Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1989 Deilt um Flugstöð Leifs Eiríkssonar Ég hef dregið fram staðreyndir málsins - segir Ólafur Ragnar Grímsson „ÉG HEF dregið fram staðreyndir málsins," segir Ólafur Ragnar Grímsson íjármálaráðherra um þá gagnrýni sem hann hefur sett fram á kostnað við byggingu og rekstur flugstöðvarinnar á Keflavík- urflugvelli. „Fjárvöntunin á ári er aldrei undir 130 milljónum, gæti jafnvel verið nær 150 milljónum." Ólafur miðar við um 325 milljóna króna rekstrartekjur flugstöðvarinnar og 455 milljóna króna gjöld. Ólafur segir að greiða þurfí fímm milljarða króna umfram rekstrar- kostnað til flugsatöðvarinnar á næstu 20 árum og sé það arfur frá fjármálastjórn Sjálfstæðisflokksins sem nú þurfi að glima við. 5 milljarðar umfram rekstrarkostnað á 20 árum „Þegar Geir Hallgrímsson kynnti þjóðinni þessar áætlanir og tók um þær ákvörðun og Matthías Á. Mat- hiesen fylgdi þeim eftir,“ segir Ólaf- ur, „þá kynntu þeir málið á þeim grundvelli að hér ætti að reisa flug- stöð og Bandaríkjamenn ættu að borga helminginn og íslendingar helminginn, hlutur Bandaríkjanna ætti að vera 20 milljónir dollara og hlutur íslendinga 20 milljónir doll- ara. Niðurstaðan er hins vegar sú, að þeir sem stýrðu þessum fram- kvæmdum fóru með kostnaðinn við flugstöðvarbygginguna óralangt umfram þessar upphæðir og allur sá umframkostnaður Ienti á Islend- ingum vegna þess að fjárupphæð Bandaríkjanna var fastbundin við ákveðna tölu, 20 milljónir dollara." Ólafur segir kostnaðinn hafa far- ið úr böndunum vegna þess að byggt hafi verið dýrt „glæsihús, langt umfram þá fjármuni sem upp- haflega voru til verksins lagðir.“ Hann var spurður hvort bætt hafi verið við kostnaði eftir að ákveðið var að byggja flugstöð. „Ég hugsa að það hafi örugglega verið gert,“ segir hann. „Hins vegar vill nú svo til að ég varaði strax við því á árunum 1980 til 1983, að þessi flugstöðvarbygging mundi reynast miklu dýrari heldur en ráðherrar Sjálfstæðisflokksins á þeim tíma héldu fram.“ Ólafur segir bygginguna vera of dýra og í musterisstíl. „Þess vegna er það niðurstaðan að íslenska þjóð- in verður núna að greiða þijá og hálfan milljarð sem við skuldum í þessari flugstöð og bæta við þá skuld á næstu 20 árum rúmum milljarði að lágmarki, jafnvel nær einum og hálfum til tveimur mill- jörðum í viðhalds og endumýjunar- kostnað við bygginguna. Svo það er varlega áætlað að þjóðin þurfí að greiða til viðbótar við hinn al- menna rekstur í flugstöðinni um fimm milljarða á næstu 20 árum.“ Tap í stað afgangs „Ef tekjudæmi flugstöðvarinnar er skoðað, til dæmis á þessu ári, er ljóst að þrátt fyrir fullyrðingar forsvarsmanna flugstöðvarinnar um að hún yrði rekin með átta milljóna króna tekjuafgangi í ár, er niðurstaðan því miður sú, að það verður um 40 milljóna króna tap.“ Hann segir ekki aðeins gengis- þróun valda þessu, einnig sé um að ræða meiri rekstrarkostnað að öðru leyti, færri farþega og annað í þeim dúr, „því að þessi flugstöð var auðvitað reist miðað við allt aðra farþegatölu." Ólafur kveðst ekki hafa tiltækar tölur yfir þá breytingu. „En jafnvel þótt menn geti nú eitthvað metið reksturinn í ár til og frá um ein- hverjar milljónir, þá er hitt þó aðal- atriðið, að það vantar inn í dæmið greiðslurnar á þessum lánum, vegna þess að þeir sem stóðu fyrir þessum framkvæmdum, ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórninni ’83 til ’87, beittu sér fyrir því að tvö stærstu lánin voru látin falla í gjalddaga langt inn í framtíðina. Annað þeirra á. að falla í gjalddaga 1995 og hitt 1997.