Morgunblaðið - 18.05.2002, Side 25

Morgunblaðið - 18.05.2002, Side 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 25 FÖÐURLANDSÁST hefur verið svo sterk í Bandaríkjunum síð- an hryðjuverkin voru framin 11. sept- ember í fyrra, að þarlendir fréttamenn hafa stundum ekki getað spurt erfiðra spurninga um herför Bandaríkjanna gegn hryðjuverkum, sagði Dan Rather, aðal- fréttaþulur hjá bandarísku sjón- varpsstöðinni CBS, í viðtali við breska ríkissjónvarpið, BBC, sl. fimmtudags- kvöld. „Það sem hér er um að ræða – hvort sem maður vill kannast við það eða ekki eða nefna það sínu rétta nafni – er einskonar sjálfsritskoðun,“ sagði Rather. „Þetta byrjar með því að maður verður var við föðurlands- ástina í eigin brjósti. Síðan verður maður þess fullviss að landsmenn allir – með fullum rétti – finni föð- urlandsástina blossa upp hjá sjálf- um sér. Svo stendur maður sig að því að segja sem svo: Ég veit hvað væri rétt að spyrja um, en veistu hvað? Þetta er ekki alveg rétti tíminn til að bera þá spurningu upp.“ Í viðtalinu bar Rather þann vanda sem bandarískir frétta- menn standa stundum frammi fyr- ir vegna föðurlandsástarinnar saman við það sem andófsmenn máttu þola í Suður-Afríku á tím- um aðskilnaðarstjórnarinnar. „Þetta er svívirðilegur sam- anburður. Ég er ekki viss um að ég kunni við hann. En eins og þú veist var það einu sinni svo í Suð- ur-Afríku að menn settu logandi hjólbarða um hálsinn á þeim sem sýndu andóf. Og að sumu leyti ótt- ast maður að verða hankaður, að fá um hálsinn eins konar logandi hjólbarða fyrir skort á föðurlands- ást. Það er þessi ótti sem kemur í veg fyrir að fréttamenn spyrji allra erfiðustu spurninganna. Og ég fyrirverð mig fyrir það, en þessari gagnrýni beini ég líka að sjálfum mér.“ Erfitt að veita nauðsynlegar upplýsingar Rather sagði að „tryllt föð- urlandsást“ gerði fréttamönnum erfitt um vik að veita Bandaríkja- mönnum allar þær upplýsingar sem þeir þyrftu að fá um stríðs- reksturinn í Afganistan og að krefja ríkisstjórnina svara. „Það er ekki til marks um föðurlands- ást að horfast ekki í augu við þá og spyrja spurninganna sem þeir vilja ekki heyra – þá menn sem bera ábyrgðina, raunverulega bera ábyrgðina í samfélagi eins og okkar, á því að senda syni okkar og dætur, eiginmenn og konur ... til að horfast í augu við dauðann.“ Rather ásakaði ennfremur Bandaríkjastjórn um að hafa ekki veitt fréttamönnum óheftan að- gang að átakasvæðunum og öllum þeim upplýsingum sem hún hafi um stríðið. „Bandaríkin hafa aldr- ei háð stríð þar sem aðgangur hefur verið jafn takmarkaður og í þessu,“ sagði Rather, og bætti við að sér þætti miður að bandarískur almenningur hefði sætt sig við þessar takmarkanir. „Tryllt föður- landsást“ London. AP. AP Dan Rather ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122 Vordagar Laugardagur í Skútuvogi 16 Opið 10 -16 Ráðgjafar á staðnum leiðbeina um val á húsum og gefa góð ráð um uppsetningu. barnahús garðhús gestahús Garðhús, ósamsett: 64.500 kr. Barnahús, ósamsett: 59.885 kr. Gestahús, ósamsett: 214.900 kr.. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H U S 17 83 6 05 /2 00 2 Pallaolía 1.450 kr. B: 164 L: 164 + verönd. Þakefni ekki innifalið. B: 330 L:300 + verönd. Þakefni ekki innifalið. B: 330 L:300 + verönd. Þakefni ekki innifalið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.