Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1989 „í tilefhi af degi heyrnarlausra“ eftir Sigurlínu Margréti Sigurðardóttur Á morgun, sunnudaginn 24. sept- ember, er „Dagur heyrnarlausra". í þessari grein ætla ég að reyna að skýra hvað „Dagur heyrnar- lausra" er. Víða erlendis tíðkast að hafa slíka daga og kallast þá „Deaf day“ í enskumælandi löndum og á Norðurlöndum kallast slíkir dagar „Dövas dag“. Hér á landi hefur siíkur dagur ekki verið haldinn há- tíðlegur meðal heyrnarlausra og ekkert orð hefur verið til fyrir slíkan dag, en ég tel við hæfi að kalla hann „Dagur heyrnarlausra". Heyrnarlausir/skertir hérlendis er minnihlutahópur sem í eru um 300 einsáklingai' sem hafa skerta eða enga heyrn. Flestir í þessum hópi tjá sig með táknmáli, sem er þeirra aðalmál. Þessum hópi finnst flest í þjóðfélaginu vera hindrun fyrir sig, og þá fyrst og fremst vegna þess hversu fáir heyrandi eru í stakk búnir til að tjá sig við heyrn- arlausa/skerta. Með öðrum orðum, þessum hópi finnst þeir vera „út- lendingar" í sínu eigin landi. Málefni heyrnarlausra/skertra er málaflokkur sem þarf sérstaka meðhöndlun. Það þarf sérstaka stofnun til að ijúfa það bil sem er á milli heyrnarlausra/skertra, sem tala táknmál, og hinna heyrandi, sem tala talað mál. Hvernig á að leysa þetta vandamál? Í mínum huga, og ég er heyrnarlaus, ættu allir að læra táknmál. Ef til vill finnst heyrandi fólki að allir heyrn- arlausir/skertir eigi að læra talað mál og hætta að nota táknmál?! Nei, varla er það gerlegt. Til að leysa svona vandamál má alltaf fara milliveginn, eins og raun- ar er með flest þau vandamál sem ekki eru auðleysanleg. Það þarf að koma á fót sérstakri miðstöð sem kalla mætti „Samskiptamiðstöð". Þessi Samskiptamiðstöð mun og á að þjóna þessu samskiptavanda- máli. Hlutverk hennar er og verður að sjá um kennslu táknmáls fyrir þá hópa sem hafa hvað mest sam- skipti við heyrnarlausa/skerta, svo sem foreldra heyrnai'lausra/skertra barna, aðstendendur þeirra, kenn- ara, vinnuveitenda og annarra sem hafa samskipti við heyrnar- lausa/skerta, og svo má auðvitað ekki gleyma þeim sem hafa áhuga á táknmálinu. Það þarf að útbúa kennsluefni fyrir þessa hópá og til að það sé hægt þarf að rannsaka táknmálið út í ystu æsar til að það verði kennt rétt, en íslenska táknmálið hefur ekkert verið rannsakað. I Sam- skiptamiðstöðinni færi einnig fram menntun túlka, en mikil eftirspurn er eftir túlkum fyrir heyrnar- lausa/skerta og má sem dæmi nefna að það þarf táknmlastúlka til að túlka fyi'ir heyrnar- lausa/skerta í skólum og við hinar ýmsu félagslegu aðstæður. Samskiptamiðstöð þessi hefur verið í umræðu hjá Félagi heyrnar- lausra í langan tíma og nú síðari ár hjá ráðuneytunum og nú styttist í að miðstöð þessi verði að veruleika og þá verður stórt skref stigið í átt að bættri þjónustu fyrir heyrnar- lausa/skerta. Þegar Samskiptamiðstöðin verð- ur komin í gagnið og hefur mennt- að túlka þá stöndum við frammi fyrir nýju vandamáli. Hver á að greiða laun túlksins? Þetta er stór spurning sem ég hef oft spurt sjálfa mig og fæ alltaf sama svarið. „Nei, það er ekki ég, því þá væri ég að borga fyrir að vera heyrnarlaus." í mínum augum og huga er það hið opinbera sem á að borga þessa þjón- ustu. Sumum mun sjálfsagt finnast þetta frekt, en svo er alls ekki. Táknmálstúlkur er í raun heyrn og rödd hins heyrnarlausa/skerta. Hann miðlar samskiptum milli Sigurlín Margrét Sigurðardóttir „Það þarf sérstaka stofnun til að rjúfa það bil sem er á milli heyrn- arlausra/skertra, sem tala táknmál, og hinna heyrandi, sem tala talað mál.