Morgunblaðið - 31.10.1999, Page 21

Morgunblaðið - 31.10.1999, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1999 21 Fimm súmmarar Ljósmyndastofa Reykjavíkur MYMDLIST byður l-innboga Mannosson Ijósmyndara velkominn til starfa Ljósmyndastofa Reykjavíkur Emil Þór og Finnbogi Hverfisgötu 105 Sími 5621166 Opiðio.,7aí(a Vita-A-Kombl andlitslinan Svissneska lækninum og vísindamann- inum dr. Paul Herzog tókst eftir áratuga rannsóknir að binda súrefni í fast form. Eitthvað sem engum öðrum hefur enn tekist að gera. Afraksturinn eru súrefnisvörur Karin Herzog sem byggja á tveimur alheims einkaleyfum, þar sem Vita-A-Kombi andlitskremin eru horn- steinninn. Vita-A-Kombi andlitskremin hafa eigin- leika sem eru óþekktir í öðrum snyrtivörum, því í þeim er sameinað bundið súrefni og hlutlaust A- vítamín sem gefur bylting- pílfc arkenndan árangur í uppbyggingu og vörn húðarinnar. Uppfinn- ji ingar dr. Paul Herzog TCTkiv ■ gteina súrefnisvörur •• 4É Karin Herzog frá öll- jES um öðrum snyrtivör- undir ná sínu a besta fram. ÝMSIR, BLANDAÐ EFNI Safnið er opið frá klukkan 11 til 17 alla daga nema mánudaga. í LISTASAFNI íslands hefur nú verið opnuð sýning á verkum fímm þeirra listamanna sem forð- um tilheyrðu SUM-hópnum, þeirra Jóns Gunnars Arnasonar, Krist- jáns Guðmundssonar, Hreins Frið- finnssonar, Sigurðar Guðmunds- sonar og Magnúsar Tómassonar. A sýningunni má sjá verk frá ýmsum tímum, allt frá verkum sem unnin voru á fyrsta starfsári SUM og að nýjum verkum. Markmiðið með sýningunni er greinilega fyrst og fremst að kynna þessa fímm lista- menn en þó er um leið leitast við að veita nokkra innsýn í þann anda sem ríkti meðal „súmmaranna". SUM, sem staðið getur fyrir Samband ungra listamanna, var stofnað fyrir þrjátíu árum sem sýn- ingar- og samstarfsvettvangur fyr- ir konur og karla sem ekki áttu kannski samleið með eldri lista- mönnum í þeim efnum og vildu kanna nýjar leiðir í listsköpun. Hafði fordæmi Dieters Roth mikið gildi íyrir marga þessara lista- manna, enda flutti hann hingað til lands ýmsar hugmyndir sem Is- lendingar höfðu vart haft aðgang að áður, hugmyndir fiúxus-hreyf- ingarinnar og ýmiss konar hug- mynda- og gjörningalistar. í elstu verkunum á sýningunni má greina sterk áhrif frá slíkum stefnum, meðal annars í verki Kri- stjáns frá 1969, Environmental Sculpture, og í verkinu Drengur eftir Sigurð frá sama ári. I báðum tilfellum farið langt út fýrir ramma þess sem viðurkennt taldist í ís- lenskri höggmyndalist, unnið með hversdagslegt og „ómerkilegt" efni og reynt að vekja merkingu þess í grófri og ágengri samsetningu. En þótt áhrifin frá erlendum listahræringum væru í upphafi sterk fundu þessir listamenn allir fljótlega sitt eigið myndmál og stfl, og óhætt er að segja að list þessara fimm beri afar sterk einstak- lingseinkenni. Jón Gunnar Áma- son, sá eini úr hópnum sem er lát- inn, fór reyndar alltaf sínar eigin leiðir og kemst kannski næst því að geta talist einhvers konar náttúru- barn í listinni. Verk hans voru oft mjög ögrandi og jafnvel stórhættu- leg, búin hnífum og hreyfanlegum örmum, en hann gat líka unnið með fínlegast efni, ljósið sjálft, og virkj- að það í sólvagna og sólför, eins og Reykvíkingar þekkja af sólfarinu stóra sem stendur við sjóinn neðan Skúlagötu. Magnús Tómasson á verk á sýn- ingunni sem sýna vel hvemig hann vinnur úr hugmyndum. Herínn sig- ursæli er heitið á flokki risavaxinna flugna sem ganga með fánabera í fararbroddi og eru vissulega mjög ógnandi. Hins