Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 32
MoáciJ.NBLADIÐ LAUGÁRDAGUK 23. SÉPTEMBER- í989. Minning: Hallfríður Sveins- dóttirfrá Súðavík Fædd 3. nóvember 1910 Dáinn 14. september Hún elsku Fríða amma er dáin. Við minnumst með mikilli gleði allra góðu stundanna í sveitinni hjá ömmu og afa í Súðavík, þegar við vorum yngri. Alltaf var jafn gaman að koma vestur til þeirra á sumrin og að sama skapi erfitt að kveðja þau þegar haldið var suður aftur. Okkur þóttu því öllum mjög ánægjulegt þegar afi og amma ákváðu að flytja í Mosfellsbæinn 1983, því þá gætum við heimsótt þau oftar. Vissulega urðu heim- sóknirnar fleiri en áður en aldrei of margar. Amma og afi-kunnu vel við sig hér fyrir sunnan og sætu sig furð- anlega vel við veruna hér, svona langt frá Súðavík. Afi hefur dvalist á Reykjalundi í u.þ.b. 3 ár og var amma því mikið ein. Hún fór næst- um dag hvern og heimsótti hann, sat hjá honum þó hann virtist vegna + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐLAUGUR UNNAR GUÐMUNDSSON, Lönguhiíð 3, lést 21. september. Reykjavik, Útförin auglýst siðar. Börn, tengdabörn og barnabörn. Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir okkar, GUÐNI AGNAR HERMANSEN, Vestmannaeyjum, lést 21. s'eptember sl. Sigríður Kristinsdóttir, Jóhanna Hermansen, Ágúst Birgisson, Kristinn Hermansen, Guðfinna Eggertsdóttir. + Móðir okkar, KRISTÍN PÁLSDÓTTIR PENSEL, lést í Borgarspítalanum fimmtudaginn 21. september. Jarðarförin auglýst siðar. Edward Pensel, Michael Pensel. + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTIN B. NÓADÓTTIR, Bjarnarstíg 9, lést að morgni 21. september. Jóel Jónsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn + Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, MAGNÚS SKARPHÉÐINSSON, Laugarásvegi 1, Reykjavík, lést 20. þessa mánaðar. Kristjana Bergmundsdóttir," Kristin Magnúsdóttir, Gunnar Daníelsson, Kolbrun Magnúsdóttir, Ormarr Snæbjörnsson, Þórdi's Magnúsdóttir, Jónas Snæbjörnsson, Magnús Magnússon. + Útför móður minnar, SIGURLAUGAR BJÖRNSDÓTTUR frá Veðramóti, verður gerð frá Dómkirkjunni i Reykjavík, mánudaginn 25. sept- ember kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Sam- band dýraverndunarfélaga íslands. Þorbjörg Bjarnar Friðriksdóttir. sjúkdóms síns ekki vita af henni. Höfðu margir á orði hve dugleg og þolinmóð hún væri. Amma var mjög dugleg kona, vildi allt gera sjálf og voru vandræði að fá að hjálpa henni og engan vildi hún ónáða að óþörfu. Síðastliðið ár var elsku ömmu erf- itt, hún átti við slæman sjúkdóm að stríða og leið miklar kvalir und- ir það síðasta sem við gerðum okk- ur ekki grein fyrir hvað voru miklar. Guð hefur tekið elsku Fríðu ömmu til sín og veitt henni þá hvíld sem hún þurfti og nú líður henni ekki illa framar. Við viljum með þessum orðum þakka elsku Fríðu ömmu fyrir allar þær ánægjulegu stundir sem við áttum með henni. Frá hennar innstu hjartarót ég hef því besta tekið mót. Nú veit ég fyrir víst, að þar, í verki sjálfur Drottinn var. (Höf. ókunnur) Barnabörn Það eru örlög þeirra sem ná háum aldri að sjá á bak mörgum félögum og samferðamönnum. Þeg- ar náð er sjötugsaldri er hópur jafn- aldranna farinn að grisjast og þynn- ist óðum úr því eftir því sem líður á áttunda tuginn. í þetta sinn lang- ar mig að festa á blað nokkur kveðjuorð vegna gamallar skóla- systur sem andaðist 14. þessa mán- aðar. Hallfríður Sveinsdóttur fæddist í Tröð í Álftafirði vestra 3. nóvember 1910. Hún var dóttir Sveins Jens- sonar og Jónu Tómasdóttur konu hans. Þar ólst hún upp. Hún stund- aði nám á Núpi í ungmennaskóla séra Sigtryggs Guðlaugssonar vet- urinn 1928-1929 og fyrsta vetur héraðsskólans 1929-1930. Þar varð okkar kunningskapur. Þetta var fámennur heimavistar- skólij nemendur um 30, hvorn vet- ur. I slíkum félagsskap kynntist fólk vel og hlýtur óhjákvæmilega að mótast af sambúð og starfí í þeim skóla, sem þannig verður til. Ungt fólk er jafnan reynslulítið og .