Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 14
14 MOKGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEFTEMBEK 198» — iC...' ,* - *,■?*.Srf. ~ a • • L 1 A Ll .1 - - i X — --------------------------------1 Minning: Björn Finnbogason Gerðum í Garði Fæddur 3. apríl 1303 Dáinn 13. september 1989 í dag fer fram frá Útskálakirkju útför heiðursborgara þeirra Garð- búa, Björns Finnbogasonar, fyrr- verandi kaupmanns og hrepps- nefndaroddvita, en hann lést 13. september síðastliðinn á 87. aldurs- ári. Með Birni Finnbogasyni er geng- inn litríkur persónuleiki sem um áratuga skeið hefur sett svip sinn á þjóðlífið og verið einn kunnasti forystumaður fólksins sem byggir Reykjanesskagann. Björn sá fyrst dagsins ljós þar suður í Garði 3. apríl 1903 og voru foreldrar hans þau Finnbogi G. Lárusson kaupmaður, Húnvetning- ur að ætt, og fyrri kona hans, Björg Bjarnardóttir, ættuð úr Kjó- sinni. Foreldrar Björns fluttust að Búð- um á Snæfellsnesi 1906 og óíst Björn þar upp og dvaldist lengst af til 25 ára aldurs að árunum 1914-16 undanskildum og því ári sem hann var við nám í Flens- borgarskóla. Það er enginn vafi á því að fyrstu sporin, sem Björn steig í Garðinum, höfðu þau áhrif að þang- að sneri hann aftur 1929. Þar skyldi ævistarfið unnið og þeir, sem þar lifðu, skyldu njóta starfskrafta hans. Starfssaga Björns Finnboga- sonar er líka svo samofin sögu Gerðahrepps um miðbik þessarar aldar að ekki verður í sundur slitið. Mikil athafnasemi einkenndi Björn frá fyrstu tíð. Skipti þar ekki máli hvort um var að ræða fiskvinnslu og verzlun á eigin vegum um hálfr- ar aldar skeið eða störf fyrir sveit- arfélagið. Ég trúi að afar fáir hafi setið samfellt í sveitarstjórn í 40 ár og gegnt oddvitastörfum í 36 ár eins og Björn gerði í hreppsnefnd Gerðahrepps, svo mikið traust var til hans borið. Alls staðar þar sem Björn Finn- bogason stóð að verki var framsýni og myndarskapur í fyrirrúmi. Hann reisti verzlunarhús á vegum fyrir- tækis síns og var í forystu um fjöl- mörg mál byggðarlaganna á Suður- nesjum. Þar má nefna vegamálin, símamálin, málefni sjúkrahússins og skólanna og nú síðast hitaveitu- málin. í stjórn Sambands ísl. sveit- arfélaga átti hann sæti um hríð. Enginn vissi betur hvar skórinn kreppti heldur en Björn. Hann var í daglegu sambandi við fjölda fólks í byggðarlaginu og var ætíð boðinn og búinn til liðveizlu og kom erind- um áfram til stjórnvalda ef þau voru þess eðlis. Ef eitthvað fór úr- skeiðis var ekki verið að biða eftir því að einhver annar kæmi til þess að leysa vandann, oddvitinn gerði það sjálfur. Eg minnist þess ávallt er ég eitt sinn var á ferð í Garðinum að ég sá Björn niðri í skurði við gröft. Ég spurði hverju þetta sætti. Svarið kom fljótt og vat' einfalt: „Það sprakk vatnsleiðsla og sérðu ekki maður að ég er að gera við?“ Sem þakklætisvott fyrir ómetan- leg störf í 40 ár gerðu Garðbúar Björn Finnbogason að heiðursborg- ara sínum og vissi ég að hann kunni vel að meta það. