Morgunblaðið - 31.10.1999, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 31.10.1999, Qupperneq 26
26 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Kröfur heimamanna annars vegar og rík- isins hins vegar um landamerki í Arnes- sýslu hafa nú verið birtar. Skapti Hallgrímsson kynnti sér kröfur og sjónarmið beggcja og forvitnaðist auk bess um óbyggða- nefnd og þá vinnu sem hennar bíður. HVER A ÍSLAND? ÞJÓÐLENDNALÖG, sem samþykkt voru á Alþingi um mitt síðasta ár, voru sett í þeim tilgangi að leysa úr óvissu sem lengi hefur verið uppi um eignarhald á hálendissvæðum landsins og raunar víðar. í lögunum er kveðið á um eignarrétt ríkisins yfír svokölluðum þjóðlendum en það hugtak tekur til þeirra landssvæða sem oft hafa verið nefnd hálendi, óbyggðir, afréttir og almenningar - allt að því tilskyldu að utan eignar- landa sé - og samkvæmt lögunum á ríkið allt land, sem sannanlega er ekki eignarland annarra. Óbyggðanefnd svokölluð var sett á stofn með áðurnefndum lögum og er hennar verkefni meðal annars það að skera úr um hvaða land telst til þjóð- lendna og hvar séu mörk þeirra og eignarlanda (þ.e. landsvæða í einka- eign). Nefndinni er einnig falið að skera úr um mörk þess hluta þjóð- lendu sem nýttur er sem afréttur, til sumarbeitar íyrir búfé, og ennfrem- ur að úrskurða um eignarréttindi innan þjóðlendna. Ekki er enn ljóst hve landinu verður skipt niður í mörg svæði, en nefndin á að vera búin að skera upp úr um mörk eignarlanda og þjóð- lendna á landinu öllu árið 2007. Einhvers staðar þurfti að byrja á landinu, og Arnessýsla varð fyrir valinu. Svæðið sem fyrst er tekið til umfjöllunai’ markast í grófum drátt- um af sýslumörkum við Borgarfjörð að vestan, að norðan af Langjökli, sáttalínu á Kili sem er fjórðungs- mörk gagnvart Húnvetningum og Hofsjökli og að austan af Þjórsá. Að sunnan er miðað við syðri mörk allra efstu jarða í sýslunni. Kort með kröfum hlutaðeigandi var afhent embætti Sýslumannsins á Selfossi á föstudag og verður þar til kynningar allan nóvembermán- uð. Eftir það hefur fólk annan mán- uð til að koma að athugasemdum. Að þeim tíma liðnum tekur óbyggðanefnd svo til óspilltra mál- anna. Formaður og framkvæmda- stjóri óbyggðanefndar er Kristján Torfason en auk hans sitja í henni Allan V. Magnússon, héraðsdómari og Karl Axelsson, hæstaréttarlög- maður. Nefndin er skipuð af for- sætisráðherra og verður úrskurður hennar, þegar þar að kemur, end- anleg afgreiðsla innan stjórnsýsl- unnar. Hann verður því ekki kærð- ur til ráðherra sem æðra stjórn- valds. Sá sem ekki vill una úrskurði óbyggðanefndar getur hins vegar höfðað einkamál innan sex mánaða frá útgáfudegi þess Lögbirtingar- blaðs sem útdráttur úr úrskurði er birtur í. Misskilningur Óbyggðanefnd hefur verið gagn- rýnd nokkuð í fjölmiðlum að undan- förnu, en sú gagnrýni mun á mis- skilningi byggð, því nefndin hefur ekki gert annað en það sem henni ber skv. lögum: kynnt málið fyrir hlutaðeigandi, kallað síðan fram kröfur annars vegar landeigenda og hins vegar ríkisins, og látið teikna þær inn á kort. Hins vegar munu HOFSJOKULL Krafa landeigenda Krafa ríkisins Sigölduvirkjun Búrfélls’ iddjun Himinn og haf milli krafna ríkis- ins og Arnesinga Morgunblaðið/RAX landeigendur ósáttir við nefnd fjár- málaráðuneytisins; hennar hlutverk er að setja fram kröfur ríkisins og virðist þessum tveimur nefndum hafa verið ruglað saman í umræð- unni. Af hálfu óbyggðanefndar er lögð á það áhersla að á þessu stigi máls hafi nefndin einungis tekið við kröfum málsaðila en eigi alfarið eftir að taka afstöðu til þeirra sem óháður úrskurðaraðili. Menn hafi gert ítr- ustu kröfur á báða bóga, líkt og í dómsmálum - en það segi auðvitað ekkert um það hver hin endanlega niðurstaða verði. Nefndin hafi leitast við að kynna hlutverk sitt, m.a. með því að gefa út kynningarbækling og halda fundi með forsvarsmönnum allra sveitarfélaga á því svæði sem nú sé til meðferðar. Þá verði á næst- unni opnuð heimasíða nefndarinnar á Vefnum. Aukin fræðsla skili sér vonandi sem víðast og eyði misskiln- ingi. Stjórnsýslunefnd Þegar unnið var að gerð þjóð- lendnafrumvarpsins á sínum tíma mun hugmyndin upphaflega hafa verið sú að óbyggðanefndin yrði sérdómstóll. Þannig er til dæmis staðið að málum í Noregi en þar í landi hefur lengi verið unnið að samskonar verkefnum. Niðurstaðan varð þó sú að ekki yrði um að ræða dómstól með dómsvald heldur stjórnsýslunefnd, þó