Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1989 Eru raftnagnsjárnbraut- ir ekki besta lausnin? Til Velvakanda. Það mun mörgum ljóst er aka Keflavíkurveginn að alltof margir ökumenn virðst telja sig vera á ein- um af bestu hraðbrautum Evrópu er þeir aka þenna úrsérgengna „sveitaveg". Til viðbótar æðis- gengnum yfirhraða eru oft fjöl- breytilegar glæfraaksturskúnstir við hafðar. Svo sem flestir vita hafa nú myndast djúp hjólför í veg- inn er fyllast víða af vatni í rigning- um. Við slíkar aðstæður geta bílar á miklum hraða „flotið upp“ og lent fyrir umferð gagnstæðrar akbraut- ar eða farið margar veltur út í hraun. Þá munu einnig hættur af ísingu vera til staðar er veturinn nálgast og djúp hjólför magna það vanda- mál. Ljóst mun vera að erfitt eða útilokað er að hefja viðgerð á vegin- um fyrr en næsta vor, ökuhraða ætti því að færa niður í 75-80 km þar til viðgerð er lokið. Og gjarnan gætum við sagt: Kemst þótt hægt fari. Leggjum fyrr af stað — gefum okkur tíma til að lifa og leyfum öðrum að lifa. Miðað við flutningaþörf milli Reykjavíkur og Keflavíkur er líklegt að lagning rafmagnshraðlestar eða einteinungs gæti orðið góður kostur og mætti þá sleppa breikkun Keflavíkurvegar, þar sem raf- magnslest gæti skilað mjög miklum Skrifíð eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma þvi ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. afköstum í fólks- og vöruflutning- um. Og ráðgerður kostnaður á breikkun vegar kæmi þá sem niður- greiðsla á kostnaði við rafmagns- lest, sem myndi nýta innlenda orku og halda slysahættu í lágmarki. - Það má segja að raforka í þágu samgangna hér á landi hafi lítið verið á dagskrá þótt fyrir löngu sé orðið tímabært að huga að þeim málum. Vissulega liggur alveg ljóst fyrir að gífurlegt ijármagn og gjald- eyrir gæti sparast með því að nota rafmagnsjárnbrautir hér. Þá er einnig um að ræða mengunarlaus farartæki og flestir munu vita að þau nota ekki hjólbarða. Svíar munu hafa talið sig mjög heppna í heimsstyijöldinni síðari er þeir voru að mestu búnir að rafvæða allt sitt járnbrautakerfi áður en styijöldin brast á. Varla þarf að skýra hvers Kæri Velvakandi. Mikið er rætt um hina nýlegu vaxtalækkun og hefur fólk, greini- lega misskilið húgtakið „tveggja prósentustiga lækkun“. Væri því athugandi, að bankar útskýrðu þetta nánar fyrir almenningi, næst þegar að slíkar aðgerðir éru settar fram. Dæmi: Útlánsvextir, lækkuðu úr 28% niður í 26%, sem er tveggja prósentustiga lækkun, er í raun 7,14% lækkun. — Það þýðir, að ef einhver skuldar kr. 100.000 hefði sá hinn sami greitt kr. 28.000 í vaxtakostnað, miðað við 28% árs- vexti, en kr. 26.000 miðað við 26% ársvexti. Lækkunin er kr. 2.000. Lítum nú á lækkun innlánsvaxta, en hún var einnig tvö prósentustig eða úi' 4% i 2%, sem þýðir í raun 50% lækkun á innlánsvöxtum. Dæmi: Sá sem hefði haft inneign upp á kr. 100.000 hefði fengið kr. 4.000 í ársvexti miðað við 4%, en kr. 2.000 miðað við 2%. Lækkunin er því einnig kr. 2.000. En dæmið er ekki svona einfalt. Því að ef lækkun innlánsvaxtanna hefði átt að vera