“ Ólafur var spurður á hve löngum tíma eigi að greiða niður kostnaðinn við flugstöðvarbygginguná. „Ef miðað er við aðrar framkvæmdir. t.d. virkjanir eða stórbyggingar af þessu tagi, þá er venjulega miðað við að lánin séu greidd upp á 20, Rangfærslur Q ár málaráð herra Kjartan Gunnarsson var spurður hvers vegna byggingarkostnaður flugstöðvarinnar hefði hækkað. Hann segir hækkunina einkum stafa af óhagstæðri gengisþróun og nauðsylegum viðbótum við bygg- inguna. „Það voru teknir aftur inn 1 bygginguna hlutir sem höfðu ver- ið skomir út úr áætlunum, eiginlega af stjórnmálaástæðum, vegna þess að það var verið að reyna, í tíð ríkis- stjórnar Gunnars Thoroddsens, að minnka bygginguna niður í ein- hveija þá upphæð sem alþýðu- bandalagsmennirnir í þeirri ríkis- stjóm gætu sætt sig við.“ Kjartan segir það vera rang- færslur að áætlanir um rekstur flugstöðvarinnar sýni að hagnaður hafi átt að vera af rekstrinum á þessu ári. „Þegar tillögum var skil- að til fjárlaga ársins 1989 vegna flugstöðvarinnar var greint frá því að í þeim væri mismunur væntan- legra tekna og væntanlegra gjalda sem nam alls tæpum 30 milljónum króna. Þettá vissi fjármálaráðu- neytið þegar það lagði fram fjárlög ársins 1989 og þær niðurstöðutölur varðandi flugstöðina sem gera ráð fyrir átta milljóna króna hagnaði eru búnar til í fjármálaráðuneytinu en ekki af þeim aðilum sem skila tillögum um rekstur, tekjur og gjöld flugstöðvarinnar." Rangur samanburður „Þetta er fyrsta rangfærsla ijár- málaráðherra. Önnur rangfærsla hans varðar skuldir ríkisins vegna flugstöðvarinnar. Á verðlagi fjár- lagatillagna fyrir árið 1990 eru langtímaskuldir vegna flugstöðvar- innar 2.658 milljónir. í dag eru þær hins vegar orðnar um 3,4 milljarðar vegna gengishækkunar dollarans." Kjartan segir gengismálin reyndar vera mjög afgerandi þátt í öllum málum varðandi flugstöðina, bæði byggingarkostnaði hennar og eins kannski hæsta lagi 25 árum. Og þá miða menn við að afskriftatíminn sé um 40 ár, að það geti þurft að bæta við viðgerðar- og viðhalds- kostnaði sem nemi hátt upp í bygg- ingarkostnaðinn á þeim tíma. Ef maður miðar við þá viðmiðun og fer í það verk, sem ég tel nauðsyn- legt, að breyta þessum lánum á aðra gjalddaga og með jafnari greiðslum, ... þá er það ljóst að miðað við að afborganir og vaxta- gjöld verða á ári næstu 20 árin 315 milljónir, viðhaldskostnaðurinn var- lega áætlaður 60 milljónir á ári, rekstrarkostnaðurinn 80 milljónir, þannig að jafnvel þótt menn geti haft ýmsar skoðanir á þessum rekstrarkostnaði í ár, þá sjá menn að sú tala er innan við 20% af heild- ar árlegum útgjöldum næstu 20 rekstrarkostnaði og tekjum, því að allar tekjumar eiu ákveðnar í Bandaríkjadölum og nánast öll lán vegna hennar og allur kostnaður í Bandaríkjadölum. „Þess vegna er það grundvallaratriði að bera sam- an réttar tölur, en gera ekki eins og íjármálaráðherra gerir í sinni þriðju rangfærslu, þar sem hann heldur því fram að rekstrartekjur flugstöðvarinnar séu svo og svo margar íslenskar krónur, en útgjöld á þessu ári og næstu árum séu svo og svo margar íslenskar krónur og er þá að reikna út íslenskar krónur miðað við mismunandi gengi Bandaríkjadals. Það er að segja, gjöldin á árinu 1990 vill hann þá reikna á gengi Bandaríkjadals eins og það er núna, 62 eða 63 krónur. En tekjurnar sem til hafa fallið á árinu hafa náttúrulega komið inn þegar dollarinn kostar frá 45 og upp í 62 krónur. Ef þetta á að vera raunhæfur samanburður, þá verður að bera saman í dollurum, en ekki í íslenskum krónum." Kjartan segir ekki rétt sem ijár- málaráðherra hefur haldið fram, að veija eigi 100 milljónum króna í framkvæmdir á næsta ári. „Það eru raunar upplýsingar sem era alveg nýjar fyrir byggingarnefnd flug- stöðvar, því að það hafa ekki verið gerðar tillögur um neinar 100 millj- ónir króna til framkvæmda á næsta ári af hennar hálfu.