Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1989 Neskirkja: Sr. Frank til starfa á ný NÆSTKOMANDI sunnudag, 24. september kl. 11 fyrir hádegi, mun sr. Frank M. Halldórsson annast guðsþjónustugerð í Nes- kirkju að nýju. Hann hefur undanfarin tvö ár stundað framhaldsnám í sálgæslu vestur í Bandaríkjunum, jafnframt náminu starfaði hann sem sjúkra- húsprestur á M.D. Anderson krabba meins-sjúkrahúsinu í Houston, Tex- as. (Fréttatilkynning frá Neskirkju) Ekki vanur að Ijá mig um orð samráðherra eftir blaðaft*egnum - segir Olafur Ragnar Grímsson um stóriðjuhugmyndir iðnaðarráðherra Herferð Amnesty-samtak- anna gegn dauðarefsingu HERFERÐ samtakanna Amnesty International gegn dauðarefs- ingu stendur nú ylír. Fyrir tveim- ur árum var ráðist í herferð gegn dauðarefsingu í Bandaríkjunum en nú á að beina spjótum að öllum þeim ríkjum sem taka fólk af lífi. í mörgum löndum, þ. á m. öllum GENGISSKRÁNING Nr. 181 22. september 1989 Kr. Kr. Toll- Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala gengi Dollari 61,91000 62,07000 61,16000 Sterlp. 97,85800 98,11100 95,65400 Kan. dollari 52,41900 52,55500 52,05100 Dönsk kr. 8,19730 8,21850 8,01840 Norsk kr. 8.73320 8,75580 8,55150 Sænsk kr. 9,40740 9,43170 9,22060 Fi. mark 14,11220 14,14860 13,84020 Fr. franki 9,42740 9,45180 9,24640 Belg. franki 1,52130 1,52520 1,49050 Sv. franki 36,81170 36,90690 36,11030 Holl. gyllini 28,26620 28,33920 27,62670 V-þ. mark 31,87130 31,95370 31,14050 it. líra 0,04424 0,04438 0,04343 Austurr. sch. 4,52710 4,53880 4,42440 Port. escudo 0,37990 0,38090 0,37300 Sp. peseti 0,51000 0,51130 0,4981.0 Jap. yen 0.42647 0,42757 0,42384 írskt pund 84,99600 85,21600 83,12300 SDR (Sérst.) 77,37820 77,57820 76,18520 ECU, evr.m. 66,07960 66,25040 64,66140 Tollgengi fyrir september er sölugengi 28 ágúst. Sjálfvirkur símsvari gengisskráningar er 62 32 70. vestrænum lýðræðislöndum nema Bandaríkjunum, hefur aftökum ver- ið hætt eða dauðarefsing afnumin með lögum. Þar sem aftökur tíðkast enn, er dauðarefsingu ekki einungis beitt gegn morðingjum, heldur einnig gegn glæpum á borð við eit- urlyfjasölu og ýmsum stjórnvöldum er tamt að beita dauðarefsingu til pólitískrar kúgunar. Amnesty International-samtökin vonj upphaflega stofnuð til þess áð beijast gegn því að fólk væri fang- elsað vegna skoðana sinna. Seinna var bætt við í stefnuskrá samtak- anna því ákvæði að berjast einnig gegn pyntingum og dauðarefsingu, en þetta varðar alla fanga en ekki aðeins samviskufanga. Eftirtaldir aðilar hafa undirritað áskorun um afnám dauðarefsinga í tengslum við þessa herferð: For- sætisráðherra, Steingrímur Her- mannsson, utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, félagsmála- ráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, viðskiptaráðherra, Jón Sigurðsson, aðstoðarráðherra, Birgir Árnason. Eftirtaldir þingmenn: Eiður Guðna- son, Karvel Pálmason, Karl Steinar Guðnason, Danfríður Skarphéðins- Fiskverð á uppboðsmörkuðum 22. september. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð(kr.) Þorskur 39,00 35,00 37,40 0,456 17.056 Ýsa 123,00 50,00 95,96 5,053 485.351 Karfi 34,00 28,00 28,14 1,069 30.082 Steinbítur 71,00 39,00 69,11 1,370 94.678 Langa 35,00 35,00 35,00 0,497 17.394 Lúða 240,00 180,00 207,34 0,037 7.568 Keila Samtals 12,00 12,00 12,00 76,08 0,090 8,752 1.080 665.849 Á mánudag verður selt úr Stakkavík ÁR og fleirum FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavfk Þorskur 81,00 49,00 71,52 2,891 206.749 Þorskur(1-3 n.) 69,00 39,00 44,09 3,556 156.769 Þorskur(smár) 24,00 24,00 24,00 0,051 1.224 Ýsa 125,00 20,00 83,61 1 1,869 992.352 - Karfi 43,00 , 23,00 26,86 9,721 261.069 Ufsi 37,50 12,00 36,30 80,520 2.922.752 Steinbítur 80,00 55,00 66,39 0,255 16.930 Hlýri+steinb. 