Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1989 5_5 Sýning Errós stendur til 22. október: Atta þúsund manns fyrstu fimm dagana UM ÁTTA þúsund manns sóttu sýningu Errós á Kjarvalsstöðum fyrstu (imm sýningardagana. Er venjan að sýningar á Kjarvalsstöð- um standi í hálfan mánuð en vegna mikilla vinsælda Errós hefúr sýn- ingartíminn verið lengdur. Mun sýningin standa til 22. október. Að sögn Gunnars B. Kvaran, for- stöðumanns listasafna Reykjavíkur- borgar, sóttu um átta þúsund manns sýningu Errós fyrstu fimm sýningar- dagana. Öllu jafna sagði hann það teljast prýðilegt ef aðsókn á sýningu er stæði í hálfan mánuð væri fimmt- án hundruð manns. Yfirleitt væru sýningar líka lítið sóttar á virkum dögum en sú væri ekki raunin með Erró-sýninguna. Kæmu nú á bilinu 5-700 manns á sýninguna daglega. Gestir væru komnir strax snemma á morgnanna og síðan mikil aðsókn langt fram á kvöld. Hefði verið ákveðið að hafa Kjarvalsstaði opna til klukkan 22 þann tíma sem sýning- in stæði í stað þess að hafa opið til klukkan 18 eins og venja er. Væri þetta gert vegna fjölda óska um að sýningin yrði opin eftir vinnutíma. Skattlagning g ár magnstekna Opinn fundur SAMTÖK sparifjáreigenda gang- ast fyrir opnuin fúndi um skatt- lagningu Qármagnstekna í Súlna- sal Hótel Sögu á morgun, sunnu- dag, og hefst fundurinn klukkan 14. Markmiðið með fundinum er að fá sjónarmið stjórnmálamanna á skattlagningu íjármagnstekna og leyfa spariíjáreigendum að koma með fyrirspurnir um þetta mál. Othar Örn Petersen hrl., vara- formaður Samtaka sparifjáreigenda, setur fundinn. Stutt framsöguerindi flytja Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra, Ólafur Nilsson lög- giltur endurskoðandi og Guðríður Olafsdóttir frá Félagi eldri borgara. Þá verða hringborðsumræður und- ir yfirskriftinni: Hver er stefna stærstu stjórnmálaflokkanna varð- andi skattlagningu vaxtatekna al- mennings? Ingvi Hrafn Jónsson stjórnar hringborðinu og spurningar úr sal verða leyfðar. Þátttakendur verða Ólafur Ragnar Grímsson, Al- þýðubandalagi, Jón Sæmundur Sig- uijónsson, Alþýðuflokki, Steíngrímur Hermannsson, Framsóknarflokki, Þórhildur Þorleifsdóttir, Kvennalista, og Þorsteinn Pálsson, Sjálfstæðis- flokki. Fundarstjóri verður Kristján Gunnarsson fyrrverandi fræðslu- stjóri í Reykjavík. Kópavogur: Smábátahöfn tekin í notkun BÁTAHÖFN og flotbryggjur við Kársneshöfn í Kópavogi verða formlega teknar í notkun á morg- un, laugardag. Lokið var á þessu ári við gerð grjótgarðs og flot- liafnar fyrir 40 litla báta. Hafnargerð Kópavogs hófst við Kársnes árið 1952 að frumkvæði Finnboga Rúts Valdimarssonar og var fyrsta framkvæmd nýs sveitafé- lags að því er 'segif í fréttatilkynn- ingu frá Kópavogskaupstað. Þá var á næstu árum byggður lítill bi-yggju- sporður sem nýttist fiski- og farskip- um nokkuð. Vinna við höfnina lá niðri um árabil, eða þar til fyrir sjö árum þegar farið var að veita fé til hafnargerðarinnar úr bæjarsjóði. Síðan hefur Kópavogskaupstaður greitt 33 milljónir króna til hafnar- gerðarinnar. FJORHJOLADRIFSVEISLA árgerð 1990 Laugardag og sunnudag kl. 14-17 Hvergi meira og betra úrval fjórhjóladrifinna torfærutækja en frá Nissan Patrol GR, 2,8, turbo dísil* Nissan Patrol, high roof, 3,3, turbo, dísil. Nissan Pathfinder með original aukahlutum. Nissan Pathfinder, 3,0, V6, bensín. Nissan Terrano, 2,4, bensín, með beinni innspýtingu. Nissan Terrano, 2,7, turbo, dísil. IMissan King Cap með original aukahlutum. Nissan king Cab. Lánakjör: t.d. 75% lánað til þriggja ára á venjulegum lánakjörum banka. - réttur bíll á réttum stað Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 sími 91-674000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.