Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBMÐIÐ MUGARDAGUR 23: SEPTEMBER 1989|‘; Minning: Stefanía Gissurar- dóttir, Hraungerði Fædd 9. febrúar 1909 Dáin 1. september 1989 Þegar mér barst fregnin um and- lát vinkonu minnar, frú Stefaníu Gissurardóttur, vígslubiskupsfrúar, urðu fyrstu viðbrögð mín þau að efast um að þetta gæti verið rétt. Mér fannst einhvern veginn að dauðinn gæti ekki átt við um hana, svo afskaplega lifandi eins og hún var. Þó hafði mér skilist, þegar við heimsóttum hana á Vífilsstaði nokkrum dögum fyrir andlát henn- ar, að þess væri ef til vill ekki langt að bíða, að hún hyrfi okkur. En hún var svo lifandi og glöð, eins og hún átti að sér, talaði um að drífa sig heim sem fyrst og undirbúa að fara á elliheimili og ég hygg, að hún hafi hlakkað til þess, svo félagslynd sem hún var. Hún var jafn áhuga- söm um hagi okkar og ávallt fyrr, spurði um ýmsa þætti og fylgdist fullkomlega með öllu í smáatriðum. Og þegar við kvoddum hana, leysti hún okkur út með stóreflis konfekt- kassa. Fáum, sem ég hefi þekkt, lét betur að gefa, en frú Stefaníu. Gjaf- mildi hennar var einn íjölmargra fagurra eðliskosta hennar, að eiga til ýmislegt góðgæti til þess að víkja að öðrum. Venjulega er sjúklingn- um færður einhver glaðningair, en í tilfelli frú Stefaníu snerist þetta við, slík höfðingskona var hún. Þeg- ar við fórum að finna hana í Ártún- ið austur á Selfossi var sjaldnast við það komandi, að við færam tóm- hent heim. Hún gat átt það til að víkja að manni stærðar laxi, svína- kjötsvefju eða nautatungu, svo að ekki var annað fyrir hendi en slá upp veislu úr föngunum. I samskiptum við frú Stefaníu hafði maður aldrei á tilfinningunni, að þar færi eldri kona. Hún var síung með sinn skæra hlátur og sín bláu augu, sem vora í senn athugul og glettin, en líka þegar við átti full hluttekningar. Frú Stefanía var mjög falleg kona og sópaði að henni, hvar sem hún fór. Hún fór ekki varhluta af erfiðleikum lífsins og kraftar henn- ar vora teknir að þverra eftir að hafa alla ævi veitt forstöðu stóru og mjög gestkvæmu heimili. Samt var röddin og svipurinn sem ungrar stúlku. Í fyrra lá hún um hríð í sjúkra- húsi vegna aðgerðar á mjöðm. Þá er mér minnisstætt, hvað hún var lagleg, þar sem hún lá innan um hvít sægurfötin. Hún var líka mjög fljót að ná sér eftir þá aðgerð. En þá barði að dyrum sá sjúk- dómur, sem fæstir sigra. Haft er á orði um þau veikindi, að þau leggi ungt fólk fljótlega að velli, en eldra fólkið geti stundum átt lengra líf fyrir höndum, þótt þau hremmi það. En frú Stefaníu fór eins og unga fólkinu. Aðeins nokkrir mán- uðir liðu og þá var hún öll. Hún átti einkar gott með að umgangast ungt fólk. Sérstaklega minnisstætt er mér, þegar við hjón- in heimsóttum hana hinn 17. júní síðastliðinn. Þá gisti hjá henni son- ardóttir hennar. Unga stúlkan var að ráðgera að taka þátt í hátíðar- höldunum um kvöldið og var ekki alveg sammála ömmu sinni um eitt- hvert atriði. En alveg var aðdáunar- vert hvernig frú Stefanía fékk barnabarnið á sitt mál með lempni og sveigjanleika. Einhverju sinni í sumar leið kom- um við sem oftar í Ártúnið. Þá sat þar í eldhúsinu ungt par og drakk kaffi. Unga fólkið ræddi af fjöri við frú Stefaníu og var ekki annað að heyra en þau nauðaþekktu hana. Þegar þau vora farin, inntum við frú