Morgunblaðið - 31.10.1999, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 31.10.1999, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1999 37 ---------------------------* ist snemma á námsferli sínum eftir- lifandi eiginkonu sinni, Nönnu Lind, ættaðri frá Akureyri. Hjónaband þeiiTa var með miklum ágætum og þau áttu barnaláni að fagna. Það var alltaf gaman að fá þau í heimsókn eða fara til þeirra, ekki síst eftir að þau íluttu í einbýlishús sitt á Alfta- nesi en þar nutu þau sín vel. Siggi og Nanna höfðu lag á að láta gestum sínum líða vel og andrúmsloftið á heimili þeirra vai' afslappað. Siggi var meðalmaður á hæð og fríður ásýndum. Hann bar af öðrum í líkamlegu sem andlegu atgervi. Per- sónugerð hans var yfirveguð og skapi skipti hann ekki svo heitið gæti. Hann var skarpgreindur og ákaflega vel lesinn. Einskorðaðist áhugi hans ekki við tiltekin viðfangs- efni öðrum fremur heldm' bai' hann niður í alls kyns fræðiritum, skáld- sögum og fornsögum. I þessu efni hefur skipt máli uppeldi á stóru og miklu menningarheimili úti á landi og dvöl hans á heimili móðurbróður í Reykjavík á menntaskólaárunum. Rætumar mótuðu einnig sterka en öfgalausa pólitíska vitund hans sem fram kom í afstöðu hans til lands- mála jafnt sem heimsmála. Siggi hafði ríka kímnigáfu og ber tölvu- póstur frá honum auk sendibréfa frá Svíþjóð því glöggt vitni. Fráfall Sigga ristir djúpt skarð en minningin um hann mun lifa. Mestur er missir Nönnu, Sifjar og Ara, og móður hans Kristínar en aðrir ætt- ingjar og vinir eiga líka um sárt að binda. Elsku Nanna, Sif, Ari og Kristín. Megi guð styrkja ykkur á þessum erfíðu tímum. Blessuð sé minning Sigurðar Rögnvaldssonai'. Halldór og Anna Dóra. Aldrei hefur mér brugðið eins og þegar ég frétti af andláti besta vinar míns og fóstbróður, enda ekki hægt að ímynda sér neitt það sem varpað gæti ljósi á svo skelfilegan atburð. Hvemig eigum við hinir sem eftir lif- um að lifa áfram án hans? Slíkt verð- ur vinum hans erfítt þar sem fáir einstaklingar hafa haft svo djúpstæð áhrif á samferðafólk sitt og hann hafði. Ekki hlaut hann lýðhylli með því að trana sér fram, heldur laðaðist fólk að honum vegna gáfna hans, réttlætiskenndar og einstaks skop- skyns. Þótt auðveit væri að telja fram mýmörg dæmi um hnyttni í tilsvör- um og einstaka samræðugáfu, þar sem víðfeðm kunnátta hans naut sín í hvívetna, þá minnist ég samt helst þess hve gott var bara að vera ná- lægt honum, án þess að segja neitt. Eg vildi að ég gæti sagt allt sem ég þyrfti að segja um vin minn, en mér er það einfaldlega um megn. Hvað gæti ég svo sem sagt sem ein- hverju skipti um þann sem skipti mig mestu; það yrði hjóm eitt. Eg myndi gefa allt sem ég ætti til að þurfa ekki að kveðja vin minn með þessum hætti, en kveðja hann verð ég- Kristín, Finnbogi og önnur systk- ini, Nanna, Svanhvít Sif og Ari, ég votta ykkur alla mína samúð á þess- um hræðilega tíma og vona bara að við getum öll fundið leiðina út í lífið að nýju. Sigvaldi Thordarson. Sigurður Rögnvaldsson var starfs- maður minn á Jarðeðlissviði Veður- stofu íslands. Þegar hann lét lífið í hörmulegu slysi voru við Sigurður að undirbúa mælingar vegna mikils al- þjóðlegs rannsóknarverkefnis á sviði jarðskjálftafræði. Markmið verkefn- isins er að þróa aðferðir til að draga úr hættu af völdum jarðskjálfta og segja fyrir um þá. Húsavíkur-Flat- eyjarsprungan, svokölluð, er við- fangsefni rannsóknarinnar, og Sig- urður átti að stjórna íslenska hlutan- um.' Það hafði nýlega verið staðfest að fjármagn fengist erlendis frá til að byrja þessar rannsóknir og okkur fannst mikilvægt að geta undirbúið nauðsynlegar mælingar áður en vet- ur gengi í garð með fullum þunga. Ég fór með Sigurði til að miðla af reynslu minni við val mælipunkta og til að koma honum í tengsl við sam- starfsaðila í verkefninu. Mánudaginn 25. október fói-um við Sigurður á fund bæjarráðs Húsavík- ur til að útlista fyrir þeim verkefnið og framkvæmd þess og fá ráðlegg- ingar. Við fóium um hæðirnar fyrir ofan bæinn Héðinshöfða með bónd- anum þar til að velja mælistað, og lögðum á ráðin um aðra mælistaði, í Flatey og á Flateyjardal. Við héldum svo til Akureyrar