Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLApiÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1989 25 Vilhjálmur Einarsson Vilhjálmur Einarsson sýnir í Eden Egilsstöðum VILHJÁLMUR Einarsson skóla- meistari á Egilsstöðum sýnir nú 38 myndir málaðar með óvenju- legri tækni í Eden í Hveraeerði. Myndirnar sem Vilhjálmur sýnir að þessu sinni eru málaðar á svart- an grunn með acryl/gouasch og vatnslitum. Myndefnið er einkum sótt í austfirskt landslag og eru myndirnar allar málaðar á þessu ári. Vilhjálmur Einarsson fæddist á Reyðarfirði 1934. Hann stundaði nám í Dorthmouth College í Banda- ríkjunum og lauk þaðan BA-prófi í listum og byggingarlist. Undan- farin 10 ár hefur Vilhjálmur verið skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum. Sýning Vilhjálms er sölusýning og stendur fram til 1. október. Björn Tónleikar á Akranesi Laugardaginn 23. september halda Laufey Sigurðardóttir fíðluleikari og Selma Guðmunds- dóttir tónleika í safiiaðarheimil- inum Vinaminni. Tónleikarnir eru á vegum tónlist- arfélagsins á staðnum og hefjast kl. 15.00. Á efnisskránni eru verk eftir W.A. Mozart, A. Dvorak, L. Janacek og ítalska tónskáldið L. Berio. Danshúsið: Reynir Jónasson leikur gömlu dansana REYNIR Jónason harmonikku- lcikari hefur verið ráðinn til Danshússins til að leika gömlu dansana á sunnudagskvöldum. Reynir er þekktur í tónlistarlíf- inu, segir í frétt frá Danshúsinu. Hann hóf tónlistarferil sinn ungur að árum, lék meðal annars með hljómsveit Svavars Gests. Stuðmenn loka hringnum STUÐMENN ljúka tónlcikafór sinni kringum landið með því að leika á suðvesturhorninu nú um helgina. Lokahóf Stuðmanna að þessu sinni verður síðan á Hótel Borg á laugardagskvöld en þar hefur hljómsveitin slegið öll aðsóknarmet oftar en einu sinni. Aðgöngumiða- sala hefst kl. 16 á laugardag. Óráðið er hvort Stuðmenn koma fram aftur á þessu ári en komið hefur til tals að hljómsveitin leiki á áramótatónleikum sem ráðgerðir eru á gamlárskvöld. (Úr fréttatilkynningu) Dúettinn „Við“ leikur í Ölveri í ÖLVERI hefúr verið ráðinn dúettinn „Við“ til að leika fyrir gesti Ölvers í kvöld, laugardags- kvöld. Dúettinn skipar Sigurður Haf- steinsson sem leikur á gítar og syngur og Mark Kr. Brinke sem sér um bassagítarinn og syngur, en þeir félagar hafa til dæmis leik- ið í hljómsveitunum „í gegnum tíðina" og „Hafrót“. Dúettinn „Við“ leikur lög frá hinum ýmsu tímabilum tónlistar- innar. (Fréttatilkynning) „Tveir á ferð“ er að ljúka SÍÐASTA sýningarhelgi feðgin- anna Margrétar Jónsdóttur og Jóns Benediktssonar cr um helg- ina. Mikil aðsókn hefur verið að sýningunni. Á sýningunni sýnir Margrét olíu- málverk unnin á þessu ári, og Jón höggmyndir í eir, einnig unnar á þessu ári. Sýningunni lýkur þriðjudaginn 26. september. Um helgina er sýn- ingin opin frá 14-18 og á virkum dögum 13-18. (Úr fréttatilk.) Tónleikar í Skál- holtskirkju TÓNLEIKAR verða haldnir í Skálholtskirkju sunnudaginn 24. september kl. 17.00. Á tónleikun- um mun „Ensamble L’homme arme“ syngja „Missa Papae Marcelli” eftir G.P. da Palestr- ina, „Stabat Mater" eftir O. Lass- us og „Miserere Mei“ efltir G. Allegri. Hópinn skipa: Marta G. Hall- dórsdóttir,- Sverrir Guðjónsson, Sigurður Halldórsson, Sverrir Guð- mundsson, Helgi Bragason, Gunn- ar Guðnason, Halldór Vilhelmsson, Eggert Pálsson og Sigurður Þor- bergsson. Hópurinn dregur nafn sitt af hinu ævafoma lagi „L’homme arme“ eða vesæli maðurinn, sem notað er sem aðaluppbyggingarstef í fyrsta verki tónleikanna. Tónleikamir verða endurteknir í Kristskirkju þriðjudaginn 26. sept- ember kl. 21.00. Lokafló FEF á haustönn FJÓRÐI haustflóamarkaður Fé- lags einstæðra foreldra verður í dag, Iaugardaginn 23. septem- ber í Skeljanesi 6 og hefst kl 2 e.h. Þar verður íjölbreytt úrval af fatnaði á alla aldurshópa og allar stærðir til sölu á „alda- mótaverði”. Mikið er af hús- gögnum og geta má að þrjár aldurhnignar saumavélar fást gefins. FEF hefur fengið úrvalsfatnað