Stefaníu eftir því, hvort þetta hefðu verið barnabörn hennar. En hún kvað nei við því og sagði, að þetta hefði verið par, sem hefði verið að kaupa gamlan bíl, sem staðið hefði í bílskúrnum nokkur undanfarin ár. Svona var hún virk og hugmyndarík og heldur en víla fyrir sér hlutina framkvæmdi hún þá. En nú er frú Stefanía horfin okkur um sinn, gengin inn til fagn- aðar Herra síns. Hláturinn fallegi er hljóðnaður að sinni, en ég er þess fullviss, að hann hljómar nú þar sem hún er nú, heil og sæl og blessuð og þar sem Guð geymir hana og gleður að eilífu. Við, sem eftir lifum, minnumst með þakklæti yndislegrar konu, sem við stöndum í mikilli þakkar- skuld við. Og við þökkum Guði fýr- ir að hafa átt þess kost að verma okkur við arin frú Stefaníu Giss- urardóttur og geymum dýrmæta minningu um góðan vin og mikla konu. Við biðjum ættingjum hennar blessunar Guðs í bráð og lengd. Ágþista Ágústsdóttir Frú Stefanía á Selfossi, ekkja síra Sigurðar Pálssonar, vígslubisk- ups, hefur lokið ævistarfi, áttræð orðin, og snúið til hinna eilífu ijalla. -Spurt var af ærnu tilefni ekki alls fyrir löngu, hvað væri merkilegt við að vera prestur. Öll mannsævi er að sjálfsögðu stórmerkileg og ekki síður prests en annarra. En spyija hefði mátt einnig, hvað væri merki- legt við ævi prestskonu. Þeir, sem urðu kunnugir Stefaníu Gissurar- dóttur og því heimili, sem hún veitti ^ forstöðu, fyrst í Hraungerði, síðar á Selfossi, þurfa þó naumast að spyija. Nú er liðið nokkuð á níunda ár, frá því að fjölmenni var saman komið til þess að kveðja sjötugan kennimann, sem lengi hafði starfað í Árnessþingi, síra Ingólf Ástmars- son á Mosfelli. Þar var og staddur jafnaldri hans, síra Eiríkur J. Eiríksson á Þingvöllum, svo og vígslubiskupinn á Selfossi, síra Sig- urður Pálsson þá áttræður. Garpur- inn og höfðinginn Ólafur Ketilsson á Laugarvatni varp orðum á þessa menn og samkvæmið, einna síðast- ur, og var skorinorður. Honum þótti það furðu gegna og hin mesta ósvinna, að slíkum mönnum skyldi leyft og ætlað að setjast í helgan stein. Ekki lastaði hann yngri menn, en skilja mátti, að honum þótti sem allir væru þessir þrír enn brennandi í andanum, reiðubúnir til þjón- ustunnar við Guð og menn og svo skólaðir í lögum og leyndardómum Guðs og manna, að skörðin eftir þá yrðu seint og trauðla. fyllt. Hver ævidagur og starfsdagur líður að kvöldi, og nóttin kemur, þegar enginn getur unnið. Hér skal ekki fara mörgum orðum um daga þeirrar konu, sem ól upp stóran barnahóp sinn við naum kjör, var um áratugi húsfreyja á einhveiju mesta risnuheimili landsins, en mat þó ætíð ofar öllu að vera trú hinni heilögu köilun, standa við hlið préstsins, vera aðstoðarpresturinn hvern helgan dag í húsi Guðs, hvern dag í eigin húsi, á sorgar- og þreng- ingastundum jafnt sem á hátíðar- og gleðistundum, fagna með fagn- endum, gráta með grátendum. Svo létt var hún í lund, að hvern mann hreif, þó gædd miklum skap- hita. Kjarkurinn virtist óbilandi og atgervi fágætt. Svo fagra söngrödd hafði hún ung, að trúlegt er að dugað hefði prímadonnu á hvaða leiksviði sem var, ef kostur hefði verið menntunar. Svo ósérhlífin var hún, að aldrei varð hún of mikil virðingakona né of roskin til að ganga í hin verstu og örðugustu verk. Nokkuð var hún komin á sjötta tug ára, þegar yngri prestar úr Árnessprófastsdæmi