Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1989 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Stofiiað til bókmenntaverð- launa A Ifyrradag var greint frá því að stofnað hefði verið til bók- menntaverðlauna í tilefni af aldar- afmæli Félags íslenskra bókaút- gefenda og bera þau heitið: ís- lensku bókmenntaverðlaunin, sem forseti íslands afhendir. Bók- menntunum verður seint eða aldr- ei gert nógu hátt undir höfði hjá þjóð, sem veit að rætur hennar liggja til afreksverka rithöfunda. Er skiljanlegt að bókaútgefendur hafi viljað minnast afmælis síns með veglegum hætti og kosið að stofna til samstarfs við forseta íslands í því sambandi. Sænska akademían var hér á ferð fyrir skömmu og vakti koma hennar verðuga athygli. Akadem- ían hefur meðal annars það hlut- verk að úthluta Nóbelsverðlaunun- um í bókmenntum og byggir í því efni að langri hefð. Þessi hefð og álit manna á þeim sem akademí- una skipa ráða miklu um virðing- una sem verðlaunum hennar fylg- ir. Lögð er áhersla á sjálfstæði akademíunnar og að hún sé ekki neinum háð. Eins og bókmennta- verk lúta eigin lögmálum gilda ákveðin lögmál vilji menn að verk- in séu vegin og metin með þeim hætti sem ber. Ástæða er til að draga í efa, að sú skipan sem Félag íslenskra bókaútgefenda hefur ákveðið að hafa á vali í dómnefnd vegna verð- launa sinna sé þannig sniðin að hún hæfi því hlutverki vel að dæma um gildi bókmennta sem listgreinar. Forsvarsmennimir vísa til Finnlands og telja að þar hafi svipað fyrirkomulag gefið góða raun. Aðstæður eru aldrei sambærilegar í íjölmennum þjóð- félögum og fámennum, þegar gengið er til þess verks að veita einstaklingum viðurkenningu. Höfum við íslendingar töluverða reynslu af því. Sérstaka athygli vekur, að „embætti forseta Islands" skipar fulltrúa í þær nefndir, sem eiga að vinna að úthlutun bókmennta- verðlaunanna. Hafi íslendingar verið viðkvæmir fyrir verðlaunum á sviði menninga og lista eru þeir einkar viðkvæmir fyrir því, ef þeim fínnst að embætti forseta íslands tengist með einhveijum hætti ákvörðunum, sem samrýmast ekki friðhelgi forseta. Orður og heið- ursmerki era veitt með atbeina forseta. Hitt er sjaldgæft, svo að ekki sé meira sagt, að embætti forseta íslands eigi aðild að úthlut- un verðlauna eða tengist ákvörð- unum um þau. Morgunblaðið spurði hér á þessum stað 30. júni' 1983, þegar rætt var um bók- menntaverðlaun forseta íslands: „Samræmist það ábyrgðar- og hlutleysi forsetaembættisins, að forseti íslands skipi mann í stjóm slíks verðlaunasjóðs?“ Þessi spurn- ing á enn rétt á sér. Það hlýtur að vera vafamál, hvort embættið geti staðið að slíkum gjörningi án atbeina einhvers ráðherra, forsæt- isráðherra eða menntamálaráð- herra, þar sem forseti á að láta ráðherra framkvæma vald sitt, ráðherrar bera ábyrgð á stjórnar- framkvæmdum öllum og sjálfur er forseti ábyrgðarlaus, svo að vitnað sé í ákvæði stjórnarskrár lýðveldisins. Þegar íslensku bókmenntaverð- laununum, sem forseti íslands veitir, er fylgt úr hlaði með ósk um að þau skili þeim árangri sem að er stefnt, „að styrkja stöðu frumsaminna íslenskra bóka, efla vandaða bókaútgáfu, auka