Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLÁÐIÐ LÁUGARDAGUR>23. SEPTEMBBR 1989; Margaret Thatcher: Hvetur til meiri stuðnings við umbótaáform Gorbatsjovs Tókíó. Reuter og DPA. MARGARET Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, hélt í gær til Moskvu frá Tókió eftir Qögurra daga opinbcra heimsókn til Japans. Á alþjóðaráðstefnu leiðtoga hægriflokka, sem nú er haldinn í Tókíó, sagði ráðherrann að breytingar í kommúnistaríkjum Austur-Evrópu hefðu orðið mun hraðari og umfangsmeiri en búast hefði mátt við. Þær hefðu á hinn bóginn leitt í ljós að vandamálin væru miklu erfiðari en nokk- urn hefði órað fyrir. Reuter Myndin er tekin af fellibylnum Húgó úr gervihnetti aðfaranótt fostu- dags þegar hann er í þann mund að skella á borginni Charieston í Suður-Karólínu. „Við ættum að styðja viðleitni allra þeirra landa sem vilja koma á íjöl- flokkalýðræði, fijálsum markaðs- búskap og halda í heiðri mannrétt- indi,“ sagði Thatcher á blaðamanna- fundi og bætti við að Míkhaíl Gorb- atsjov Sovétforseti þyrfti stuðning lýðræðisríkja vegna „gífurlegra vandamála" sem hann berðist við. Á ráðstefnu hægriflokka varaði hún þó við of mikilli bjartsýni. „Atburðirnir í Kína sýndu okkur hvílíkum fanta- SUSTAMID (PA) nælon og PÓLY- ETHYLEN (PF.) í stöngum til smíða á hvcrs konar vélahlutum o.fl. TEFLON (PTFE) cinnig fyrirliggjandi. G.J. Fossberg véíaverslun hf. Skúlagötu 63 - Reykjavík Símar 18560-13027 ÞORGRÍMSSON&CO ««*ARMA W :PLAST RMÚLA 1 6 OG 29, S. 38640 Fellibylurinn Húgó fór yfír Suður-Karólínu: „Eins og að hafa lifað af kj amorkusprengingn ‘ ‘ Charleston. Reuter. MESTA óveður í 35 ár gekk yfir borgina Charleston í Suður- Karólínu í Bandaríkjunum þegar fellibylurinn Húgó fór yfir borgina í gær. Enn er ekki uppvíst hvort mannskaði hafi orðið í borginni en annars staðar i fylkinu fórust þrír menn. Vindhraðinn mældist um 222 km á klukkustund. Þriggja til fimm metra háar flóðbylgjur skullu á borginni aðfaranótt fóstu- dags. Mjög hefur dregið úr krafti fellibylsins og stefnir Húgó nú norð-austur á bóginn og telst ekki lengur vera fellibylur heldur hita- beltisstormur. Miðja fellibylsins fór yfir Charles- ton skömmu eftir miðnætti og flóð- bylgjur skullu á miðbæ þessarar sögufrægu borgar, en þar var fyrsta skotinu í bandarísku borgarastytjöld- inni hleypt af. Árið 1954 fór fellibyl- urinn Hazel yfír borgina og olli gífur- legum skemmdum og dauða 22 manna. Að þessu sinni feykti bylurinn þaki af ráðhúsi borgarinnar og að sögn borgarstarfsmanna eyðilögðust að minnsta kosti 22 byggingar í miðborginni. Tvö byrgi, þar sem fólk hafðist við meðan fellibylurinn fór yfir, skemmdust einnig. Rafmagns- og símasambandslaust er í borginni. Talið er að tjónið nemi mörgum milj- ónum Bandaríkjadala. „Það er eins og að stíga á aðra plánetu að fara út fyrir dyr. Það er eins og við höfum lifað af kjarnorku- sprengingu," sagði talsmaður lög- ' reglunnar í Charleston. Björgunarmaður skýrði frá því að sjúkrahús í einu úthverfa Charleston hefði að hluta til hrunið en þangað höfðu sjúklingar af öðrum sjúkrahús- um borgarinnar verið fluttir. Björg- unarmenn voru með hunda við leit að fólki í rústum hruninna íbúðar- húsa í Charleston. Yfir 100.000 manns voru fluttir á brott úr borg- inni sl. fimmtudag. tökum kommúnistastjórnir beita þeg- ar þeim þykir völdum sínum stefnt í hættu.