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður fyrir 60 árum var Björn einn þeirra sem skipaði sér í for- ystusveit. Hann var um langa hríð í forystu sjálfstæðismanna á Suður- nesjum, mikijl stuðningsmaður og náinn vinur Ólafs Thors, formanns Sjálfstæðisflokksins. Ólafur fóry heldur ekkert dult með það hversu niikils hann mat og treysti vini sín- um Birni persónulega og til þess að vera málsvari sjálfstæðisstefn- unnar. Þegar ég hitti Björn í fyrsta sinn, þá í fylgd með Ólafi í kjör- dæmi hans, Gullbringu- og Kjósar- sýslu,, fór ekki fram hjá mér frekar en öðrum sérstæður persónuþeiki hans. Ég hafði orð á því við Ólaf hvort ekki væri erfitt að sinna þing- mennsku fyrir svo sérvitra menn, en einhvern veginn kom Björn mér þannig fyrir sjónir í upphafi. Ólafur svaraði mér að bragði: „Hann Björn Finnbogason á að vera svona, hann gæti ekki verið öðruvísi. Þú verður mér sammála þegar þú hefui' kynnst honum jafn vel og ég.“ Nú þegar Björn Finnbogason kveður er að baki ekki aðeins sam- starf okkar um 30 ára skeið heldur og náin vinátta. Um leið og Björn sagði mér í hreinskilni og hispurs- laust skoðanir sínar og athuga- semdir var það ætíð gert af vináttu og velvilja. Slíka vini er dýrmætt að eiga, ekki hvað sízt þegar um pólitísk störf er að ræða. Það var ekki í kot vísað þegar Björn Finnbogason var sóttur heim. Við hlið hans frá 17. des. 1937 hefur staðið eiginkona hans, frú Auður Tryggvadóttir trésmiðs Matthíassonar og Kristínar Þórðar- dóttur frá Skeggjastöðum í Garði. Frú Auður hefur skilað sínu eril- sama hlutverki hljóðlát og örugg. Samhliða því að veita Birni bónda sínum styrk í umfangsmiklu starfi hefur hún ekki látið sitt eftir liggja með þátttöku í félags- og menning- arlífi sveitunga sinna, og m.a. gegnt organistastörfum kirkju sinnar um áratuga skeið. Börn þeirra hjóna eru tvö, þau Björg og Finnbogi, sem bæði eru fjölskyldu- fólk, búsett í Garðinum. Þegar vinur minn Bjöm Finn- bogason er genginn kveðja Sjálf- stæðismenn mætan forystumann með þakklæti fyrir mikil og ómetan- leg störf. Auðvitað hafði Ólafur Thors rétt fyrir sér hér eins og víð- ar. Björn Finnbogason átti að vera eins og, hann var og öðruvísi ekki. Það sannast bezt þegar sæti hans nú er autt og frá honum heyrist ekki framar. Ég og konan mín kveðjum góðan vin sem við þökkum drengilega lið- veizlu og munum sakna hans þegar við komum í Garðinn. Við biðjum Birni Finnbogasyni Guðs blessunar og sendum frú Auði og fjölskyldu hennar samúðarkveðjur. Matthías Á. Mathiesen í dag verður til moldar borinn frá Útskálakirkju heiðursborgari og fyrrverandi oddviti Gerðahrepps, Björn Finnbogason. Björn andaðist þann 13. september sl. á 87. aldurs- ári. Hann var borinn og barnfæddur Garðmaður og bjó hér allan sinn aldur, að undanskildum nokkrum árum í æsku er foreldrar hans voru á Búðum á Snæfellsnesi. Árið 1937 gekk Björn að eiga eftirlifandi konu sína, Auði Tryggvadóttur frá Skeggjastöðum í Garði, og varð þeim tveggja barna auðið, þ.e. Björgu og Finnboga, en þau eru bæði búsett hér í Garði. Björn var fyrst kjörinn í sveitar- stjórn árið 1934 og sat þar óslitið í 40 ár, þar af 36 ár sem oddviti. Hann var sérstakur áhugamaður um vöxt og viðgang sveitarfélags- ins og þá ekki síður um samstarf sveitarfélaga á Suðurnesjum og kom það í hlut Björns að taka þátt í að móta og koma á fót mörgum sameiginlega reknum stofnunum á Suðurnesjum. Hann átti sæti í stjórnum margra þeirra á upphafsárunum. Störf