stofnuðu til sumarbúða fyrir börn, fyrst í Haukadal, síðar á Laugarvatni og í Skálholti. Þá lét hún sem sjálfsagt væri, að heimili þeirra hjóna yrði eins konar skrifstofa og miðstöð þeirrar starfsemi. Hún annaðist að miklu Ieyti öll innkaup, fjárreiður, skráningu umsókna og fylgdi flest- um barnahópunum fram og aftur, heiman og heim. Var þá ætíð kátína mikil og söngur í kring um hana. Fagnandi kom. hún og fór. Þá gjöf gaf Drottinn frú Stefaníu með öðrum stórum gjöfum, að margur mun nú sakna umhyggju hennar og vináttu, þótt öldruð væri hún. Með virðingu og þökk fyrir langa samfylgd er hún kvödd. Drottinn varðveiti von og trú ást- vina hennar. Guðm. Óli Ólafsson Þegar móðir mín lést fyrir tæpum fimm áram og við systkinin, sem mörg voram búsett erlendis, kom- um heim til að vera viðstödd út- förina, beið okkar matarsending, heimalagaðar fiskibollur, frá vígslu- biskupsfrúnni á Selfossi, frú Stef- aníu Gissurardóttur. „Þetta var henni líkt,“ varð okkur að orði því þannig var það svo oft á tímamótum í lífi fjölskyldu okkar að Stefanía sýndi vináttu sína í verki með eftir- minnilegum hætti, oft á þann veg að fáum öðrum hefði dottið í hug að bregðast þannig við. Stefanía Gissurardóttir verður þeim er henni kynntust ákaflega minnisstæð kona. Hin mikla og fagra söngrödd hennar, einstæð gestrisni, óvenjulega gott skap sem birtist ekki síst í smitandi hlátri hennar; ákveðni og ósérhlífni voru allt eiginleikar sem gerðu hana eins og kjörna til að gegna hinu vanda- sama og þýðingarmikla hlutverki prestsfrúarinnar. Það var því engin tilviljun að Stefanía skyldi valin sem fulltrúí íslenskra prestskvenna er prests- konunni var helgaður þáttur í 50 ára afmælisriti Prestafélags Suður- lands. Viðtalið er séra Siguijón Ein- arsson átti þar við Stefaníu er merk heimild um kirkjusögu þessarar ald- ar því óhjákvæmilegt er að þeirra sæmdarhjóna dr. Sigurðar Pálsson- ar vígslubiskups og frú Stefaníu verði getið þegar kirkjusaga 20. aldar er skráð. Hraungerðismótin á árunum 1938 til 1942, sem þau hjónin héldu í túninu hjá sér um hágróandann og sótt voru af mörg hundruð manns, vora tákn þess að uppgjör var fyrir alvöru hafið við nýguðfræðina svokölluðu. En sú guðfræðistefna hafði verið næsta einráð hér á landi frá því upp úr aldamótum, ekki síst sökum hinna miklu áhrifa þeirra Jóns Heigasonar biskups og Haralds Níelssonar próf- essors. Séra Sigurður Pálsson var aldrei hrifinn af þeirri guðfræði. Átti hann sinn þátt í að annars konar guðfræði varð smám saman ríkjandi meðal íslenskra presta, og gætti áhrifa hans ekki síst á sviði helgisiðafræðanna, en þar var eng- inn_ íslenskur prestur jafnoki hans. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast Stefaníu allnáið og fínnst mér raunar að ég hafi alltaf þekkt hana. Frá því að ég man fyrst eftir mér var mjög náinn samgangur milli heimila foreldra minna á Selfossi og heimilis prestshjónanna. Heimili Stefaníu og séra Sigurðar við Ölfus- árbrú var mjög í þjóðbraut, og þar kynntist maður þessari einstæðu gestrisni þar sem alltaf virtist vera fullt hús af aðkomufólki. Var ekki laust við að velunnarar þeirra á Selfossi hefðu áhyggjur af að gesta- gangurinn á heimilinu myndi ganga of nærri bágbornum fjárhag prests- hjónanna en alltaf tókst Stefaníu úr litlum efnum að búa veisluborð handa