sambærileg í prósentum talið, (7,14%) hefðu innlánsvextirnir vegna. Rétt er að íhuga að ekki er alveg sjálfgefið að snurðulaus flutn- ingur á olíu og bensíni verði alltaf fyrir hendi þegar við þurfum á að halda. Gæti ýmislegt borið til svo sem styijaldarástand, sífellt erfiðari og kostnaðarsamari vinnsla á hafs- botni er gæti skapað gífurlegar verðhækkanir og verðsveiflur, og jafnvel sjálfvirka eldsneytis- skömmtun. Freistandi er að benda á nokkur járnbrautákerfi til viðbótar sem liggja vel við. Reykjavík, Árnes-, Rangárvallasýsla og einhvern tíma síðar um Sprengisand til Akureyrar með skiptistöð í hálendinu til Egils- staða og Austfjarðar. Sporvagnar á Miklubraut um Vesturlandsveg til Mosfellssveitar o.s.frv. Jón Gunnarsson, Þverá. átt að vera 3,71% sem hefðu gefið af sér kr. 3.710 í ársvexti, miðað við kr. 100.000 höfuðstól. Þetta þýðir að krónutölulækkunin, hefði átt að vera kr. 290, en ekki kr. 2.000. Hér er í raun búið að hafa af viðskiptavininum kr. 1.710. En hvað hefði gerst, ef útláns- vextir hefðu lækkað um 50%. Þá hefðu þeir farið úr 28% í 14%, og sá hinn sami hefði þá greitt af kr. 100.000 skuid, kr. 14.000 í vexti miðað við 14% vexti á ársgrund- velli, í staðinn fyrir kr. 28.00(Laf 28% ársvöxtum. Lækkunin hefði þvi átt að vera kr. 14.000 i stað kr. 2.000. Þar sem að sá hinn sami greiðir nú (miðað við 26% ársvöxt- un) kr. 26.000 er í raun búið að hafa af viðskiptavininum kr. 12.000. En þessar tölur verða bara ekki svona skýrar fyrir hinum al- menna einstaklingi, sem er að basl- ast við mánaðarlegar greiðslur, sem búið er að klína á; kostnaði, upp- færslu verðbótaþáttar, verðbótum o.fl. Er það furða, þó að menn reyni að eignast banka á gjafverði, þegar útgerðin er svona arðbær. R. og S. Misskilið hugtak FRÚARLEIKFIMI Frúarleikfimin í Langholtsskóla hefst fimmtudaginn 28. sept. Kennt verður á mánudögum og fimmtudögum. Mótandi æfingar með músík, dálítið púl og slökun. Upplýsingar í síma 78082. Aðalheiður Helgadóttir. ROYAL SKYNDIBÚÐINGARNIR v / ÁVALLT FREMSTIR ENGIN SUÐA Tilbúinn eftir fimm mínútur 5 bragötegundir STOR dagur í KOL A- PORTIRU í DAG! Bjartmar Guðlaugsson, Magnús Þór Sigmundsson, Jóhann Helgason og fleiri kunnir listamenn koma fram í sérstakri skemmtidagskrá í Kolaportinu í dag. Hljómsveitin Rósin flytur þekkt íslensk lög m.a. af nýrri hljómplötu sinni í STUÐI. í dag selja yfir 100 aöilar allt milli himins og jarðar t.d. skyrtur og peysur, saltfisk og harðfisk, sófasett, lampa, búsáhöld, ramma, tómata, nýjar kartöflur, agúrkur, sveppi, ávexti, kökurog brauð, leðurjakka, gallabuxur, leikföng, skartgripi, sælgæti, hreinlætisvörur, handklæði, pottaplöntur, bækur, sængurfatnað, vasatölvur, vídeóspólur, barnafatnað, og margt fleira. Seldir veröa happdrættismiöar Félagsheimilis Tónlistarmanna og nú geta allirdottið í lukkupottinn, því aukglæsilegravinningageturfólk valið sér ókeypis hljómplötu á staðnum með hverjum keyptum happdrættismiða. Skemmtið ykkur í KOLAPORTINU í dag og gerið góð kaup!! KOIAPORTIÐ —Alltaf á laugardögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.