Morgunblaðið - 18.05.2002, Side 18

Morgunblaðið - 18.05.2002, Side 18
LANDIÐ 18 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ jöreign ehf OPIÐ HÚS í dag, laugardag, frá kl. 14 - 16 á Rauðalæk 2, Reykjavík Í íbúðinni er ný, falleg innrétting, ný tæki, vifta, tengt fyrir uppþvottavél, borðkrókur og gluggi, flísar milli skápa. Baðherbergi m/flísum, hvítar innréttingar og tæki, gluggi, allt nýtt t.d. pípulögn, sturtuklefi. Barnaher- bergi m/nýju plastparketi, nýir stórir skápar, fallegar viðarrimlagardínur, herbergið er um 14 fm. Góð stofa m/parketi, góðir gluggar, mjög björt stofa sem og öll íbúðin, hjónaher- bergi inn af stofunni m/parketi, mjög stórir og fallegir nýir skápar. Sérgeymsla undir innistiga, önnur sameiginleg geymsla en notuð af íbúð- inni er inn af gangi og þaðan gengið inn í sameiginlegt þvottahús og það- an inn í hitakompu sem er líka nýtt sem geymsla af íbúðinni. Nýtt raf- magn, tvöfalt gler, nýtt þak, nýjar tröppur m/hita. Mjög góð staðsetning. Anna Kristín býður ykkur velkomin milli kl. 14 - 16 í dag. Sími 533 4040 www.kjoreign.is Ármúla 21, Reykjavík Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali, NÝTT vestfirskt vikutímarit hefur hafið göngu sína á Vestfjörðum. Tímaritið, sem ber heitið Meira- blaðið, er gefið út af Meira ehf., útgáfufyrirtæki á Ísafirði, er áður gaf m.a. út Skjárútuna, sjónvarps- handbók, á norðanverðum Vest- fjörðum til skamms tíma. Útgáfu- stjóri er Halldór Pálmi Bjarkason. Meirablaðið verður selt í hús og á helstu blaðsölustöðum, og mun kosta kr. 200 í lausasölu. Markmið Meirablaðsins er fyrst og fremst að færa vestfirska fjölmiðlun í nú- tímalegra horf, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu. Meirablaðið er allt unnið í hluta- starfi af vestfirskum áhugamönn- um um blaðamennsku og útgáfu- mál, og er það von útgefenda að því verði vel fagnað af Vestfirð- ingum. Blaðið er litprentað á glans- pappír. Ritstjóri Meirablaðsins er Magnús Gautur Gíslason, sem vann m.a. við útgáfu Vestfirska fréttablaðsins um áratugaskeið á sínum tíma. Nýtt vikurit á Vestfjörðum Ísafjörður ÁRBORGARSVÆÐIÐ FJÖRUTÍU manna lið Rústa- björgunarsveitar Austurlands verður um hvítasunn- una á Gufuskálum við strangar æfingar. Það er liður í undirbúningi sveitarinnar fyrir mjög stóra alþjóðlega björgunaræfingu, sem fram fer í Vestmanna- eyjum 28.–30. júní n.k. á vegum Land- helgisgæslunnar. Austfirska rústabjörg- unarsveitin nýtur þess trausts að verða send á undan öllum öðrum á vettvang í Vest- mannaeyjum og segir það nokkuð til um hæfni hennar. Dagana á undan þessari æfingu, verð- ur eistnesk rústabjörgunarsveit við þjálfun á Austurlandi í boði heimamanna, en hún er meðal virt- ustu fagaðila á þessu sviði í heim- inum. Samstarf hefur verið milli sveitanna frá árinu 2000, þegar þær tóku báðar þátt í stórri björg- unaraðgerð á sjó. Eistarnir koma á tveimur herflugvélum til Egils- staðaflugvallar 24. júní og með í för verða einnig bandarískir leit- armenn. Baldur Pálsson, slökkviliðsstjóri og björgunarsveitarmaður á Egils- stöðum, sagði í samtali við