Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/LESBOK 215. tbl. 77. árg._______________________________LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1989______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Voþnahlé í Líbanon: Aoun fellst á friðaráætlun Beirút. Líbanon. MICHAEL Aoun, yfirmaður hersveita kristinna manna í Líbanon, féllst í g'ær á áætlun Arababandalagsins um frið þar í landi, en tilgangur áætlunarinnar er að binda enda á borgarastyrjöld, sem staðið hefur yfir í Líbanon í 14 ár. Reuter Friðaráætlun Arababandalags- ins felur í sér tafarlaust vopnahlé í Líbanon, brottflutning ísraelskra hersveita frá suðurhluta landsins, opnun Beirút-flugvallar og að hafnbanni Sýrlendinga í Beirút verði aflétt. I áætluninni er hins vegar ekki gert ráð fyrir heimkvaðningu sýr- lensku hersveitanna. Aoun hefur verið ákafur tals- maður þess að Sýrlendingar hverfi með 33.000 manna herlið sitt frá Líbanon. Sagði hann Sýrlendingum stríð á hendur 14. mars sl. í þeim til- gangi að néyða þá til að draga her sinn til baka. Er hann var spurður hvort honum hefði verið lofað að sýrlensku sveitirnar yrðu kvaddar heim svaraði hann þvi til að það væri i sínum höndum hvort friður héldist. Eitt ár var i gær liðið frá því Amin Gemayel, forseti, skipaði Frá tónlistarskóla fótgöngusveita breska sjóhersins í Deal í Suður-Englandi. Einn skáli hernianna, sem þar voru í námi, hvarf nánast er öflug sprengja hryðjuverkamanna írska lýðveldishersins sprakk þar í gær. Tónlistarskóli breska hersins í Deal á Suður-Englandi: Tíu hermenn biðu bana í sprengjutilræði IRA Deal, Englandi. Reuter. TIU hermenn að minnsta kosti biðu bana og 22 slösuðust, sumir lífshættulega, þegar öfiug sprengja hryðjuverkamanna írska lýðveldishersins (IRA) tætti í sundur herstöðvarskála í borg- inni Deal í suðurhluta Englands í gærmorgun. Manntjónið er eitt hið mesta í hryðjuverkum IRA í Englandi í áratug. Samtökin höfðu hótað „blóðugu sumri“ til að minnast þess að í sumar voru 20 ár liðin frá því breski herinn var sendur til gæslustarfa á Norður-írlantíi. í herstöðinni í Deal er tónlistar- skóli fótgöngusveita breska sjóhers- ins og eru liðsmenn þar óvopnaðir. í sprengingunni jafnaðist einn þriggja skála hermannanna við jörðu. Sprengjan var mjög öflug og olli hún tjóni á húsum í mörg hundr- uð metra fjarlægð. Tom King, varnarmálaráðherra, fordæmdi tilræðið og hét því að ekkert yrði gefið eftir í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. Hann fór áður með málefni Norður- írlands í bresku stjórninni. írski lýðveldisherinn lýsti ábyrgð á verknaðinum á hendur sér og sagði hann lið í baráttu sinni fyrir brottflutningi breskra hersveita frá Norður-írlandi. Hryðjuverkasam- tökin segja pólitísk áhrif eins tilræð- is í Englandi á við a.m.k. hundrað sprengjutilræði heima fyrir. Talið er að tvennar sveitir hryðju- verkamanna IRA fari huldu höfði í Englandi. Tilgangur þeirra sé aðal- lega að vinna spellvirki á hernaðar- mannavirkjum. Segir lögreglan að minnstu hafi munað að hafðar yrðu hendur í hári annars hópsins í áhlaupi á felustað í London sl. vet- ur. Var þá lagt hald á mikið af sprengiefnum. Aoun til að veita ráðuneyti krist- inna' manna í Líbanon foiystu, Sýrlendingar styðja bráðabirgða- stjórn múslima, sem hefur aðsetur í vesturhluta Beirút. Austur-Þýskaland: Ný stjórn- málasam- tök bönnuð Austur-Berlín. Reuter. LEIÐTOGAR austur-þýskra kommúnista hvetja nú fiokksmenn óspart til að berjast gégn ölium kröfum um breytingar á stjórnar- háttum í landinu. Sjálfstæð stjórn- málasamtök, Nýr vettvangur, sóttu nýlega um leyfi til að starfa í 12 af 115 héruðum landsins en umsókninni hefur verið hafnað. Fréttastofan ADN segir yfirvöld telja nýju samtökin hafa brotið lög með því að safna undirskriftum án þess að biðja leyfis. Leiðtogar Nýs vettvangs segja að 2.500 manns hafi undirritað áskorun til stjórn- valda um að hefja viðræður við sam- tökin um stjórnarfarsumbætur. Horst Dohlus, félagi í stjórnmála- ráði kommúnistaflokksins, sagði á fundi með flokksmönnum í Karl- Marx-stadt að þeir yrðu að vera æ betur á verði gagnvart aðfinnslum og árásum á þjóðfélagshætti í landinu. Tilkynnt hefur verið að Erich Honecker, leiðtogi landsins um 18 ára skeið og einn helsti frammámað- ur harðlínumanna í Austantjaldsríkj- unum, muni snúa aftur til starfa á mánudag eftir nokkurra vikna veik- indi. Leiðtogafundurinn árið 1986: Stj örnn speking’ur Reag- ans mælti með Reykjavík RONALD Reagan, þáverandi forseti Bandaríkjaiina, ákvað að halda til fundar við Míkhaíl S. Gorbatsjov, aðalritara sovéska kommúnista- fiokksins, í Reykjavík árið 1986 eftir að Nancy, eiginkona hans, hafði ráðfært sig við stjörnuspeking. Þessu heldur stjörnuspekingur- inn Joan Quigley fram í viðtali við bandaríska dagblaðið T/ie Was- hington Post fyrr í þessari viku. Stjörnuspekingurinn kveðst hafa unnið fyrir Reagan-hjónin í sjö ár og hafa heitið Nancy Reag- an því að skýra fjölmiðlum ekki frá því á meðan þau hjónin réðu ríkjum í Hvíta húsinu í Washing- ton. Segist hún hafa þegið greiðsl- ur fyrir þessa þjónustu mánaðar- lega. í viðtalinu segist hún hafa ráð- ið stjörnukort að beiðni Nancy Reagan er verið var að undirbúa annan fund þeirra Reagans for- seta og Gorbatsjovs. Kveðst hún hafa tjáð for.setafrúnni að tæpast myndi reynast heppilegt að halda fundinn í Washington. Hins vegar gæfi afstaða himintungla til kynna að fundur í Reykjavík yrði „stórkostlegur". Stjörnuspekingurinn segist hafa breytt hugmyndum forseta- hjónanna um Míkhaíl Gorbatsjov og sannfært þau um að unnt yrði að ná árangri í viðræðum við hann. Hún fullyrðir einnig að með þessu hafi hún komið á fyrsta fundi leiðtoganna í Genf og kveðst raunar telja það mikilvægasta verk sitt á þeim sjö árum er hún starfaði fyrir Ronald Reagan og eiginkonu hans. Sjá einnig „Var ráð- gjafi. . . “ á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.