Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1989 „V eðrahamurinn var ólýsanlegur“ - segir Guðríður Þóra Schneider í Suður-Karólínu um fellibylinn Húgó NOKKRIR Islendingar eru búsettir í Suður-Karólínu og einn þeirra er Guðríður Þóra Schneider, sem þar hefiir búið ásamt banda- rískum eiginmanni sinum, frá árinu 1961. Morgunblaðið hafði tal af Guðríði Þóru á heimili hennar i bænum Denver, en þangað tek- ur um flórar klukkustundir að aka frá borginni Charleston þar sem fellibylurinn Húgó olli mestum usla í gær. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég fellibylinn Húgó. Hann sagði þó verð vitni að slíkum hamförum. Bærinn er hörmulega útleikinn, tré hafa rifnað upp með rótum og liggja eins og hráviði á öllum göt- um. Ég á engin orð yfir þetta, veðurhamurinn var alveg ólýsan- legur,“ sagði Guðríður Þóra. „Ég vimj. á pósthúsi bæjarins sem er opið allan sólarhringinn, allan ársins hring. Nú er lokað þar eins og annars staðar. Hér er hvorki rafmagn né vatn að hafa. Hér hefur allt stöðvast. í fellibyln- um hrundi hár turn af sjónvarps- stöðinni þannig að núna liggja sjónvarpsútsendingar niðri. Einu fréttimar sem við fáum eru í gegn- um útvarp og þær fjalla ekki um annað en hamfarirnar,“ sagði Guðríður Þóra. Leifar fellibylsins gætu borist hingað efitir helgi Hlynur Sigtryggson veðurstofu- stjóri sagði í samtali við Morgun- bláðið að fellibylir enduðu oft sem djúpar lægðir við ísland og taldi hann ekki ólíklegt að svo færi um Morgunblaðið/Sigrún Aflmikil borhola í Hveragerði Hveragerði. JARÐBORUNUM á vegum Hitaveitu Hveragerðis er ný- lokið. Var borað á hverasvæð- inu í miðju bæjarins. Fyrirtæk- ið Jarðboranir í Reykjavík annaðist verkið sem tókst mjög vel. Borstjóri var Þórir Sveinbjörnsson. Verkið tók 20 verkdaga og var borað niður á 250 metra dýpi. Ekki er búið að afkastamæla holuna, sem er 10 tommu víð, en allt bendir til að hún gefi 50 sekúndulítra af 170 gráðu heitri jarðgufu. Þetta er því aflmesta jarðhitahola í Hveragerði og mun hún verða tengd dreifikerfi hita- veitunnar fyrir veturinn. Gerður var sérstakur samn- ingur við Orkustofnun um ráð- gjöf vegna þessa verkefnis. Að sögn Guðmundar Baldurssonar bæjartæknifræðings gekk verkið mjög vel. Borkostnað taldi Guð- mundur verða um fjórar milljónir króna og efniskostnað og annað um tvær og hálfa milljón króna. Sigrún enga ástæðu til að óttast fárviðri þar sem mjög drægi úr vindhraða bylsins á leið hans yfir Bandaríkin. „Það er alltaf hugsanlegt að fellibylir endi sem djúpar lægðir við Island, það gerist oft. Það er hins vegar eðli slíkra bylja að kraftur þeirra þverr er þeir fara inn á land,“ sagði Hlynur. Hann sagði að dýpt þeirra hér hefði mælst á bilinu 940-950 milli- bör en það væri hins vegar þrýst- ingsfallið í miðju lægðarinnar en ekki dýpt hennar sem réði því hvort fárviðri fylgdi lægðinni. Þær upplýsingar fengust á Veð- urstofu Islands að ógerlegt væri að spá nokkru um stefnu fellibyls- ins, en færi svo að hann tæki stefn- una austur út á Atlantshaf gæti hans orðið vart við ísland strax eftir helgi. Sjá „Eins og að hafa lifað af kjarnorku..." á bls. 20. Morgunblaðið/Þorkell Ólafur Laufdal, Þorgeir Ástvaldsson, Jón Axel Ólafsson og Gunn- laugur Helgason við útsendingarbúnaðinn í Aðalstræti 16 í gær. Ný stöð í burðarliðnum ÓLAFUR Laufdal, fyrrum aðaleigandi útvarpsstöðvarinnar Stjörn- unnar, hefur ákveðið að setja upp nýja útvarpsstöð að Aðalstræti 16. Nýja stöðin mun nota sömu útsendingartæki og áður voru notuð við útsendingar hjá Stjörnunni. Sá búnaður er á kaupleigu í nafni Ólafs og tilheyrir því ekki þrotabúi Hljóðvarps hf. sem Islenska útvarpsfélagið hf. keypti í fyrrakvöld. „Ég get ekki sagt nákvæmlega að vanda til hennar." til um hvenær stöðin hefur starf- semi sína,“ sagði Ólafur Laufdal í samtali við Morgunblaðið. „Þetta verður ný stöð með nýju nafni og gjörbreyttri ímynd. Um