum Guði fyrir að hann þurfti ekki að fara í aðgerð- ina sem áformuð var. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Garðar S. Einarsson, Þorgerður S. Einarsdóttir, Ingibjörg S. Einarsdóttir, Guðmundur S. Einarsson, Tryggvi S. Einarsson, Þorgerður Arnórsdóttir. Ýmsar vörður bernskunnar, sem í uppvexti mínum voru máttugar og tignarlegar og sköpuðu landslag mitt, hafa nú veðrast, grotnað niður og horfið sjónum og í stað þess áþreifanlega verða til minningar sem þó ylja mér reglulega. Mér verður æ ljósara hve dýr- mætar þær eru. Hlíðarendi var mér eins og annað heimili. Ég kom og fór eins og mér datt í hug. Hlíðarendi ömmu minnar var mér skjól en Hlíðarendi átti sér fleiri birtingarmyndir. Óljós er mynd mín af langafa mínum Jóni Andréssyni, skýrari af konu hans, henni Gunnu frænku, og enn skýr- ari af Andrési frænda. Hann var alltaf þarna eins og aðrir sem bjuggu í þessu stóra húsi. Ég man hann Andrés frænda, sem nú er nýlátinn, sitjandi við borðstofuborðið niðri í norðurstof- unni hjá Gunnu að borða rúgbrauð með smjörlíki og hrísgrjónagraut með kanilsykri, hann átti sitt sæti við gamla hringborðið. Ég man Andrés frænda minn á gúmmístígvélum á leið út í fjárhús að sinna skepnunum. Ég man Andr- és frænda minn sitja í gamla eld- húsinu hennar Gunnu að fá sér kaffi, mola og brauðsneið, drekk- andi af undirskálinni. Ég man Andrés frænda minn keyra gamla græna vörubílinn með allan stórfjöl- skylduskarann á pallinum í heyskap inn á Fossa. Ég man Andrés frænda minn með orf og ljá. Ég man Andrés frænda minn léttan á fæti við smölun upp til fjalla. Ég man Andrés frænda minn daufan uppi á kvisti undir teppi. Ég man Andrés frænda minn að gá til ferða minna eða annarra með því að skyggnast undir stórísinn. Ég man Andrés frænda minn á aðfanga- dagskvöld á Hlíðarenda með stór- fjölskyldunni þar sem allt iðaði af lífi, þar sem tekist var á um stjórn- mál og gert að gamni sínu. Ég man Andrés og hann átti sinn sess með hinu Hlíðarendafólkinu mínu, vetur, sumar, vor og haust. Hin síðari ár man ég Andrés í borðstofunni hennar Bjargar ömmu minnar. Hann var matvandur, vildi ekki borða hvað sem var. Ég skildi hann, hafði sjálf svo oft verið í sömu sporum. Ég man Andrés á gjör- gæslu Borgarspítalans, haldið sof- andi. Ég man Andrés á leið heim til Ísafjarðar á ný í faðm fjallanna bláu sem hann unni og var landslagið hans. Ég man Andrés í sínum fyrsta bíltúr með mér og strákunum mín- um inn á Fossa á góðviðrisdegi í kaffi ásamt móður minni og systk- inum hennar. Ég man hann hlæj- andi þegar við þurftum að fá aðstoð við að komast í bæinn aftur eftir þá ferð. Ég man blikið í augum hans þeg- ar synir mínir heimsóttu hann veik- an, þá var stutt í stríðnina og gals- ann, kallandi Þorra son minn Frosta. Ég man Andrés á ýmsa lund og hlutskipti hans. Hlíðarendavörður bernsku minn- ar mást nú hver af annarri. Þetta voru vörður sem gegndu mikilvægu hlutverki í landslagi mínu og ann- arra í stórfjölskyldu minni. Í stað þess áþreifanlega lifa minningar um máttarstólpana sem á Hlíðarenda hafa búið. Blessuð sé minning Andrésar. Guðrún Guðmundsdóttir og fjölskylda. TRYGGVI ANDRÉS JÓNSSON MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 55                                                        ! !"    !   ! #$   %"  " !" $  & ! #$  %  ! #!" '  (") $ * *+ $* * *+    !                  "#    "" '&, -,.   ! /0    $ "  ! -! 1$  $ -  !-! !"   -! $ 2  3 -%+ !"   4 -! !"   1" (" $ - -! !" 1"    !   !$ '5!"   4 ' !" -! 1$  $  %    !             (6,78.79 3.      :   ;; '     -% &  -% $ < 4 -% !"  &  $   -% !" 3  $ 3+-% !" ("   $ $ 1" -% $ 1"  1" !"   *%+ $  !"  *% $   (4 !" * *+ $* * *+  & '#      #   "  !   ..,'.' 1"  =  %5 ( )*    "     +, -    -  ! ' !" 3    $ &>' !" (" 2  $   ' $  )  3!" $(") !"  '  $ (") :4$ -  ?)        $$ *+  - #       #           6-:@3   % 5$ /A  $      .. +//0 :   $ !"  5 1"  $ '!"   $   $ !" -  (" $ 9  #(" !"  : $       * *+ $* * *+           (") $ 
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.