Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 19
Varmárvöllur opnaður í dag VARMÁRVÖLLUR í Mosfellsbæ verður formlega opnaður í dag. laugardag. Þetta er fullkominn írjálsíþrótta- og knattspyrnuvöll- ur og öll aðstaða fyrir frjálsí- þróttir lögð með gerviefni. Ekki voru þó lagðar á mottur heldur var efiiinu helt fljótandi yfir malbik. Snjóbræðslukerfi er und- ir innstu hlaupabrautinni allan hringinn og einnig undir at- rennubrautum fyrir langstökk, þrístökk og stangarstökk. Varm- árvöllur verður með fullkomn- ustu frjálsíþróttavöllum á landinu. Alþjóða frjálsíþrótta- sambandið hefur viðurkennt hann sem keppnisvöll. Að sögn Jóns Ásbjörnssonar, bæj artæknifræðings Mosfellsbæj ar, munu framkvæmdir við vallarhús heíjast fljótlega og verður þeim lok- ið fyrir næsta sumar en þá verður landsmót Ungmennafélaga íslands haldið á vellinum. Einnig er stefnt að því að fyrsta áfangi við stúku- byggingu verði lokið við það tæki- færi og mun völlurinn þá taka þús- und manns í sæti. Stúkan fullbyggð mun hins vegar taka um tvö þúsund manns í sæti. Heildarkostnaður við völlinn full- búinn og alla aðstöðu er talinn verða á bilinu 65-70 milljónir króna. Opnunarhátíðin hefst klukkan tíu fyrir hádegi í dag með undanrásum í fijálsíþróttakeppni. Klukkan 13 hefst sjálf vígsluathöfnin. Klukkan 14 heldur fijálsíþróttakeppnin áfram og klukkan 16 gefst almenn- ingi kostur á að prófa völlinn undir forystu skokkara og klukkan 16.30 er kaffisala í Hlégarði. Vetrarstarf Operunnar að heflast TÍUNDA starfsár íslensku óper- unnar hefst þann 7. október nk. Fyrst um sinn verður iialdið áfram sýningum á Brúðkaupi Fígarós eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Brúðkaup Fígarós var ft-umflutt í Óperunni þann 1. apríl sl. Þessi uppfærsla naut vinsælda síðasta vor. í vor stóð ekki til að halda áfram sýningum á Brúðkaupi Fígarós á því starfsári sem nú fer í hönd þar sem einn aðalsöngvarinn, Kristinn Sigmundsson, var að halda af landi brott. Var þá fyrirsjáanlegt að eng- inn yrði til að syngja hlutverk hans í óperunni. Þá rak á ijörurnar bandarískan baritónsöngvara, Keith Reed, og mun hann syngja hlutverk Almavíva greifa. Áætlaðar eru sex sýningar og hefst miðasala í dag. Þegar sýningum á Brúðkaupi Fígarós lýkur heijast sýningar á óperunni Tosca eftir Puccini. Hér er um að ræða gestasýningu frá norsku óperunni í Osló og leikstjóri og aðalsöngvarar eru þeir sömu og í Osló. Leikstjóri er Per E. Fosser og helstu hlutverk eru í höndum finnsku sópransöngkonunnar Margaritu Haverinnen, sem er eink- um þekkt fyrir túlkun sína á Toscu, Norðmannsins Stein-Arild Thors- son og Garðars Cortes. í minni hlut- verkum eru þeir Sigurður Björnsson og Viðar Gunnarsson. Kór Islensku óperunnar syngur með í verkinu og Bretinn Robin Stapieton stjórnar hljómsveit Islensku óperunnar. Robin hefur áður stjórnað hljóm- sveitum hér á landi. í janúar verða 1 Pagliacci eftir Leoncavallo og Carmina Burana eftir Carl Orff sett upp í íslensku óperunni í samvinnu við Þjóðleik- liúsið. 1 mars hefjst svo sýningar á óperunni Lucia di Lammermoor eft- ir G. Donizetti. MORGUNBLAÐIÐ LAU.GARDAGUR 23. SEPTEMBER 1989 Morgunblaðið/Júlíus Iþróttamannvirkin í Mosfellsbæ, en þar verður landsmót ungmennafélaganna haldið á næsta ári. VINNINGSLIÐIÐ FRÁ MAZDA.. ARGERÐ 1990 3NÝIR MAZDA 5 dyra Fastback Það óvenjulega er, að gerðimar eru nú misstórar og hafa gjörólíkt yfir- bragð, útlit og eiginleikaog er nánast ekki eitt einastastykki í yfirbygging- um þeirra eins. Helstu nýjungar eru: Stærri og rúmbetri en áður — 16 ventla vélar: 77, 90 eða 140 hestöfl — ALLAR gerðir með vökvastýri — GLX gerðir með rafmagnsrúðum og læsingum. 323!! ALLIR MEÐ 16 VENTLA VÉL OG VÖKVASTÝRI! „Allt er þegar þrennt er“ segir máltækið og má það til sanns vegar færa, því við kynnum 3 mismunandi geróiraf MAZDA 323. COUPE, SALOON og FASTBACK, nýjar frá grunni! SÝNINGARBÍLAR ÁSTAÐNUM Opið laugardag frá kl. 12-16 Vegna hagstæðra samninga verður MAZDA 323 á einstaklega góðu verði. Dæmi: 3 dyra COUPE 1.3L 16 ventla 77 hö. 5 gíra m / vökvastýri Kr. 698.000 4 dyra SALOON 1.6L 16 ventla 90 hö 5 gírá m/vökva- stýri, rafmagnsrúðum, raf- magnslæsingum og fl. Kr. 849.000 5 dyra FASTBACK 1.6L 16 ventla90 hö. 5 gíram/vökva- stýri, rafmagnsrúðum, raf- magnslæsingum og fl. Kr. 862.000 3 dyra 4 dyra Saloon • Fyrsta sending erá ieiðinni til landsins — SVO ÞAÐ MARG- BORGAR SIG AÐ BÍÐA EFTIR MAZDA ÞVÍ NÚ BÝÐUR ENG- INN BETUR!! BILABORG HF. FOSSHÁLSI 1, S. 68 12 99 (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.