leið og Utvarpsréttamefnd hefur fundað og veitt leyfl verður hafist handa. Ég er ekki búinn að móta það hvernig dagskráin verður en það er ekkert um annað að ræða en Ölafur sagði að nýja stöðin yrði rekin með miklu minni tilkostnaði en Stjarnan þar sem fyrirtæki hans tæki að sér allt skrifstofuhald auk þess sem stöðin yrði rekin í eigin húsnæði. Útsendingum Stjörnunnar var hætt eftir hádegi í gær, en þær munu væntanlega heljast að nýju eftir nokkra daga. ÍSAL-menn samþykkja NÝGERÐIR kjarasamningar í ís- lenska álverinu í Straumsvík voru samþykktir af öllum hópum starfs- manna í gær í almennum atkvæða- greiðslum. Starfsmenn tilheyra tíu verkalýðs- félögum og eru atkvæði greidd sér- staklega hjá hveijum hópi starls- manna. Flestir tilheyra verkamanna- félaginu Hlíf og féllu atkvæði í félag- inu þannig að 113 sögðu já og 88 nei, en þrír seðlar voi'u auðir. 27 rafvirkjar og rafeindavirk.iir greiddu atkvæði um samningana- Karli nægir jafiitefli STAÐAN fyrir síðustu umferð í landsliðsflokki á Skákþingi Is- lands, sem fram fer á sunnudag, er sú að Karl Þorsteins er efstur með átta og hálfan vinning. Hon- um nægir jaíhtefli í síðustu um- ferðinni. I öðru sæti er Jón L. Arnason með sjö og hálfan vinn- ing. Tíunda umferð og næst síðasta umferð var tefld í gær. Þröstur Þór- hallsson vann Rúnar Sigurpálsson, Sigurður Daði Sigfússon vann Þröst Arnason, Hannes Hlífar Stefánsson vann Björgvin Jónsson og Jón L. Árnason vann Guðinund Gíslason. Jafntefli gerðu Karl Þorsteins og Jón G. Viðarsson og Ágúst Karlsson og Tómas Björnsson. FÍI spáir að minnsta kosti 3% atvinnuleysi á næsta ári LANDSFRAMLEIÐSLA dregst saman um 3,5% á þessu árí og þjóðartekjur minnka ennþá meira vegna þess að viðskipta- kjör eru lakari nú en á siðasta ári, að því er fram kemur í Þjóð- hagsyfirliti 1989 og Þjóðhags- horfum 1990, sem Félag íslenskra iðnrekenda hefur gert og birt er í Á döfínni nýútkomnu félagsblaði þess. Þar segir og að landsframleiðslan muni enn minnka á næsta ári um nær 3% og þjóðartekjur að sama skapi. Gert er ráð fyrir nær 2% atvinnu- leysi að meðaltali í ár og að það Fínull hf. semur við kínverskt fyrirtæki FULLTRUAR Fínullar hf. og kínverskrar fyrirtækjasamsteypu undirrituðu í gær samning um samstarf í framleiðslu fatnaðar úr angóruull. í samningnum felst að Fínull kaupi hráefhi frá Kína og spinni úr því band sem kinverska fyrirtækið kaupi síðan. Einnig að Fínullarmenn aðstoði kínverska lyrirtækið við að koma á fót pijóna- og saumaverksmiðju. Fínull vonast til að samningurinn opni í framtiðinni leið inn á Jap- ansmarkað. Kristján Valdimarsson fram- kvæmdastjóri Fínullar segir að kínverska fyrirtækið kaupi fyrsta árið tíu tonn af angórugarni héðan, á 90 vestur-þýsk mörk kílóið, en magnið muni fara vaxandi. Þetta muni hjálpa verulega upp á nokkuð erfiða stöðu Fínullar, sérstaklega þegar til langs tíma sé litið. í fyrra hafi fyrirtækið selt angórufatnað fyrir 10 milljónir innanlands og fyrir 30 milljónir á erlendum mörkuðum. „Rekstrarhorfur, sem fram að -þessu hafa verið sæmilegar, verða nú með ágætum," segir Bjami Ein- arsson stjómarformaður Fínullar. „Með sameiginlegri verksmiðju sem fyrirhugað er að reisa í Kína stefnum við inn á Japansmarkað. Kínveijar ráða um 80% af heimsmarkaði í sölu á angóraull og þetta fyrirtæki fram- leiðir nærri 70% af kínverskum kanínuullarvörum. Hér heima dreym- ir okkur um að tvöfalda spunaget- una. Samningurinn skerðir ekki sjálf- stæði hvors fyrirtækis, þannig að með vissum hætti erum við að tryggja okkur gegn samkeppni sem hugsanlega hefði verið erfitt að ráða við.