þeg- ar fór að kvölda, ánægðir með árang- ur dagsins, og vorum að ræða um framtíðina, sem virtist svo björt, þegar slysið varð. A sínu sviði rannsókna var Sigurð- ur einn fremsti vísindamaðm- heims. Hans sérfræðisvið var að lesa upp- lýsingar um innra ástand í jarð- skorpunni úr agnarlitlum jarðskjálf- um sem berast nokkurn veginn stöðugt upp á yfii'borðið og hægt er að mæla ef tækni er til þess. Asamt samstarfsmönnum þróaði Sigurður aðferðir til svokallaðrar fjölvinnslu smáskjálfta. Meðal þess mikilvæg- asta sem Sigurður hafði fengið út úr þessu vai- kortlagning á virkum sprunguflötum niðri í jarðskorpunni og færslum umhverfis þær. Slík kortlagning er hinn mikilvægasti grunnur þess að geta áttað sig á því hvar og hvernig stærri skjálftar séu hugsanlega að brjótast út. Sigurður var einstakur vinnufé- lagi, alltaf reiðubúinn til að aðstoða aðra, ekki aðeins við verkefni vinn- unnar heldur líka í því sem á bjátaði persónulega. Þessi einstaka sam- staða hans var afar mikilvæg fyrir okkur öll á jarðeðlissviði. Við erum lítill hópur sem vinnum öll afar náið saman að eftirliti, rannsóknum og þróun sem miðar að því að draga úr hættu sem stafað getur af jarð- skjálftum og eldgosum. Við erum baráttuhópur og náið samstarf er það sem við teljum mikilvægast til árangurs, og vináttan er mikil og mikilvæg. Samstaða Sigurðar, skipulagshæfni og fagleg hæfni var okkur svo mikils virði að það er erfitt að ímynda sér að það verði nokkurn tíma bætt að hafa misst hann. Sigurður var vinur okkar allra á Veðurstofunni og verður alltaf í hug: um okkai' sem yndislegur maður. í rannsóknum og eftirliti munum við nýta þær aðferðir sem hann hafði þróað og hans góðu ráð um skipu- lagningu starfsins. Ragnar Stefánsson. Þegar Sigurður Th. Rögnvaldsson fórst í höi-mulegu bílslysi var stórt skarð höggvið í starfsmannahópinn á Jarðeðlissviði Veðurstofu Islands. Við sem eftir lifum erum agndofa og sjáum ekki að það verði fyllt. Sig- urður var ekki einungis afburða vís- indamaður, heldur var hann einnig góður vinnufélagi, hjálpfús og lipur. Sigurður hóf fast starf á Veður- stofunni sumarið 1995, en áður hafði hann í námi sínu unnið að þróun jarðskjálftamælakerfis Veðurstof- unnar. Hann hóf framhaldsnám við Uppsalaháskóla á þeim tíma þegar byrjað var á að setja upp nýtt sjálf- virkt jarðskjálftamælanet á íslandi, en hönnun kerfisins fór að miklu leyti fram í Uppsölum. I doktors- verkefni sínu rannsakaði hann hvernig nýta mætti kerfið til að skoða jarðskorpuna, m.a. duldar sprungur, með meiri nákvæmni en áður hafði þekkst. Jafnframt vann hann að þróun kerfisins. Eftir að Sigurður kom heim og hóf störf á Veðurstofunni hélt hann áfram því verki sem hann hafði unn- ið að í Svíþjóð. Hann var lykilmaður í að bæta og þróa jarðskjálftakerfið og þegar hann féll frá var hann að vinna að nýjung sem ætlað var að gera alla skjálftaúrvinnslu fljótvirk- ari og öruggari. Sigurður vann margvísleg rann- sóknarstörf bæði í samvinnu við inn- lenda og erlenda vísindamenn og var eftirsóttur samstarfsaðili. Nú síðast varð hann umsjónarmaður og verkefnisstjóri fyrir verkefni sem Evrópusambandið styrkir. Þar var ætlunin að þróa aðferðir og setja upp mælakerfi til að fylgjast með spennubreytingum í jarðskorpunni í nágrenni við Flateyjar-Húsavíkur- misgengið. Að þessu verkefni hugð- ist hann vinna í samvinnu við há- skóla og vísindastofnanir í Skotlandi, Svíþjóð, Noregi, Frakk- landi og á Islandi. Af þessari upptalningu, sem er langt frá því að vera tæmandi, er ljóst að með Sigurði er genginn snjall og afkastamikill vísindamaðui’. Sigurður var sérlega þægilegur og skemmtilegur vinnufélagi sem gott var að umgangast og leita til. Hann var fljótur að leysa viðfangsefni. En hann var einnig bæði metnaðarfullur og kröfuharður og þoldi illa hálfkák og fúsk. Öll lærðum við mikið af hon- um. Við sendum Nönnu og börnunum innilegustu samúðarkveðjur með von um bjai'ta framtíð þrátt fyrir þessa hörmulegu lífsreynslu. Eftir lifir minning um góðan dreng sem skilaði miklu verki á skammri ævi. Samstarfsfólk á Jarðeðlissviði Veðurstofu íslands. Siguður Th. Rögnvaldsson jarð- skjálftafræðingur lauk BS námi