um- íjöllun um bókmenntir í fjölmiðlum og hvetja almenna lesendur til umræðna um bókmenntir,“ er ástæða til að staldra við formið. Ef það fer úrskeiðis er góður vilji til lítils. Misskiln- ingur Al- þýðublaðs- ins Alþýðublaðið krefst þess í for- ystugrein í gær að Morgun- blaðið biðji Vigdísi Finnbogadóttur forseta íslands afsökunar vegna forystugreinar sem birtist hér á miðvikudag í tilefni af því að for- seta vora afhent friðarverðlaun. Telur Alþýðublaðið að þar hafi Morgunblaðið gert lítið úr sjálf- stæðu framlagi Vigdísar til að efla frið á jörðu, af því að hér var sagt að í verðlaununum fælist viður- kenning á stefnu íslands í örygg- is- og vamarmálum sem byggist á aðild að Atlantshafsbandalaginu. Þá var á það bent að verðlaunin tengdust leiðtogafundinum í Höfða 1986, enda voru þær Nancy Reagan og Raísa Gorbatsjova heiðraðar með Vigdísi. Ef það er ekki sökum stefnu íslands í örygg- is- og varnarmálum og framlagi þjóðarinnar til friðar með Vigdísi Finnbogadóttur í fararbroddi sem friðarverðlaunin vora veitt, verður Alþýðublaðið að skýra sérstaklega hlut þeirra Raísu og Nancy við gæslu heimsfriðar. En Morgun- blaðið heldur við sína túlkun og fagnar því að öryggisstefna okkar skuli vera talin verðlaunahæf, því ekki getur forseti íslands haft aðra stefnu í friðarmálum en Al- þingi og þjóðin sjálf. Völd og velsæmi eftir Þorstein Pálsson Einhver sérkennilegustu leið- araskrif í íslensku dagblaði um langa hríð gat að líta í Tímanum, málgagni Framsóknarflokksins, síðastliðinn þriðjudag. Þar var fjallað um afstöðu sjálfstæðis- manna til SÍS-málsins svonefnda undir fyrirsögninni „Auschwitz- stefna íhaldsins“. Tilefni skrifa blaðsins eru þau ummæli í Reykjavíkurbréfi Morg- unblaðsins síðastliðinn sunnudag, að innan Sjálfstæðisflokksins eigi sú skoðun hljómgrunn að ekkert sé „athugavert við það, að _Sam- bandið verði gjaldþrota". Út af þessum orðum leggur leiðarahöf- undur Tímans með svofelldum hætti: „Greinilegt er að kerfis- bundin ofsóknarstefna gegn and- stæðingunum á hljómgrunn í Sjálfstæðisflokknum." Og síðar: „I Sjálfstæðisflokknum á Ausch- witzstefnan hljómgrann.“ Lokaorð leiðarans eru: „Morgunblaðið, málgagn Sjálfstæðisflokksins, hefur upplýst að meðal ráðamanna flokksins fari fram umræður um að flokkurinn beiti sér fyrir því að samvinnuhreyfingin verði við fyrsta tækifæri gerð að ösku í gasofnum íhaldsins. Þar með vita samvinnumenn hvernig þeim er fyrirbúið, ef hitlerismi Sjálfstæðis- flokksins sigrar. Öðram andstæð- ingum ætlar íhaldið auðvitað sömu örlög...“ Ummælin í Reykjavíkurbréfi eru, eins og lesendur sjá í hendi sér, í engu samhengi við útlegg- inguna í leiðara Tímans. En þessi makalausu ofstækis- og heiftar- skrif gefa tilefni til athugasemda um tvö efnisleg atriði — og leiði ég þá orðbragð Tímamanna og hugarfarið þar að baki hjá mér. I fyrsta lagi virðist það skoðun forystumanna Framsóknarflokks- ins, sem ábyrgð bera á þessum skrifum, að SÍS-málið sé ekki við- skiptalegs eðlis heldur úrlausnar- efni stjórnmálamanna. Þess vegna skipti það jnáli, hvort sjálfstæðis- menn séu með eða á móti Sam- bandinu í þre'ngingum