Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1989 Aðalfimdur Læknafélags íslands: Sparnaðarhugmyndum ráðherra fálega tekið NOKKRAR umræður spunnust á aðalfundi Læknafélags íslands vegna hugmynda heilbrigðisráð- herra um kaup sjúkrahúsa á sér- Tveir nemendur Setbergsskóla, Sigurgeir M. Sigurgeirsson og Hjalti Harðarson, klipptu á borða og opnuðu skólann formlega. -- Setbergsskóli og dagvistar- heimilið Garðavellir vígð SETBERGSSKÓLI, nýr grunnskóli í Hafnarfirði, var vígður síðdegis í gær. Skólanum er skipt í tvo byggingaráfanga og í þessum fyrri áfanga, sem nú er tekinn í notkun, eru sjö almennar kennslustofur, tvö hóprými og aðstaða fyrir umönnun yngstu nemendanna utan kennslustunda. Einnig var í gær vígt nýtt dagvistarheimili, Garða- vellir, við Hjallabraut í Hafnarfirði. Setbergsskóli og Garðavellir verða opnir almenningi milli klukkan 13 og 17 í dag. Fyrstu lóðunum í Setbergshverfi, ráðstafað. Setbergskóli er hugsaður undir einbýlis- og parhús, var út- og teiknaður sem skóli fyrir nem- hlutað vorið 1983 og hefur nú nán- endur frá sex ára og upp í níu ára ast öllum lóðum í hverfinu verið bekk, þ.e. fyrir forskólann og skyld- VEÐUR unam. Nú eru í skólanum rétt innan við tvö hundruð nemendur í ellefu bekkjardeildum á aldrinum sex til tólf ára. Skólastjóri er Loftur Magn- ússon en auk hans starfa við skólann sextán kennarar, skólarit- ari, bað- og gangavörður, starfs- stúlka sem sér um gæslu sex, sjö og átta ára bama og sjö ræstingar- konur. / / í DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa íslands f f f (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFURIDAG, 23. SEPTEMBER YFIRLIT I GÆR: Um 500 km suðvestur af Reykjanesi er 993 mb lægð sem þokast norðaustur en vaxandi lægð um 1.700 km suð- vestur í hafi'fer austnorðaustur og síðar norður. Lítið eitt hlýnar í veðri. SPÁ: Sunnan og suðaustan kaldi og rigning um austanvert landið, en austan og norðaustan kaldi og skúrir um mest allt vestanvert landið. Hiti á bilinu 5-10 stig. 1/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Aðfaranótt sunnudags mun lægð fara norður yfir landið með rigningu víða um land og hlýnandi veðri í bili en gengur í suðvestanátt með skúrum á sunnu- dag sunnanlands og vestan en styttir upp norðanlands. Önnur lægð fer líklega norðaustur yfir landið aðfaranótt mánudags með hvössum sunnan- og suðaustan vindum og rigningu, en snýst á mánudag í vestanátt með skúrum vestanlands en léttir til austan- lands. Kólnandi veður á mánudag. TAKN: y, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * # * * Snjókoma * * * •J0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus \J Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða » , ’ Súld OO Mistur —{* Skafrenningur Þrumuveður / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 6 léttskýjað Reykjavík 7 skýjað Bergen 19 léttskýjað Helslnki 16 þokumóða Kaupmannah. 20 þokumóða Narssarssuaq 2 skýjað Nuuk 0 snjókoma Osló 19 þokumóða Stokkhólmur 19 þokumóða Þórshöfn 10 skúr Algarve 26 léttskýjað Amsterdam 26 mistur Barcelona 26 mistur Berlín 25 heiðskírt Chicago 15 þokumóða Feneyjar 25 þokumóða Frankfurt 18 súld Glasgow 15 rigning Hamborg 24 mistur Las Palmas 26 skýjað London 19 skýjað Los Angeles 19 heiðskirt Lúxemborg 23 heiðskirt Madríd 26 hálfskýjað Malaga 26 léttskýjað Mailorca 27 léttskýjað Nlontreal 18 rignlng New York 23 þokumóða Orlando 22 léttskýjað París 21 skýjað Róm 26 skýjað Vín 25 heiðskfrt Washington 24 skúr Winnipeg vantar ft-æðiþjónustu lækna. Hugmynd- um um sparnaðarleiðir í heil- brigðiskerfinu sem ráðherra reifaði á fundinum var heldur fálega tekið. Einn fundarmanna spurði hvort athugað hefði verið af hverju aukinn kostnaður við heilbrigðiskerfið stafaði og sagði að bann við þjónustu sjúkrahús- lækna utan spítalanna gæti oft aukið útgjöld hins opinbera og sjúklinga. Guðmundur Bjarna- son heilbrigðisráðherra sagði i samtali við Morgunblaðið að hugmyndirnar væru enn á um- ræðustigi, hann gæti ekki sagt til um hver áhrif það hefði ef þær mættu víðtækri andstöðu lækna. Aðalfundur Læknafélagsins var haldinn á Hótel Sögu á fimmtudag og föstudag. Heilbrigðisráðherra ávarpaði fundinn eftir hádegi á fimmtudag en í gærmorgun voru flutt erindi um samskipti sérfræð- inga og heimilislækna auk þess sem rætt var um vistkreppu lækna í dreifbýli eins og