íættir því til hvatvísi og nokkurs gáleysis. En á þeirri tíð a.m.k. var ungu fólki eiginlegra að taka af- dráttarlausa afstöðu og vildi gjarn- an hætta nokkru til. Og margt var talað um mannlífið, gildi sannra verðmæta og fánýti hégómans. Þarna var leitandi fólk. Hallfríður var góður nemandi. Óhætt má segja að hún stóð hvar- vetna jafnfætis þeim nemendum sem fremstir þóttu. Og hún lagði jafnan gott til mála, hún var góð stúlka, fremur hlédræg en traust. Hallfríður hvarf heim til æsku- stöðvanna. Þar giftist hún árið 1934 Þorvarði Hjaltasyni, sem líka var fæddur ÁlftfirðingUr. Þau unnu sitt ævistarf í átthögunum með ráðdeild og staðfestu, góðir þegnar sveitar- félags síns. Starfsdagur þeirra var að kvöldi er þau fluttu suður og settust að í Mosfellsbæ. Börn þeirra eru fjögur: Hjalti, Svavar, vélvirki í Reykjavík, bygg- ingahönnuður við embætti húsa- meistara ríkisins, Jóna, húsfreyja í Mosfellsbæ og Ásbjörn, bygginga- tæknifræðingur í Mosfellsbæ. Það eru 60 ár síðan við Fríða, — en svo nefndum við hana jafna, vorum saman á skólabekk. Eftir það voru samfundir okkar stopulir, — stundum nokkur ár á milli, — en dugðu þó til að varðveita hin gömlu kynni. Er það og mála sann- ast að um þá sem tengja vináttu sína sameiginlegri lífsskoðun eða lífsstefnu ér ekki tjarri iagi það sem Jón Trausti segir: Þótt oss skildi hábrýn heiðin heyrðum vér á hverjum degi hvert í öðrum hjartað slá. Guðni Ársæls- son — Kveðjuorð Guðni Arsælsson fæddist þann 16. nóvember 1924 í Eystri-Tungu í Vestur-Landeyjum. Hann var son- ur Ársæls Jónssonar frá Álfhólum í Vestur-Landeyjum og Ragnheiðar Guðnadóttur frá Eystri-Tungu í sömu sveit. Guðni var næst elstur 6 systkina ojg elstur sona Ragn- heiðar og Arsæls. Fimm barna þeirra eru á lífi. Heimilishagir hög- uðu því þannig til að faðir Guðna, Ársæll, var oft að heiman og sinnti störfum til sjós og lands. Á upp- vaxtarárum Guðna kom það því í hlut húsmóðurinnar, eins og títt var á þeim tíma, að sinna bústörfum jafnt sem heimilisstörfum. Snemma deildi Guðni ábyrgð með móður sinni á útiverkum og öðrum bústörf- um. Sinnti hann þeim af stakri alúð og samviskusemi og gekk ætíð glaður og jákvæður til verks hvað sem gera þurfti. Skylduræknin var honum í blóð borin og fylgdi hún honum ævi alla. Guðna féll frá fyrstu tíð sjaldan verk úr hendi og eftir því sem færi - gafst og annir heima fyrir leyfðu, hóf hann ýmiss konar störf sem til féllu í þéttbýlinu á Suðurnesjum. Lýsir það Guðna vel því athafna- semi hans var mikil. Er fram í sótti ákvað Guðni að læra trésmíðar. Hann hóf nám í húsasmíði í Reykjavík og lauk þar námi, en Reykjavík var starfsvett- vangur hans alla tíð. Hann kvænt- ist Guðrúnu Jóhannesdóttur úr Reykjavík og eignuðust þau tvær dætur sem báðar eru giftar, Ragn- heiði, búsett að Þverholtum á Mýr- um og Áslaugu, búsett í Kópavogi. Einnig ólu þau upp son Guðrúnar, sem hún átti fyrir hjónaband, Lárus Gíslason, en Guðni reyndist honum sem besti faðir. Barnabörnin eru nú orðin 7 talsins. Ógleymanlegar eru ferðir þeirra Guðna og