Morgunblaðið - 18.05.2002, Page 47

Morgunblaðið - 18.05.2002, Page 47
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 47 sokkar, sokkabuxur, undirföt oroblu@islensk-erlenda.is Kringlunni skrefi framar Þátttakendur í Ungfrú Ísland 2002 munu sýna hinn vinsæla undirfatnað í Kringlunni kl. 14 í dag. Ráðgjöf og 20% kynningarafsláttur af öllum vörum í Lyf og heilsu, Kringlunni, kl. 12-16. Reykjavík í fyrsta sæti Kynntu flér málin og sko›a›u myndbandi› um Geldinganes á www.reykjavik2002.is fyrir grillara fiegar flig vantar gott grill A B X /S ÍA 9 0 2 0 7 0 7 -2 ÁRNI Þormóðsson hefur látið nafns míns getið í umfjöllun um Hafrannsóknastofnun í tveimur greinum í Mbl. undanfarið. Þótt af ein- staka orðavali megi ætla annað geri ég því skóna að Árni beri í skrifum sínum fyrst og fremst hag Hafrann- sóknastofnunar fyrir brjósti. Og ég vil taka fram að ég skil áhyggj- ur Árna og finnst at- hugasemdir hans rétt- mætar svo langt sem þær ná. Það er því eðli- legt að hann fái mínar útskýringar á þessu máli, þótt ég verði að taka fram að ég þekki örugglega ekki jafn vel til mála og þeir sem lengur hafa starfað á þess- um vettvangi. Ég vil líka taka fram að ég tel það afar mikilvægt að Haf- rannsóknastofnun njóti þess trausts sem hún á skilið og það traust varðar samskipti við yfirvöld, almenning, vísindasamfélagið hér heima og er- lendis og atvinnugreinina sjálfa. Það er örugglega alltaf álitamál hvernig skipa eigi málum þannig að markmið Hafrannsóknastofnunar náist sem best og að hún njóti þess trausts sem hún þarf á að halda. Hafrannsóknastofnunin tekur þátt í margs konar alþjóðlegu samstarfi vísindastofnana og störf hennar og niðurstöður eru lagðar fyrir inn- lenda og erlenda vísindamenn. Hún stendur fyrir fundum víða um land- ið, kynnir þau málefni sem hún vinn- ur að í blöðum og tímaritum og send- ir út fréttatilkynningar þegar tilefni gefast til. Aðalskrifstofa Hafrann- sóknastofnunar er í sömu byggingu og sjávarútvegsráðuneytið og sam- gangur þar á milli er mikill. Stofn- unin heyrir beint undir ráðherra líkt og gildir um ýmsar aðrar ríkisstofn- anir. Stjórnin er ekki eiginlega stjórn í venjulegum skilningi þess orðs, heldur er í reynd miklu fremur ráðgefandi fyrir ráðherra og for- stjóra. Stjórnin er þess vegna ekki sambærileg við stjórnir fyrirtækja (jafnvel ekki fyrirtækja sem alfarið eru í eigu ríkisins) eins og ég ætla að Árni þekki til. Ég þykist vita að það fyrirkomu- lag sem ákveðið var að viðhafa við skipun stjórnar Hafrannsóknastofn- unar hafi verið komið á til þess að tryggja að samskipti við atvinnu- greinina og starfsmenn séu í sem bestu lagi. Þannig er – eins og Árni rekur í fyrri grein sinni – stjórnin þannig skipuð að einn fulltrúi er til- nefndur af LÍÚ, einn af samökum sjómanna, til skiptis frá Farmanna- og fiskimannasambandinu og Sjó- mannasambandi Íslands, og einn frá Fiskifélagi Íslands. Síðan situr í stjórn einn fulltrúi starfsmanna og einn sem ráðherra skipar án tilnefningar. Ég hef um þriggja ára skeið setið í stjórn Hafrannsóknastofnun- ar sem fulltrúi Fiski- félags Íslands. Ég hygg að þegar lögin voru samþykkt og þetta fyrirkomulag tekið upp hafi