45,00 35,00 40,57 0,296 12.010 Hlýri 86,00 40,00 74,40 0,912 67.852 Langa 35,00 35,00 35,00 0,228 7.980 Blálanga 50,00 50,00 50,00 0,343 17.150 Lúða(stór) 240,00 215,00 217,72 0,230 50.075 Lúða(smá) 235,00 235,00 235,00 0,024 5.640 Skarkoli 36,00 36,00 36,00 0,033 1.188 Skötuselur 170,00 170,00 170,00 0,011 1.870 Skötuselsh. Samtals 360,00 360,00 360,00 42,58 0,007 110,946 2.520 4.724.129 Selt var úr Otto N. Þorlákssyni RE, Krossvík AK og bátum. Á mánudag verður selt óákveðið magn úr bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 64,00 48,00 60,15 29,545 1.777.222 Þorskur(ósl.) 54,50 45,00 51,78 3,400 176.050 Þorskur(umál) 31,00 31,00 31,00 0,050 1.550 Ýsa 98,00 30,00 79,31 4,198 332.924 Ýsa(ósl.) 98,00 74,00 90,43 4,182 378.180 Karfi 33,00 24,00 30,54 42,730 1.304.933 Ufsi 34,50 28,50 30,90 1,717 53.062 Steinbítur 75,50 50,00 60,53 1,186 71.790 Langa 35,50 15,00 27,86 2,199 61.266 Langlúra 15,00 15,00 15,00 0,027 405 Lúða 300,00 185,00 231,04 0,359 82.945 Solkoli 44,00 44,00 44,00 0,035 1.540 Skarkoli 40,00 40,00 40,00 0,024 960 Keila 19,00 5,00 12,24 3,700 45.275 Skata 70,00 56,00 61,20 0,050 3.060 Skötuselur 180,00 180,00 180,00 0,003 540 Lýsa Samtals 39,00 39,00 39,00 45,94 0,130 93,536 5.070 4.296.772 Selt var aðallega úr Hauki GK og dagróðrabátum. i dag verður selt úr Dalaröst, Jóni á Hofi og dagróðrabátum og hefst upp- boðið klukkan 14.30. dóttir, Ólafur Einarsson. Ritstjóri, Ingólfur Margeirsson. Vikuna 20. til 27. september verður sérstök aðgerðarvika hjá Amnest.y International þar sem at- hygli verður vakin á þessari her- ferð. Miðvikudaginn 27. september verður fundur opinn öllum. Fundur- inn verður í stofu 201 í Odda, húsi Háskóla íslands, og hefst hann kl. 20. „EG VAR nú ekki á þessum fundum ’og ég hef ekki heyrt neitt um þetta annað en það sem ég hef lesið í blöðunum," segir Ólafur Ragnar Grímsson ijármálaráðherra og for- maður Alþýðubandalagsins um þær hugmyndir sem Jón Sigurðsson samráðherra hans í ríkisstjórninni hefur kynnt að undanförnu um uppbyggingu stóriðju hér á landi á næstu árum. „Eg er nú ekki vanur að tjá mig um boðskap samráðherra minna eingöngu eftir blaðafrétt- um,“ segir Ólafur. Ólafur var spurður hver hans afstaða væri til stóriðjuuppbygg- ingar hér á landi. Hann sagði sína afstöðu og_ Alþýðubandalagsins vera skýra. I fyrsta lagi vildi hann að sannvirði fengist fyrir orkuna. „Ég tel að Alþýðubandalagið hafi í raun og veru fengið aðra flokka og þjóðina á sitt band í því að hér þurfi að vera orkuverð sem endur- spegli okkar raunverulega kostnað ogþag þjóðarinnar í þpim efnum.“ í öðru lagi lagði Ólafur áherslu á að íslensk skattalög giltu um fyr- . irtækin, í þriðja lagi ströng um- hverfisverndarskilyrði og loks að íslendingar hefðu „ákveðið forræði" yfir fyrirtækjunum. Hann var spurður hvort honum þætti tímabært nú að sækjast eftir uppbyggingu stóriðju hér á landi. „Eg hef alltaf talið að stóriðja væri eðlilegur þáttur í atvinnulífi okkar þjóðar, enda erum við hér með fjöl- mörg stóriðjufyrirtæki," sagði Ólaf- ur. Hann nefndi sem dæmi Áburð- arverksmiðjuna, Sementsverk- smiðjuna og verksmiðjuna á Grund- artanga. Hann gagnrýndi samninga sem gerðir voru við Álusuisse fyrir rúmum 20 árum síðan og segir að það hafi verið höfuðviðfangsefni allra ríkisstjórna síðan að fá þá samninga endurskoðaða. „Það er auðvitað líka verkefni þessarar ríkisstjórnar, eins og annarra, að reyna að koma þessum samningum sem viðreisnarstjórnin gerði á sínum tíma við Álusuisse í þann búning að _það sé eðlilegt út frá sjónarmiði Islendinga." VíkíMýrdal: Slátrun hefst með seinna móti Litla-Hvammi SLÁTRUN hófst hjá Sláturfélagi Suðurlands í Vík í gær. Er það heldur með seinna móti. Smölun hefur staðið yfir að undanförnu og er varla hægt að hefja slátrun fyrr en söfnum er lokið almennt, sökum fólksfæðar til að vinna að slátruninni. Reiknað