gestunum. Þar fannst mér alltaf menningarlegur andi svífa yfir vötnum, og í endurminningu minni tengist hann mjög sterkt bæði hangikjötslykt og vindlailmi. Á heimili þeirra dvöldu oft og jafn- vel langdvölum ýmis stórmenni andans. Nægir þar að nefna menn eins og séra Friðrik Friðriksson, Sigurð Nordal prófessor, Ólaf Hansson sagnfræðinginn marg- fróða og Regin Prenter, hinn kunna danska prófessor, en trúfræði hans hefur lengi verið kennd við guð- fræðideild Háskóla Islands. Sem ungur arengur á Selfossi sótti ég ýmist sunnudagaskóla Norðmannsins Arnulfs Kyvik og hvítasunnusöfnuð hans eða hjá þeim Stefaníu og séra Sigurði í Selfosskirkju. Til þeirra hvíta- sunnumanna var eins yfir götuna að fara fyrir mig og var því á stund- um freistandi að stytta sér leiðina í sunnudagaskólann, en Selfoss- kirkja var í hinum enda bæjarins. Ég kunni vel við mig á báðum stöð- um og ekki er vafi á því að heim- sóknir mínar í þessi Guðs hús á Selfossi hafi fyllt mig mjög já- kvæðri afstöðu í garð kirkju og kristindóms, sem ætíð síðar hefur verið til staðar. Hvítasunnumenn eru þekktir fyrir sinn mikla söng en Stefanía hafði öragglega vinn- inginn yfír þá. í minningunni finnst mér líka sem Stefanía hafi yfirleitt gegnt stærra hlutverki í sunnu- dagaskólanum en sr. Sigurður og víst er að hún veitti honum ómetan- lega aðstoð við athafnir í kirkjunni hvort heldur var á sorgar- eða gleði- stundu. Stefanía var ein þeirra kvenna sem sagði það sem henni bjó í bijósti og framkvæmdi þær hugmyndir sem hún fékk. Man ég að ég heyrði stundum um það rætt á Selfossi að ef Stefaníu granaði að eitthvert ungt fólk væri að draga sig saman en hægt gengi þá ætti hún til að bjóða þessu fólki saman í mat og stuðla þannig að þeirri þróun sem hún vildi gjarnan að yrði. Stefanía hafði heilbrigðan metn- að fyrir hönd fjölskyldu sinnar. Hun lagði mikið á sig til að tryggja hag íjölskyldunnar og menntun barna sinna og í þeim tilgangi lét hún sig ekki muna um að vinna í timbri og skúra-gólf þó ýmsum fyndist slík störf fyrir neðan virðingu prests- frúarinnar. Það var til marks um hve Stef- anía og séra Sigurður bára hag krikjunnar fyrir bijósti, að þegar séra Sigurður hafði náð eftirlauna- aldri hélt hann frá Selfossi vestur að Reykhólum í Barðastrandarsýslu og þjónaði prestakallinu þar í fimm ár. Ég dvaldi hjá þeim ein jól þar vestra og er sú dvöl mér ákaflega minnisstæð. Þar kynntist ég á ný þessum serstaka helgiblæ sem um- lék heimili þeirra á hátíðarstundum. Séra Sigurður miðlaði ungum guð- fræðinema af sinni þekkingu og framsetningin var svo skýr og yfir- veguð, nánast með helgiblæ, og óhjákvæmilegt var annáð en hvert orð kæmist til skila. Og í Reyk- hjólakirkju hljómaði rödd Stefaníu jafn skært og í Selfosskirkju á áram áður og krafturinn við störf í þágu safnaðarins litlu minni en fyrr. Það t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁSGEIR ÞÓRÐUR SIGURÐSSON, Vallartúni 1, Keflavfk, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju í dag, laugardaginn 23. september, kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Guðrún Ármannsdóttir, Gunnhildur Ásgeirsdóttir, Halldór Vilhjálmsson, Sigurbjörg Ásgeirsdóttir, Hörður Helgason og barnabörn. duldist engum að þama fór mikil atorkukona. Að leiðarlokum vil ég láta í ljósi þakklæti mitt og fjölskyldu minnar, systkina og föður, fyrir kynnin af frú Stefaníu Gissurardóttur um leið og ég votta börnum hennar og öðr- um vandamönnum mína innilegustu samúð. Gunnlaugur A. Jónsson „Verið ávalt glaðir.