hugsun- in verið að fulltrúi Fiskifélagsins væri fulltrúi allrar greinar- innar þar sem Fiski- félagið er samstarfs- vettvangur hennar. Það sem Árni dregur upp í greininni er að sem stendur séu nú þrír stjórnar- menn tengdir stórum fyrirtækjum í greininni og að þessi tengsl valdi tortryggni vegna þess að stjórnar- menn fái upplýsingar á stjórnar- fundum sem þeir geti nýtt fyrirtækj- unum til framdráttar. Ég verð að játa að ég hef ekki haft ímyndunar- afl til þess að sjá hvernig hægt er að misnota þær upplýsingar sem fást á stjórnarfundum í þágu þeirra fyrir- tækja sem við tengjumst. Útkoma rannsóknaleiðangra er send fjöl- miðlum jafnóðum og þær eru til, skipaáætlun er birt á Netinu og ráð- gjöfin, sem Árni nefnir sérstaklega í fyrri grein sinni, er birt ráðherra, stjórn, hagsmunasamtökum og fréttamönnum nánast á sama tíma eftir að hafa verið í vinnuferli hjá Al- þjóðahafrannsóknaráðinu sam- kvæmt ströngum reglum þeirrar stofnunar. Ég get alveg játað á mig barnalegt sakleysi en ég fæ ekki séð að þessi hætta sem Árni hefur áhyggjur af sé raunveruleg. Hafrannsóknastofnun nýtur mik- ils trausts. Þó hefur hún oftlega ver- ið gagnrýnd harkalega en ég held að sú gagnrýni snúist um annað eða bæði af tvennu. Í fyrsta lagi telja sumir í þjóðfélaginu að sú fiskifræði sem ráðgjöf stofnunarinnar byggist á – og er almennt viðurkennd af haf- rannsóknastofnunum í okkar heims- hluta – sé ekki rétt. Við heyrum mik- ið til talsmanna annarra skoðana sem oft fara mikinn og stundum með litla innistæðu í veganesti. Í öðru lagi blandast stofnunin oft að ósekju í deilur um stjórnun fiskveiða, þegar tortryggja þarf nauðsyn aðhalds í fiskveiðum til þess að réttlæta meiri afla en stofnunin telur ráðlegt. Þrátt fyrir allar deilur um Hafrannsókna- stofnun tel ég vísindalegt sjálfstæði hennar hafið yfir gagnrýni og starfs- menn hennar sýni ávallt heiðarleg vísindaleg vinnubrögð. Það er svolítið merkilegt til þess að hugsa að hér á landi ríkir meiri skilningur og stuðningur sjávarút- vegsins við vísindalegar niðurstöður fiskifræðinga og nauðsyn aðhalds í sókn í fiskistofna heldur en gerist í nágrannalöndunum. Það eru sjálf- sagt ýmsar skýringar á því hvað veldur. Ábyrgð aðila í sjávarútveg- inum er að sjálfsögðu meiri vegna mikilvægi greinarinnar í þjóðarbú- skapnum. En það má líka telja lík- legt að hagsmunasamtök í greininni – og þá sérstakelga forráðamenn LÍÚ, fyrst þau samtök hafa verið nefnd – hafi lagt sig meira eftir því að kynna sér fiskifræðileg rök en kollegar þeirra erlendis. Það er góð saga að segja og hver veit nema að fyrirkomulag á skipun stjórnar Haf- rannsóknastofnunar hafi þar haft já- kvæð áhrif. Ég vil í lokin leiðrétta fullyrðingu Árna í fyrri grein hans, að LÍÚ borgar engin gjöld til Fiskifélags Ís- lands. Stjórnarseta í Haf- rannsóknastofnun Pétur Bjarnason HAFRÓ Tel ég vísindalegt sjálf- stæði Hafrannsókna- stofnunar hafið yfir gagnrýni, segir Pétur Bjarnason, og að starfs- menn hennar sýni ávallt heiðarleg, vísindaleg vinnubrögð. Höfundur er framkvæmdastjóri Fiskifélags Íslands og situr í stjórn Hafrannsóknastofnunar. mbl.isFRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.