Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 19B9 Meistari firá- sagnastílsins Picassofuglar _________Myndlist_______________ Bragi Ásgeirsson Það verður á öllu séð, að Guðmund- ur Erró er kominn til landsins. Eins og stormsveipur, sem fer yfir og skekur undirstöður himinhvelfingar- innar, svo allar vættir fara á kreik og örlagaseiður er magnaður í mann- heimi. Það hefur og farið framhjá fæst- um, að maðurinn opnaði sýninguna á Kjai-valsstöðum sl. laugardag, enda var engin lognmolla yfir þeim at- burði. Um leið kom hann færandi hendi og gjöf hans til borgarinnar er stór í sniðum og voldug að um- fangi eins og athafnir mannsins sjálfs hafa verið fyrir framan dúka hans síðustu áratugi. Umdeildur, lofaður, lastaður, en þó af flestum viðurkenndur sem frá- sagnameistari málverksins. Myndir listamannsins segja nefni- lega alltaf sögu, og ekki eina sögu heldur iðulega ótalmargar á sama dúknum, samræmdar sögur, þver- stæðukenndar sögur, vélrænar sögur sem ástþrungnar, nálægar sem ijar- rænar, siðsamar sem siðlausar, frið- sælar sem ógnvekjandi, kaldar sögur sem lostafullar, fagrar sem ófagrar. En umfram allt sögur. — Erró er fréttaritarinn, sem ferð- ast um sögusvið listarinnar með pentskúf sinn að vopni og heggur ótt og títt á báða vegu. Farandsveinninn, er lagði út í heim með ævintýraþrána að leiðarljósi — metnað, menntunar- þrá og lífþorsta, svo og frómar óskir ættingja í malnum. Landkönnuður- inn, sem glímir við óravíddir hugar- flugsins og vefur tjöld sín, rauð, blá og græn, úr litum regnbogans. En umfram allt sögumaðurinn. Hann er málarinn, þræðir ekki troðnar slóðir, en eins og rífur þær upp, tætir þær til, býr til nýjan feril — vegaslóðir, troðninga, kennileiti. Fræðimaðurinn, sem skjalfestir at- hafnir sínar, stórar sem smáar, hvert skref í listinni, hvern andardrátt. Reiknimeistarinn, sem íhugar hina alvarlega ásjónu flatarmálsfræðinn- ar, en stökkar hlutina svo upp og skiptir niður í ótal einingar, magnar og blæs lífi í ásjónu hennar. Skrásetjarinn, er gaumgæfilega skjalfestir athugasemdir sínar, kiyfur handfastan verleikann allt um kring, varðveitir almennar sem efnismiklar fréttir úr nútíð og fortíð. En umfram allt skal saga sögð. Á sýningunni á Kjarvalsstöðum kynnir listamaðurinn okkur tvær hlið- ar listar sinnar, annars vegar fjóra tugi olíumynda, þar sem viðfangsefn- ið er af stásslegra taginu. Ýmis minni tengd nútíð og fortíð og yfir þeim er nokkurs konar fjarrænn, blíður og ástþrunginn blær. Hins vegar níutíu myndir málaðar með sérstöku teygj- anlegu lakki, sem bregða upp ótal myndum úr listasögu aldarinnar, eins konar uppstokkun brotabrota, eða myndkoita, sem býr yfir sérstökum og andhverfum lögmálum. Auk þess er á sýningunni myndin „Odelscape", sem er alveg sér á báti og kynnir allt aðra hlið á listamannin- um og telst vafalítið listrænn há- punktur hennar. Sú mynd hefur verið sýnd áður og er hér með vegna þess að henni hefur verið ætlaður staður í Borgarleikhúsinu og telst að vissu marki hluti hinnar höfðinglegu gjaf- ar. Það er ekki aðeins myndefnið í hinum tveim myndröðum sem er ólíkt, heldur og efnistökin, áferðin er allt önnur og viðfangsefnin eru lögð öðruvísi fyrir, þótt kjarni myndhugs- unarinnar sé kannski ekki ósvipaður. Það er einmitt það sem einkennir list Errós, eins og allra markverðra lista- manna, að frumkjarni listsköpunar- innar er alltaf svipaður, þótt mynd- efnin kunni að vera margvísleg og sundurleit. Hann þróaði snemma með sér ákveðna klipptækni, sem fylgt hefur honum síðan, en sem greinst hefur í margar ólíkar kvíslir. Hann safnar að sér alls konar heimildum úr umhverfinu, dagblöð- um, myndablöðum, tímaritum, ljós- myndum og yfirhöfuð öllu, sem hefur með myndveröld mannsins að gera í nútíð og fortíð. Flokkar þær niður og skipuleggur svo ákveðnar mynd- raðir og gefur þeim nöfn við hæfi. Einkenni þessara myndraða eru framar öðru hvemig hann leiðir sam- an ótal andstæður í sömu myndröð- inni, en heldur sig þó alltaf við einn gmnntón eða stef. Það er mikilvægt til skilgreiningar að vísa til ummæla hans sjálfs, þegar hann er að fjalla um hugtakið stíl: „Margir halda því samt fram, að til sé „Erró-ískur“ stíll; hvort sem ég tileinka mér ítalskt barrokk eða kalda fagurfræði 20. aldarinnar, þá ein- kennast myndir mínar af minni skrift, mínu myndmáli. Auðvitað hefur það komið fyrir þegar ég hef séð aftur eldri málverk, að ég skynji þau sem hluti mjög nátengda mér, jafnvel þó mér finnist almennt vera alger ringul- reið í því, sem ég er að gera. Á slíkum augnablikum skynja ég vissulega ákveðna tilfinningu eða andmmsloft, sem maður gæti kannski tengt þess- um hugmyndum um stíl.