Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1989 7 Alltaf til reibu á réttum stað SHELLSTÖÐIN VIÐ BÚSTAÐAVEG Góðri aðstöðu, góðu vöruvali og góðri þjónustu. Við treystum á að þið . kunnið vel að meta nýju Shellstöðina við nýja Bústaðaveqinn í Öskjuhlíð. _ —' mmKBgg “ 3 ‘ - . ; /. %;« «, Stöðin neðan við Bústaðaveg -við Skógarhlíð verðurstarfrækt áfram. H í | % Á báðum stöðum verður þjónusta hér eftir sem hingað til % \77V % eins og sæmir á Shellstöð. Apótekarafélagið sextugt: Lyfl afræðisafiiinu feerð hálf millj. króna í TILEFNI sextíu ára afmælis Apótekarafélags íslands færði félagið íslenzka lyQafræðisafii- inu að Nesi við Seltjörn 500.000 krónur að gjöftil áframhaldandi uppbyggingar safhsins. Gjöfin var afhent á kynningarftindi Apótekarafélagsins og LyQa- fræðisafhsins í nýbyggingu safnsins síðastliðinn fímmtudag. Einnig var saftiinu færð til varð- veizlu gömul forskriftabók Hans Svane Apótekara í Stykkishólmi og á ísafirði. Bókin er gjöf frá Guðnýju dóttur hans. Nýbygging Lyfjafræðisafnsins er nú tilbúin undir múrhúðun og tréverk. Hún er sambyggð gömlu fjósi frá 1929, sem stendur í næsta nágrenni Nesstofu, þar sem Bjarni Pálsson, fyrsti landlæknirinn, hafði aðsetur. Nýbygginguna hannaði Þorsteinn Gunnarsson arkitekt, en hann hefur til að mynda haft umsjón með endurgerð Viðeyjarstofu, Nesstofu, Hóla- dómkirkju- og Dómkirkjunnai' í Reykjavík. I erindi Sverris Magn- ússonar, stjórnarmanns safnsins, kom fram að í gamla fjósinu yrði væntanlega aðalsýningarsalur fyr- irhugaðs lyfjafræðisafns, þar sem meðal annars yrði komið fyrir apóteki í gömlum stíl ásamt völd- Framtíðarhúsnæði Lyfjafræðisafnsins. Til vinstri er gamla fjósið frá 1929, en til hægri nýbyggingin, hönnuð af Þorsteini Gunnarssyni. um gripum í hillum og skápum á veggjum og í sýningarkössum á gólfi. Að sögn Sverris eru einnig uppi hugmyndir um að í risi fjóssins verði félagsheimili Lyíjafræðinga- félags íslands, þar sem síðar gæti orðið veitingasala fyrir safngesti þegar söfnum í nágrenninu vex fiskur um hrygg. Nesstofa er nú safn, en einnig er fyrirhugað að koma upp Læknisfræðisafni í ná- grenninu. Þá er stefnt að því að Apótekarafélagið, Lyfjafræðinga- félagið og Stéttarfélag lyljafræð- inga fái inni fyrir skrifstofur sínar í nýbyggingunni. I máli Sverris kom fram að heildarkostnaður við uppbyggingu safnsins er orðinn 16,5 milljónir króna. Fé til byggingarinnar hafa lagt fram fagfélögin þijú og ein- staklingar innan þeirra, ásamt nokkrum lyfjaheildverzlunum. Jens Evensen heldur fyrirlest- ur í Lögbergi JENS Evensen, dómari við Al- þjóðadómstól- inn í Haag og fyrrverandi ráð- herra í Noregi, kemur hingað til lands í næstu viku. Hann heldur fyrirlestur á vegum laga- deildar Háskólans og Lögfræð- ingafélags Islands um gerð al- þjóðalaga til verndar umhverfí mannsins á jörðinni á fímmtu- dag kl. 17.15 í Lögbergi. Jens Evensen er 72 ára gamall. Hann varð doktor í lögum frá Harvard-háskóla og hefur gegnt ýmsum ábyrgðarstöðum í heimal- andi sínu, Noregi. Meðal annars I var hann ráðherra viðskiptamála = 1973-1974 og hafréttarmálaráð- s herra 1974-1978. Þá átti hann s sæti í sáttanefndinni, sem leysti i Jan Mayen-deiluna árið 1981. f Hann hefur verið dómari við Al- i þjóðadómstólinn frá ársbyrjun 1985 og er eini dómarinn sem kemur frá Norðurlöndum. Að sögn Gunnars G. Schram, prófessors við lagadeildina, hefur Jens Evensen undanfarið unnið að undirbúningi og samningu alþjóð- legrar lagasetningar um þessi efni, en engin slík lög eru nú til. Á njju Shellstöðinni við Bústaðaveg eiga viðskiptavinir Skeljungs von á góðu! Jón Loftsson skógræktar- sljóri ríkisins JÓN Loftsson skógarvörður á IJallormsstað hefúr verið skipaður í embætti skóg- ræktarstjóra ríkisins frá og með 1. janúar næstkomandi. Hann tekur við embættinu af Sigurði Blöndal sem lætur af störfum fyrir aldurs sakir. Sjö sóttu um embættið, en auk Jóns voru það Aðalsteinn Sigurgeirsson skógfræðingur í Svíþjóð, Arnór Snorrason, skógfræðingur hjá Skógrækt ríkisins, Baldur Þorsteinsson skógfræðingur lijá Skógrækt ríkisins, Guðmundur Örn Arn- arson skógfræðingur, starfs- maður á Mógilsá, Haukur Ragnarsson skógarvörður á Vesturlandi og Sigvaldi Ás- geirsson skógfræðingur hjá Skógrækt ríkisins. Samkvæmt lögum eiga að- alstöðvar Skógræktar ríkisins að flytjast á Fljótsdalshérað, en samkvæmt upplýsingum Sveinbjörns Dagfinnssonar ráðuneytisstjóra í landbúnað- arráðuneytinu hefur enn ekki verið ákveðið hvar þær verða. tim VSMgl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.