Gunnu austur til okkar að Bakkakoti, hvort heldur ein sam- an eða með dætur sínar og nú síðar barnabörnin. Þar komu ætíð góðir gestir á bæ. Og hjálpsemi og at- hafnasemi Guðna fylgdi honum ætíð eftir og víða var verk að vinna. Handtökin eru mörg sem við eigum + Þökkum innilega samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför, GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Hólmgarði 6. Sigríður Bjarnadóttir, Kristín Bjarnadóttir, Guðmundur Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, FRIÐBERGS KRISTJÁNSSONAR frá Hellissandi. Sérstakar þakkir til slysavarnadeildarinnar Drafnar á Stokkseyri. Guð blessi ykkur öll. Kristján Friðbergsson, Hanna Halldórsdóttir, Geir Friðbergsson, Hólmfríður Geirdal Jónsdóttir, Edda Friðbergsdóttir Bakke, Ole Bakke, Guðni Gils Friðbergsson, barnabörn og barnabarnabörn. Nú langar mig að tengja þess- um minningarorðum afmæliskveðju frá fyrri vetri okkar á Núpi. Þar var þessi líking: Fetar fannbreiður ferðamaður, leitar heimahúsa. Finnist honum þá í fárviðri skærust stjama stök. Ég veit ekki hvort þessi líking hefur átt að tjá annað en gildi þess að eiga sér leiðarstjörnu, vísbend- ingu á vegi. Nú sýnist mér að hún gæti um leið vísað til þess að lífsfer- ill manns er leit að leiðinni heim, þangað sem maður á heima, er með sjálfum sér, nýtur sín og nær eðli- legum þroska. Við vissum það fyrir 60 ánim að margt var á hverfanda hveli og vænta mætti mikilla breytinga. Við vildum sjálf eiga hlut að þeim að nokkru. Hitt sáum við alls ekki fyr- ir hversu örar og stórkostlegar breytingar yrðu þessi 60 ár sem orðið hafa mesti breytingatími í sögu þjóðarinnar. Samt tek ég hér upp þessi 60 ára gömlu kveðjuorð: Breytast hugsanir breytist þekking breytast vinnubrögð. Þó eru alltaf eins innstu kenndir. Þakka hlýt ég þér. Ég veit að það eru margir aðrir en ég sem nú vilja taka undir síðustu orðin og þá auðvitað einkum þeir sem nánastir voru og best þekkja til. Ekkert er meira virði en að njóta samfylgdar þeirra sem með orðum og athöfnum vísa til vegar. Slíkum gæfumönnum er gott að hafa kynnst og mega fylgja. Þakka hlýt ég Hallfríði. H. Kr. honum að þakka og víða á heimilum okkar bera þau honum fagurt vitni. Stutt var í bóndann og búmanninn Guðna og ekki er grunlaust um að bústörf hafi skipað háan sess í huga hans. Kom það vel í ljós þegar lagt var á hest og riðið út á mýrar að gá til kinda eða skoða hross. Geisl- aði þá gleði og ánægja af honum svo unun var með honum að vera. Þótti mörgum ungum manninum merkilegt og gaman að hlusta á frásagnir hans og njóta samvista við þennan lífsglaða mann. Guðni var góður heim að sækja og gestrisinn með afbrigðum. Eru það ófáar gleðistundirnar, sem við höfum átt, öll sem eitt á heimili þeirra hjóna. Guðni var mikill heimilismaður og voru þau hjón samhent í að skapa notalegt andrúmsloft í kring um sig. Guðni var góður söngmaður og kunni ógrynnin öll af ljóðum og vísum, og sögur um menn og mál- efni voru honum tamar. Lét hann oft gamminn geisa í söng og frá- sögn svo ungir sem gamlir skemmtu sér innilega og var þá stutt í hlátur og kæti allra nærstaddra. Það má með sanni segja að þar sem Guðni fór, fór litríkur persónuleiki og lif- andi maður. Nú er Guðna sárt saknað, en minningin um indælan og hlýjan mann fylgir okkur um ókomin ár. Við biðjum góðan Guð að styrkja Guðrúnu, börn, tengdabörn og barnabörn við fráfall Guðna Ár- sælssonar. Jón, Þóra og börn, Bakkakoli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.