“ Þá segir hann vera rangt hjá fjár- málaráðherra að lánin falli í gjald- daga 1995 og 1997. „í því frum- varpi til íjárlaga sem afgreitt var fyrir árið 1989 kemur fram að framkvæmdalán vegna flugstöðv- arinnar hafa verið sem kallað er endurlánuð á samræmdum kjörum þar sem greiðslu afborgana er dreift á 25 ára tímabil. Samkvæmt því koma fyrstu afborganir til greiðslu árið 1995, en alls ekki öll lánin. Samkvæmt þeim útreikning- um var þá gert ráð fyrir því á árinu 1989 að það brotabrot tekna flug- stöðvarinnar sem fyrirhugað var að nota til greiðslu afborgana af lánum árin vegna byggingarinnar. Fjár- vöntunin á ári er þess vegna aldrei undir 130 milljónum, gæti jafnvel verið nær 150 milljónum.” Blekktu þing og þjóð —Er skýringin rangar áætlanir í upphafi? „Nei, ég mundi nú frekar leita ■ skýringa í, að þeir ráðherrar sem bera ábyrgð á þessu verki, þeir unnu ekki sína heimavinnu, eða vísvitandi blekktu þing og þjóð,“ segir Ólafur. —En, var þá kostnaðaráætlunin röng í upphafi? ,,Já, alröng.“ Ólafur segir nokkuð ljóst að auk- og annars reksturs flugstöðvarinn- ar, mundi nánast nægja þá fyrir greiðslu vaxta og afborgana og annars kostnaðar byggingarinnar. Ef sú leið er farin, eins og ávallt hefur verið gert ráð fyrir, að bygg- ingarkostnaðurinn dreifðist á að minnsta kosti 40 ár, þá má gera ráð fyrir því, að afborganir lána væru um 85 milljónir á ári.“ Rekstrarkostnaðurinn er 200 milljónir „Fjármálaráðherra gerir ráð fyrir um 60 milljónum í viðhald á bygg- ingunni á ári á núvirði. Þær áætlan- ir sem gerðar hafa verið um við- hald byggingarinnar gera ráð fyrir að viðhaldskostnaður sé frekar rúmlega 30 milljónir króna á ári, og rekstrarkostnaður sé um 80 milljónir. Samtals mundi þetta því vera um 200 milljóna króna kostn- aður við afborganir lána, vaxta- greiðslur og annan rekstur. Þá sjá menn það, að þegar tekjur eru svo áætlaðar 325 milljónir á þessu ári, stendur byggingin mjög auðveld- lega undir þessu, aðeins af húsa- leigutekjum og tekjum af lendingar- gjöldum. Það er auðvitað mjög auðvelt fyrir ijármálaráðherra að koma því þannig fyrir að þessi bygging sé rekin með stórkostlegum halla. Til þess hefur hann tvær aðférðir. í fyrsta lagi að taka ákvarðanir um að lán vegna byggingarinnar verði greidd upp á miklu skemmri tíma heldur en öll önnur meiriháttar fjár- festing hins opinbera, hins vegar hefur hann vitanlega þann mögu- leika að gera það sem nú þegar hefur verið gert og gera það þá í enn ríkari mæli, að svipta flugstöð- ina þeim tekjum sem gert var ráð fyrir að hún hefði. Ef farið er svo- lítið aftur í tímann og enn litið til ríkisstjórnarinnar sem sat 1980 til 1983, en í henni var Ragnar Arn- alds fjármálaráðherra, þá var gerð mjög ítarleg rekstraráætlun fyrir þá flugstöð sem fyrirhugað var að byggja þá og nú er risin. í þeirri rekstraráætlun, sem var unnin af Pjárlaga- og hagsýslustofnun undir yfirstjórn fjármálaráðherra vænt- anlega, og er afhent byggingar- nefnd flugstöðvar 1981, er gerð grein fyrir þeim tekjustofnum sem flugstöðinni séu ætlaðir til þess að greiða niður byggingarkostnað. Þá er í fyrsta lagi gert ráð fyrir að flugvallargjald renni til greiðslu kostnaðar við almenninga í flug- stöðinni, það eru svæði sem ekki eru leigð sérstaklega. í öðru lagi að nettótekjur Fríhafnarinnar á ið hafi verið