“ Thatcher var einn af þrem helstu ræðumönnum á ráðstefnunni. Kaifu forsætisráðherra sagði flótta íbú- anna frá kommúnistaríkjum sanna yfirburði vestræns fijálslyndis og lýðræðis gagnvart kommúnisma og sósíalisma. Dan Quayle, varaforseti Bandaríkjanna, hrósaði umbótum Gorbatsjovs og hvatti hægrimenn til að styðja lýðræðishreyfingar í Aust- ur-Evrópu og Rómönsku Ameríku, þ. á m. stjórnarandstæðinga í Nic- aragua. Thatcher sagði Japansferðina hafa verið afar gagnlega en ráðherrann gagnrýndi gestgjafana fyrir að hindra innflutning; með háttalagi sínu ógnuðu þeir vexti og viðgangi ftjálsrar heimsverslunar. „Innflutn- ingshömlur eru hömlur hvort sem þær eru sagðar af völdum ólíkrar menningar, hefða eða einhvers ann- ars,“ sagði Thatcher. Vestræn ríki saka Japana um að beita ýmsum klókindalegum aðferðum til að tak- marka erlendan innflutning. Við- skipti Japans og Bretlands eru Jap- önum mjög í hag enda þótt breskir útflytjendur hafi sótt í sig veðrið á japönskum mörkuðum á þessu ári. Dagblaðið Nihon Kcizai Shimbun sagði japönsk stjórnvöld ekki hafa miklar áhyggjur af gagntýni Thatc- her þar sem enginn hættulegur ágreiningur væri milli ríkjanna. Jegor Lígatsjov: Snmii’ umbótamenn vilja kapítalisma Moskvu. Reuter og Daily Telcgraph. JEGOR Lígatsjov, helsti talsmað- ur harðlínumanna í sovéska Dómsmálaráðherra Kólumbíu segir af sér Rmrni ri Routor Rogota. Itcuter. Dómsmálaráðherra Kólumbíu, Monica de Greiff, hefur sagt af sér, að sögn talsmanns ráðuneytis- ins í gær. Mun hún taka við stöðu sendiherra í Portúgal. Fíkniefna- salar hafa margsinnis hótað að myrða ráðherrann og þriggja ára gamlan son hennar. De Greiff, sem er 32 ár að aldri, hefur orðið tákn um baráttu stjórn- valda gegn fíkniefnabarónunt sem raka saman fé á því að smygla kók- aíni, aðallega til Bandaríkjanna. Síðastliðin þtjú ár hafa átta manns gegnt stöðu dómsmálaráðherra í landinu en þeir hafa allir sagt af sér. kommúnistaflokknum, var hvas- syrtur á fundi miðstjórnar flokks- ins á miðvikudag. Fréttastofan TASS sagði ekki frá ræðu hans fyrr en sólarhring síðar. Lígatsjov sakaði suma forvígismenn um- bótastefiiunnar um að vilja koma á kapítalisma í Sovétríkjunum. Lígatsjov sagði að heiftarleg valdabarátta ætti sér nú stað víða um Sovétríkin. „Flestir vilja fikra sig áfram eftir vegi perestrojku," sagði hann, „en aðrir vilja snúa aftur til kapítalisma og borgaralegs lýðræð- is.“ Sagt er að Lígatjsov, sem áður var næstvaldamesti maður Sovétríkj- anna, sé nú eingangraður í flokks- forystunni. Tveir helstu bandamenn hans voru reknir úr stjórnmálaráðinu sl. miðvikudag. Að því er leitt getum að Míkhaíl Gorbatsjov sjái sér hag í því að hlífa Lígatsjov sjálfum til að halda harðlínumönnum 5 kommúni- staflokknum góðum. ERLENT Sljörnuspekingur Reagan-hjónanna leysir frá skjóðunni: Yar ráðgjafi Bandaríkja- forseta um sjö ára skeið SEGI Joan Quigley satt er hún að öllum líkindum áhrifamesti stjörnuspekingurinn í sögu Bandaríkjanna. Hún hefúr nú staðfest sögusagnir þess efnis að Ronald Reagan, fyrrum forseti Banda- ríkjanna, og eiginkona hans, Nancy, hafi verið viðskiptavinir hennar í