sem ekki hefur verið sóttur í efna- laugar, fallegar lopaflíkur fyrir veturinn, skór, myndir og bækur og er þá aðeins fátt talið. Allur ágóði af haustflóamörkuð- unum rennur að venju í hússjóð, verið er að girða í Skeljanesi og tréverk á húsinu hefur verið tekið í gegn. í húsi FEF á Öldugötu ell- efu er biýnt að endurnýja teppi á stigagöngum svo að nokkuð sé nefnt. Undirbúningur afmælisrits FEF er í fullum gangi, en þann 27. nóv- ember n.k. eru liðin 20 ár frá stofn- un félagsins. Þess verður einnig minnst á sérstökum hátíðaaðal- fundi um miðjan nóvember. Skóladagbok frá V öku-Helgafelli Vaka-Helgafell hefúr gefið út Skóladagbókina. Hver opna bókarinnar nimar eina skólaviku. Pláss er m.a. ætlað fyrir verkefni hvers dags auk þess sem sérstakir dálkar eru til að skrá ýmsa minnispunkta. Tvær stunda- skrár em í bókinni og sérstakar blaðsíður til að skrá leyfi og frídaga, kennara, bekkjarfélaga og afmælisdaga. Á bókinni er kápa með mynd af Mikka mús og Mínu. Bókin er innbundin. Skóladagbókin er 92 blaðsíður. Setning og filmugerð fór fram hjá Prenttækni, Kópavogi. Bókin var prentuð og bundin hjá J.H. Schultz Print A/S, Danmörku. Búðardalur: Góðir tónleikar Sinfóníunnar Búðardalur. Sinfóníuhljómsveit íslands hélt tónleika í Dalabúð fimnitu- - daginn 14. september. Tónleikarnir voru mjög skemmtilegir, enda hefur hljóm- sveitin á að skipa mjög færu hljóm- listarfólki, einieikurum og ein- söngvurum. Einsöngvarar með hljómsveitinni þetta kvöld voru Signý Sæmundsdóttir og Sigurður Björnssön. Þessi kvöldstund var í alla staði hin ánægjulegasta og var leitt hvað margir fóru á mis við þetta indæla kvöld. Kristjana Ráðstefna um mengun sjávar FORSÆTISNEFND Norður- landaráðs hefúr boðað til al- þjóðlegrar þingmannaráðstefnu í Kaupmannahöfú 16. til 18. októ- ber nk. um mengun sjávar. Ráð- stefnan verður haldin í Kristj- ánsborgarhöll. Sautján þjóðþingum vestur- og austurevrópskra ríkja auk Kanada hefur verið boðið að senda fulltrúa og hafa þau nánast öll þegið boðið. Auk þess hefur tíu alþjóðlegum stofnunum verið boðið að senda áheyrnarfulltrúa. Einnig munu sér- fræðingar um mengun sjávar sitja ráðstefnuna. Meginmarkmíð ráðstefnunnar er að fá fulltrúana til að sameinast um aðgerðir gegn frekari mengun sjávar og fá samþykkt lokaskjal þar að lútandi. Drög að lokaskjali verða kynnt af Anker Jörgensen fv. forsætisráðherra á fyrsta degi ráðstefnunnar, og á síðasta degi hennar verða þau borin undir at- kvæði. Morgunblaðið/Þorkell Trimmklúbbur Eddu Bergmann á æfingn á Laugardalsvellinum. Edda situr í hjólastól lengst til vinstri. Nýr stjórnandi Háskólakórs NÝTT starfsár Háskólakórsins er nú að heljast. Nýr stjórnandi, Guðmundur Óli Gunnarsson, hef- ur tekið við kórnum af Árna Harðarsyni. Háskólakórinn var stofnaður árið 1972. í upphafi stjórnaði Rut L. Magnússon kórnum en af henni tók Hjálmar H. Ragnarsson við og und- anfarna sex vetur hefur Árni Harð- arson staðið við stjórnvölinn. Há- skólakórinn hefur komið víða við í gegnum árin og ferðast bæði innan lands og utan. Á síðastliðnum vetri hélt kórinn í vel heppnaða söngferð til Spánar en á liðnum árum hefur leiðin legið til Skotlands, Norður- landa, írlands, Sovétríkjanna, Hol- lands og Italíu. Hér á landi hefur Háskólakórinn haldið fjölmarga tónleika. Embættisskylda kórsins gagnvart Háskólanum er söngur við brautskráningu stúdenta þrisvar á ári. Aðrir fastir liðir á dagskránni eru helgisöngur við hámessu í Kristskirkju á jólanótt og vortón- leikar í Langholtskirkju. Tónlist Háskólakórsins hefur einnig verið gefin út en síðastliðið haust komu til dæmis út hljómdiskar með tón- list Árna Harðarsonar við Disney- rímur Þórarins Eldjárns. Guðmundur Óli Gunnarso’n stundaði tónlistarnám hérlendis um árabil en hélt síðan til frekara náms í Hollandi. Þar í landi hefur liann dvalið um sjö ára skeið og lokið prófi í hljómsveitarstjórn. Hér á landi hefur hann stjórnað Trésmiða- kórnum og kór Menntaskólans við Sund. Meðlimir