“ heyrnarlausra/skertra og heyrandi og rífur þar með þann múr sem hingað til hefur verið helsta hindr- unin í samskiptum heyrnar- lausra/skertra og þeirra sem eru heyrandi. Ég hef fundið í starfi mínu sem félagsmálafulltrúi á skrif- stofu Félags heyrnarlausra að mjög mikil þörf er á túlkum og það verð- ur að leysa þetta vandamál eins flótt og hægt er, því þetta er mála- flokkur sem þoiir ekki frekari bið. Það er fleira sem heyrnarlaus- ir/skertir hafa lengi haft áhuga á að koma á fót og snerta einnig samskiptavandamálið, að er texta- símamiðstöð. Til að útskýra frekar hvað við er átt þá eru sambærileg- ar stöðvar í Noregi, sem heita 0149, í Danmörku er „Texttelefoncentral" pg í Svíþjóð er það „Föc“. Hér á íslandi æíti slík stöð að heita „Textasímamiðstöð" og vera í kerfi Pósts og síma. Það er þannig að ef sá heyrnar- lausi/skerti ætlar að hringja í heyr- andi aðila, sem ekki hefur textasíma eins og sá heyrnarlausi/skerti, þá er hringt fyrst í „Textasímamið- stöðina“ og beðið um samband við þann aðila sem hringja á til. Texta- símamiðstöðin er þannig milli- gönguaðili milli heyrandi og heyrn- arlausra/skertra í gegnum texta- símann án þess að þeir sem eru að „talast" við fínni fyrir návist þriðja aðila. Ég hef fengið að kynnast þessari þjónustu í Noregi og fannst það mikill munur að geta hringt án þess að þurfa að leita til þriðja aðila, þvi mér hefur alltaf fundist erfitt að þurfa að biðja aðra að hringja fyrir mig og veit ég að margir heyrnarlausir/skertir eru sammála mér. Heyrnarlausir/skert- ir eiga sín einkamál, rétt eins og hverjir aðrir, og það er óþægilegt að þurfa að leita til þriðja aðila þegar menn ætla að ræða slík mál í síma. Vonandi heyrir þetta vanda- mál fljótlega sögunni til með til- komu Textasímamiðstöðvar Pósts og síma. Mér finnst rétt á þessum degi að kynna fyrir almenningi hvað heyrnarlausir gera, hvað þeir vilja og hverjar kröfur þeirra eru. Vænt- ingar heyrnarlausra eru ekki frá- brugðnar væntingum annarra, öll viljum við gott líf og góð samskipti við alla. Mín skoðun er sú að heyrn- arlausir séu ekki að biðja um of mikið. Það kostar að sjálfsögðu sitt að framkvæma það sem hér að framan er talið en það ætti varla að verða þjóðfélaginu ofviða. Það er alltaf hægt að framkvæma það sem vilji og skilningur er fyrir. Þegar ég segi vilji og skilningur fvrir hendi þá á ég við, að við sem erum heyrnarlaus/skert fáum ekki neitt „frítt“ eins og þeir sem eru heyrandi og geta notið hljóðsins af öldum ljósvakans og alls þess sem er hljóðrænt. Ég segi að þeir fái það „frítt" vegna þess að mér hefur ekki tek- ist að fá annað orð yfir það að heyrandi aðili vaknar á morgnana við hljóð vekjaraklukkunnar, hvort það er mjúkt eða hart veit ég ekki. Hann kveikir á útvarpinu, hlústar á tónlist eða nýjustu fréttir, fer af stað í vinnuna í bílnum sínum og hlustar á útvarpið og fær fleiri frétt- ir af því sem er að gerast hér á landi og úti í heimi. Ef hann ferð- ast með strætisvagni í'vinnuna þá er útvarpið í gangi þar eða þá að hann getur hlustað á það sem fólk- ið fyrir framan hann eða aftan er að tala um. Þegar í vinnuna er komið, sama hvort það er á skrifstofu eða í verk- smiðju, þá er útvarpið á og vinnufé- lagarnir eru að ræða um eitthvað stórkostlegt eða sorglegt sem gerð- ist í gær. Þegar fréttaskammti vinnufélaganna er lokið tekur vinn- an við og jafnframt er útvarpið á þannig að menn geta fylgst vel með því sem er að gerast og eru við- ræðuhæfir í matar- og kaffitímum. Þegar heim kemur tekur sjónvarpið við og fréttaskammtur dagsins er endurtekinn og síðan læðist ef til vill góður fréttaskýringarþáttur inn í dagskrána eða íslenskt leikrit og ekki má gleyma ómældum