“ Þessi orð Páls postula eru mér efst í huga er ég minnist frú Stefaníu Gissurar- dóttur, þegar kveðjustundin er upp- runnin. Hennar veganesti var guðstrúin og bjartsýnin öðru fremur. Kynni okkar hófust er hún tók sig upp með manni sínum, séra Sigurði Pálssyni vígslubiskupi, er hann þjónaði Reykhólaprestakalli á árun- um_ 1972 til 1977. Áður hafði ég heyrt þeirra hjóna getið í sambandi við Hraungerðis- mótin, en þau hjón stóðu fyrir þeim af miklum dugnaði. Eins hafði ég fregnir af fræðimannsstörfum séra Sigurðar Pálssonar og hafði hlýtt á erindi er hann flutti á tónlistarnám- skeiði í Skálholti. Samhent hjón tókust á við starf- ið í Reykhólaprestakalli, sem ung væra. Ferðast var út í Flatey, á Múlanes, í Gufudal og Garpsdal og embættað. Staðarkirkja vár þá orðin safn- gripur en messað þar einu sinni á ári. Á Reykhólum var oftast boðið heim í prestshúsið eftir guðsþjón- ustur. Þeim hjónum var einkar lag- ið að vera gestgjafar. Enginn var afskiptur. Allir nutu sömu gest- risni, sérstaklega séð um að þeir fötluðu hefðu sessunaut og borð- félaga og glaðværðin sat í fyrir- rúmi. Húsmóðurstörfin léku í hendi frú Stefaníu. Hún hafði lært sitt fag frá unga aldri. Hagsýni og góður smekkur fóru þar saman. Kirkju- gestum var boðið upp á ilmandi kaffi og heimabakað kaffibrauð. Stefanía átti fallega söngrödd og óspör á að taka lagið og lyfta líðandi stund á hærra svið. Þegar Stefaníu og Sigurð bar að garði var ætíð glatt á hjalla. Faðir minn, sem þá var orðinn blindur, óskaði eftir að nú væri „múciserað“ og síðan var sungið. Séra Sigurður miðlaði af fróðleik sínum að venju. Hnitmiðað mál lék honum á tungu svo unun var á að hlýða. Á þessum 5 árum er biskups- hjónin dvöldu hér á Reykhólum framkvæmdi séra Sigurður 4 prestsverk fyrir okkur og reyndar tvö þeirra með aðstoð sonar síns, séra Sigurðar Sigurðarsonar, sem jafnframt er góður fiðluleikari. Hann skírði, fermdi og jarðaði. í öllum þessum athöfnum tók frú Stefanía ríkulegan þátt. Hún kom að samhryggjast, upp- örva og gleðjast. Gestkvæmt var á heimili prests- hjónanna á Reykhólum. Oft dvöldu barnabörnin hjá þeim um tíma og þá var farið með þau út í náttúr- una; í beijamó og silungsveiði. Stef- anía saumaði og pijónaði á litlu vinina sína þegar henni gafst tími til. Kvenfélagið Liljan naut liðsinnis hennar og gjafmildi prestshjón- anna. Þau létu til sín taka í félags- málum er vörðuðu kirkjuna. Eftir að Stefanía og Sigurður voru flutt á Selfoss aftur stóð þeirra hús opið fyrrverandi sóknarbörnum. Er mér í fersku minni er land- búnaðarsýningin var haldin á Sel- fossi 1978. Þá reyndu þau hjón að ná til fólksins er sótti sýninguna héðan að vestan og bjóða þeim veit- ingar. Ef ráðamenn okkar íslendinga hefðu eiginleika þeirra góðu hjóna, Stefaníu og Sigurðar Pálssonar, þá væri okkar litla land og þjóð ekki á barmi vonleysis. „Verið ávalt glaðir.“ Með þessum orðum vil ég og fjölskyldan mín minnast frú Stefaníu. Við sendum aðstandendum hug- heilar samúðarkveðjur, Olína Kristin Jónsdóttir Fleiri greinar um Stefaníu Giss- urardóttur munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.