Morgunblaðið - 18.05.2002, Síða 28

Morgunblaðið - 18.05.2002, Síða 28
ÚR VESTURHEIMI 28 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ hafa náð samningum við heima- menn um samstarf vegna verkefn- isins og gerir ráð fyrir að taka þar sýni úr um 120 fulltrúum þessara Kopar-Inúíta. „Við hittum öldung- aráð þeirra í Cambridgeflóa, en öldungarnir ráða þar miklu,“ segir Gísli. „Þeir greiddu atkvæði um hvort leyfa ætti þessa sýnatöku og í kjölfarið var fundur með bæj- arstjórninni, sem samþykkti einn- ig rannsóknina í atkvæða- greiðslu.“ Vísindasiðanefndin hér á landi hefur samþykkt verkefnið fyrir sitt leyti og greina Agnar og Gísli frá undirbúningi þess og mark- miðum á ráðstefnu við Háskólann á Akureyri 24. maí, en verkefnið er styrkt af Rannsóknasjóði Há- skóla Íslands og Grænlandssjóði. Meðal samstarfsaðila eru Háskól- inn á Grænlandi og Stofnun Vil- hjálms Stefánssonar. Greining á erfðaefni fer fram hjá Íslenskri erfðagreiningu. GÍSLI Pálsson, prófessor í mann- fræði við Háskóla Íslands, og dr. Agnar Helgason, mannfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, hafa fengið leyfi til að safna erfðasýn- um í Grænlandi og meðal frum- byggja í Nunavut í Kanada í þeim tilgangi að að bera þau saman við erfðaupplýsingar um Íslendinga, Dani og Norðmenn. Verkefnið snýst um það að kanna erfðasögu Inúíta og hvort íbúar norrænu nýlendunnar á Grænlandi hafi blandast Inúítum. Það hefur verið í undirbúningi í tvö ár og hefur meðal annars þurft að fá leyfi til að safna erfðasýnum á Grænlandi og meðal frumbyggja í Nunavut, sjálfstjórnarsvæði Inúíta í Kanada. Fyrir skömmu fóru Gísli Páls- son, Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, Ragnar Th. Sigurðsson, ljósmyndari, og Valdi- mar Leifsson, kvikmyndagerð- armaður, til Kanada til að afla þar nauðsynlegra leyfa, en Ari Trausti og Valdimar ætla að gera heimild- armynd um verkefnið frá byrjun til loka og verður hún væntanlega sýnd í Sjónvarpinu í lok ársins eða fljótlega á næstu ári. Fjórmenn- ingarnir fóru m.a. til Viktoríaeyju, en einn liður í rannsókninni bygg- ist á því að sannreyna tilgátu Vil- hjálms Stefánssonar um að Kopar- Inúítar séu að hluta til komnir af íbúum upprunalegu nýlendu nor- rænna manna frá Grænlandi, sem lagðist af um 1450 eftir um 400 ára byggð. „Vilhjálmur er talinn vera fyrsti hvíti maðurinn sem hitti þessa Kopar-Inúíta og rannsakaði samfélag þeirra. Hann kallaði þá reyndar Blond Eskimos eða „blá- eyga eða ljóshærða Eskimóa“ og taldi vera afkomendur norrænna manna á Grænlandi,“ segir Gísli. Félagarnir voru í eina viku í Nunavut, m.a. í Cambridge-flóa á Viktoríaeyju og þar verða sýnin tekin, að sögn Gísla. Hann segist Verkefnið erfðasaga Inúíta og afdrif norrænu nýlendunnar á Grænlandi Þrjár konur á fundi öldungaráðsins í Cambridge-flóa, en öldungarnir greiddu atkvæði um sýnatökuna. Sýni verða tekin í Cambridge-flóa á Viktoríaeyju í Nunavut, þar sem drengurinn og hundarnir una glaðir við sitt. Ljósmynd/Ragnar Th.Sigurðsson Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, hélt fyrir- lestra um kenningar Vilhjálms Stefánssonar varðandi Kopar-Inúíta og sýndi myndir frá 3. leiðangri hans 1913 til 1918. Öll tilskilin leyfi fengin í Nunavut OPIN HÚS Í DAG www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Allar upplýsingar veittar á skrifstofu í símum 588 4477 Boðagrandi 1 - laus fljótl. Gullfalleg og björt 3ja herb. íb. á 2 hæð í litlu fjölbýli. Íb. er sérl. vel- skipul. m. fallegum innréttingum. Nýl. parket. Góð stofa og gott út- sýni. Gott flísal. baðherb. m. glugga. 