fyrirtækis- ins; í öðru lagi ruglar leiðarahöfund- ur Tímans saman annars vegar samvinnurekstri og samvinnusam- tökunum sem félagshreyfingu og hins vegar fyrirtækinu Samband- inu. Án vafa er þetta gert af ásetn- ingi. „Björgunaraðgerðir“ fyrir Sambandið Víkjum að fyrra atriðinu. Um hvað snýst SÍS-málið? Lands- bankamenn og Sambandsmenn segja, að það snúist eingöngu um eðlileg viðskipti þessara tveggja aðila. Forsætisráðherra hefur hins vegar upplýst í blaðaviðtali, að áformin um kaup Landsbankans á Samvinnubankanum séu liður í „björgunaraðgerðum til handa Sambandinu“. Eftir hpnum er haft í Morgunblaðinu: „Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda, hvaða afleiðingar það hefði út í þjóð- félaginu, ef Sambandið yrði gjald- þrota.“ Og fram hefur komið að aðrir þættir þessara „björgunarað- gerða“ felist í víðtækri ríkisaðstoð við Sambandið, kaup ríkisins á hlut þessí íslenskum aðalverktök- um, „parkeringu“ hundraða millj- óna króna skulda í Seðlabankan- um og svo framvegis. Sú heilbrigða skoðun á auknu fylgi að fagna, að fjárhagsvandi atvinnufyrirtækja sé að jafnaði viðskiptamál en ekki stjórnmál. Það ætti að sjálfsögðu að gilda um Sambandið eins og önnur fyrir- tæki. En ástæðan fyrir því, að sjálfstæðismenn hafa óskað eftir því, að allir þættir SÍS-málsins verði upplýstir á Alþingi er einfald- lega sú, að æði margt bendir til þess að mál þetta sé ekki og hafi ekki verið viðskiptalegs eðlis held- ur stjórnmálalegs. Með öðram orð- um: Það er krafa Sjálfstæðis- flokksins að leitt verði í ljós, hvern- ig fyrirhuguð kaup Landsbankans á Samvinnubankanum eru liður í „björgunaraðgerðum“ fyrir Sam- bandið og hvaða frekari áform ríkisstjórnin hefur uppi til að koma í veg fyrir „gjaldþrot“ fyrirtækis- ins, svo notað sé orðalag forsætis- ráðherra um núverandi fjárhags- ástand Sambandsins. Fyrirtæki sitji við sama borð Hundruð atvinnufyrirtækja hér á landi eiga sem kunnugt er i miklum erfiðleikum um þessar mundir. Fjöldinn allur hefur orðið gjaldþrota á undanförnum mánuð- um. Ékki er mér kunnugt um, að nein áform séu uppi hjá stjórn- völdum að greiða fyrir þessum fyrirtækjum fjárhagslega eða koma í veg fyrir gjaldþrot, þar sem þau blasa við. Öðra máli gegnir um Samband- ið. Það hefur alla tíð notið sérs- takrar velþóknunar Framsóknar- flokksins og stundum hefur mönn- um virst, að pólitískt hlutverk flokksins væri það eitt að gæta hagsmuna Sambandsins. Um það fyrirtæki virðast ekki gilda þær viðskiptalegu leikreglur, sem önn- ur fyrirtæki á fijálsum markaði Auschwitzstefna íhaldsins Morgunblaðið greinir frá því í ritstjómarskrifum sínum sl. sunnudag að í Sjálfstæðisflokknum sé „mjög hörð andstaða" gegn því að Landsbankinn kaupi hlut í Samvinnubanka lslands. Morgunblaðið upplýsir einnig að meðal ráðamanna f Sjálfstæðisflokknum sé sú skodun uppi að „ckkert [séj athugavcrt við það, að Sambandið verði gjald- þrota“, eins og þar stendur. Að vísu segir Morgunblaðið, að í Sjálfstæðisflokkn- um séu „aðrir“ skoðanahópar scm tclja að „þjóðarbú- ið“ myndi ekki standa undir slíku dauðsfalli samvinnu- hreyfmgarinnar. Þcssar upplýsingar Morgunblaðsins leiða í