er með að slátra um 17.000 fjár og er það nokkru færra en síðastliðið haust. Einmunablíða hefur verið hér undanfarna daga og því mjög gott veður til að fást við smalanir og réttir. Sigþór Uppákoma í Kolaportinu MARKAÐSTORGIÐ í Kolaport- inu verður með líflegra móti næsta laugardag, 23. september, en þá mun Félagsheimili tónlist- armanna efna til fjiilbreyttrar uppúkomu margra þekktra Iista- manna. Meðai þessara listamanna eru þeir Bjartmar Guðlaugsson, Magn- ús Þór Sigmundsson, Jóhann Helgason og hljómsveitin Rósin, sem flytja mun þekkt íslenskt efni, m.a. af nýrri hljómplötu, í Stuði. Rósina skipa þeir Torfi Ólafsson, Viðar Sigurðsson, Hafsteinn Björg- vinsson og Steinar Viktorsson. Þá er einnig vonast eftir ýmsum öðrum þekktum listamönnum í heimsókn í Kolaportið. Útvarp Rót mun útvarpa frá þessum viðburði í Kolaportinu á FM 106,8. Félagsheimili tónlistarmanna mun selja happdrættismiða á staðnum og nú geta allir dottið í lukkupottinn, því auk glæsilegra vinninga í happdrættinu fær fólk að velja sér stóra hljómplötu með hverjum keyptum miða. (Ur fréttatilkynning-u) Námskeið vegna skilnaðar FRÆÐSLU- og umræðunám- skeið fyrir skjólstæðinga sem nýlega hafa farið í gegnum skiln- að hefst á næstunni á vegum Ráðgjafar- og fi-æðsluþjón- ustunnar Tengsla hf. Haldnir verða sex fundir tvo tíma í senn vikulega. Stjórnendur nám- skeiðsins eru félagsráðgjafarnir Nanna K. Sigurðardóttir og Sig- rún Júlíusdóttir. Hópstarfið byggir á fræðslu um skilnað, félagslega og tiifinninga- lega, og er vettvangur til að miðla gagnkvæmum skilningi og reynslu. Unnið verður úr þessum efnivið þannig, að aukið innsæi og skiln- ingur geti losað um meinlokur og togstreitu. Um hefðbundna með- ferð er því ekki að ræða, heldur fræðslu, stuðning og innsæi. (Fréttatilkynning) Jeppaklúbbur Reykjavíkur: Torfæru- og langstökks- keppni í Jóseps- dal ÞRIÐJA og síðasta torfæru- keppni sumarsins, sem haldin er á vegum Jeppaklúbbs Reykjavík- ur í Bikarmeistaramóti Bílabúð- ar Benna, fer fram í gryfjum í mynni Jósepsdals í dag og hefst kl. 13. Einnig verður keppt í langstökkskeppni jeppa um bik- ar sem Bílabúð Benna gefur, og er það í annað skipti sem slík keppni fer fram á vegum Jeppa- klúbbs Reykjavíkur. í torfærukeppninni verða 23 þátttakendur, en keppt er um far- andbikar Bikarmeistara Islands, en keppt er um hann í fyrsta skipti nú í sumar. Einnig er keppt um verð- launafé samtals að upphæð 330.000 krónur. Langstökkskeppni á jeppum er nýbreytni í jeppakeppnum Jeppa- klúbbs Reykjavíkur til þess að stytta tíma áhorfenda og hafa ofan af fyrir þeim á meðan dómarar reikna út stigin fyrir torfærukeppn- ina. Sigurður Þórir Sigurður Þórir sýnir í Norræna húsinu SIGURÐUR Þórir, listmálari, opnar í dag málverkasýningu í kjallara Norræna hússins, en þetta er níunda einkasýning hans í Reykjavík frá 1976. Auk þess hefur hann sýnt þrisvar í Kaupmannahöfn, einu sinni í Færeyjum og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi sem er- lendis. Sigurður Þórir er fæddur í Reykjavík 1948 og stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1968-1970. Hann hóf fram- haldssnám við Listaháskólann í Kaupmannahöfn árið 1974 og var þar í námi hjá prófessor Dan Ster- up-Hansen í fjögur ár eða til 1978. Málverkin sem sýnd verða í Norræna húsinu eru öll ný og hafa ekki áður verið sýnd opinberlega. Stendur sýningin til 8. október nk. en hún er opin daglega klukkan 14-19. Eldur í dýnu SLÖKKVILIÐIÐ í Rcykjavík var kallað að Tjarnargötu 39 í há- deginu í gær. Þar lagði mikinn rcyk út um glugga á 2. hæð hússins, sem er íbúðarhús. Slökkviliðið fór inn í húsið og kom þá í ljós að eldur logaði í dýnu í einu herbergi. Eldurinn var slökktur, dýnan fjarlægð og reykur ræstur út. Skemmdir munu vera óverulegar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.