Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 11
MOKGUNp^Ai^p UUG/yRDAGyR 23. SEPTEMBER 1989 Heimasmíðaðar hagfræðikenningar eftir EyjólfKonráð Jónsson Greinarkorn þetta skrifa ég til að vekja athygli á annarri og merk- ari grein. Hún er eftir Sigurð B. Stefánsson og birtist í fyrradag í viðskiptablaði Morgunblaðsins. Sig- urður vitnar í marklaus orð forsæt- isráðherra um yfirmenn Seðlabank- ans og þarf ég ekki að rekja þau. En Sigurður vitnar líka í orð merks hagfræðings, Davids Hendersons, m.a. þau að það séu „áhrif þrýsti- hópa og þeirra sem aðeins sjá heimasmíðaðar hagfræðikenningar sem ögra mest áframhaldandi þró- un í átt að frelsi og framförum". Sigurður víkur í grein sinni að smæð íslenska þjóðarbúsins og ófullkomnum fjármagnsmarkaði sem naumast sé „laus úr gi'eipum stjórnvalda eftir langvarandi mið- stýringu og misbeitingu". Síðan segir hann: „Öruggasta leiðin til -að draga úr áhrifum smæðarinnar er að gefa fjármagnsviðskipti við útlönd frjáls. Þá verða innlendar fjármálastofn- anir að etja kappi við erlendar. Eina leiðin til að tryggja að bankar, sparisjóðir og fjármálafyrirtæki og sjóðir fitni ekki eins og púkinn á bitanum er að leyfa vindum frjálsr- ar samkeppni að blása um markað- inn.“ Æði oft hef ég fjallað um þá heimatilbúnu kreppu sem annars vegar hefur byggst á ofstjórn í peningamálum og hins vegar of- sköttun. Hið síðara liggur milli hluta núna. Eyjólfur Konráð Jónsson „Það er þess vegna fiirðulegt fyrirbæri ef forsætisráðherra lands- ins heldur að hann geti með handafli stjórnað því að vextir verði eitt- hvað allt aðrir hér en í umheiminum og þannig geti þjóðin auðgast og leyst sín vandamál.“ Lengi hefur verið deilt um áhrif aukins „peningamagns í umferð“ og svokallaða stjórn peningamála. Mín vegna mega þær deilur nú nið- ur falla því að staðreyndir eru þær að alheims péningamarkaður er að myndast og magni peninga hins ftjálsa heims getur enginn stjórnað, þótt ekki væri af öðru en því að þversögnin er sú að „peningar“ eru að hverfa úr umferð með tölvum og ijárskiptafærslum og verðmælir — án þess að nokkur mynt, slegin eða prentuð, sé til — hefur hafið innreið sína sbr. Evrópuviðmiðunin. Hins vegar er ljóst að ftjálsir vext- ir munu ráða í viðskiptum og mæli- stikurnar (gengi) geta breyst þar sem hagur þjóðar og fyrirtækja veldur trausti eða vantrausti, því að peningar eru ekkert annað en ávísanir á verðmæti, áþreifanleg eða væntanleg. Þetta hefur mér löngum þótt ljóst, en nú er það augljóst. Það er þess vegna furðulegt fyr- irbæri ef forsætisráðherra landsins heldur að hann geti með handafli stjórnað því að vextir verði eitthvað allt aðrir hér en í umheiminum og þannig geti þjóðin auðgast og leyst sín vandamál. Valdbeitingin í pen- ingamálum er annar höfuðþáttur okkar vandamála um langt skeið, hinn er ofsköttunin. Ofstjórnar- mennirnir geta hins vegar ekki var- ið sig með því að skamma þau „tæki“ sem þeir hafa löngum notað og misnotað. Og ekki er stórmann- legt að tryllast gjörsamlega þegar fótum er spyrnt gegn ofbeldi og rétt lög höfð í heiðri — allt fyrir samvinnuhugsjónina! Höfundur er einn nf alþingismönnum Sjálfstteðisflokks fyrir Reykjavíkurkjördæmi. 