Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 43
MORGUNBLABIÐ IÞROTTIR LAUGAKDAGUR 23. S'EPTEMBER 1989 43 1 Morgunblaðið/Bjami Eiríksson Þau bestu og efnilegustu með verðlaunin. Arndís Ólafsdóttir lengst til vinstri, þá Arna Steinsen, Þoi-valdur Örlygsson og Ólafur Gottskálksson. KNATTSPYRNA / LOKAHOF LEIKMANNA1. DEILDAR Þorvaldur leikmaður ársins Ólafur Gottskálksson kjörinn efnilegasti leikmaður íslandsmótsins. Arna Steinsen best hjá kvenfólkinu og Arndís Ólafsdóttir efnilegust. orvaldur Örlygsson, miðvall- arleikmaður í KA, var út- nefndur besti leikmaður 1. deildar á lokahófi félags 1. deildar leik-’ manna í gærkvöldi. Leikmenn og þjálfarar liðanna kusu einnig efni- legasta leikmanninn og varð Ólaf- ur Gottskálksson, markvörður ÍA, fyrir valinu. í 1. deild kvenna fór fram ámóta kosning. Arna Steinsen, KR, var kjörinn besta knatt- spyrnukonan, en Arndís Ólafs- dóttir, KA, sú efnilegasta. Þetta var í sjötta sinn, sem félag 1. deildar leikmanna heldur svona lokahóf, en sú nýbreytni var nú tekin upp að halda sameig- inlegt hóf fyrir 1. deild karla og kvenna og gafst hún vel. Við sama tækifæri voru af- hentir gull-, silfur- og bronsskór Adidas til markahæstu manna í 1. deild karla. Hörður Magnússon, FH, var markakóngur með 12 mörk og fékk gullskóinn. Þrír leik- menn gerðu níu mörk hver. Pétur Pétursson, KR, lék fæsta leiki og fékk silfurskóinn, en Guðmundur Steinsson, Fram, og Kjartan Ein- arsson, ÍBK, fengu báðir bronsskó. ínémR FOLK ■ LEIFTUR vann Einherja 2:0 í síðasta leik 2. deildar í knatt- spyrnu. Hafsteinn Jakobsson og Gústaf Ómarsson gerðu mörkin. Einherji féll í 2. deild ásamt Völs- ungi. ■ RÍKISSJÓNVARPIÐ verður með beina útsendingu frá Reyder- keppninni í golfi kl. 15.00 í dag og er þetta í fyrsta sinn sem sýnt er beint frá golfkeppni í sjónvarpi hér á landi. Keppnin, sem er milli Bandaríkjanna og Evrópu, hófst í gær og höfðu Evrópumenn þá nauma forystu. Jón Óskar Sólnes mun lýsa keppninni og verður Frímann Gunnlaugsson honum til aðstoðar. ■ NJARÐVÍK varð Reykjanes- meistari í körfuknattleik í meistara- flokki karla. Njarðvíkingar unnu Grindavík í síðasta leik mótsins á miðvikudagskvöld, 89:67. ÚRSLIT Reykjavíkurmótið í körfuknattleik Meistaraflokkur karla: KR-ÍS........................104:31 ÍR-Valur.......................67:56 KR-ÍR..........................67:56 ÍS-Valur:......................53:89 Úrslitaleikur KR og Vals hefst kl. 21:30 í Laugardalshöll annað kvöld, en kl. 20 leika ÍR og ÍS. Meistaraílokkur kvenna: ÍR-KR.......................53:63 ÍSa-ÍSb.....................18:23 ÍR-ÍSa......................38:58 KR-ÍSb......................61:27 ÍSb-ÍR......................26:47 Mótinu lýkur í Laugardalshöll annað kvöld. Kl. 18:15 leika KR og ÍSa til úrslita. S Ö L U S Ý N I N G F A G U R - K E R A N N A sölusýningu Mirale gefst kostur á að eignast sér- stœða og klassíska listmuni á heimsmælikvarða. • Mirale býður fagurkera velkomna að Engjateigi 9 í dag á milli 10:00 og 16:00 til að líta með eigin augtim sígilda hönnun - húsgögn, gjafa- mackiniosh i9oá vörur og aðra listmuni úr smiðju snillinga • Frá Alivar t.d. Charles Rennie Mackintosh. Opið í dagfrá 10:00-16:00 ll MACKINTOSH 1900 2. DEILD Marteinn Geirsson. Marteinn áfram með Fylki Marteinn Geirsson ákvað í gær að halda áfram sem þjálfari knattspyrnuliðs Fylkis, sem féll í 2. deild um síðustu helgi. Þá sagð- ist Marteinn vera hættur, en Fylkis- menn lögðu hart að honum endur- skoða ákvörðun sína. „Ég hafði hugsað mér að hætta eftir ijögur ánægjuleg ár, en Fylkis- menn lögðu hart að mér að halda áfram og ég varð við óskum þeirra. Mikið og gott starf hefur verið unn- ið hjá Fylki, þar er gott að vera og mér hefur liðið ágætlega hjá félaginu," sagði Marteinn í samtali við Morgunblaðið. Marteinn var bjartsýnn fyrir næsta keppnistímabil. „Ég reikna með að vera að mestu með sama mannskap, nema hvað Guðmundur Baldursson hefur sagt að hann ætli að leggja skóna á hilluna. Ungir strákar fengu að spreyta sig í sumar og næsta ár bætast fleiri við, þannig að blandan verður þægi- leg,“ sagði Marteinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.