Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 44
 BORGIR í EVRÓPU KL. 14.03 1 =®m\ UTVARPID JJ Efstir á blaði FLUGLEIDIR LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Laxveiðar Færeyinga og Grænlendinga: Laxárfélagið vill kaupa kvótana LAXÁRFÉLAGIÐ, leigutaki að drjúg-um hluta Laxár í Þingeyjar- sýslu, hefur nú forgöngu um að afla Qármagns til þess að bjóða í og kaupa upp úthafslaxveiðikvóta Færeyinga og Grænlendinga. Endurheimtur á löxum merktum í íslenskum ám benda til þess að flöldi íslenskra laxa séu veiddir á umræddum veiðislóðum. Hlut- ur Laxár í þessum merkjaheimtum er stærstur, 10 af 17 fundnum merkjum voru á löxum úr þeirri á. Orri Vigfússon formaður Laxár- félagsins staðfesti í samtali við Morgunblaðið að hann sem for- maður hefði rætt við fjársterka aðila beggja vegna Atlantshafsins'. „Færeyingar mega veiða 1.100 Ottast virkni tölvuvírusa föstudaginn þrettánda HÆTTA er talin á, að tölvu- notendur geti orðið fyrir óvenju miklum óþægindum vegna tölvuvírusa föstudaginn 13. október. Vitað er um fimrn vírusa í heiminum, sem geta valdið óþægindum eða skaða þann dag og er talið líklegt að einn þeirra hafi nú borist hingað til lands. Friðrik Skúlason, tölvufræð- ingur hjá Reiknistofnun Háskól- ans, segir að sífellt verði meira vart við tölvuvírusa hér á landi, en það geti átt sér þá skýringu, að menn séu orðnir meðvitaðri um tilvist þeirra en áður. Hann segir að sumir vírusarnir séu þannig gerðir, að þeir geti leynst í forritum án þess að þeirra vei;ði vart í ákveðinn tíma, en verði virkir við ákveðnar aðstæður eða á ákveðnum dögum, svo sem 1. janúar, 1. apríl og þegar þrett- ánda dag mánaðar ber upp á föstudag. Til dæmis sé vifað um fimm tölvuvírusa í heiminum sem verði virkir föstudaginn þrettánda. Þrettándi janúar í ár var föstudagur og urðu sumir þessir vírusar virkir þá að sögn Frið- riks. Þeirra hafi þá ekki orðið vart á íslandi en sennilegt sé, að einn þeirra að minnsta kosti hafi nú borist hingað. Þessi vírus geri ekki vart við sig nema kveikt sé á tölvum með smituð- um forritum þennan ákveðna dag, en þá eyðileggi þau sig sjálf. Þrettándi október næst- komandi er föstudagur og segir hann þetta valda mönnum mikl- um áhyggjum um þessar mund- Þrír bátar byrja síldveiðar TVEIR bátar, Stafnes KE frá Kefiavík og Guðmundur Kristinn SU frá Fáskrúðsfirði, héldu til síldveiða á fostudag. Skógey SF frá Hornafirði fer væntanlega til > veiða í dag. Stafnes KE ætlar að leita í ísa- fjarðardjúpi en afli skipsins verður heilfrystur um borð. Guðmundur Kristinn SU ætiaði hins vegar að kanna hvort síld væri í Mjóafirði en hluti aflans verður bræddur í Krossa- nesverksmiðjunni við Akureyri. Afli Skógeyjar SF verður frystur á Evr- ópumarkað hjá Kaupfélagi Austur- Skaftfellinga á Höfn í Hornafirði. tonn á tveimur árum. Vegna gæftaleysis og örðugleika við að manna veiðibátana gekk þeim hins vegar ekki sem skyldi veiðiskapur- inn síðasta vetur, þeir náðu aðeins 300 tonnum af 550 sem þeir máttu veiða. Eins og heimsmarkaðsverð er á laxi nú, sýnist vera lag að kaupa upp kvótann. Við erum að ræða um upphæð sem er éitthvað nærri 370 milljónum króna, ekki bara fyrir veiði Færeyinga, heldur einnig Grænlendinga og það eru smápeningar miðað við tjón veiði- réttareigenda, stangveiðimanna og hafbeitarstöðva vegna úthafs- veiðanna," sagði Orri Vigfússon. Morgunblaðið/Bjarni Davíð Oddsson, borgarstjóri, klippir á borða og opnar þar með formlega brúna á Miklatorgi í gær. Klippt á borða á nýrri brú DAVIÐ Oddsson, borgarsfjóri, opnaði formlega nýja brú og umferðarmannvirki við Mikla- torg síðdegis í gær. Miklatorgi hefur nú verið breytt úr hring- torgi í ljósastýrð gatnamót. Byggð hefur verið brú á Bú- staðavegi yfir framtíðarlegu Miklubrautar og gatan framlengd með ijórum akreinum frá Öskjuhlíð yfir brúna og inn á Snorrabraut. Þá hafa verið gerð undirgöng vestan Flugvallarveg- ar. Heildarkostnaður við öll þessi mannvirki eru um 223 milljónir króna á núverandi verðlagi. Við opnun brúarinnar í gær sagði borgarstjóri að þessum framkvæmdum væri ætlað að létta á þeirri miklu aukningu umferðar sem orðið hefði í kjölfar kipps í bifreiðaeign. Næsti áfangi væri færsla Hringbrautar suður fyrir