911 Kfl 9197A LÁRUS Þ' VALDIMARSSON framkvæmdastjóri 4 I I OU ■ 4 í 0 I U KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. LÓGG, FASTEIGNASr Til sýnis og sölu auk annarra eigna: Glæsileg eign - öll eins og ný Raðhús í Árbæjarhverfi ein hæð 140 fm auk sólstofu 30 fm og bílsk. 20,8 fm. Húsið er nýendurbyggt. Glæsileg lóð ekki stór. Skipti mögul. á góðri 4ra herb. íbúð. Fyrir hina vandlátu 3ja og 4ra herb. glæsilegar íbúðir i byggingu í Grafarvogi. Frágangur fylgir á allri sameign. Afh. fullb. undir tréverk i byrjun næsta árs. Sér- þvottahús og bílskúr fylgir hverri íbúð. Húni sf. byggir. Óvenju hag- stæð greiðslukjör. Við Lynghaga með bílskúr Neðri hæð 4ra herb. 88 fm nettó auk geymslu í kj. Sólsvalir. Glæsileg- ur trjágarður. Bílskúr 31,9 fm. Reisulegt steinhús á einum besta stað borgarinnar. Sólrík íbúð í Fossvogi 4ra herb. á 2. hæð við Dalaland. Ekki stór en mjög vel skipulögð. Rúmgóðar sólsvalir. Geymsla á 1. hæð. Ágæt sameign. Ræktuð lóð. Á vinsælum stað í Vogunum Rishæð 3ja-4ra herb. við Karfavog i reisulegu steinhúsi. Geymsluris fylgir. Þríbýli. Sérhiti. Góð sameign. Glæsilegur trjágarður. Sanngjarnt verð. Á frábæru verði með bílskúr Stór og góð 3ja herb. íbúð 86,8 fm við Álfaskeið, Hf. Sólsvalir. Geymsla í kj. Sameign nýl. endurbætt. Bílskúr 23,8 fm. Mikið útsýni. Laus fljótl. Einbýlishús f Selási Fjársterkur kaupandi óskar eftir einbýlishúsi 250-300 fm við: Deildar- ás, Eyktarás eða Vesturás. Verðhugmynd 13-15 millj. Ennfremur óskast í borginni: 3ja herb. góð ibúð á 1. hæð. Rétt eign verður borguð út. 4ra-6 herb. sérhæð i borginni. Eignaskipti möguleg. 2ja-3ja herb. íbúð i lyftuhúsi t.d. við Kríuhóla. Opið í dag laugardag. kl. 10.00-16.00. Fjöldi fjársterkra kaupenda. AIMENNA FASTEIGHASAL AN LAUGAVEG118 SIMAR 21150-21370 ff CITR0ÉN BX SKILAR SINU HLUTVERKIMEÐ SOMA" „Ég geri meiri kröfur til bíls en að hann skili mér frá einum stað á annan. Eg vil stílhreinan og fallegan bíl, sem einnig ertæknilega full- kominn og þægilegur í akstri. Að mínu mati sameinar hönnunin á Citroén BX fegurð og tæknilega fullkomnun. Hann lætur vel að stjórn og skilar sínu hlutverki með sóma, á hvaða sviði sem er. Þegar ég endurnýja fæ ég mér aftur BX, nema ég láti eftir mér að fá Nýlega kannaði Hagvangur fyrir okkur hvaða hug eigendur Citroén AX og BX bera til bílanna sinna. Yfir 90% aðspurðra voru ánægðir með bílinn sinn og yfir 80% hugsa sér að fá sér Citroén aftur þegar þeir endurnýja næst. Niðurstöðurnar komu okkur ekki á óvart, við vitum hvað við erum að selja. En við vildum láta ykkur vita það líka. 5v. w ÁRGERÐIR 1990 BÍLASÝNING í DAG KL. 1-5 Globusn Lágmúla 5, sími 681555. CITROÉN og aftur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.