“ Að hans áliti er það tæknin, sem ákvarðar stílinn." Hann segir einnig: „Ég endurtek það, sem ég hef oft sagt, að það er ekki mitt að útskýra mín málverk. Það er áhorfandans að draga þær ályktanir, sem honum líkar eða að sundurgreina forsendurnar." Erró leggur það sem sagt í hendur skoðandans að leggja sinn eigin skiln- ing á verk sín og það gera nú flestir málarar, en í þessum ummælum hans felst þó viss broddur, viss aðvörun um að marka ekki myndunum ákveð- inn fræðilegan bás. Listamaðurinn skynjar hættúna á því, að bæði hinn almenni skoðandi sem hinir upplýstari alhæfi myndmál- ið og afgreiði það um leið. En það er einmitt rangt, því að hér er um tímalausa rökræðu að ræða, sem hver og einn getur tekið þátt í á þann hátt, sem hann skynjar mynd- málið. Öll alhæfing lokar nefnilega fyrir möguleika hugarflugsins til óheftrar útrásar. Og hann leggur áherslu á, að málverkin haldi leyndardómum sínum, gangverkið sé ekki augljóst og staðlað, heldur sé kjarni þess og Blygður aðal, dularfull tengsl við eigið tján- ingaform. Honum er vel ljóst eins og fleiri málurum, að það má skilgreina mynd- verk án þess að afhjúpa þau og að listin missir leyndardóma og lífsmögn sín, þar sem skilgreiningin verður aðalatriðið, en myndmálið eins og hreint aukaatriði. Og þó gengur hann minnst út frá þeim fagurfræðilegu gildum í út- færslu málverka sinna, er markast af pensilstrokunum, mismunándi áferð, blæbrigðum litanna, ólíkum vinnubrögðum og áherslum. Þetta allt virðist ekki liggja fyrir honum frekar en hið hreina málverk og á þessu átta sig ekki allir starfsbræður hans. En þessi sérstöku og vélrænu vinnubrögð gefa honum hins vegar einmitt svigrúm til að margfalda af- köst sín og magna upp enn fleiri myndveraldir. Þetta eru þannig ekki málverk í venjulegum skilningi, heldur mynd- verk, sem segja hugmyndaríka sögu af málverkum annarra, myndveröld- um nútímans og fyrri tímaskeiða í einni allsheijar uppstokkun gilda og með hina ríku, sjálfsprottnu kennd fyrir óvæntum andstæðum að Ieiðar- ljósi. I miklu og glæsilegu uppsláttar- riti núlista aldarinnar „L’Aventure au XXe Siecle" — Ævintýri á tuttug- ustu öld, sem Jean-Louis Ferrier hef- ur ritstýrt, og sem ég rakst á í París og keypti að bragði án þess að vita, að Erró væri þar getið, eru stuttir kaflar um helstu viðburði hvers árs. Tvær litmyndir eru á síðu 786 ásamt stuttum textum og er þar greint frá tveimur listamönnum, — kraftinum í myndum Monory „La dynamite de Monory" og að Erró hafi málað mynd af Picasso á árinu og fylgir mynd af listaverkinu. Þar segir einmitt í lok textans: „Erró est l’un des maitres de la figuration narrative," — Erró er einn af meisturum fígúratívrar frásagnar". Þetta skýrir sig sjálft og hér þarf litlu við að bæta, en sér- staða hans felst ótvírætt í hinni ríku þörf fyrir að segja sögu í myndmáli. Guðmundur Guðmundsson frá Kirkjubæjarklaustri er þannig frá- sögumaðurinn í íslenzkri myndlist og heimslistinni um leið — frá fyrstu tíð voru myndir hans mörgum framandi vegna hinnar ríku frásagnarþarfar, en hér var hann einmitt í miðju sjón- rænu ævintýri tuttugustu aldarinnar. Þeim sjónrænu furðum, sem stöðugt hafa orðið ágengari. Erró vakti þannig upp liina beinu myndrænu frásögn. — dömubindi við allar aðstceður, allt tímabilið. 'f 5 V* // Libresse bindið er lagað að línum líkamans, er þægilegra og öruggara auk þess að vera eingöngu framleitt úr náttúrulegum efnum. | KAUPSEL l HF. Laugavegur 25 - Box 595 -121 Reykjavík Sími27770

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.