Ijós að í Sjálfstæðisflokknum ciga sér stað umræður um þá hugmynd, sem þar er ofarlega í hugum margra áhrifa- manna, að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að stuðla að því eftir getu að lama samvinnuhrcyfmguna svo rækilega að hún liggi í valnum. í Sjálfstæðisflokknum eru uppi hugleiðingar um að flokkurinn beiti áhrifum sínum í þá átt að cinni elstu og áhrifamcstu þjóðfélagshreyf- ingu í landinu verði útrýmt með pólitískum ráðstöfun- um. Greinilegt er að kerfisbundin ofsóknarstefna gegn andstæðingum á hljóingrunn í Sjálfstæðisflokknum. Hún þykir frambærilcgt hugsjónamál á þeim bæ. Hins vcgar cru í bili látnar ráða eins konar raunsæisástæður um það að fara skuli hægar f sakimar í útrýmingarbar- áttunni en bráðlyndustu hugsjónamenn flokksins lcggja til. Hér verður ekki sérstaklega rætt um pólitískan tvískinnungshátt Morgunblaðsins, þetta hræsnisfulla yfirvarp scm gengur út á það að blaðið sé óháð öllu og öllum nema sjálfu sér. Hins vcgar er löngu tfmabært að lýðrasðissinnað fólk í landinu fari að átta sig á cinræðishncigð Sjálfstæðisflokksins. Þeim mun fleiri scm það gera þcim mun færri munu þcir verða sem trúa á pólitíska hlutleysisstefnu Morgunblaðsins ogannarradulinnaogódulbúinna málgagna fhaldsins. Á síðari tímum hcfur dregið úr stóryrtum skrifum í blöðum. Þcss hcfur einnig vcrið vænst að lýðræðislcgt umburðarlyndi og yfirsýn yfir fjölhyggjuþjóðfélag nútímans setti sinn svip á stjómmálastefnur og framkvæmd þeirra. 1 stjórnmálaumræðu og blaðadeil- um hafa flcstir lagt brýnið þvert á eggjarnar til þess að draga úr bitinu. Islenska pólitík vanhagar ekki mest um menn sem hafa scm stærst orð um andstæðinginn, hvað þá að stjómmálaflokkar fari að auglýsa einhvers konar Auschwitz-stefnu gagnvart mótstöðumönnum sínum. En, því miður: í Sjálfstæðisflokknum á Auschwitz- stcfnan hljómgrunn. Morgunblaðið, málgagn Sjálfstæðisflokksins, hefur upplýst að meðal ráðamanna flokksins fari fram umræður um að flokkurinn beiti sér fyrir þvf að samvinnuhreyfingin verði við fyrsta tækifæri gerð að ösku í gasofnum íhaldsins. Þar með vita samvinnu- mcnn hvað þeim cr fyrirbúið, ef hitlerismi Sjálfstæðis- flokksins sigrar. Öðrum andstæðingum ætlar íhaldið auðviiað sömu örlög. Slík er lýðræðishugsjón Sjálf- rtæðisflokksins. verða að fara eftir. Sjálfstæðis- menn geta vitaskuld ekki fallist á slíka mismunun fyrirtækja. Ríkis- aðstoð við Sambandið verður því að styðja alveg sérstökum þjóð- hagslegum rökum á Alþingi. Slíkar röksemdir hafa enn ekki komið fram og ekkert bendir til þess að þær séu í sjónmáli. En verði niðurstaðan sú, að skattfé almennings verði notað í „björgunaraðgerðirnar" fyrir Sambandið hlýtur höfuðkrafan að vera sú, að það fé renni fyrst og fremst til þeirra einstaklinga, er verða fyrir barðinu á fjárhags- vanda Sambandsins. Eigendur og stjórnendur fyrirtækisins hljóta að verða að axla fulla ábyrgð á mis- tökum sínum. Og einsýnt er, að komi til opinberrar aðstoðar hlýtur Alþingi að gera þá kröfu, að nýir eigendur og nýir stjórnendur komi til skjalanna. Sambandið eitt - sam vinnuhreyfingin annað Hitt atriðið, sem ég ætla að gera