sveitarstjórnarmanna og þá ekki síst störf oddvita í dag hafa tekið miklum breytingum frá þeim tíma er Björn Finnbogason gegndi því hlutverki. Þá tíðkaðist að oddvitar rækju sveitarfélög frá heimilum sín- um og urðu þau yfirleitt miðstöð mannlegra samskipta í sveitarfé- laginu. Oft var þar mannmargt og gest- kvæmt þar sem Björn sá einn um rekstur sveitarfélagsins, bæði hvað varðaði fjárreiður, bókhald og verk- legar framkvæmdir. í 36 ár var heimili þeirra hjóna, Auðar og Björns, í Gerðum og síðar á Gerða- vegi 1, í senn skrifstofa og fundar- staður. Hreppsnefndarfundir voru haldn- ir þar öll þessi ár og hafa sam- tíðarmenn Björns í sveitarstjórn marg haft orð á hlýju viðmóti og höfðinglegum veitingum frú Auðar á öllum tímum. Með sama hætti voru móttökur allra annaira gesta er á heimili þeirra komu hvort sem var á nóttu eða degi. Fyrir fórnfúst og óeigingjarnt starf í þágu byggðarlagsins var Björn kjörinn árið 1974 fyrsti heið- ursborgari Gerðahrepps. Hrepps- nefnd Gerðahrepps vill að leiðarlok- um kveðja heiðursborgara sinn með þakklæti og virðingu og vottar frú Auði, börnum þeirra og öðrum að- standendum samúð sína. Hreppsnefnd Gerðahrepps í dag er til moldar borinn Björn Finnbogason, fyrrverandi oddviti og kaupmaður. Mig langar að minnast hans í fáum orðum, ekki til að rekja ætt eða atvinnuferil hans sem ég veit að var merkur, það læt ég öðrum eftir. í mínum hug var Björn sér- stakur persónuleiki Hann var ákveðinn og fastur fyrir sem stjórn- málamaður, sem kaupmaður var hann sanngjarn og lipur og sem vinur var hann tryggur og góður. Hann var stríðinn á sinn sérstæða hátt. Hann var laus við allan hé- góma og nægjusamur á sjálfan sig, lét aldrei veraldleg auðæfi hafa áhrif á sig. Þetta er sú mynd sem situr í huga mínum af Birni. Þó hann hafi oft verið umdeildur sök- um starfs síns gegnum árin þá veit ég að hann reyndi ávallt að leysa öll mál á friðsælan hátt svo allir mættu vel við una, og að hann skil- ur eftir sig góðar minningar í hug- um íbúa Gerðahrepps. Ég vil þakka Birni fyrir þá hlýju og velvild sem hann ávallt sýndi mér á því tíu ára tímabili sem hann var atvjnnurekandi minn og alla tíð síðan. Ég og fjölskylda mín á Garð- braut 49 þökkum honum fyrir sam- fylgdina. Við sendum Auði eigin- konu hans og aðstandendum öllum okkar innilegustu samúðarkveðju. Blessuð sé minning hans. Alda Ögmundsdóttir Fallinn er frá hálfníræður Björn Finnbogason, fyrrv. kaupmaður og oddviti Gerðahrepps. Aðrir munu trúlega rekja ættir hans og starfsferil, en undirritaður getur ekki látið hjá líða að minnast samstarfs við hann örfáum orðum. Árið 1959 hóf ég störf við Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs og leið þá ekki á löngu að ég kynnt- ist Birni, er sat í sjúkrahússtjórn- inni f.h. Gerðahrepps. Kom fljótt í ljós að hér fór ráðhollur maður, gætinn og traustur, en umfram allt kunni ég fljótt að meta að hann þorði að hafa skoðun á málum og segja meiningu sína, án þess þó að á aðra væri hallað. „Bognar aldrei brotnar í bylnum stóra seinast", segir St. G. St. Með okkur tókst fljótt góð vinátta og ósjaldan var komið við í Garðinum á heimili Björns og Auðar konu hans, málin rædd og góð ráð sótt til hans. Hann var allt