sjö af þeim átta árum sem þau réðu ríkjum í Hvíta húsinu í Was- hington. Joan Quigley fullyrðir að stjörnukort forsetans hafi ráðið því hvenær hann flutti mikilvægar ræður auk þess sem ferðaiög forsetans, brottfarardagar og heimkoma, hafi verið skipulögð á . þennan hátt. Þá kveðst hún hafa breytt hugmyndum Bandaríkjafor- seta og eiginkonu hans um Míkhaíl S. Gorbatsjov, leiðtoga sovéska kommúnistaflokksins, og að sjálfsögðu hafa verið með í ráðum er ákveðið var að leiðtogar risaveldanna kæmu saman til fúndar í Reykjavík árið 1986. Joan Quigley segir í viðtali við Charles Trueheart, blaðamann við bandaríska dagblaðið The Wash- ington Post, að hún hafi fengið greitt fyrir þjónustu sína í mánuði hvetjum. Hún vill ekki láta uppi hversu há þókunin var en segir vinkonu Nancy Reagan hafa komið greiðslunum til skila. „Ég þagði árum saman," segir Joan Quigley í viðtalinu við The Washington Post en hún býr í San Franciseo. Hún kveður Nancy Re- agan hafa fyrirskipað sér að segja ekki orð um stjörnuspekiáhuga for- setahjónanna við fjölmiðla. Að sögn Quigley leitaði hún á náðir Naney Reagan í maímánuði árið 1987 en þá hugðist hún gefa út bók um stjörnuspeki. „Ég sagði frú Reagan að það myndi koma sér mjög vel fyrir mig ef hún léti uppi þegar kjörtímabili forsetans lyki að ég hefði verið stjörnuspekingur henn- ar.“ Frú Reagan kvað þetta auð- sótt mál. í febrúar 1988 hafði Nancy Reagan þó greinilega snúist hugur. „Við getum sagt frá stjörnuspekinni en við nefnum þig ekki á nafn,“ sagði hún. Joan Quigley vinnur rtú að gerð bókar um samskipti sín við Reag- an-hjónin og kveðst ekki vilja láta of mikið uppi. Þó segir hún mikil- vægasta verk sitt hafa verið að koma á fyrsta fundi þeirra Reagans og Míkhaíls Gorbatsjovs í Genf. „Á þessum tíma sögðu Reagan-hjónin að Sovétríkin væru „keisaradæmi hins illa“ en ég sagði að Gorbatsjov væri ólíkur öllum öðrum leiðtogum Sovétríkjanna. Hann væri gáfu- menni, opinn fyrir nýjum hug- myndum og að unnt væri að ná árangri í viðræðum við hann.“ Kveðst stjömuspekingurinn hafa deilt við Nancy Reagan um þetta í nokkrar klukkstundir áður en for- setafrúin gafst upp. , Frú Reagan leitaði á ný eftir hjálp stjörnuspekingsins er draga tók að því að þeir Reagan og Gorb- atsjov hittust á ný. Vildi hún fá upplýsingar um horfur á árang- ursríkum fundi yrði hann haldinn í Reykjavík. Quigley kveðst hafa tjáð Nancy Reagan að fremur eða mjög litlar líkur væri á því að hag- Joan Quigley. kvæmt reyndist að halda fundinn í Washington. Hins vegar sýndi stjörnukortið „stórkostlega" mögu- leika kæmu leiðtogamir saman til fundar í Reykjavík. Joan Quigley kveðst hafa rætt við Nancy Reagan nokkrum sinn- um á fyrirfram ákveðnum tíma í viku hverri en segist jafnframt hafa getað komist í samband við hana „í neyðartilvikum". Viðskipt- um þeirra lauk í júní á síðasta ári er stjörnuspekingurinn neitaði að verða lengur við þeirri kröfu forset- afrúarinnar að hún skýrði ekki fréttamönnum frá samskiptum þeirra. Frá því þetta gerðist hefur Nancy Reagan ekki haft samband við hana. „Ég sagði frú Reagan að ég vildi alls ekki skaða hana. Ég hef alltaf verið eindreginn stuðningsmaður Repúblíkana- flokksins."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.