athugasemd við í „Ausch- witz“-leiðara Tímans, snýst um þann sið — eða öilu heldur ósið — framsóknarmanna, að rugla sam- an samvinnuhreyfingunni og ein- stökum samvinnufyrirtækjum, einkum Sambandinu. Þetta er tveir ólíkir hlutir. Samvinnuhreyfingin er merk félagshreyfing og á vettvangi hennar hafa fjölmargir sjálfstæð- ismenn starfað. Samvinnurekstur nýtur einnig velvildar sjálfstæðis- manna og margir ágætir sjálf- stæðismenn hafa verið í forystu í rekstri kaupfélaga. Sjálfstæðismenn hafa hins veg- ar alla tíð verið andvígir því að samvinnufélög njóti forréttinda í viðskiptum og er það í samræmi við jafnréttishugmyndir okkar. Og sjálfstæðismenn hafa einnig gagn- rýnt, hvernig reynt hefur verið að misnota samvinnuhreyfinguna í pólitískum tilgangi. Aðalatriðið er þetta: Stórfyrirtækið Sambandið er eitt, samvinnuhreyfingin og samvinnustefnan allt annað. „Aðstoðarmaður án ráðherra“ Áformin í SÍS-málinu era til marks um það, hvernig völd geta svipt menn allri tilfinningu fyrir velsæmi. Annað dæmi af sama tagi er uppljóstranirnar um það á hvaða verði stuðningur Stefáns Valgeirssonar við ríkisstjórn Steingríms Éermannssonar reynd- ist vera keyptur. Samkvæmt útreikningum DV á fimmtudaginn felst veigamesta þóknunin til Stefáns Valgeirssonar í því, að honum er falin forysta um úthlutun 37,5 milljarða króna í opinberam bönkum og sjóðum, en það er tæplega þriðjungur heildarútlána þessa lánakerfis. Þetta era kannski ekki nýjar fréttir. En hitt er fréttnæmt, sem nú héfur verið upplýst, að við stjórnarmyndunina var gerður um það leynisamningur, að Stefán fengi ríkislaunaðan aðstoðarmann eins og ráðherrar hafa. Sá er opin- berlega titlaður „deildarstjóri í for- sætisráðuneytinu". Hann starfar þar þó ekki og fyrir stöðunni er hvorki fjárhagsleg né lagaleg heimild. Samkvæmt upplýsingum fjöl- miðla er þessi „aðstoðarmaður án ráðherra" jafnframt að störfum fyrir fiskeldisfyrirtæki, sem Stef- án Valgeirsson er einn af eigend- um að. Þetta fiskeldisfyrirtæki hefur fengið 140 milljónir króna að láni hjá Byggðastofnun, þar sem Stefán er stjórnarmaður. Fyr- ir liggur, samkvæmt sömu heim- ildum, að Búnaðarbankinn, þar sem Stefán er formaður bankar- áðs, verður viðskiptabanki fyrir- tækisins. Fullyrða má að hvergi í hinum vestræna heimi yrði annar eins hagsmunaárekstur og þessi látinn viðgangast. Verð á ráðherrastólum Athyglisvert er hvernig alþýðu- flokksmenn hafa rey.nt að þvo hendur sínar af þessu hneyksli. Það var Alþýðublaðið, sem fyrst greindi frá málinu síðastliðinn laugardag og háfði þá þagað yfir því í heilt ár. Nú þegar stjórnar- fíokkarnir þurfa ekki lengur. á MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1989 23 Þorsteinn Pálsson „En verði niðurstaðan sú, að skattfé almenn- ings verði notað í „bj örgunaraðgerðirn- ar“ fyrir Sambandið hlýtur höfuðkrafan að vera sú, að það fé renni fyrst og fremst til þeirra einstaklinga, er verða fyrir barðinu á Qárhagsvanda Sam- bandsins. Eigendur og stjórnendur fyrirtækis- ins hljóta að verða að axla ftilla ábyrgð á mis- tökum sínum. Og ein- sýnt er, að komi til op- inberrar aðstoðar hlýt- ur Alþingi að gera þá kröfu, að nýir eigendur og nýir stjórnendur komi til skjalanna.