Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 26
T26 MORGUN'BLADH) LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1989 Líkamsárásir jafinmargar og allt síðasta ár LÍKAMSÁRÁSUM hefur flölgað nokkuð á Akureyri. Á þessu ári hafa 49 líkamsárásir verðið kærðar til lögreglu, en þær voru 50 allt árið í fyrra. ' Frá þinginu. Morgunblaoio/Runar Por 21. þing Alþýðusambands Norðurlands: Eig’um ekki lengur samleið með mið- og vinstriflokkum segir í drögum að ályktun um kjaramál í NÆSTU kjara- samningum verð- ur að leggja höf- uðáherslu á jöfn- un lífskjara og kaupmáttar- tryggingu. Jafii- hliða verði samið um aukningu kaupmáttar Þóra Hjaltadóttir almennra launa þrepum, segir í drögum að álykt- un um kjaramál sem liggur fyrir 21. þingi Alþýðusambands Norð- Tríó Reykja- víkur með tónleika VETRARSTARF Tónlistarfé- lags Akureyrar hefst með tón- leikum Tríós Reykjavíkur á sal Tónlistarskólans á morg- un, sunnudag 24. september og heQast þeir kl. 17.00. Tríó Reykjavíkur skipa Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Halldór Haraldsson píanóleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari. En þau eru öll þekktir tónlist- armenn sem komið hafa fram á kammertónleikum og sem ein- leikarar víða um lönd. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Haydn, Holmboe og Schubert. urlands. Ennfremur að það kaup- máttartap sem fólk hafi orðið að þolá verði að fullu bætt. Kaup- máttur hafi fallið um 17% frá fjórða ársfjórðungi 1987 til þriðja ársflórðungs 1989 og muni halda áfram að falla það sem eftir lifir árs. Síðustu samningar hafi ekki verið verðf ryggöir og slíka samn- inga megi ekki gera aftur. Þing Alþýðusambands Norður- lands var sett að Illugastöðum í Fnjóskadal í gær og I máli Þóru Hjaltadóttur formanns AN við setn- inguna koma fram að þingið er eitt hið fjölmennastá sem haldið hefur verið, en um 90 fulltrúar sitja þingið frá 21 aðildarfélagi. í drögum að ályktun um kjaramál segir að atburðir síðustu missera sýni svo ekki verði um villst að verka- lýðshreyfingin verði að víkka út starfssvið sitt. „Við höfum löngum talið okkur eiga stjórnmálalega sam- leið með mið- og vinstri flokkum. Þessi öfl hafa oft virkað hin stjórn- málalega hlið verkalýðshreyfingar- innar en svo er ekki lengur. Við verð- um því að fara að huga að pólitískri uppbyggingu og stefnumörkun hreyfingarinnar," segir í drögunum. Drög þessi voru til umræðu á þing- inu, en voru ekki endanlega útrædd af hálfu þingfulltráa. Drög að ályktun um uppbyggingu orkufreks iðnaðar liggur einnig fyrir þinginu, en þar segir m.a. að sem lið í jöfnun byggðar beri að huga að uppsetningu orkufreks iðnaðar við Eyjafjörð. Þá liggja einnig fyrir drög að ályktunum um atvinnu-, byggða-, skipulags- og ljármál. Á árinu 1987 var farið að flokka líkamsárásir í meiri- og minnihátt- ar. Það ár voru kærðar 45 minni- háttar árásir og 10 meiriháttar. Með meiriháttar líkamsárás hefur fórnarlambið orðið fyrir miklum meiðslum, beinbrotum og öðru slíku, samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarlögreglu. Kærðar líkamsárásir urðu flestar á árinu 1987 eða 55. Á síðasta ári voru kærðar 43 minniháttar líkamsárásir og 7 meiriháttar, eða samtals 50. Á þessu ári er þegar búið að kæra 49 líkamsárásir, 42 minniháttar og 7 meiriháttar, eða jafnmargar og i öllu síðasta ári. Mogunblaðið/Rúnar Þór Sigurður Ringsted forstjóri Slippstöðvarinnar afhendir Viðari Karls- syni skipstjóra endurbættan Víking AK. Víkingur hefur verið tæpa Qóra mánuði í Slippstöðinni og m.a. hefur verið skipt um brú á skip- inu og hún hækkuð um einn metra og þijátíu sentímetra. Slippstöðin: V íkingrir afhentur eft- ir