Morg- unblaðið að brýnt væri að gera sér grein fyrir að hugtakið rúst í leit og björgun næði yfir allan hugs- anlegan slysavettvang. Þannig væri rústabjörgunarsveit sérstak- lega þjálfað lið manna með ólíka reynslu og afar fjöl- breytta kunnáttu og ætti að geta glímt við öll verkefni til lands og sjávar. „Við stofnuðum þessa sveit árið 1997,“ segir Baldur, „eftir reynsluna af snjóflóð- unum fyrir vestan og þeim flóðum sem hér hafa fallið. Ákveðinn kjarni manna var tek- inn út úr austfirskum björgunarsveitum og þetta unnið í alvöru. Austurland – Rústa- björgun er í dag með mannafla og tækja- búnað sem stenst mjög brátt saman- burð við það besta í landinu. Með þrotlausum æfingum og vinnu höf- um við áunnið okkur traust þeirra aðila sem fara með björgunarmál á landsvísu, s.s. Almannavarna rík- isins og Landhelgisgæslunnar. Þá má geta þess að við höfum sent fjóra einstaklinga til Bandaríkj- anna í rústaþjálfun hjá einni af öfl- ugustu sveitum Bandaríkjamanna í rústum. Þessir menn eru nú með alþjóðleg réttindi sem leiðbeinend- ur í rústabjörgun. Það er ekki síst þess vegna sem Eistum þykir fýsi- legt að æfa sig með okkur fyrir Vestmannaeyjaaðgerðina,“ sagði Baldur að lokum. Austfirskir rústabjörgunarmenn við æf- ingar á Gufuskálum um hvítasunnuna Sambærilegir við þá bestu Egilsstaðir Baldur Pálsson HALDIÐ upp á 30 ára vígsluafmæli Hveragerðiskirkju sunnudaginn 12. maí. Hátíðarguðsþjónusta var í kirkjunni, þar sem Sigurbjörn Ein- arsson biskup predikaði. Séra Tóm- as Guðmundsson fyrrum sókn- arprestur og Jón Ragnarsson sóknarprestur þjónuðu fyrir altari. Kirkjukór sóknarinnar söng undir stjórn Jörg E. Sondermanns, Elín Gunnlaugsdóttir söng einsöng og Jóhann I. Stefánsson lék á trompet. Dvalarheimilið Ás gaf af þessu tilefni vængjahurð milli kirkju og forkirkju og var það Guðrún Gísla- dóttir sem afhenti gjöfina. Heilsu- stofnun NLFÍ færði kirkjunni pen- ingagjöf og það var Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri stofnunarinnar sem afhenti gjöfina. Opnuð var sýning á krossamyndum Þorgerðar Sigurðardóttur, sem hún vann undir áhrifum frá krossinum í Njarðvíkurskriðum á Borgarfirði eystri. Einnig var opnuð sýning á ljósmyndum og ýmsu tengdu sögu og starfi kirkjunnar. Fyrstu ferm- ingarbörnin, sem fermdust á hvíta- sunnudag 1972 og færðu þá kirkj- unni einn kirkjubekk, komu til hátíðarinnar. Jörundur Pálsson arkitekt teiknaði kirkjuna á vegum Húsameistara ríkisins en Jón Guð- mundsson smiður var bygg- ingameistari. Var honum ásamt Þorgerði listakonu, Guðrúnu Gísla- dóttur og Árna Gunnarssyni for- stjóra HNLFÍ færður blómvöndur. Í messulok voru Jóni Helga Hálfdán- arsyni þökkuð, með gjöfum, góð og óeigingjörn störf, en hann hefur verið meðhjálpari kirkjunnar frá upphafi. Eftir guðsþjónustuna var gestum boðið að þiggja veitingar, sem fyrirtækið Heilsukostur sá um. Um kvöldið hélt Kirkjukór Hvera- gerðis- og Kotstrandarsókna tón- leika í kirkjunni, þar sem m.a. var frumflutt Þrenningarsónata eftir stjórnandann, Jörg E. Sondermann, sem tileinkuð er Kirkjukór Hvera- gerðis- og Kotstrandarsókna. Fjöldi folks kom til vígsluhátíðarinnar. 