“ Stefáni Valgeirssyni að halda, því þeir hafa keypt nýja menn inn í stjórnina, þykir krötum augljós- lega tímabært að losna við Stefán. En kjarni málsins er sá, að það eru Jón Baldvin Hannibalsson, Steingrímur Hermannsson og Ólafur Ragnar Grímsson sem bera ábyrgð á Stefáni Valgeirssyni og hagsmunanetinu sem hann hefur ofið. Allt sem hann aðhefst er beinlínis fyrir þeirra tilstuðlan. Þetta var verðið sem þeir voru til- búnir að greiða fyrir ráðherrastóla sína fyrir einu ári. Því skyldu menn ekki gleyma í umræðum um þetta mál. Stjórnmál og siðferði Línurnar í stjórnmálunum skerptust síðastliðið haust, þegar forsætisráðherra lýsti því yfir að núverandi ríkisstjórn hygðist ekki fylgja hefðbundnum vestrænum aðferðum við stjórn efnahagsmála. Afleiðingarnar þekkja allir. Mér virðist að atburðir og upp- hlaup í stjórnmálabaráttunni að undanförnu bendi til þess, að nú sé ekki aðeins tekist á um gjörólík- ar stefnur í stjórnmálum, heldur ekki síður vinnubrögð og fram- göngu stjórnmálamanna, siðgæði þeirra sem stjórna landinu og jafn- rétti borgaranna gagnvart lögum og rétti. Ég er sannfærður um, að öllum almenningi ofbýður óskammfeilni ráðherra núverandi ríkisstjórnar. ■ Því fyrr sem stjórnin víkur og efn- ir til kosninga, því betra. Krafan um endumýjun stjórnmálanna er komin á dagskrá. Höfundur er formaður Sjnlfstædisflokksins. Helstu vandamál Landakotsspítala: Samskiptaörðugleikar og hallarekstur umfram heimildir - segir í skýrslu samstarfsneftidar um reksturinn SAMSTARFSNEFND um rekstur Landakotsspítala telur að helstu vandamál sjúkrahússins séu miklir samskiptaörðugleikar milli stjórnenda sjúkrahússins annars vegar og heilbrigðisráðuneytisins og fjárlaga- og hagsýslustofnunnar hins vegar, hallarekstur vegna útgjaldákvarðana umfram heimildir Ijárlaga og að áætlanagerð og kostnaðareftirliti sé ábótavant. Þetta \ kemur fram í fyrstu skýrslu nefiidarinnar, sem skipuð var í kjölfar samkomulags heil- brigðisráðherra og fjármálaráðherra á síðasta ári um málefhi spítalans. Þá kemur fram að stefnt er að hallalausum rekstri spítalans árið 1990. í skýrslunni segir að stjórnend- ur spítaians hafi litið svo á að þeiin bæri „skylda til að halda uppi fullum rekstri, þrátt fyrir ónógar fjárveitingar, þar sem bein fyrirmæli um annað hafi ekki borist frá heilbrigðisráðuneyti." Þá hafi á undanförnum árum ver- ið teknar ákvarðanir um rekstrar- og stofnkostnaðarútgjöld umfram heimildir í fjárlögum. Auk þess sem það hafi leitt til skuldasöfn- unar hafi þetta aukið á rekstrar- vanda spítalans vegna mikils fjár- magnskostnaðar sem ekki sé gert ráð fyrir í fjárlögum. Á árinu 1988 hafi verið veitt til spítalans 175 milljón króna aukafjárveit- ingu vegna hallareksturs fyrri ára, en skuldir vegna hallarekst- urs ársins 1988 nemi enn um 60-70 milljónum króna. ítarleg athugun var gerð á launakostnaði spítalans á árinu 1988 og kemur fram að hann nam 573,8 milljónum króna til annarra en sérfræðilækna sem var 39 milljónum króna eða 7% umfram áætlun fjárlaga. Raunálag á dag- vinnulaun í fjárlögum var áætlað 42% en