frá Háskóla íslands rið 1987 og fjórða- ársverkefni þaðan 1988. Sigurður stundaði framhaldsnám í jarð- skjálftafræði við Háskólann í Upp- sölum og lauk Ph.D. gráðu þar 1994. Samhliða námi starfaði Sigurður á Orkustofnun og síðar á Veðurstofu íslands en verkefni hans við Uppsalaháskóla voru mjög tengd þeim starfsemi sem fram fór á jarð- eðlissviði Veðurstofunnar. Að námi loknu starfaði hann eitt ár á Nor- rænu Eldfjallarannsóknarstöðinni en frá 1995 á jarðeðlissviði Veður- stofu Islands. Auk almennrar þjón- ustu og eftirlits vai' starf Sigurðar á Veðurstofunni einkum tengt þróun á hugbúnaði við sjálfvirka staðsetn- ingu jarðskjálfta, brotlausnir jarð- skjálfta, nákvæma afstæða staðsetn- ingu jarðskjálfta og kortlagningu á virkum misgengjum. Er óhætt að fullyrða að í þessu efni hafi hann unnið merkilegt brautryðjendastarf. Þessar aðferðir veita okkur upplýs- ingar um hreyfingar í jarðskorpunni og hugsanlegar breytingar á spennuástandi hennar. En þær eru ekki síður hagnýtar og hafa þegar sannað gildi sitt við jarðhitaleit. Sig- urður var virkur þátttakandi í ýms- um samvinnverkefnum, bæði inn- lendum og erlendum. Síðastliðið sumai' veitti Evrópuráðið styrk í verkefni til að kanna aðstæður og breytingar við svokallað Húsavíkur- Flateyjarmisgengi. Sigurður var umsjónarmaður stórs hluta þessa verkefnis og leit björtum augum fram á veginn og hlakkaði til að takast á við þetta viðfangsefni. Það var mikill fengur fyrir okkur að fá Sigurð til starfa hér heima. Stjórn Jarðfræðafélagsins vill fyrir hönd félagsins þakka Sigurði fyrir ánægjulega samfylgd og gott lífs- starf. Við vottum fjölskyldu Sigurðar okkar dýpstu samúð á erfiðri stund. Stjórn Jarðfræðafélags Islands. • Fleirí minningnrgrcinar um Sigurð Thoríacius Rögnvaldsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir og mágur, SIGURÐUR THORLACIUS RÖGNVALDSSON, sem lést af slysförum mánudaginn 25. október verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í Garðabæ mánudaginn 1. nóvember kl. 13:30. Nanna Lind Svavarsdóttir, Svanhvít Sif Sigurðardóttir, Ari Thorlacius Sigurðsson, Kristín R. Thorlacius, Hiidur Rögnvaldsdóttir, Þrándur Rögnvaldsson, Áslaug Th. Rögnvaldsdóttir, Ingibjörg Rögnvaldsdóttir, Ragnhildur Rögnvaldsdóttir, Finnbogi Rögnvaldsson, Örnólfur Einar Rögnvaldsson, Ólafur Rögnvaldsson. Páll Benediktsson, Sigríður Þórarinsdóttir, Sven Aschberg, Árni Þór Vésteinsson, Markús Gunnarsson, Sæbjörg Kristmannsdóttir, Magnea Þóra Einarsdóttir, Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGUNN JÓNASDÓTTIR, Ljósheimum 6, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi Hafnarfirði föstudaginn 29. október. Hákon Magnússon, Gunnhildur Magnúsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Arndís Magnúsdóttir, Margrét Ó. Magnúsdóttir, Jón Ólafur Bjarnason, barnabörn og María Anna Lund, Gunnar Geirmundsson, Sigurður Guðmundsson, Björgvin Haraldsson, Ólafur Thorarensen, Sæunn Guðmundsdóttir, Þorgerður M. Gísladóttir, barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ÁSGEIRSDÓTTIR, Vesturgötu 59, Reykjavík, lést á heimili sínu miðvikudaginn 20. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum samúðarkveðjur. Jóhann Eyjólfsson, Ásgeir Jóhannsson, Eyjólfur Jóhannsson, Áslaug Jóhannsdóttir, Sævar Þór Sigurðsson, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Thor Ólafur Hallgrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir, JÚLÍUS SIGURÐSSON, Hvassabergi 14, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þriðju- daginn 2. nóvember kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á MND félagið, Lilja Jónsdóttir, Elísabet Guðbjörnsdóttir, Sigríður Gísladóttir, Ingi Rafnar Júlíusson, Brynhildur Sigurðardóttir, Jón Páll Júlíusson, Gísli Sigurðsson. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VIGDÍS HANSEN, verður jarösungin frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 3. nóvember kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Samtök sykursjúkra. Valdemar Hansen, Erna A. Hansen, Dóra Hansen, Jón Kristjánsson, Hilda Hansen, Jóhannes Fossdal, barnabörn og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.