“ Hluthafar í Fínull eru Landssam- band kanínubænda, Byggðastofnun, Álafoss, Framkvæmdasjóður og ýmsir smábændur. fari vaxandi og verði a.m.k. 3% á næsta ári. Á næsta ári spáir FÍI 6-7% sam- drætti í framleiðslu sjávarafurða, en sá samdráttur yrði 13-14% ef að fullu væri farið að tillögum fiski- fræðinga. Heildarsamdráttur út- fiutningsframleiðslu verður þó ekki nema 2-3% vegna aukningar annars staðar, einkum í álframleiðslu og fiskeldi. Árabilið 1988-90 hefur sjávarvöruframleiðslan dregist saman 12% en útflutningsfram- leiðslan um 4% í heild vegna aukn- ingar annars staðar. Kaupmáttur tekna almennings verður að líkindum 8-9% minni í ár en í fyrra og líklegt er að einka- neysla minnki um a.m.k. 7% og 5% til viðbótar á næsta ári. Kaup- máttur verður 4-5% minni í lok árs- ins en hann var að meðaltali árið 1989 og gert er ráð fyrir að hann minnki enn frekar á næsta ári, enda séu ekki forsendur til annars. Gert er ráð fyrir vexti samneyslu um 1% á þessu ári og því næsta. Fjárfest- ing hefur dregist mikið saman og má gera ráð fyrir að hún hafi dreg- ist saman um 15-30% í mörgum atvinnugreinum og að nánast hrun verði í fjárfestingu á næsta ári, en vegna flugvélakaupa Flugleiða er reiknað með að samdrátturinn að meðaltali verði 5%. Varðandi viðskiptajöfnuðinn kemur fram að fyrstu sex mánuði þessa árs var vöruinnflutningurinn 15% minni á föstu gengi en sömu mánuði síðasta árs. Vöruskiptajöfn- uðurinn var hagstæður um nær 4 milljarða króna. Vaxtagreiðslur til útlanda að frátöldum vaxtatekjum eru hins vegar 12 milljarðar og gert er ráð fyrir að viðskiptahallinn verði 8 milljarðar, sem er talsvert minna en spáð var í upphafi ársins. Úrval kaupir Útsýn Ferðaskrifstofan Úrval hefur keypt Ferðaskrifstofuna Útsýn og fyrir- tækin hafa sameinazt. Samningar þar að lútandi voru undirritaðir í gær að loknum nokkurra vikna samningaumleitunum. Að sögn forráða- manna fyrirtækjanna er sameiningin fyrst og fremst til þess ætluð að stuðla að aukinni hagræðingu og hagkvæmni í ferðaskrifstofurekstri. Næststærsta ferðaskrifstofan sameinast hér hinni þriðju stærstu og úr verður umsvifamesta fyrirtækið í ferðasölu hér á landi, að sögn aðstand- enda fyrirtækisins. Aðaleigandi Utsýnar er Þýzk- íslenzka undir stjórn Ómars Kristj- ánssonar. Eigendur 80% hlutafjár í Úrvali eru Flugleiðir, en Eimskip á afganginn. Hið nýja fyrirtæki mun hafa aðalstöðvar í húsnæði Útsýnar í Mjódd. Þýzk-íslenzka mun áfram eiga húsið og leigja nýja fyrirtækinu. Ekki er ákveðið hvert nafn ferða- skrifstofunnar verður, en rætt er um að það verði einfaldlega Útsýn- Úrval. Sameiningin var kynnt starfsfólki fyrirtækjanna í gær. Ekki hefur enn vérið tekin ákvörðun um mannahald hjá nýja fyrirtækinu að öðru leyti en því að Knútur Óskarsson, sem stýrt hefur Úrvali, verður fram- kvæmdastjóri. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að væntanlega yrði Anna Guðný Aradóttir, sem var framkvæmdastjóri Útsýnar, í stjórn- unarstöðu hjá fyrirtækinu. Hann sagði að ef fækkun starfsfólks reynd- ist óumflýjanleg, yrði reynt að finna öllum starfsmönnum einhvern sama- stað, til dæmis hjá stórfyrirtækjun- um, sem að ferðaskrifstofunni stæðu. „Það sem fyrst og fremst var hvat- inn að þessari sameiningu var efna- hagsástandið hér, sem hefur orðið til þess að fyrirtæki á ýmsum sviðum hafa verið að ræða sameiningu og sameinast. Ferðaskrifstofurnar eru allt of margar og litlar. Bæði þessi fyrirtæki hafa gamalgróin viðskipt- asambönd og þar verður valið það bezta frá hvorum. Stærðin hefur líka sitt að segja,“ sagði Knútur. Hann sagði að með sameiningunni yrði til alhliða ferðaskrifstofa, þar sem Úr- val hefði lagt áherzlu á móttöku er- lendra ferðamanna og sölu ferða inn- anlands, en Útsýn fyrst og fremst einbeitt sér að utanlandsferðum og sólarlandaflugi. Ómar Kristjánsson, framkvæmda- stjóri Þýzk-íslenzka og stjórnarfor- maður Utsýnar, sagði að fyrirtækin tvö hefðu rætt um möguleika á sam- starfi, samruna eða kaupum og þessi leið hefði orðið ofan á. Hann sagði að fyrirtækin hefðu starfað mikið og náið saman, til dæmis á Kýpur, þar sem fyrirtækin hefðu komið fram sem eitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.