reyndist vera 65% og eru þær meginskýringar taldar á því að erfitt sé að fullmanna stöður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og því séu vaktir unnar í yfirvinnu og í öðru lagi að aðhald og eftir- liti með vinnutíma hafi verið ábótavant. Niðurstaða nefndar- innar er að nauðsynlegt sé að fjölga stöðum um 9,8 grunn- heimildir og að loka einni 28 rúma deild allt árið. Þá verði að setja ströng mörk um hámark álags- og yfirvinnugreiðslna. Læknar á Landakotsspítala eru ekki launþegar heldur fá þeir greitt samkvæmt reikningi eftir einingafjölda hvers læknisverks, samkvæmt samningi Læknafé- lags Reykjavíkur og' Landakötss- pítala um sérfræðilæknishjálp. Einingarverð er 109,18 krónur 12% hærra en í samningi LR og Tryggingastofnunar ríkisins. Al- mennt greiða sérfræðingar ekki aðstöðugjald til spítalans, nema hvað að skurð- og svæfingalækn- ar veita 25% afslátt af reikningi og röntgenlæknar 30%. Miðað við óbreytta starfsemi frá fyrra ári myndi kostnaður vegna sérfræði- þjónustu nema 105,5 milljónum, en að tillögu nefndarinar er gert ráð fyrir að þessi kostnaður nemi um 88,2 milljónum, sem er um 15,5% lækkun. Þá er lagt til að kannað verði sérstaklega hvort kostnaður spítalans vegna ambul- antþjónustu, sem er í vexti, sé í eðlilegu samræmi við kostnað, en spítalinn fær 35% frá sérfræðing- um vegna hennar og styrktarsjóð- urinn 4%. Þá er breytt skiptahlutfölium milli læknis, sem hefur með rann- sóknastofu spítalans að segja, og spítalans vegna ambulantþjón- ustu. Hlutföllin voru -þau að styrktarsjóðurinn fékk 4%, spítal- inn 70% og viðkomandi læknir 26%. Fyrstu sex mánuði ársins 1988 breytist hlutfallið þannig að spítalinn fær 76% og læknirinn 20% og seinni sex mánuðina fer hlutfall hans niður í 13,5% og spítalinn fær 82,5%. Talið er að þessi breyting þýði 6 milljón króna auknar sértekjur fyrir spítalann 1988 og 8,8 milljónir á árinu 1989. Nefndin telur að rótæk breyting á rekstrarfyrirkomulagi rannsóknarstofunnar sé spítalan- um ekki hagstætt. Þá telur nefndin að Landakots- spítali hafi full not fyrir húseign- irnar að Ægisgötu 26, Öldugötu 17 og 19 og Holtsgötu 7. Ekki voru nefndarmenn sammla um hversu nauðsynlegt sé að spítalinn eigi Marargötu 2. Fram kemur að fuli skil hafi verið gerð á rekstri læknastöðvarinnar þar og spítal- ans. Niðurstaðan að skera nið- ur þjónustu við sjúklinga a •• - segir Olafiir Orn Arnarson formaður læknaráðs Landakotsspítala „Aðalatriðið í þessum máli finnst mér vera að samstarfsnefndin um rekstur Landakotsspítala er sammála spítalastjórninni um að ekki sé hægt að halda hér uppi fullum rekstri á þeim fjárveiting- um sem hingað til hafa fengist til spítalans. Eina leiðin til að ná endum saman er að loka heilli deild allt árið, en þrátt fyrir það vantar um tíu stöður, sem hingað til hafa ekki fengist viðurkennd- ar,“ sagði Olafur Orn Arnarson, formaður læknaráðs Landakots, er Morgunblaðið leitaði álits hans á niðurstöðu samstarfsnefndar- innar. „Við höfum einmitt alltaf sagt að ekki hafi verið hægt að reka spítalann með fullum afköstum á þeim fjárveitingum sem hann hef- ur fengið. Niðurstaðan er því auð- vitað