2 svefnherb. Stórar svalir. Íbúðin er laus nær strax. Frábær staðsetn. Stutt í skólann og útsýni á KR-völlinn. Verð aðeins 10,9 milj. Guðný sýnir íbúðina í dag kl. 14 - 17. Allir velkomnir. Rjúpufell 33 - 4ra herb. Í þessu vandaða fjölbýlishúsi er til sýnis í dag, 111 fm, 4ra herb. íb. á 2 hæð. Íb. er með nýju fallegu eld- húsi og tækjum. Svalir eru yfir- byggðar. Húsið er allt nýklætt að utan og gluggar allir nýjir úr áli. Húsið er óvenjuglæsilegt og í sérfl. Verð aðeins kr. 10,8 milj. Guðný sýnir íbúðina í dag kl. 14 - 17. Allir velkomnir. Frábært verð. Nánari upplýsingar veitir Bárður í 896-5221 FYRIRHUGAÐ er að Davíð Jóhann- esson, silfursmiður á Egilsstöðum, haldi námskeið í gerð íslensks víra- virkis í Vesturheimi á næsta ári, en hann hefur sýnt handverkið vestra í fjórgang á rúmu ári, síðast á ársþingi Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vest- urheimi, sem haldið var í Minneapolis í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Davíð sýndi réttu handtökin á þinginu í Vancouver í Kanada fyrir rúmu ári og í Safni íslenskrar arfleifð- ar í Kanada í Gimli á Íslendingadeg- inum í fyrrasumar auk þess sem hann sýndi á Norsku haustsýningunni í Minot í Norður-Dakóta í fyrrahaust, þar sem hann vann til gullverðlauna. Í kjölfarið var hann beðinn um að koma til Minneapolis og þar kom fram áhugi á því að fá hann til að halda námskeið í Bandaríkjunum og Kan- ada innan skamms. Davíð segir að mikil skiplagsvinna sé framundan ytra og verið sé að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að halda tvö námskeið á hverjum stað, byrjendanámskeið og framhaldsnám- skeið, og fara síðan frá einum stað til annars á einhverju ákveðnu tímabili. Í orðabók Menningarsjóðs er víra- virki skilgreint sem „skraut, myndað af vírþráðum, sem er brugðið marg- víslega saman“. Davíð hefur kennt þessa list á 10 kennslustunda helgar- námskeiðum um allt land undanfarin tvö ár og er venjulega með átta nem- endur hverju sinni. Hann segir fyr- irhugað að halda sams konar nám- skeið vestra og kenna gömlu aðferðina, þ.e. handsmíðaaðferðina, við að búa til víravirki. „Fólk fær að spreyta sig á þessu og hvert námskeið endar með því að fólkið lýkur við ein- hvern grip og fer heim með hann.“ Davíð segir að hann hafi lagt áherslu á að viðhalda þessari iðn inn- anlands og ánægjulegt sé að hafa líka getað kynnt víravirkisgerðina erlend- is. „Skemmtilegast er að hafa fengið tækifæri til að kynna íslenska víra- virkið á meðal afkomenda Íslendinga í Vesturheimi. Grínistarnir kalla mig víravirkistrúboðann, en hvað sem því líður þá er þessi kynning mikill sigur fyrir víravirkið, vegna þess að þetta er arfleifðin okkar.“ Víravirkið kynnt vestra Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Davíð Jóhannesson, silfursmið- ur á Egilsstöðum, sýnir gerð ís- lensks víravirkis á þjóðræknis- þinginu í Minneapolis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.