Morgunblaðið - 18.05.2002, Síða 15

Morgunblaðið - 18.05.2002, Síða 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 15 sími 462 2900 iittala á Glerártorgi Blómin í bænum Hofsbót 4 1. hæð hússins nr. 4 við Hofsbót á Akureyri er til sölu eða leigu í einu eða tvennu lagi. Stærð 293,8 fm. Laus um mánaðamótin júní/júlí. Húsið er reist árið 1988 og er í fyrsta flokks ástandi. Sími 461 1500, fax 461 2844, netfang petur@fast.is Allar nánari upplýsingar hjá undirrituðum. FORDÓMUM verður blásið burtu með sameiginlegu átaki víða um land í dag, laugardag, og láta Akureyringar sitt ekki eftir ligga. Þeim sem leggja vilja átakinu lið er stefnt á Glerártorg í dag frá kl. 15 til 16, þar sem um tvö þúsund blöðrurverða fylltar og þeim síðan sleppt frjálsum í loftið að lokn- um skemmtiatriðum. Skíðafélag Akureyrar sér um blöðruáfyllingar og blöðrusleppingar og nýtur við það liðsinnis KA-meist- aranna í handbolta. Í frétt vegna þessa atburðar segir að það væri vel til fundið hjá frambjóðendum flokk- anna að mæta á staðinn og veita átaki gegn fordómum dyggan stuðning. Þúsund blöðrur gegn fordómum KEPPNI í efstu deild karla á Ís- landsmótinu í knattspyrnu hefst á mánudag og að þessu sinni eiga Ak- ureyringar tvö lið á meðal þeirra 10 bestu. Þór og KA unnu sér sæti í deildinni sl. sumar og eru bæjarbúar farnir að bíða spenntir eftir því að geta fylgst með stórleikjum í viku hverri næstu mánuðina. Knatt- spyrnuveislan fer því að hefjast en KA fær ÍBV í heimsókn í fyrstu um- ferð og Þór sækir Íslandsmeistara Skagamanna heim á sama tíma. Leikur KA og ÍBV fer fram á Ak- ureyrarvellinum. Aðalsteinn Sigur- geirsson forstöðumaður Akureyrar- vallar sagði það í fyrsta skipti í sögu vallarins að leikið væri á honum á sama tíma og skíðasvæðið í Hlíðar- fjalli væri opið. „Akureyrarvöllur hefur aldrei verið opnaður svo snemma og þá hefur heldur aldrei verið opið fyrir almenning í fjallinu svo lengi fram á sumarið.“ Í gegnum tíðina var yfirleitt byrj- að að leika á Akureyrarvelli í kring- um miðjan júní en undanfarin ár í byrjun mánaðarins. Aldrei áður hef- ur verið leikið á vellinum í maí svo vitað sé, að sögn Aðalsteins. Þrjú úrvalsdeildarlið á sama heimavellinum „Völlurinn er ekki alveg tilbúinn en hann er sá besti sem við getum boðið upp á í bænum. Völlurinn á eft- ir að verða enn betri í sumar og sá besti á landinu líkt og í fyrra. Það var mikil gróska í vellinum en í kulda- kastinu að undanförnu stöðvaðist hún alveg.“ Aðalsteinn sagði að framundan væri skemmtilegt knattspyrnusum- ar á Akureyri og hann á von á að Norðlendingar eigi eftir að flykkjast á völlinn næstu mánuðina. „Hér á vellinum munu þrjú úrvalsdeildarlið leika sína heimaleiki í sumar og það eru ekki margir sem geta státað af slíku. Auk Þórs og KA leikur kvennalið Þórs/KA/KS einhverja heimaleiki sína á vellinum.“ Knattspyrnu- veislan að hefjast Morgunblaðið/Kristján Aðalsteinn Sigurgeirsson, forstöðumaður Akureyrarvallar, t.v., og Páll bróðir hans voru að setja netin í mörkin á vellinum í gær en fyrsti leikur sumarsins fer þar fram á mánudag. VINSTRI grænir á Akureyri bjóða bæjarbúum upp á rútuferðir um bæinn í dag, laugardag, og verður lagt af stað frá KEA-horninu kl. 11 og kl. 13. Leiðsögumenn verða þeir Árni Steinar Jóhannsson og Bragi Guð- mundsson. Á eftir verður boðið upp á kaffi, kleinur og rabb við tilvon- andi bæjarfulltrúa í Græna