sú að það er verið að skera niður þjónustu við sjúklinga. Deil- an stóð um það hvort spítalinn ætti að veita fulla þjónustu og fá þær greiðslur sem til þyrfti eða hvort hann ætti að halda sig inn- an fjárlaga og minnka þjón- ustuna. Það seinna varð niður- staðan og í sjálfu sér ekkert um það að segja. í öðru lagi tekur nefndin ekki undir ýmis gagnrýn- isatriði, sem komu fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar og Fjárlaga- og hagsýslustofnunar, á rekstur spítalans, heldur hefur aðrar skoðanir í þeim efnum,“ sagði Ólafur Örn ennfremur. Hann benti til dæmis á styrkt- arsjóð spítalans. Nefndin teldi ekkert athugavert við starfsemi hans og teldi fullkomlega eðlilegt að hann starfaði afram á óbreytt- um forsendum. í öðru lagi vildi nefndin ekki breyta ríkjandi fyrir- komulagi á rannsóknarstofu spítalans, heldur legði einungis til að hlutur spítalans í tekjum rann- sóknastofunnar yrði hækkaður, sem þegar hefði verið gert. í þriðja lagi hefði niðurstaða um rekstur þvottahúss spítalans orðið allt önnur en í skýrslu Ríkisendur- skoðunar. Nefndin legði til nokkr- ar breytingar á rekstrinum, sem þegar hefðu verið framkvæmdar, og eftir reynslutímabil í sumar væri eindregið lagt til að rekstri þess yrði haldið áfram í óbreyttu formi. Hann stæðist fullkomlega samanburð við rekstur þvottahúss ríkisspítalanna. Einnig legði nefndin blessun sína yfir kaup húseigna í næsta nágrenni spítal- ans, en þau voru harðlega gagn- rýnd í skýrslu Ríkisendurskoðun- ar. Nefndin teldi fulla þörf fyrir þessar húseignir og Ijóst að spítal- inn hefði þurft að eignast þessar lóðir sama hvaða starfsemi yrði rekin þar í framtíðinni. „Á þessu ári hefur spítalinn verið rekinn eftir tillögum og sam- kvæmt áætlunum samstarfs- nefndarinnar. Þannig séð gengur reksturinn vel. Ilins vegar hefur ríkið ekki staðið við sinn hluta samningsins, þ.e.a.s. ekki hafa enn borist greiðslur á þessum gamla halla, þannig að fjármagns- kostnaður er ennþá töluverður og ekki hefur ennþá fengist viður- kenning fyrir þessum viðbótar- stöðum, sem samstarfsnefndin leggur til að fengnar verði,“ sagði Ólafur Örn. Hann sagði að reksturinn á þessu ári hefði gengið samkvæmt áætlunum nefndarinnar, en miðað við íjárveitingar á fjárlögum væri nokkur halli, sem reiknað væri með að færi minnkandi, þar sem í greiðsluáætlun fjármálaráðu- neytisins væri gert ráð fyrir hlut- fallslega hærri greiðslum til spítalans síðari hluta ársins en fyrri hlutann. Ólafur Örn segir það tvímæla- laust að allt of mikið hafi verið gert úr þessu máli á sínum tíma og það blásið upp á röngum for- sendum. „Ástæðan sem ég tei fyrir þessu upphlaupi er fyrst og fremst pólitísks eðlis. Það era margir í kerfinu sem telja að ríkið eigi að reka þessa þjónustu alfar- ið og hún eigi ekki að vera í hönd- um sjálfseignarstofnana. Gallinn er sá að fagleg frammistaða spítalans hefur ekki verið metin á nokkurn hátt. Fjárhagsvand- ræði spítalans eru ekki nýtilkom- in. Þau voru árviss þegar Sankti- Jósefssystur ráku hann og þær gáfust upp fyrst og fremst vegna fjárhagsörðugleika."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.