Morgunblaðið - 18.05.2002, Page 31

Morgunblaðið - 18.05.2002, Page 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 31 LISTAHÁSKÓLI Íslands hýsir þessa dagana sýningu útskriftar- nema skólans. En þessi árlega sýn- ing er jafnan kærkomið innlegg í menningarflóru höfuðborgarsvæðis- ins og ekki hvað síst fyrir þann fjöl- breytilega hóp sýningargesta sem hún dregur að sér. Fólk sem að öllu jöfnu lætur myndlistarsýningar sig litlu varða mætir til að kynna sér verk nemenda og er það vel. Eflaust gera margir sýningagest- anna sér ferð í skólann til að skoða verk vina og ættingja. Aðrir heim- sækja hins vegar sýninguna ár eftir ár. Óhamin sköpunargleði, fjörlegt ímyndunarafl og frumleg fram- kvæmd eru líka gjarna aðalsmerki þessara sýninga. Og þó vissulega geti verið nokkur munur á milli ára, tryggir sá fjölmenni og fjölbreytilegi hópur sem þar sýnir að flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Útskriftarsýning Listaháskólans í ár er með svipuðu sniði og áður. Alls sýna 56 nemendur þar verk sín að þessu sinni og líkt og fyrri daginn skapar hrátt rými skólans umhverfi verkanna. Í fyrsta sal breiðir ský Jó- hönnu Helgadóttur (textíl), í verkinu Skjól og ský letilega úr sér á móti áhorfendum í þrívíðri dýpt vöfflu- saumsins, á meðan Umbrot Halldóru G. Árnadóttur (keramik) veltur fram úr horni salarins í formi misleitra leirhnúða sem ýmist þyrpa sér sam- an eða leita frá fjöldanum. Líkt og fyrri ár eru verk nemenda misvel úr garði gerð og misjafnlega mikið lagt í frágang þeirra. Sum verkin eru hrá, á meðan mikið er lagt í útfærslu annarra, og í þriðja stað- inn er það svo hugmyndin sjálf sem er fyrir öllu. Blönduð tækni og óhefðbundnir skúlptúrar halda þá áfram að njóta töluverðra vinsælda meðal nemenda og setja innsetning- ar, myndbandsverk og gjörningar óneitanlega svip sinn á sýninguna. Ágætis dæmi um innsetningar eru verk þeirra Hugins Þórs Arasonar (skúlptúr) og Bjarna Þórs Sigur- björnssonar (skúlptúr) og er ekki laust við að bæði verkin búi yfir tölu- verðum húmor. Í Sjálfsmynd Hugins er uppblásnum rauðum nælonbún- ingi, sem listamaðurinn sjálfur íklæddist við opnunina, komið fyrir á svart-hvít köflóttum palli og í hinum Íslenska her Bjarna er fallbyssa samsett úr ryðguðum járnbútum samfara myndbandsverki. Í kjarn- yrtum texta sýningarskrár afneitar Bjarni síðan listinni og kallar sig fyrrverandi listamann. Verk Mel- korku Þ. Huldudóttur (fjöltækni), Senur úr kvikmyndum sem ekki eru til, nýtir einnig myndbandsformið. Með grænum pluss tjöldum við inn- ganginn vekur listakonan upp ímynd kvikmyndahússins, á meðan hefð- bundinn kokteill spennu, kynlífs og átaka bíður fyrir innan. Þá kjósa þau Aron Reyr Sverris- son (málun) og Margrét M. Norðdal (málun) að fara óhefðbundnar leiðir við túlkun sína á málverkinu. Aron Reyr lætur skugga og birtu mynda verk unnin úr hvítu plasti á upplýst- um grunni, og Margrét býður upp á brot úr verkum sínum sl. tvö ár. Verða málverkin sem hluti af inn- setningu í meðförum listakonunnar sem kemur þeim fyrir í rýminu ásamt skóm, gluggarúðum og fleiri hversdagslegum munum. Nokkuð er þá um að nemendur í grafískri hönn- un taki á lokaverkefnum sínum með nýjum hætti og er strætóskýli Jó- hanns Ómarssonar (grafísk hönnun) skemmtilegt dæmi um verk er ekki fellur að snyrtilegum umbúðum aug- lýsingamennskunnar. Ógjörlegt væri með öllu að gera þeim stóra hóp nemenda sem út- skrifast úr skólanum full skil, en þær miklu vinsældir sem sýningin nýtur ár hvert, sannar betur en nokkuð annað að hún á fullt erindi við ís- lenskan almenning. Óhamin sköpunargleði MYNDLIST Listaháskóli Íslands Sýningin er opin daglega frá kl. 13–18. Henni lýkur 20. maí. ÚTSKRIFTARSÝNING LHÍ Anna Sigríður Einarsdóttir Morgunblaðið/Árni Sæberg Hvítt hljóð eftir Sigríði Dóru Jóhannsdóttur.Altari vatnsins e. Kristínu Vilborgu Sigurðardóttur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.