hús Tannlæknadeildar, undir brúna og austur Miklubraut. Ályktun aðalfundur Samtaka fískvinnslustöðva: Samningar verði framlengdir um eitt ár án kauphækkana Megum ekki halda ájfram á sömu braut taprekstrar, segir formaður SF BRÝNASTA verkefni næstu missera er að takist að ná tökum á verð- bólgunni og að ná jafnvægi í viðskiptuiii við útlönd, að því er fram kemur í ályktun aðalfundar Samtaka fiskvinnslustöðva, sem haldinn var í Vestmannaeyjum í gær. Samtökin telja cnnfremur skynsamlegt að núgildandi kjarasamningar verði framlengdir um eitt ár án allra kauphækkana, enda séu kauphækkanir nú einungis ávísun á verðbólgu og lakari lífskjör til lengri tíma litið. í máli Arnars Sigurmundssonar, formanns SF, kom fram að tap vinnslunnar nú væri 1,5%, ,sem væri heldur betri staða en fyrir ári síðan en þá var hallinn um 9,5%. Á síðustu tveimur árum hefði hagur vinnslunnar breyst úr þokkalegri afkomu í verulegt tap. Frekari tap- rekstur gengi ekki en útlitið fram- undan væri ekki bjart. Fiskvinnslu- fyrirtækjum myndi eflaust fækka verulega á næstu árum, að ein- hveiju leyti vegna samruna þeirra, en einnig vegna þess að rekstrarerf- iðleikar leiði til þess að þau leggi upp laupana. „Við getum ekki og megum ekki halda áfram á sömu braut tap- rekstrar, sem síðar er breytt í lán á nokkurra ára fresti. Slíkt endar ekki nema á einn veg. Öll fisk- vinnsla á íslandi lendir undir opin- bera sjóði og bankastofnanir," sagði Arnar. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- „Spenntað byrja ískólanum “ ivioixunuiaoiu/ oveiTir v luitrnnssun „Þau eru orðin mjög spennt aö byrja í skólan- um og hafa talað mikið um hann,“ sagði Adda Huynh um systkini sín fimm sem heimsóttu Æfingaskóla Kennaraháskóla íslands í vikunni, en þar hefja þau nám eftir helgina. Adda, sem er elst átta systkina, fædd árið 1968, hefur verið búsett hér á landi síðustu fimm árin, en foreldrar hennar og sjö systkini fluttu hingað í apríl sl. lyrir tilstilli Rauða Krossins. „Pabbi vinnur nú hjá Álafoss og mamma vinn- ur hálfan daginn á Droplaugarstöðum. Lífið gengur svona bærilega fyrir sig, en við verðum á götunni í desember. Við erum nú í fjögurra herbergja leiguíbúð og þurfum að borga fyrir hana 48 þúsund krónur á mánuði. Eg vona að við fáum aðra íbúð fyrir þann tíina,“ sagði Adda. Á myndinni sjást víetnömsku börnin er þau heimsóttu Æflngaskóla KHÍ og var tilhlökkun mikil. Á myndinni eru: Tómas 14 ára, Jens 13 ára, Níels 12 ára, Sif 11 ára og Andri 9 ára. vegsráðherra, sagði að afkoma fisk- vinnslunnar væri ekki viðunandi og útlitið ékki bjart. Hann tæki undir .það sjónarmið vinnuveitenda að ekki þýddi að semja um bætt kjör til launþega nú því afkoma fyrir- tækjanna gæti ekki staðið undir því. Sporna yrði við fótum varðandi útflutning á ferskum fiski til þess að auka framleiðsluna hér heima og hann myndi leggja til að kvcta- skerðing hjá þeim sem flyttu út yrði hækkuð í 25%. Lykilatriðið við núverandi aðstæður væri að ekki yrðu gerðar meiri kröfur til sjávar- útvegsins. Hann yrði að fá frið til að hagnast og byggja upp eigið fé. Ró á vinnumarkaði myndi skapa kjarabætur á komandi árum og það gengi aldrei að hlutdeild launa væri jafn mikil og raun bæri vitni. Sigurður Stefánsson, endurskoð- andi, sagði að þjóðartekjurnar hefðu orðið milljarði meiri ef sá fisk- ur sem fluttur var út ferskur hefði verið unninn í landinu. Þetta væri umhugsunarefni fyrir eigendur vinnslunnar því þeir ættu stærsta hluta flotans. Hann kvað tap vinnsl- unnar vera um 1,7% og yrði 1-2% út árið að óbreyttu, hjá þeim sem hefðu hráefni til vinnslunnar, hinir væru mun verr staddir. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, sagði það mat stofnunarinnar að vinnslan væri nú rekin með afgangi. Eigið fé í sjávar- útvegi árið 1988 hefði verið 6% sem væri allt of lágt og hefði verið 14% 1986. Hann sagði að al'koma sjáv- arútvegs hefði batnað með raun- gengis- og raunvaxtastefnu. Senn drægi að því að almenn rekstrar- skilyrði yrðu ekki bætt meir og menn yrðu að laga sig að því og ná hagnaði. Miklir möguleikar væru til hagræðingar í sjávarútvegi og nauðsynlegt að fækka frystihúsum og fiskiskipum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.