Háskólakórsins hafa jafnan verið milli 30 og 40 talsins. Talsverð endurnýjun á sér stað á hveiju ári og nýir félagar koma til starfa. Þeir sem áhuga hafa á söng með Háskólakórnum í vetur eru boðnir velkomnir í kapellu Háskól- ans (aðalbyggingu) þriðjudaginn 26. september kl. 20.30. (Fréttatilkynning) Norræn trimmlandskeppni; Keppnin á að livetja fólk til að hreyfa sig „Norræna trimmlandskeppnin hefur gengið vel það sem af er. Aðild- arfélög Iþróttasambands fatlaðra, sem eru sextán talsins, hafa alfar- ið séð um skipulagningu keppninnar hvert á sinn hátt og hefur sam- bandið aðeins verið leiðbeinandi. Keppninni er fyrst og fremst ætlað að hvetja fatlað fólk til að hreyfa sig og vera með í íþróttum," sagði Markús Einarsson, íþróttaþjálfari og starfsmaður íþróttasambands fatlaðra. Markús sagði að ekki væri hægt að segja til um hver endanlegur heildarfjöldi þátttakenda væri fyrr en eftir að keppninni lyki. Þó væru vonir bundnar við 800 til 1.000 manns, en rétt til þátttöku hefðu allir fatlaðir og aldraðir einstakling- ar á Norðurlöndum. Þetta er í fimmta sinn sem keppnin fer fram. Hún er haldin á 'tveggja ára fresti og fór fyrst fram árið 1981. Keppn- in stendur yfír í einn mánuð, frá 1.-30. september. Keppnisgreinar eru ganga, hlaup, sund, hjólastóla- akstur, siglingar, hjólreiðar og hestamennska. Hvert trimm verður að standa yfir í a.m.k. hálftíma og fyrir það fæst eitt stig og aðeins er hægt að fá eitt stig á dag. Þátt- takendur fá þátttökuskírteini og við ■hvert trimm skrá þeir dagsetningu og íþróttagrein í það. Keppnin er þríþætt. í fyrsta lagi er um að ræða keppni milli Norður- landanna og sigrar það land, sem sýnir mesta aukningu í þátttöku milli keppna. í öðru lagi er um að ræða innanlandskeppni og sigrar það héraðssamband, sem hlýtur flest stig miðað við íbúafjölda. í þriðja lagi fer fram einstaklings- keppni og hljóta tíu einstaklingar sérstök verðlaun, íþróttabúninga. Nöfn þeirra verða dregin út úr hópi þeirra, sem trimma oftar en 20 sinn- um í septembermánuði. Þá fá kepp- endur árituð viðurkenningarskjöl á keppni lokinni. Þijú ár eru nú liðin frá því að Edda Bergmann stofnaði trimm- klúbb sinn og hafa félagar í honum meðal annarra sýnt trimmland- skeppninni mikinn áhuga. Sl. sunnudag var haldinn ratleikur á Miklatúni og hefur verið ákveðið að hann skuli verða árlegur við- burður héðan í frá á meðal fatlaðs fólks. í klubbnum eru 42 meðlimir, meirihlutinn blindir, og ena trimmtímar tvisvar í viku, á mánu- dögum og fimmtudögum kl. 18.00 á Laugardalsvelli. Eftir klukkutíma trimm þar, fer hópurinn í sal Sjón- stöðvarinnar við Hamrahlíð í leiR- fimi, jóga og slökun. „Ég hóf þetta starf með því augnamiði að fá sem flesta út heilsunnar vegna. Fatlaðir einangra sig allt of mikið. Það er allt of algengt að fólk gefist upp á lífinu ef það fatlast á einhvern hátt. Við þurfum að púrra hvert annað upp og gleðina finnur maður hjá' því fólki, sem vill hjálpa öðrum,” sagði Edda. Fríkirkjan í Hafiiarfirði: Barnastarfið að hefjast Á morgun, sunnudaginn 24. september, hefjast að nýju barna- og fjölskylduguðsþjónustur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Barna- og fjölskylduguðsþjón- ustur verða í kirkjunni alla sunnu- dagsmorgna kl. 11.00. Þessar samverustundir hafa verið vel sóttar undanfarin ár og er sér- staklega ánægjulegt hve vel að- standendur barnanna hafa mætt með þeim og stutt starfsemina á allan hátt. Barnastarfinu lýkur í vor með dagsferð út úr bænum. Þá skal þess getið að í vetur verð- ur opið hús á mánudagskvöldum í safnaðarheimili kirkjunnar á Austurgötu 24 fyrir safnaðarfólk. Er hér um að ræða nokkurs kon- ar fræðslustundir þar sem fólki gefst kostur á að koma saman og ræða hin ýmsu málefni sem því eru ofarlega í huga hveiju sinni, góðir gestir koma í heim- sókn og rætt verður um texta úr Biblíunni. Þessap samverustundir hefjast í byijun október. Einar Eyjólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.