með takmörk- uðum málskotsrétti til dómstóla; takmörkuðum að því leyti að hann verður eiga sér stað innan sex mán- aða frá því nefndin kveður upp úr- skurð, annars er niðurstaðan bind- andi. Þjóðlendnalögin fela í sér, sem fyrr greinir, að það land sem aðrir geta ekki sannað eignarrétt á eigi ríkið. Það eru svokallaðar þjóðlend- ur og skal með þær farið skv. um- ræddum lögum. Að öðru leyti eru lögin bara vei’klagsreglur, segja nefndarmenn. Leikreglur um það hvernig ákvarða eigi mörkin. Þau hafi engar efnisreglur að geyma um það hvaða viðmiði eigi að beita þeg- ar nefndin fari að vinna í einstökum málum. Þar verði einfaldlega að fara eftir hefðbundum reglum ís- lensks eignarréttar, eins og þær hafi mótast á öldinni í mörgum dómum Hæstaréttar. Fjallað hafi verið um þetta í einum 20 dómsmál- um, hér og þar á öldinni, og út úr því sé hægt að lesa ákveðnar megin- reglur. Um þetta atriði hafi gætt misskilnings. Þjóðaríþrótt Það hafi þó alls ekki komið nefnd- inni á óvart að í landamerkjadeilu sem þessari séu deilendur langt frá því að vera sammála. Menn séu yfir- leitt mjög landsárir og svona marka- deilur virðist vera hefð í landinu, jafnvel þjóðaríþrótt. Ekki liggur fyrir, að sögn nefndar- manna, hvort taka þurfi þetta fyrsta svæði fyrir í mörgum sjálfstæðum málum. Ágreiningur einnar jarðar við ríkið þurfi ekki endilega að vera sjálfstætt mál. Vel geti verið að hægt sé að taka einn hrepp í einu eða nokkrar jarðir saman. Það fari eftir því hvernig línurnar liggi og hvað talið verði eðlilegt. Eftir tvo mánuði, þegai' óbyggða- nefnd fer að fjalla um kröfur beggja, fá deilendur að flytja mál sitt. Þeir verða þá kallaðir fyrir nefndina, og fyrst í stað leitað sátta, athugað hvort menn geti sæst á einhverjar línur á milli sín. Ef ekki, kannar nefndin hvaða gögn eru til staðar og leitar eítir því hvort einhver frekari gögn um eignarheimildir á þessu svæði séu til. Þinglýsing ekki einhlft Þá kom fram af hálfu óbyggða- nefndar að í þessari umræðu hafi verið uppi sá misskilningur að þing- lýsing feli í sér endanlega úrlausn mála. Svo sé ekki; þinglýsing sé í sjálfu sér bara formgerð. Jafnframt sé landamerkjalýsing ekki hið sama og eignarheimild. í núgildandi lögum er gert ráð fyr- ir því að landeigendur greiði sjálfir kostnað sem þeir verða fyrir vegna þessara mála en nú er í bígerð að breyta reglum þannig að sá kostnað- ur lendi í auknum mæli á ríkinu; þar sem fólk ræður ferðinni ekki sjálft þykir ekki rétt að það beri þungan íögfræðikostnaðvegna þeirra mála sem lögð eru fyrir óbyggðanefnd. Hins vegar er rétt að taka fram að þetta á ekki við um það ef framhald verður á málum eftir úrskurð nefnd- arinnar; fari einhver með mál fyrir dómstóla síðar meir. Nefndin gerir ráð fyrir að hún geti kveðið upp úrskurði í málum á þessu fyrsta svæði sem tekið er fyrir á landinu næsta vor eða sumar, þegar búið verði að flytja málin og ganga á vettvang. Hæstiréttur vísaði leiðina Árið 1981 gekk merkur og frægur dómur í Hæstarétti um Landmanna- afrétt þar sem ríkið gaf út svokallaða eignardómsstefnu. Þar sem ljóst væri að enginn annar - hvorki jarðir, einstaklingar né sveitarfélög - ættu Landmannaafrétt, vildi ríkið fá sér dæmdan eignar rétt á svæðinu. Sveitarfélög og jarðir í Landssveit, Holtum og víðar stefndu sér síðar inn í málið, og niðurstaða Hæstarétt- ar var sú að einstaklingar, jarðir eða sveitarfélög hefðu ekki sýnt fram á beinan eignarrétt af svæðinu - en það hefði ríkið ekki heldur gert. Og það yrði eins og allir aðrir að sýna fram á sínar eignarheimildir. Nefndarmenn benda á að Hæsti- réttur hafi vísað leiðina með þessum dómi; að Alþingi gæti sett réttar- reglur sem taki af allan vafa um þetta og segja mætti að sú nefnd, sem á endanum vann þjóðlendnalög- in, hafi verið skipuð í framhaldi dómsins þó það hafi ekki gerst strax. Og lögin voru svo ekki samþykkt fyrr en 17 árum eftir umræddan Hæstaréttardóm. I framhaldi þess var svo tekin sú pólitíska afstaða - með samþykkt þjóðlendnalaganna á Alþingi 1998 - að ríkið skuli eiga það land sem aðrir eiga ekki. Spurningin Hver á Islund? hefur oft skotið upp kollinum hérlendis, og nefndarmenn segja þá umræðu hafa verið litaða af misskilningi til margra ára. Spurningunni sé nefnilega að mestu ósvarað; og að svara henni sé einmitt það risavaxna verkefni sem óbyggðanefnd sé nú farin að takast á við.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.