húsinu. Þátttaka er ókeypis og öllum heimil. Síðar í dag, eða kl. 14, stendur framboðið fyrir óvenjulegri keppni í göngugötunni við Græna húsið. Keppt verður í tveimur greinum: Mjólkurfernusamanbroti, þ.e. að brjóta saman mjólkurfernur þann- ig að þær verði nánast ekki að neinu. Í þessari grein er keppt í eins manns liðum. Einnig verður keppt í húsbyggingum úr mjólkurfern- um; þriggja manna keppnislið byggja dúkkuhús eða önnur mann- virki úr þessum efniviði. Rútuferð og mjólk- urfernukeppni Vinstri grænir ÁRLEG vorsýning Myndlista- skólans á Akureyri verður hald- in um hvítasunnuhelgina, dag- ana 18. til 20. maí, í húsnæði skólans við Kaupvangsstræti 16. Fimm nemendur útskrifast frá skólanum á þessu vori, einn úr fagurlistadeild, Ingunn St. Svavarsdóttir, og fjórir úr list- hönnunardeild en þeir eru Anna Sigríður Eiríksdóttir, Freydís Eir Freysdóttir, Hafsteinn B. Þórðarson og Nökkvi Þorsteins- son. Á sýningunni verða verk eftir útskriftarnemana, auk nema sem eru að útskrifast úr forn- ámsdeild. Einnig eru þar verk eftir nemendur á 1. og 2. ári í sérnámsdeildum skólans. Í vet- ur stunduðu 49 nemendur nám í dagdeildum skólans. Að þessu sinni verða á sýn- ingunni verk eftir nemendur sem voru á barnanámskeiðum á vorönn og sýnishorn verka sem gerð voru á námskeiðum í past- elmálun, teiknimyndasögugerð, andlitsteiknun og grafík. Sýningin verður opin frá kl. 14 til 18 frá laugardegi til mánu- dags. Fimm nemendur útskrifast frá Myndlistaskólanum á Akureyri Morgunblaðið/Kristján Útskriftarnemar frá Myndlistaskólanum á Akureyri í sólskins- skapi, f.v. Nökkvi Þorsteinsson, Freydís Eir Freysdóttir, Anna Sig- ríður Eiríksdóttir og Hafsteinn Þ. Þórðarson. Á myndina vantar Ingunni St. Svavarsdóttur. Vorsýning um helgina HÖNNUNARDAGAR standa yfir í verslun Pennans-Bókvals við Hafn- arstræti. Þar verður m.a. kynnt ný íslensk skrifstofulína, Flétta plús, auk þess sem íslenskum og erlend- um hönnuðum verða gerð skil. Hönnunardagarnir standa yfir til 24. maí næstkomandi. Hönnun- ardagar GÁMASVÆÐI Akureyrarbæjar við Réttarhvamm hefur verið opið al- menningi allan sólarhringinn und- anfarin ár. Í vikunni varð breyting þar á, sem greinilega hefur ekki náð til allra bæjarbúa, ef marka má aðkomuna að svæðinu í gær- morgun. Þar höfðu einhverjir skil- ið eftir haug af rusli, framan við lokað hliðið, í stað þess að fara með það heim aftur og koma síðar. Flestir sneru hins vegar frá með sitt rusl í fyrrakvöld og gærmorg- un. Sem fyrr segir var svæðið opið allan sólarhringinn fram til 15. maí sl. og þar var 10 klst. vakt á dag. Nú hefur verið tekinn upp svokall- aður sumartími og er gámasvæðið nú aðeins opið frá kl. 12.30–21.00 alla virka daga og um helgar frá kl. 10–16 á tímabilinu 15. maí til 15. ágúst. Eftir þann tíma verður svæðið aðeins opið frá kl. 12.30– 18.30. Í bæklingi, sem borinn var í öll hús á Akureyri, var m.a. getað um breytingar á gámasvæðinu og einnig í auglýsingum en eitthvað virðast upplýsingarnar hafa kom- ist illa til skila, ef marka má að- komuna að hliðinu í gærmorgun. Gámasvæði bæjarins ekki lengur opið allan sólarhringinn Ruslið skilið eftir við hliðið Morgunblaðið/Kristján Starfsmenn Akureyrarbæjar voru í hálfgerðu rusli yfir aðkomunni að gámasvæðinu í gær en við hliðið hafði safnast upp myndarlegasti rusla- haugur, sem þeirra beið að fjarlægja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.