í senn, ráð- hollur, skarpskyggn og hreinskipt- inn í viðskiptum sínum við aðra og vann ötullega að málefnum Gerða- hrepps áratugum saman, sannkall- aður máttarstólpi, sívinnandi og sló aldrei af. Slíkum kempum af alda- mótakynslóðinni fer nú ört fækk- andi, en þeirra er gott að minnast. Ég tel mig lánsaman að hafa kynnst hónum, tryggðatrölli og íhaldsmanni af gamla skólanum í orðsins bestu merkingu. Innilegar samúðarkveðjur til frú Auðar og barna þeirra, Bjargar og Finnboga. Löngu og miklu dags- verki er lokið. Hvílj hann í friði. Jón K. Jóhannsson Björn Finnbogason var fæddur að Gerðum í Garði, sonur Finnboga Guðmundar Lárussonar kaupmanns og konu hans Bjargar Bjarnadótt- ur. Björn var mikill athafnamaður. Hann rak verslun í Gerðum frá árinu 1937 til áramóta 1979, auk þess sem hann var með fiskverkun og sólþurrkaði fisk eins og títt var í þá daga. Björn var kosinn í hrepps- nefnd Gerðahrepps árið 1934, þá um þrítugt. Fjórum árum síðar varð hann oddviti og gegndi því starfi til ársins 1974, eða í 36 ár. Björn gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Gerðahrepp. Hann sat meðal annars í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga um árabil, og í 30 ár var hann í skólanefnd Gerðaskóla. Björn var tryggur stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins og trúði á ein- staklingsfrelsi og frjálst framtak, og var hann alla tíð talsmaður þeirra hugsjóna. Það fer ekki á milli mála, að jafn mikill atorku- maður og Björn var hafi verið um- deildur, en við Garðmenn sem gáf- um okkur tíma til að kynnast Birni fundum í honum hjartahlýjan mann, sem var alltaf tilbúinn að styðja við bak þeirra sem höfðu orðið undir í lífsbaráttunni. Þannig var Björn. Við Garðmenn þökkum honum fyrir öll hans góðu verk í okkar þágu. Þann 17. desember 1937 kvæntist Björn Auði Tryggvadóttur, sem var dóttir Tryggva Matthíassonar tré- smiðs og konu haris Kristínar Þórð- ardóttur sem lengi bjuggu að Skeggjastöðum í Garði. Auður og Björn eignuðust tvö börn, Björgu og Finnboga, sem bæði búa hér í Garði. Ég votta eftirlifandi eigin- konu Björns, börnum þeirra og barnabörnum mína dýpstu samúð. Njáll Benediktsson Það mun hafa verið vorið 1933 að ég barst í fyrsta sinn í Garð suður. Þar hitti ég meðal annarra bræð- ur tvo, þá Björn og Ingólf Finn- bogasyni. Þeir urðu mér minnis- stæðir við fyrstu kynni, mikilúðleg- ir ásýndum og vasklegir í fasi. Báðir voru þeir hinir reifustu, létu óspart fjúka hnýfilyrði, voru því greinilega vanir, enda þetta gert í stakasta bróðerni. Síðan þá lágu leiðir okkar Björns Finnbogasonar iðulega saman, enda urðum við næstum grannar og þar að auki svilar. Því er það að þegar Björn hefur nú runnið sitt æviskeið á enda tel ég mér skylt að senda honum mína hinstu kveðju pieð þökk fyrir samfylgdina. Björn var um margt sérkennileg persóna, skar sig úr fjöldanum. Jafnvel göngulag hans lýsti mann- inum vel. Hefði hann verið ungur að árum nú, efast ég ekki um að hann -hefði orðið íþróttastjarna, því hvatleiki og frábær snerpa voru honum svo í blóð borin. Því var það að þegar hann tók til hendi við fiskvinnu eða hvaða verklegt starf sem var, þá var eins og flestir stæðu kyrrir sem nálægt honum voru. Og