við kostnaðinn á bygg- ingartímanum og að ábyrgðin hvíli á þeim ráðherrum sem stýrðu verk- inu. „Það verður þess vegna ekkert fram hjá því gengið að þessir fimm milljarðar sem þjóðin verður að borga umfram reksturinn á þessari byggingu á næstu 20 árum er ein af þeim erfðasyndum eftir fjármála- stjórn Sjálfstæðisflokksins sem menn verða að glíma hér við. Til samanburðar má geta þess, að ef á að útvega það fé sem þarf til þess að þetta standi á sléttu, er það álíka á hveiju ári eins og þriðjung- urinn af þeirri eignaskattshækkun sem menn eru nú mikið búnir að tala um í allt sumar.“ Keflavíkurflugvelli teljist til tekju- stofna flugstöðvarinnar, enda sé það í samræmi við alþjóðlegar venj- ur á þessu sviði. Þá er gert ráð fyrir að húsaleiga renni til flug- stöðvarinnar." Tekjur af flugstöðinni yfir 860 milljónir „Nú hefur þessu öllu verið umsnúið og flugvallarskattinum, farþegaskattinum, er nú varið til þess að kosta almenna flugvallar- gerð í landinu og skilar til þeirra framkvæmda mörg hundruð millj- ónum á ári. Tekjur af Fríhöfninni eru teknar beint í ríkissjóð og ekk- ert af því kemur til flugstöðvarinn- ar nema í formi húsaleigu. Þessar tekjur sem 1981 var áætlað í fjár- málaráðherratíð Ragnars Arnalds að ættu að renna til byggingar flug- stöðvarinnar, námu 1988 í raun 849 milljónum króna. Og á árinu 1989 er áætlað að þær nemi 857 milljón- um króna, en það er nú þegar vitað að þær eru orðnar umtalsvert hærri. Af öllu þessu tel ég að megi sjá, að það sé rétt sem þeir aðilar sem stóðu að byggingu flugstöðvarinnar hafa ávallt haldið fram, að flugstöð- in sé með arðbærustu byggingum á Islandi og þeir möguleikar sem þar mynduðust til starfsemi og rekstrar hafa skilað ríkissjóði og munu skila honum í framtíðinni ómældum tekjum. Það er auðvitað líka algjörlega óraunhæf fullyrðing að taka fyrir- hugaðan viðhaldskostnað húss næstu 20 ár og slengja því fram sem fullyrðingu að þetta sé kostn- aður sem nánast þurfi að borga á morgun.“ Kjartan segist. telja að tilgangur fjármálaráðherra með þessari gagmýni sé fyrst og fremst að reyna að draga athyglina frá þeirri erfíðu stöðu sem hann sé búinn að koma ríkissjóði í, þar sem stefni í margra milljarða króna halla, þrátt fyrir áform um tekjuafgang. „Hann er líka með þessum fullyrðingum að reyna að afla sér raka og stuðn- ings við skattheimtuhugmyndir með því að búa til falskar kostnað- artölur fyrir ríkið, ljúga því til að nánast hinum megin við hornið sé krafa um fimm milljarða króna greiðslu vegna flugstöðvarinnar, því að í raun er ljóst að flugstöð- inni er leikur einn að greiða með lágmarkstekjum allan byggingar- og rekstrarkostnað, ef lánafyrir- komulag er með eðlilegum hætti eins og tíðkast með aðrar stórfram- kvæmdir hins opinbera.” Rangfeerslur flármálaráðherra - segir Kjartan Gunnarsson KJARTAN Gunnarsson, sem sæti á í byggingarnefnd flugstöðvarinn- ar, segir Olaf Ragnar Grímsson fjármálaráðherra fara með alvarleg- ar rangfærslur um fjárhag flugstöðvarinnar. Hann reikni með allt of örum greiðslum af lánum til flugstöðvarinnar og reikni tekjur byggingarinnar á lægra gengi en gjöldin, auk þess sem flugstöðin hafi verið svipt tekjustofnum sem hún átti í upphaflegum áætlunum að hafa. „Þessar tekjur sem 1981 var áætlað í fjárinálaráðherratíð Ragnars Amalds að ættu að renna til byggingar flugstöðvarinnar, námu 1988 í raun 849 milljónum króna. Og á árinu 1989 er áætlað að þær nemi 857 milljónum króna, en það er nú þegar vitað að þær eni orðnar umtalsvert hærri,“ segir Kjartan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.