tónlistar- skammti sem heyrandi aðilar hafa fengið allan daginn. Ekki má heldur gleyma öllum samræðum, hvort sem þær eru nú skemmtilegar eða ekki, og allt það sem heyrandi geta notað símann. Upptalningin er endalaus. Hvernig er dagurinn hjá þeim heyrnarlausa/skerta? Hann vaknar við hristing vekjaraklukkunnar og fer á fætur, þögn. Fer í vinnuna á bílnum sínum eða í strætó, þögn. Þegar í vinnuna kemur heilsar hann vinnufélögunum og talar smá við þann sem hann hefur mikil sam- skipti við á vinnustaðnum, þögn. Fer að vinna, þögn. Fer heim og fær sinn fréttaskammt á lesmáli í blaðinu sínu, horfir á sjónvarpið, já fréttaágrip í fimm mínútur, búið. Síðan koma aðalfréttirnar, horfir á myndir og dauðlangar að vita um hvað verið er að ræða í fréttinni. Hvernig gerðist þetta? Hvað kom fyrir? En, engin svör, að minnsta kosti ekki núna. Kannski í blaðinu á morgun. Þetta er það sem ég er að reyna að útskýra með orðinu „frítt" og fann ég ekkert betra orð fyrir þetta. Það má með sanni segja að heyrnar- lausir/skertir séu mjög fjölmiðlaein- angraðir, og þannig hefur það alltaf verið. En það þarf ekki að vera svo. Það má breyta þessu með því að bjóða heyrnarlausum/skertum betri þjónustu í þjóðfélaginu í gegn- um Samskiptastöðina, borga túlka- þjónustu ef heyrnarlaus/skertur aðili þarfnast slíkrar þjónustu, og með því að fá Textasímamiðstöð. Að sjálfsögðu kemur þetta ekki allt í einu og er ég vissulega þakk- lát fyrir að Samskiptamiðstöðin kemst í gagnið mjög bráðlega og er hún fyrir mér upphafið að því sem koma skal. Þennan dag á að gera minnis- stæðan fyrir framtíð heyrnar- lausa/skerta og minnast þess sem hefur áunnist á þeim árum sem Félag heyrnarlausra hefur starfað og einnig verðum við að hafa í huga að það eru ekki mörg ár síðan heyrnarlausir/skertir fóru að leita réttar síns og krefjast þess sem þeim fannst þeim bera, í stað þess sem þeir fara á mis við. Þegar talað er um rétt heyrnar- lausra/skertra er alltaf best að hafa heyrnarlausa/skerta með í ráðum því það eru þeir sem hafa reynsl- una. Reynsluna af því hvað heyrn- arleysið/skerðingin getur gert, og gerir þeim, og hvað hamlar sam- skiptum. Éf þeir sem þetta lesa finnst ég vera harðorð þá vil ég taka það fram að það var ekki ætlunin, enda myndi slíkt ekki hjálpa, frekar en að vera með einhver blíðmæli og vera undirgefin þeim heyrandi. Þetta er aðeins minn stíll og ber að hafa það í huga. Ilöíundur er félagsmálaliilllrúi Félag-s Iieyriiarlausra. Slökkvum sparifjárbáliö Opinn fundur um skattiagningu vaxtatekna almennings Fundurinn er haldinn sunnudaginn 24. september 1989 í Súlnasal Hótel Sögu kl. 14.00. DAGSKRÁ Kl. 14.00 Setning fundarins Othar Örn Petersen, hrl., varaformaður Samtaka spari- fjáreigenda Kl. 14.15 Þrjú stutt framsöguerindi Ólafur Nilsson, löggiltur endurskoðandi Guðríður Ólafsdóttir, Félag eldri borgara Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra Kl. 14.40 Hver er stefna stærstu stjórnmálaflokkanna varðandi skattlagningu vaxtatekna almennings? Hringborðsumræður og spurningar úr sal undir stjórn Ingva Hrafns Jónssonar. Þátttakendur: Alþýðubandalag: Ólafur Ragnar Grímsson Alþýðuflokkur: Jón Sæmundur Sigurjónsson Framsóknarflokkur: Steingrímur Hermannsson Kvennalisti: Þórhildur Þorleifsdóttir Sjálfstæðisflokkur: Þorsteinn Pálsson Kl. 16.00 Almennar umræður (eins og tími leyfir). Fundarstjóri: Kristján Gunnarsson, fyrrverandi fræðslustjóri í Reykjavík Sparifjáreigendur og aðrir áhugamenn um sparnað eru hvattir til að mæta og kynna sér hvað er raunverulega að gerast í skattamálunum o.fl. Samtök sparifjáreigenda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.