þegai' hann birtist á fiskreitum sínum var eins og yfir dyndi hvítur stormsveipur og ég gat ekki betur séð en jafnvel hinir steindauðu þórskar yrðu lifandi og lyftu sér upp af stakkstæðinu í hendur hans. Mikið öfundaði ég manninn af þessum fádæma krafti. Þó gat hann furðanlega umborið liðleskjur eins og mig sem sýndust jafnvel þvælast fyrir við hlið hans. Sem kunnugt er fékkst Björn við fiskverkun og verslun mestan hluta ævi sinnar og starfaði auk þess að sveitarstjórnarmálum í Garði um 40 ára skeið, þar af oddviti hrepps- ins í 34 ár. Hann tók slíku ástfóstri við Garð- inn og íbúa hans að til fádæma verður að teljast. Mér hefur ætíð sýnst Garðurinn flatneskjulegt og lítið aðlaðandi byggðarlag. Þar var Björn á öðru máli. Garðurinn var í hans augum dýrðlegasta pláss þessa lands, ef ekki þessa heims. Hvergi voru land- kostir betri, hvergi var fólkið dug- meira eða heiðarlegra, hvergi á landinu vðru meiri möguleikar til athafna og góðrar lífsafkomu. Og hvergi var betra tíðarfar! Þegar norðangarrinn sendi gust sinn frá Faxaflóa yfir þorpið svo maður vildi helst skríða í skjól, þá hló Björn og sagði að þessi gola væri bara logn! Hann naut þess af lífi og sál að þjóna þessu samfélagi. Og hann tók slíkri tryggð við þetta pláss að það var líkt og hann væri límdur við það og heimili sitt. Sólarlandaferð var fjarstæða í hans augum. Hvað átti hann að gera þar? Tveir vinir hans nörruðu hann eitt sinn með sér austur að Laugar- vatni. Ætli þeir hafi ekki verið að tala um hvíld og hressingu. Þau hugtök held ég bara að Björn hafi ekki skilið, þótt dómgreind hans væri í besta lagi. Enda fór það svo að þessir félagar hans týndu honum eftir eina nótt. Björn stakk af og heim til starfa. Hér að ofan var þess getið að Björn starfaði að hreppsmálum í Garði um 40 ára skeið. Þau störf innti hann af hendi eins og önnur af næstum eldlegum áhuga og ósér- plægni. Ég held að launin hafi skipt hann litlu máli. Ég býst ekki við að hann hafi nokkru sinni skrifað ferða- kostnaðarreikninga eða eftirvinnu eins og nú tíðkast. Hann starfaði starfsins vegna en bar ótrúlega litla virðingu fyrir pen- ingum, svo litla að jaðraði við trass- askap. Garðbúar sýndu það líka, hvern hug þeir báru til hans, er hann var gerður fyrsti heiðursborgari hreppsins. Þá viðurkenningu held ég að Birni hafi þótt vænt um, enda þótt hann væri síst maður hégómans og tildursins. Og nú þegar Björn er allur, hygg ég að það verði mál manna að Garðurinn setji mjög ofan, þegar hann er horfinn þar af sjónarsvið- inu. Lítið pláss missir mikið þegai' þaðan hverfur einstæður persónu- leiki, sem setti svip sinn á það ára- tugum saman. „Hið mikla geymir minningin, en mylsna og smælkið fer“. Björn var maður aldamótakyn- slóðarinnar, fulltrúi þeirrar kynslóð- ar sem hafði óbilandi trú á landinu og framtíð þess, kynslóð sem lagði . rækt við fornar dyggðir svo sem trúmennsku í starfi, skyldurækni og umfram allt boðorðið: Orð skulu standa. í þessum anda var starf Björns Finnbogasonar innt af hendi. Ég þakka honum samfylgdina og sendi hans nánustu innilegar samúðarkveðjur. Sigurbjörn Ketilsson Fleiri greinar um Björn Finn- bogason munu birtast í biaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.