30 ára fermingarbörn sitja á bekknum sem þau gáfu við vígsluna. 30 ára vígslu- afmæli Hveragerð- iskirkju Hveragerði Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Jón Helgi Hálfdánarson meðhjálpari, sr. Jón Ragnarsson, Sigurbjörn Ein- arsson biskup og sr. Tómas Guðmundsson fyrrverandi sóknarprestur. VERSLUNARKEÐJAN Bónus og Knattspyrnufélag Árborgar hafa tekið höndum saman um að efla knattspyrnuna á Suðurlandi. Bónus hefur ákveðið að gerast aðalstyrkt- araðili liðsins. Gildir samningurinn til eins árs, með möguleika á fram- lengingu. Jóhannes í Bónus og Helgi Valberg framkvæmdastjóri Knatt- spyrnufélags Árborgar undirrituðu samninginn fyrir utan Bónusversl- unina á Selfossi. Samningurinn felur í sér að Bónus auglýsir framan á búningum liðsins, leiktímabilið 2002. Einnig fær fyrir- tækið umfjöllun í blaði félagsins sem gefið verður út í upphafi tímabils, og flaggar fánum og fær skilti sem fé- lagið setur upp á leikjum sínum. „Það er mjög ánægjulegt að Bón- us sjái sér fært að styðja við bakið á Knattspyrnufélagi Árborgar, en fé- lagið hefur nú eignast öflugan bandamann sem leggur sitt af mörk- um til þess að koma liðinu í fremstu röð. Bónus hefur sýnt það og sannað í gegnum tíðina að þar er á ferðinni mjög metnaðarfullt fyrirtæki, sem félagið getur tekið sér til fyrirmynd- ar og vonast félagið til að Bónus geti miðlað metnaði sínum til þess,“ sagði Helgi Valberg framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags Árborgar. „Við stefnum að því að komast í úrslita- keppni 3. deildarinnar í ár. Tvö efstu sætin þar veita rétt til að spila í 2. deild að ári. Í fyrra komst félagið í 32 liða úrslit í Coca-Cola-bikarnum, en var þá slegið út af liði Stjörnunnar sem spilar í 1. deild, í framlengdum leik á Selfossvelli. Leikmannahópurinn hjá okkur hefur stækkað mikið en við höfum fengið til okkar mikið af sunnlensk- um leikmönnum sem áður höfðu horfið til höfuðborgarsvæðisins. Stjórn, þjálfari og leikmenn vinna í nánu samstarfi að því að ná góðum árangri, hvort sem er á leikvellinum eða í samfélagsverkefnum eins og skógrækt,“ sagði Helgi Valberg. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Jóhannes Jónsson, forstjóri Bónuss, og Helgi Valberg, framkvæmda- stjóri Knattspyrnufélags Árborgar, undirrita samninginn fyrir utan Bón- usverslunina. Fyrir aftan þá standa nokkrir leikmenn Árborgarliðsins. Bónus aðalstyrktaraðili Knattspyrnufélags Árborgar Selfoss BÖRNIN á leikskólanum Sól- völlum í Neskaupstað buðu fjöl- skyldum sínum og vinum á uppskeruhátíð um síðastliðna helgi. Það var margt um mann- inn, enda margt að skoða og sjá. Listaverkum sem börnin hafa unnið í vetur var stillt upp um sali og veggi leikskólans og þeg- ar leið á daginn sungu börnin og fóru með ljóð fyrir gestina. Þá gátu þeir sem svangir voru gætt sér á kökum, súkkulaði og vöffl- um með rjóma. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Börnin á Kattholti sungu og fóru með ljóð fyrir gestina. Sungið á Sólvöllum Neskaupstaður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.