Haukur Þórðarson formaður Læknafélagsins orðar það. Fundarmenn voru almennt sammáia um að auka þyrfti upplýs- ingaflæði milli heimilislækna og sérfræðinga. Rætt var um tilví- sanakerfi, ekki til að stýra greiðsl- um heldur til að færa upplýsingar milli lækna, sjúklingum í hag. Guðmundur Bjarnason heilbrigð- isráðherra sagði meðal annars í erindi sínu að á næstu árum væri útlit fyrir stóraukin útgjöld í tengsl- um við tryggingalöggjöfina vegna æ fleiri bótaþega og nýrra bótateg- unda. Því væri nú rætt um að jafna og samræma bótarétt landsmanna. Nefna mætti hugmyndir um að minnka muninn á bótum ekkna og ekkla eftir því hvort maki hafi lát- ist af sjúkdómi eða vegna slyss. Þá sagði ráðherra að sérfræði- kostnaður í heilbrigðisþjónustunni hefði numið 900 milljónum á síðasta ári, ætlunin hefði verið að ná honum niður um 90 milljónir í ár en hann virtist a.tn.k. ætla að standa í stað. „Sterkar raddir eru uppi um að setja eigi skýrar reglur um að iæknar vinni annað hvort á sjúkrahúsum eða eigin stofum. Segja má að minni stofnanir geti ekki haft sérfræðinga í fullum störfum, en þá má spytja hvort sjúkrahúsin ættu ekki að kaupa þjónustu af læknum með einkastof- ur, þó þannig að skýr skil væru milli sjúkrahúslækna og lækna í einkarekstri.“ Guðmundur sagði að í athugun væri hvort unnt sé að setja kvóta á kaup sjúkrastofnana á sérfræði- þjónustu. Þá vaknaði sú spurning hvað ætti að gera ef maður veikt- ist eftir að kvóti á þeim aðgerðum sem til þyrfti væri fylltur. Hugsan- legt væri og að semja við ákveðna sérfræðinga um að veita tiltekna þjónustu, þannig að ekki væri alveg opið fyrir hvern sem er að opna stofu og senda Tryggingastofnun reikning. Þá minnti ráðherra á að ákveðið hefði verið í fyrra þegar samkomulag var gert við sérfræð- inga að endurskoða það nú seinni hluta ársins. Heilbrigðisráðherra sagðist jafn- framt leggja áherslu að að nefndar- starfi um sameiningu sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu yrði hraðað en nánast væri kraftaverk ef eining næðist um niðurstöðu. Ólafur Ólafsson landlæknir átaldi lækna fyrir hagsmunatal og sagði að gott væri að koma inn á fagleg mál. Umræðan um skil milli lækna á stofum og sjúkrahúsum snerist um hvernig veita mætti sem besta þjónustu á sem þægilegastan hátt. Magni Jonsson formaður Læknafélags Reykjavíkur sagði að sér litist illa á hugmyndir ráðherra um greiðslukortafyrirkomulag til að auka vitund sjúklinga um kostn- að við heilbrigðiskerfið. Þannig yrði einungis búið til pappírsappar- at sem kæmi illa við sjúklinga. Sverrir Bergmann læknir í Reykjavík benti á að athuga mætti hvað göngudeildir spítalanna kost- uðu. Ef þær væru lagðar niður mætti minnka kostnað mikið án þess að skerða þjónustu, þar sem hana mætti fá mun ódýrari á einka- stofum. Hann sagði þá skoðun, að menn ynnu annað hvort á sjúkra- húsi eða stofu, byggjast á fullkom- inni vanþekkingu á ríkjandi að- stæðum. Hertar aðgerðir gegn skottulækningum Nokkrar ályktanir voru sam- þykktar á aðalfundi Læknafélags- ins. Meðal þeirra er áskorun á heil- brigðisyfirvöld um að herða aðgerð- ir gegn skottulækningum og fram- fylgja gildandi lagaákvæðum. „Ekki þarf annað en að opna dag- blað til að auglýsingar um allra- handa undrameðferðir blasi við. Þær geta valdið skaða, tafið eðli- lega meðferð og greiningu sjúk- dóms og eru oft fokdýrar," sagði Haukur Þórðarson. Þá komu fram ábendingar um að vinnutími lækna væri enn óhóf- lega langur, sérstaklega í ein- menningshéruðum og hjá aðstoðar- læknum á sjúkrahúsum. Nefnd var falið að kanna þetta og gera tillög- ur um úrbætur fyrir 1. desember. Rætt var um aðferðir til að varð- veita þagnarskyldu lækna þrátt fyrir fjárhagslegar athuganir á gjaldskrárinnheimtum. Ákveðið var að nefnd gerði tillögur um aðferð sem dygði til að vernda þagnar- skylduna þótt sjúklingabókhald væri skoðað. Guðni A. Hermansen listmálari látinn Guðni A. Hermansen, listmálari, lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja sl. fimmtudag, 61. árs að aldri. Guðni var fæddur í Vestmannaeyj- um, 28. mars 1928. Hann nam málaraiðn og starfaði við hana framan af en síðustu ár ævi sinnar helgaði hann sig listmálun og hélt fjölmargar sýningar á verkum sínum. Eftirlifandi kona Guðna er Sigríður Kristinsdóttir. Grímur. Guðni A. Hermansen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.