miklar endurbætur „Þeir mega vera stoltir af sínu verki, strákarnir," sagði Viðar Karlsson skipstjóri á Víkingi AK, en í gær afhenti Slippstöðin NÝJAR BÆKUR Leyndarntálið ALLT STAKAR SOGUR ásútgáfan FAANLEGAR 41PAKKA A KR. 1.750, skipið eftir gagngerar endur- bætur. Víkingur, sem er í eigu Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar á Akranesi kom í Slippstöðina 1. júní síðastliðinn og síðan þá er búið að skipta um brú í skiþinu. Brúin var hækkuð um einn metra og þijátíu sentímetra miðað við gömlu brúna. Auk þess að skipta um brú voru innréttaðar ibúðir á þilfarshæð og er hið þrjátíu ára gamla skip sem nýtt eftir endur- bæturnar. Viðar sagði að verkið hefði ver- ið boðið út á sinum tíma og islen- s.kar og erlendar skipasmíðastöðv- ar hefðu boðið svipað verð. „En gæði islensku stöðvanna eru mun meiri en þeirra erlendu,“ sagði Viðar og því hafi engin spurning verið að láta vinna verkið hér á landi. Víkingur er um 950 tonn að stærð og síðustu fjórtán árin hefur hann verið á loðnu, eða svo lengi sem Viðar hefur verið með skipið. Víkingur lét úr höfn frá Slippstöð- inni á Akureyri um kl. 20.00 í gærkvöld og hélt áleiðis til heima- hafnar, Akraness. Viðar sagði að meiningin væri að taka því rólega fyrsta kastið, en um miðjan októ- ber vonaðist hann til að hefja loðnuveiðar. Nefndí samskipti við V est- ■ + ur-Islend- inga JÓN Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, skipaði ný- lega Heimi Hannesson, lög- fræðing, formann nefndar, sem fer með málefhi er varða samskipti við Vestur-íslend- inga. Aðrir nefndarmenn eru Bragi Friðriksson, prófastur, Finnbogi Guðmundsson, landsbókavörður, Haraldur Bessason, rektor og Jón Ásgeirsson, formaður Þjóð- ræknisfélagsins. Ritari nefndarinnar er Haukur Ólafsson, sendiráðunautur. Nefndin er ólaunuð og nefndar- menn eru skipaðir til fjögurra ára í senn. Globus kynnir nýjan Citroen GLOBUS umboðið kynnir nýj- an fjórhjóladrifmn Citroen BX hjá umboðinu að Lágmúla í Reykjavík klukkan 13-17 á laugardag. Næstu mánaðamót hefst tveggja vikna hringferð um landið með Citroen-bíla. Haldið verður af stað 2. október, byijað á Akranesi og síðan haldið vest- ur og norður um land. Á Akur- eyri verða bílarnir 7. og 8. októ- ber. Eftir það heldur ferðin áfram um Austfirði og Suður- land. Athugasemd Vegna fréttar í Morgunblað- inu á fimmtudag um borgara- fund í Mosfellsbæ vegna fyrir- hugaðrar sorpurðunar í Álfsnesi vildi Kristbjörn Árnason koma því á framfæri að hann hefði ekki sagt á fundinum að hætta væri á foki af svæðinu heldur sagt að vísindamenn hefðu bent fundarmönnum á að fok yrði af svæðinu. Skoskir kaup- sýslumenn í heimsókn HOPUR kaupsýslumanna frá Skotlandi, 31 að tölu, mun dvelja hér á landi dagana 26.-30. september nk. Ferðin er skipulögð af Iðnaðar- og þróunarráði Skotlands (SCDI). Fulltrúi SCDI, Sheila Meikle, verður fararstjóri, en hún segir meðal annars: „ís- land varð snemma meðal vin- sælustu landa sem SCDI skipuleggur hópferðir til, en þessi heimsókn verður sú 7. í röðinni." Leiðtogi þessa hóps er Donald Henderson, framkvæmdastjóri fata framleiðslufýrirtækisins North Cape (Scotland) Ltd., sem sér- hæfir sig í sportfatnaði. Fyrir- tækin sem taka þátt í ferðinni að þessu sinni eru í margvísleg- um framleiðslugreinum, þar á meðal fatnaði, vefnaði, bygg- ingavörum, spitalavörum, mat- vörum, slökkvidælum, eldhús- innréttingum, hljóðfærum, te. rúmfatnaði, greiðslukortaþjón- ustu svo og vörum til undirstöðu- atvinnugreinar Islands — sjávar- útvegs og fiskeldis. Nánari upplsingar veitir Sheila Meikle á Ilótel Loftleiðum 26.-30. september. (Úr frétíatilk.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.