Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1989 17 Haukur Vilhjálmsson Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim sem glöddu mig meö heimsóknum, gjöfum, blóm- um og skeytum í tilefni áttatíu ára afmœlis míns. Lifið heil. María Kristjánsdóttir, Austurbrún 4, Reykjavík. Innilegustu þakkir til allra, sem geröu mér áttugasta afmœlisdag minn 13. september sl. ógleymanlegan á allan hátt. Guð blessi ykkur öll. Asgeir Erlendsson, Hvallátrum. HRAÐLESTUR - NÁMST/EKNI Viltu margfalda lestrarhraða þinn og bæta eftirtekt þína við lestur alls lesefnis? Viltu bæta árangur þinn í námi? Viltu lesa meira af góðum bókum? Svarir þú játandi, skaltu skrá þig strax á næsta hraðlestr- arnámskeið sem hefst þriðjudaginn 26. september nk. Skráning alla daga ísíma 641091 og 641099. HRAÐLESTRARSKÓLINN. Dagur heyrnar- lausra 24. september er dagur heyrnar- lausra víða um heim. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi dagur er hald- inn hátíðlegur af heyrnarlausum hér á landi. Á þessum degi er við hæfi að vekja athygli á lífi og störf- um heyrnarlausra í heyrandi heimi, þar sem heyrn og tal er svo snar þáttur í öllum samskiptum manna. Eins og allir vita er táknmálið okk- ar móðurmál og er það sú tjáningar- aðferð sem við notum okkar á milli. Starfsemi Félags heyrnarlausra hefur farið vaxandi á undanförnum árum. Þó verða ekki nefnd í þessu ávarpi þau mörgu málefni sem við vinnum að. Hins vegar vil ég senda kveðjur til þeirra sem lagt hafa félaginu lið og þakkir til lands- manna fyrir góðan stuðning við happdrætti félagsins á liðnum árum. Með stuðningi við félagið finnum við til þess velvilja sem okkur er svo dýrmætur og jafn- framt veitist okkur tækifæri að vinna áfram að framfaramálum okkar. Með kveðju. Haukur Vilhjálmsson Formaður Félags heyrnarlausra Heilbrigðisskýrslur 1984-85: 2.200 fædd- ir umfram látna 1985 Landlæknisembættiö hefur gef ið út Heilbrigðisskýrsiur 1984-85 Samkvæmt þeim vóru lifand: fæddir árið 1985 3.856 talsins er, látnir 1.655. Ævilíkur Islendinga þetta ár vóru 74,7 ár hjá körlum og 80,2 hjá konum. Helztu dánar- orsakir þessi ár: hjartasjúkdómar, krabbamein, æðabólga, lungna- bólga og slysfarir. Fjöldi starfandi einstaklinga í heil- brigðisstéttum árið 1985: læknar, sem höfðu lækningaleyfi á íslandi, 932, þar af 685 búsettir í landinu, tannlæknar 222, hjúkrunarfræðing- ar 1579, sjúkraliðar 1114, sjúkra- þjálfar 133, meinatæknar 227, rönt- gentæknar 53, ljósmæður 189, fé- lagsráðgjafar á sjúkrastofnunum 33, þroskaþjálfar 127 og iðjuþjálfar 35. Fimm algengustu dánarorsakir 1985: hjartasjúkdómar (584 látnir), krabbamein (396), æðabilun (163), lungnabólga (138) slysfarir (101). Arið 1985 vóru íslendingar 242.090 talsins, þar af búandi í Reykjavík 89.870 eða 37,1%. Hjónavíglsur ársins vóru 1.252 en lögskilnaðir 543. Lifandi fæddir 3.856 eða rúmlega 16 á hvert þús- und landsmanna. Þetta ár létu 64 lífið í slysum. Þar af drukknuðu 14 og 24 létust í um- ferðarslysum. Sjálvsvíg vóru talin 32. VIIST ÞÚ HVERT LEIÐIN LIGGUR? Miklar breytingar hafa veriö geröar á Miklatorgi í sumar. Hringtorgiö er horfið og í staðinn koma krossgatnamót með umferðarljósum. Bústaðavegurinn tengist nú beint við Snorrabraut. Skógarhlíð verður botngata. Hin nýju gatnamót auðveida umferð milli Austur- og Vesturbæjar og einnig umferð að Miðbænum. Öngþveiti, sem oft myndaðist við Miklatorg ætti að vera úr sögunni. Borgaryfirvöld vona að þessar breytingar henti vegfarendum og hvetja þá til að kynna sér leiðavalið og sýna aðgæslu meðan þeir venjast breytingunum. 6 ATNAMÁLAST JÓRINN í REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.