vegar var það kannski fyrst og fremst áhugi Magnúsar á flugi og þar með fljúg- andi dýram sem hefur verið kveikj- an að verkinu því hann átti eftir að vinna mikla röð verka undir heitinu Valsmenn, munið hið árlega herrakvöld félagsins sem haldið verður föstudaginn 5. nóvember nk. í hátíðarsal Vals á Hlíðarenda Húsið opnað kl. 19.00 Skemmtileg dagskrá og góður matur Verð kr. 3.500 Valsmenn fjölmennum Áfram Valur! Blákoma frá 1989 eftir Hrein Friðfinnsson. Saga flugsins, auk þess sem væng- ir og flug birtast enn oft í högg- myndum hans þótt þær séu nú oft- ast gerðar úr grjóti eða eir. Hreinn Friðfinnsson stendur nokkuð sér á báti í hópnum því verk hans byggja umfram allt á fagurfræðinni og eru stundum svo fínleg að þau virðast efnislaus og svífandi. Gott dæmi um það er ný- leg ljósmynd á sýningunni þar sem sjá má listamanninn handfjatla marglitað sólarljósið þar sem þar skín gegnum margstrent gler. En stærsta verkið á sýnigunni er jafn- framt eftir Hrein, veggverkið Blá- koma frá árinu 1989 og þar sést að léttleikinn og hinn fagurfrræðilegi einfaldleiki koma ekki í veg fyrir að hann geti unnið í stóram skala Miðað við þau áhrif sem þessir listamenn urðu fvrir í upphafi er nokkuð sérstakt hve rækilega list þeirra hefur aðgreinst síðar á ferl- inum og það kemur kannski hve gleggst í ljós þegar skoðuð er list þeirra bræðra Sigurðar og Krist- jáns. Kristján hneigðist strax til naumrar framsetningar og má helst kenna verk hans við minimal- isma, en Sigurður fann sinn eigin stíl í hugmynda- og umhverfislist- inni þar sem hann vann gjarnan mjög táknsæ verk í Ijósmyndum og gjörningum. Hin síðari ár hefur hann hins vegar einkum fengist við höggmyndir. Sýningin í Listasafninu er auð- vitað bara lítið ágrip af af list þess- ara fimm listamanna sem allir eru enda vel þekktir og meira að segja hafa nýlega verið haldnar miklar yfirlitssýningar á verkum þeirra Sigurðar og Hreins með tilheyr- andi útgáfu. Enn síður ber að líta sýninguna sem einhvers konar út- tekt á SUM-hópnum og mikilvægi hans, enda er heldur ekki langt síð- an slík sýning var haldin. En hér gefst þó tækifæri til að sjá verk þeirra fimm í góðu rými, í stærsta sal Listasafns Islands, þar sem þau njóta sín vel og sýningin er í alla staði mjög vönduð og falleg og fær- ir jafnframt til samhengið í list þein-a, allt frá upphafinu í SÚM og fram á þennan dag. Jón Proppé Tilboð á Karin Herzog snyrtistofu: 20% afsláttur af súrefnismeðferð fyrir reykingafólk. _ Tímapantanir í síma 698 0799 og 565 6520. Súrefnisvöfur |f «1*111 II , m wm gm m m “§.nn B®fzo9 ..ferskir vindar í umhirðu húðár mam Þriðjudagur 2. nóv. kl. 14—18: Háaleitis Apótek, Hagkaup Akureyri. Miðvikudagur 3. nóv. kl. 14—18: Lyf og heilsa — Apótek — Melhaga, Hagkaup Akureyri. Fimmtudagur 4. nóv. kl. 14—18: Apótek Blönduóss, Blönduósi. Föstudagur 5. nóv. kl. 14—18: Lyf og heilsa — Apótek — Kringlunni, Hagkaup Smáratorgi. Laugardagur 6. nóv. kl. 13—17: Hagkaup Smáratorgi, Lyf og heilsa — Apótek — Kringiunni. / A • SelfoxH Blóðbankinn verður með blóðsöfnun í Grænumörk 5 á Selfossi þriðjudaginn 2. nóvember kl. 10-18. Blóðgjöf er lífgjöf! dlBLÓÐBANKINN ^ - geföu meö hjartanu! Menningar- kvöld Klé- bergsskóla UNGLINGADEILD Klé- bergsskóla stendur fyrir menningakvöldi í tilefni útgáfu ljóðabókar 8., 9. og 10. bekkjar þriðjudagskvöld, kl. 20 í fé- lagsheimilinu Fólkvangi. Skemmtiatriði verða af ýmsum toga, flutt af nemend- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.